Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skáksveit Verkís sigraði á Verkísmótinu, firma- keppni í skák, sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavík- urborgar í gær, með 17,5 vinninga. Í öðru sæti hafnaði skáksveit Hafgæða og í því þriðja hafn- aði Stelpusveit SS. Stigahæsti skákmaður mótsins var Hjörvar Steinn Grétarsson landsliðsmaður. Þátttaka í mótinu var góð en samtals tóku þrettán lið frá tólf fyrirtækjum þátt í því. Skáksveit Verkís vann Verkísmótið Morgunblaðið/Kristinn Firmakeppnin í skák fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær Kristján Jónsson kjon@mbl.is Áætlaðar fjárfestingar í framleiðslu og flutningi á orku munu dragast saman um 120 milljarða króna og fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og afleidd áhrif um 150 milljarða 2012- 2016 ef tillögur ríkisstjórnarinnar um rammaáætlun verða að veru- leika. Þetta kemur fram í umsögn fjármálafyrirtækisins GAMMA til atvinnuveganefndar Alþingis. Ríkisstjórnin vill m.a. setja virkj- anir í neðri hluta Þjórsár og við Skrokköldu í biðflokk en þessar virkjanir eru taldar vera með hag- kvæmari virkjanakostum á Íslandi. Hagfræðingar GAMMA álíta að uppsafnaður hagvöxtur verði 4-6% minni fyrir vikið og atvinnulífið verði af um það bil 5.000 ársverkum á um- ræddu fjögurra ára tímabili. Ásgeir Jónsson hjá GAMMA segir að við Kárahnjúka hafi erlendir verktakar séð að mestu um verkið. En þar sem virkjanir í Þjórsá séu minni að um- fangi megi gera ráð að fyrir að inn- lendir aðilar gætu tekið meiri þátt í þeim og af- leiddu áhrifin því hlut- fallslega jákvæðari fyrir þjóðarbúið. Þessum at- riðum megi stýra að nokkru með gerð útboða. „En ég held að um sé að ræða vanmat á afleiddu áhrifunum af virkjunun- um, ekki ofmat,“ segir Ásgeir. Fjárfestingar snarminnka  GAMMA segir breytta rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjanamálum þýða að ekki verði af fjárfestingum upp á alls 270 milljarða fram til 2016 Morgunblaðið kynnir í dag sérstakt tilboð til háskólastúdenta sem felst í því að bjóða þeim iPad-áskrift að Morgunblaðinu og iPad-spjaldtölva fylgir með. Áskriftin er bundin í 30 mánuði og kostar 2.990 kr. á mánuði. „Með þessu er brotið blað í ís- lenskri blaðaútgáfu, ef svo má kom- ast að orði,“ segir Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, og vísar til þess að ekki sé um hefðbundna áskrift að blaði að ræða, þar sem enginn pappír sé borinn út. Til þess að gera þessa áskrift mögulega hefur sérstakt form verið útbúið fyrir iPad-spjaldtölvu í sam- starfi við Apple. Það gerir Morgun- blaðið mjög aðgengilegt og þægilegt aflestrar á iPad-spjaldtölvu. „Ég veit ekki til að þessi aðferð við tækni- lausnina og nálg- un við markaðinn hafi verið notuð annars staðar,“ segir Óskar. Hann bætir við að Apple hafi sýnt því sérstakan áhuga að gefa há- skólastúdentum kost á að eignast iPad með þessum hætti og því sé hægt að hafa verðið eins lágt og raun ber vitni. Samning- urinn hljóði hins vegar upp á tak- markað magn af iPad-spjaldtölvum frá Apple. Háskólastúdentum gefst kostur á iPad-áskrift og iPad-spjaldtölvu með því að fara inn á sérstaka slóð á net- inu (www.mbl.is/mogginn/ipad) og fylgja síðan leiðbeiningum. Þessir áskrifendur fá svo iPad-spjaldtölv- urnar afhentar hjá epli.is á Lauga- vegi 132. Þar verða þjónustufulltrú- ar frá Morgunblaðinu nýjum áskrifendum til halds og trausts. Aðrir seinna „Fyrst í stað er eingöngu um að ræða tilboð til háskólastúdenta en við stefnum að því innan tíðar að gefa öðrum kost á því að kaupa iPad- áskrift að Morgunblaðinu þótt það kunni að vera í öðru formi en það sem við kynnum nú,“ segir Óskar Magnússon útgefandi. iPad-tölva fylgir áskrift  Morgunblaðið bryddar upp á nýjung í blaðaútgáfu  Sérstakt tilboð fyrir alla háskólastúdenta Óskar Magnússon Á næstunni verð- ur hringt í 5-10 manns sem tóku gengislán og þeir beðnir um að höfða mál gegn fjármálastofn- uninni sem lánaði þeim. Tilgang- urinn er sá að láta reyna á það fyrir dómi hvaða áhrif nýlegur hæstaréttardómur hefur á lán þeirra. Þetta segir Svan- borg Sigmarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi umboðsmanns skuldara. Verið er að kanna hvaða mál gætu komið til greina og síðan hefjast út- hringingar. Í gær sendu umboðsmaður skuld- ara og Samtök fjármálafyrirtækja frá sér fréttatilkynningu um að ekki yrði farið út í endurútreikninga gengistryggðra íbúðarlána á grund- velli dóms Hæstaréttar síðan í febr- úar fyrr en ljóst verður hvaða reikni- aðferð á að liggja fyrir. Bera ekki kostnað af málinu „Þetta verða vonandi ekki meira en allt í allt 5-10 mál, þannig að það eru voðalega fáir sem munu fá svona símtöl,“ segir Svanborg. Viðkomandi fær aðstoð við að finna lögmann og að sögn Svanborgar er stefnt að því að tryggja að þessar málshöfðanir verði skuldurum að kostnaðarlausu. Þannig munu fjármálafyrirtæki t.d. ekki gera kröfu um málskostnað í þessum málum. Hugsanlega verður sá háttur hafður á að fjármálastofnun höfði mál gegn skuldurunum, fallist þeir á slíka málsmeðferð. skulih@mbl.is Getur þú farið í mál við banka? Svanborg Sigmarsdóttir  Eyða þarf óvissu um reikniaðferðir Mikill meirihluti stjórnenda í ís- lenskum fyrirtækjum er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar MMR, sem var unnin í samstarfi við Viðskiptablað- ið, eru 63,9% stjórnenda í íslensku atvinnulífi mótfallin aðild að ESB en 36,1% hlynnt aðild. Andstaðan við aðild að ESB er mest á meðal stjórn- enda í sjávarútvegi en þar mældist hún tæp 80%. Stjórnendur á móti ESB „Því miður ber tillagan merki öfga- sjónarmiða í umhverfispólitík á kostnað skynsamlegrar verð- mætasköpunar, sem knýjandi þörf er fyrir til að bæta afkomu heimilanna í landinu, ekki síst hér á Suðurnesjum þar sem at- vinnuástandið er einna bágast,“ segir í umsögn lykilfólks í sveitar- stjórnum, verkalýðshreyfingu og atvinnurekendasamtökum á Suðurnesjum, um þings- ályktunartillöguna. Þau telja til- löguna ótæka og óviðunandi. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis, segist hafa stutt þá sátt sem náðist með rammaáætlun. Hann segir að ál- verið í Helguvík sé mikilvægt fyrir Suðurnesin og horft sé til þess að fá orku frá virkjun í Þjórsá til að koma verkefninu af stað. 46 starfsmenn HS Orku hafa sent inn svipaða umsögn. Ber merki öfgasjónarmiða LYKILFÓLK Á SUÐURNESJUM GERIR ATHUGASEMDIR Ólafur Þór Ólafsson 50% afsláttur í sal 12.–20. maí. Láttu þetta ekki framhjá þér fara! Við erum í alfara leið. 55 12345 Hlíðasmára 15 - beint fyrir ofan Smáralind Kíktu inn á italiano.is 2 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.