Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 25

Morgunblaðið - 30.05.2012, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2012 ✝ Sigrún Ársæls-dóttir fæddist í Hafnarfirði 9. febr- úar 1944. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðný Eyþórs- dóttir f. í Hafna- firði 20. september 1914, d. 28. júní 1996, og Ársæll Pálsson bakari, f. á Stokkseyri 11. febrúar 1916, d. 23. febrúar 2001. Systkini Sigrúnar eru: a) Vigdís stjórn- arráðsfulltrúi, maki Hallkell Þorkelsson. Synir þeirra eru Hrannar Már og Kjartan Már, b) Gunnar Eyþór, f. 26. apríl 1952, d. 7. september 1988. c) Hálf- systir samfeðra, Edda, f. 17. eru: a) Vigdís Huld í sambúð með Einari Erni Einarssyni, sonur þeirra er Matthías Örn, og búa á Ísafirði, b) Victor og búa þau í Hafnarfirði. 2) Ársæll, f. 26. desember 1966, maki Kristín S. Geirsdóttir, synir þeirra eru Gunnar Óli og Hilm- ar Þór og eru þau búsett í Hfnarfirði. Sigrún gekk í Lækjarskóla og síðan í Flensborgarskóla. Sig- rún vann hjá ýmsum fyr- irtækjum í Hafnarfirði, þá vann hún sumarlangt í Danmörku og einnig við símvörslu hjá Land- spítala – Háskólasjúkrahúsi. Sigrún og Óli bjuggu á Arn- arhrauni og síðan lengst af á Flókagötu 5 í Hafnarfirði. Veik- indi Óla urðu þess valdandi að Sigrún flutti á Sléttahraun. Hin síðari ár bjó hún ásamt sam- býlismanni sínum, Sigurði Björgvin Viggóssyni á Dreka- völlum 18 í Hafnarfirði. Útför Sigrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 30. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. febrúar 1948, maki hennnar var Björn Lárusson, látinn. Sigrún giftist 8. apríl 1966 Þorleifi Óla Jónssyni, f. í Reykjavík 25. mars 1942, d. 20. mars 2006. Foreldrar hans voru María Sólveig Magn- úsdóttir frá Eyri við Reyðarfjörð, f. 14. október 1916, d. 29. júní 1996, og Jón Jónsson klæðskeri frá Elliða í Staðarsveit, f. 5. september 1912, d. 24. febrúar 1997. Synir Þorleifs Óla og Sig- rúnar eru 1) Hákon, f. 3. apríl 1962, en Sigrún gekk honum í móðurstað við þriggja ára ald- ur, sambýliskona hans er Oddný Kristín Oddsdóttir. Börn þeirra Elsku Sigrún mín, ég vil minn- ast þín með nokkrum orðum og þakka þér fyrir samfylgdina sl. 14 ár. Þú varst sambýliskona mín, vinur og ferðafélagi, við fórum saman á flesta fallegustu staðina á landinu Ásbyrgi, Hljóðakletta og um allt Norðurland, einnig var frábær tími þegar við fórum til Raufarhafnar. Loðmundarfjörður kom okkur sérstaklega á óvart hve hann var fallegur og gaman að vera með þér þar, að ógleymdu Snæfells- nesi. Þú varst vinsæl og vinamörg, það var alltaf glens, grín og gam- an í þínum vinahópi, þú varst hrókur alls fagnaðar. Þér fannst gaman í Strandakórnum og tal- aðir oft um stelpurnar og fórum við í nokkrar kórferðir. Við fórum oft saman til sólarlanda okkur til upplyftingar, einnig þakka ég þér fyrir alla hjálpina og stuðninginn í veikindum mínum sl. tvö ár. Ég mun ætíð minnast þín með gleði. Sigurður V. Ég hef misst föður og nú móð- ur. Eitt get ég sagt að hamingj- una er ekki hægt að kaupa, held- ur er hún með góðum ástvinum. Ég hef lært mikið af móður minni í gegnum árin. Hún kenndi mér margt og áttum við mjög góðar stundir saman. Hún hafði sínar skoðanir á hlutunum og lá hún ekki á þeim, alltaf var stutt í húm- orinn og alveg fram á síðustu stundu hafði hún húmorinn til staðar. Hún var mjög góð við fjöl- skylduna mína, vildi allt fyrir okk- ur gera og áttum við margar góð- ar stundir með mömmu. Ég kveð þessa baráttukonu með miklum söknuði. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Hvíld í friði. Ársæll Þorleifsson. Elsku Sigrún, þá er komið að leiðarlokum hjá þér eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Aldrei kvartaðir þú um að þú værir veik. Nei, þú skildir ekki hvað þú værir slöpp en allir aðrir vissu að sjálf ætlaðir þú ekki að gefast upp. Sigrúnu kynntust við fyrst fyr- ir 14 árum þegar pabbi og hún fóru að búa saman og þau nýttu árin vel, fóru til útlanda á hverju ári þangað til veikindi þeirra beggja fór að hrjá þau. Einu sinni vorum við saman á Tenerife í 2 vikur; og allar ferðirnar innan- lands. Sigrún var skemmtileg kona sem sagði bara eins og henni fannst og var ekkert að fara í kring um hlutina, hreinskilni heit- ir það. Pabba og henni leið vel saman þó hann gæti tuðað aðeins of mikið þá var það allt í lagi, aðr- ar stundir voru svo skemmtileg- ar. Sigrún var gríðarlega vinmörg og þá sérstaklega hér í Hafnar- firði. Ef við fórum saman í búð þekktu hana allir og ekki var hægt að komast áfram, allir að heilsa henni. Allar vinkonurnar hennar sem studdu hana til dauðadags, hún var rík að eiga svona góðar vinkonur. Pabbi á eftir að sakna hennar sárt því honum þótti svo vænt um hana, en hann lifir á minningunni um góða konu eins og allir sem kynntust og þekktu Sigrúnu. Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Ársæll, Kristín, Konráð, Oddný og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni Elvar, Kristbjörg og fjölskylda. Okkur langar að minnast Sig- rúnar með fáeinum minningar- orðum en hún lést 18. maí síðast- liðinn eftir erfið veikindi. Hún var samferðakona föður okkar síðast- liðin 14 ár og má segja að skin og skúrir hafi einkennt þeirra líf þessi ár. Sigrún greindist með krabbamein fyrir nærri áratug og fór í gegnum erfiða meðferð. Svo virtist sem tekist hefði að lækna meinið en það tók sig upp aftur. Faðir okkar stóð ávallt við hlið hennar eins og klettur. Það sama átti við um Sigrúnu þegar faðir okkar veiktist alvarlega fyrir tveimur árum, þá studdi hún hann með ótrúlegum dugnaði þrátt fyrir sín veikindi. Pabbi og Sigrún kunnu svo sannarlega að lifa lífinu og nýttu þau hvert tæki- færi sem gafst til að ferðast bæði innanlands og utan. Það var aðdá- unarvert og okkur hinum til fyr- irmyndar hvernig þeim tókst að njóta lífsins þessi ár sem þau áttu saman, þrátt fyrir erfið veikindi á köflum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Enn vér skulum skilja skaparans að vilja, hver fer heim til sín. Lát oss aftur langa, lífsins Herra’, að ganga hingað heim til þín. Og þótt vér ei hittumst hér, gef oss fund á gleðistundu, Guð, í ríki þínu. (Vald. Briem) Elsku Sigrún, þú varst ljósið í lífi pabba okkar og við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið honum þessi ár sem þið áttuð saman. Við biðjum góðan Guð að veita pabba, sonum Sigrúnar og þeirra fjölskyldum styrk í sorginni. Valgerður Lísa, Rakel Árdís og fjölskyldur. Elsku tengdamamma, komið er að kveðjustund eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við kynntumst fyrir rúmum 25 árum þegar ég fór að koma á Flókagöt- una að hitta Sæla minn og tókstu alltaf vel á móti mér. Við Ársæll byrjuðum snemma að búa saman og varst þú alltaf reiðubúin til hjálpar ef eitthvað var. Við gerð- um margt skemmtilegt saman og dettur mér í hug ferðin sem við fórum nokkrar saman til Dublin, það var ógleymanleg ferð ásamt mörgum góðum stundum sem við áttum saman og síðar fjölskyldan okkar. Nú kveð ég þig, elsku tendamamma, með miklum sökn- uði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Kristín Sigríður Geirsdóttir. Henni ömmu minni fannst fátt skemmtilegra en að spjalla enda fóru ófá kvöld í það að hlusta á sögur hjá henni um hann pabba minn og hana þegar þau voru yngri. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Jochumsson.) Hvíldu í friði. Gunnar Óli Ársælsson. Þegar ég minnist mágkonu minnar Sigrúnar koma ótal minn- ingar upp í hugann. Það var fyrir rúmum fjórum áratugum, sem ég kynntist Sigrúnu fyrst. Þá heim- sótti ég hana og Óla á Arnar- hraunið en þá hafði ég nýverið kynnst systur hennar Vigdísi. Næstu áratugir liðu framhjá við fjölmörg tækifæri sem við fjöl- skyldurnar hittumst. Má þar nefna sumarbústaðaferðir og ára- mótabrennur í Hafnarfirði, sem strákarnir okkar höfðu mjög gaman af. Af mörgu er að taka en alltaf var gleðin við völd. Sigrún fór þó ekki dansandi á rósabeði í gegn- um lífið. Þorleifur Óli eiginmaður hennar veiktist alvarlega rúm- lega fertugur og náði aldrei heilsu eftir það. En lífið heldur áfram og alltaf var stutt í hláturinn. Sigrún kynntist Sigurði Björgvin Vig- góssyni en saman áttu þau nokk- ur góð ár. Fyrir nokkrum árum dró ský fyrir sólu aftur en þá greindist Sigrún með krabbamein sem hefur dregið hana til dauða. Á svipuðum tíma varð Sigurður svo alvarlega veikur. Nú að leiðarlokum er hugur okkar Vidísar hjá ykkur, Siggi, Ársæll, Hákon og fjölskyldur. Hallkell og Vigdís. Kæra mágkona og heimilisvin- ur til margra ára, við hjónin minnumst þín með söknuði og þakklæti fyrir samveruna og hve ótrúlega þú tókst veikindum þín- um með stakri ró og bjartsýni. Við áttum margar góðar stundir saman og ræddum við yfirleitt daglega saman í síma. Við áttum skemmtilegt frí saman á Einars- stöðum, þaðan sem ferðast var á flesta firði og fannst Sigrúnu sér- staklega gaman að koma til Loð- mundarfjarðar. Seinna fórum við saman í frí norður í land, ætlunin var að fara á Fiskidaginn mikla á Dalvík sem reyndar breyttist, síð- an ókuð þið Siggi til Raufarhafnar þar sem þið dvölduð hjá okkur hjónunum í nokkra daga í frá- bæru veðri sem við nýttum okkur vel til útivistar, sundferða og fleiri skemmtilegheita. Sigrún var sér- staklega létt í lund og gaman að vera með henni. Siggi bróðir hef- ur misst sinn besta vin og sendum við honum, fjölskyldu hans og Sigrúnar okkar samúðarkveðjur. Alda og Sigurður (Siggi). „Dáin horfin harmafregn.“ Elskuleg æskuvinkona mín Sigrún lést á krabbameinsdeild Landspítalans. Hún háði harða baráttu við krabbameinið, sem hafði hana að lokum. Margs er að minnast frá því við kynntumst 5 og 6 ára gamlar í KFUM sem var á æskustöðvum okkar við Hverf- isgötu í Hafnarfirði. Aldrei held ég að okkur hafi orðið sundurorða eða við farið í fýlu við hvor aðra. Sigrún var fædd í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð og getur því með sanni kallað sig Gaflara. Hún var elst í þriggja systkina hópi og þegar Gunnar bróðir hennar lést langt um aldur fram var það Sig- rúnu mikill harmdauði. Sigrún missti eiginmann sinn Óla einnig langt fyrir aldur fram en hann lést árið 2006 eftir langvinn og erfið veikindi. Eftir gagnfræðapróf sigldu Sigrún og Gógó vinkona hennar til Kaupmannahafnar með Gull- fossi sem var mikið ævintýri á þessum árum. Hún vann á Rík- isspítalanum í Kaupmannahöfn í eitt ár. Ekki minnkaði aðdáun mín á henni við þessa útlegð. Fljótlega eftir að hún kom heim úr þessu ferðalagi kynntist Sig- rún eiginmanni sínum Óla. Hon- um fylgdi lítill strákur sem Há- kon heitir og leit Sigrún alla tíð á hann sem sinn eigin son. Seinna eignuðust hún og Óli soninn Ár- sæl. Ég á margar fallegar og góðar minningar um Sigrúnu vinkonu mína. Hún hafði ómældan húmor og var mjög glaðlynd og skemmtileg kona. Sigrún var með afbrigðum mannglögg, þekkti bókstaflega alla. Hún var mjög gestrisin og var alltaf fyrst til að opna heimili sitt þegar vinkonur og skólasystur búsettar erlendis komu til landsins og þá var slegið upp veislu. Oftar en ég hef tölu á sat ég ásamt öllum vinkonunum í boði hjá Sigrúnu. Sigrún var ein sú ónískasta kona sem ég hef kynnst, alltaf boðin og búin til að hjálpa og alltaf fyrst upp með budduna. Nú er skarð fyrir skildi og komið að okkur sem eftir sitjum að taka við kyndlinum og gera okkar til að halda saman vin- skapnum. Elsku Siggi, Ársæll, Kristín, Hákon, Oddný og fjölskyldur, þetta er sannarlega búinn að vera erfiður tími og þið hafið staðið ykkur eins og hetjur. Þegar ég kvaddi Sigrúnu í síðasta sinn sagði ég við hana „Hetjan mín“ þá sagði hún „Ég er engin hetja, það eru allir hinir.“ Ég á eftir að sakna okkar fjöl- mörgu símtala, sem þú byrjaðir iðulega á „Hvað er að frétta?“ Megi algóður Guð taka Sig- rúnu í sinn faðm og styrkja þá sem syrgja yndislega konu. Þín vinkona, Hrafnhildur. Elsku Sigrún, nú við leiðarlok vil ég kveðja og þakka þér góða og skemmtilega samfylgd. Þú varst alltaf svo jákvæð, skemmti- leg og félagslynd. Allir voru vel- komnir heim til þín. Aldrei neitt vol eða víl, heldur bara glatt á hjalla. Alltaf barstu hag vina þinna fyrir brjósti, enda vinmörg. Og þér var ekkert óviðkomandi. Gat þetta pirrað fólk en þetta varst bara þú, svo lifandi og vildir fylgj- ast með öllu stóru og smáu. Þú varst ótrúlega sterk í bar- áttunni við þennan illvíga sjúk- dóm. Varst aldrei að kvarta, varst alltaf jákvæð og vongóð. Gaman hvað þú hélst fullri reisn fram á síðustu stundu. Þeg- ar ég var hjá þér nú undir lokin og þú vissir hvert stefndi sagðir þú: Ég er að hugsa um að fá endur- greitt hjá henni Amy spákonu. Hún spáði því að ég yrði 85 ára, en nú er þetta að verða búið. Ég held bara að ég vilji fá þetta end- urgreitt í evrum. Þetta lýsti þér svo vel, þú hætt- ir aldrei að sjá það broslega. Þú varst að hugsa um að gera þetta léttbærara fyrir okkur hin. Að lokum vil ég votta þínum nánustu samúð og bið um styrk þeim til handa. Hvíldu í friði. Þín vinkona, Sonja. Sigrún Ársælsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma. Sakna þín mikið og núna ertu komin upp til Guðs. Láttu þér líða vel, elsku besta amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vörn og skjól þar ég finn (Hallgrímur Pétursson.) Guð geymi þig Hilmar Þór Ársælsson. ✝ Gunnar BjarniHákonarson fæddist í Reykjavík 28. september 1932. Hann lést á Tenerife 12. maí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Bjarnadóttir og Hákon Jónsson frá Dýrafirði. Syst- ir hans er Sig- munda (Sísí) Hákonardóttir, maki Valtýr Guðmundsson. Gunnar giftist 22. júní 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni Sigurbjörgu Vilhjálmsdóttur, f. 29. janúar 1928 á Búðum á Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Helga Kristrún Guðmunds- dóttir og Vilhjálmur Björnsson frá Fáskrúðsfirði. Börn Gunnars og Sigurbjargar eru: 1) Hákon, f. 21. janúar 1958, rafvirkja- meistari, maki Guðný Helga- dóttir, f. 16. febrúar 1961, sölu- stjóri. Börn þeirra eru Gunnar Bjarni, f. 16. september 1981, sambýliskona, Ásdís Reyn- isdóttir, f. 6. febrúar 1983 og Sigurbjörg Karen, f. 12. október 1990. 2) Vilhjálmur, f. 27. sept- ember 1959, d. 26. júní 1962. 3) Helga, f. 19. október 1960, inn- anhússarkitekt. 4) Guðrún, f. 4. júlí 1963, leikskólakennari, maki Unnar Reynisson, f. 30. desember 1959, rafeindavirki. Börn þeirra eru Helga Kristrún, f. 27. október 1987, Sara Rut, f. 6. febrúar 1990 og Gréta Björg, f. 21. febr- úar 1994. 5) Hrefna, f. 10. sept- ember 1965, leik- skólakennari. Gunnar byrjaði ungur að vinna, fyrst hjá Eim- skipafélagi Íslands, síðan sem vinnuvélastjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun við uppbygg- ingu hafna víðsvegar um landið og hjá Togaraafgreiðslunni. Þegar Togaraafgreiðslan var lögð niður stofnaði hann ásamt fjórum vinnufélögum sínum Kranafgreiðsluna ehf. árið 1981 og starfaði þar til ársins 2003 þegar fyrirtækið var selt. Gunn- ar starfaði í mörg ár sem með- stjórnandi í stjórn Dagsbrúnar og var gerður að heiðursfélaga Dagsbrúnar. Gunnar og Sig- urbjörg bjuggu mestallan sinn búskap í Kópavoginum eða í um 50 ár, fyrst að Auðbrekku 31 og síðan Digranesvegi 73 og síð- ustu 4 árin á Strikinu 4 í Garða- bæ. Útför Gunnars fer fram í Kópavogskirkju í dag, 30. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Didda, börnin og barna- börnin. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur við fráfall okkar ástsæla Gunnars B. Hákonarson- ar. Hans er sárt saknað.Við þökk- um honum samfylgdina og vin- áttu, sem aldrei bar skugga á frá fyrstu kynnum. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Gréta og Hafsteinn, Erna og Guðmundur. Gunnar B. Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.