Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is Bókin Ísland á um-brotatímum rekur þærbreytingar sem urðu áíslensku samfélagi í kjölfar hrunsins haustið 2008 í máli og myndum. En myndir eru í aðalhlutverki í bókinni. Höf- undur hennar, Björn Erlingsson, skiptir bókinni upp í fortíð, nútíð og framtíð. Ferð lesandans hefst í fortíðinni, í hinu íslenska bændasamfélagi sem mörgum virtist gleymt í góðærinu. Þá tók við mikil efnishyggja þar sem há- hýsi og nýbyggingar risu upp um alla borg og margt eldra húsnæði var rifið niður. Í lok góðæris varð hrunið og er sérstakur kafli bók- arinnar tileinkaður búsáhalda- byltingunni sem Björn fylgdi eft- ir með myndavélina á lofti. Loks veltir hann fyrir sér framtíð lands og samfélags á Íslandi eftir hrunið. Samfélagið „Með bókinni vil ég benda fólki á hve langt við erum í raun komin frá þeim hlutum sem maður upplifði í sveit sem krakki fyrir ekki svo löngu. Þar kynntist mað- ur nægjusömu fólki sem engu henti og þó að vissulega finnist enn slíkt fólk er lygilegt hve hugs- unarháttur okkar hefur breyst mikið á stuttum tíma og þá kannski sérstaklega í góðærinu. Í bókinni eru ákveðin skilaboð um þetta breytta samfélag. Í góð- æriskaflanum eru t.d. myndir af því þegar verið var að brjóta niður hús. Ég get tekið sem dæmi að í lítilli götu hjá vini mínum í Árbæ voru ein 20 hús og þar var verið að brjóta niður tvö einbýlishús. Ég ber ákveðinn ótta í brjósti fyr- ir framtíðinni um það hvort hugs- unarháttur okkar hafi í raun breyst eftir hrunið. Nú er spurn- ing hvort við Íslendingar lærum eitthvað af þessari reynslu. Maður Breytt samfélag í máli og myndum Bókin Ísland á umbrotatímum ber nafn með rentu en í henni eru raktar þær breyt- ingar sem urðu á íslensku samfélagi í kjöl- far hrunsins árið 2008. Með ljósmyndum og texta leiðir höfundurinn Björn Erlings- son lesandann um fortíð, nútíð og ekki hvað síst framtíð þessa litla lands og sam- félags sem í raun hefur stökkbreyst. Höfundurinn Björn Erlingsson. Húsfreyja Ævistarf Jóhönnu Sigurðardóttur á bænum Mýrum í Villingaholtshreppi hefur einkennst af fórnfýsi. Á morgun föstudag verða næstu há- degistónleikar í Háteigskirkju og ætla Júlía Traustadóttir sópran og Sólrún Gunnarsdóttir fiðluleikari að flytja breska tónlist frá 20. öldinni. Í tilkynningu segir að þær stöllur muni leiða áheyrendur um töfraheim breskrar og írskrar þjóðlagahefðar og flytja verk sem eru fremur sjald- heyrð. Á efnisskrá eru verk eftir Gustav Holst, Rebeccu Clarke, Lenn- ox Berkeley og Ralph Vaughan Willi- ams. Hádegistónleikarnir í kirkjunni eru haldnir annan hvern föstudag á milli 12:30 og 13:00 þar sem flutt er fjölbreytt efnisskrá við allra hæfi. Endilega … … farið á hádegistónleika Söngur og fiðla Júlía Traustadóttir og Sólrún Gunnarsdóttir. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Leiklistarskólinn Opnar dyr býður upp á alls konar námskeið þar sem áhersla er lögð á að opna fyrir ímynd- unarafl og sköpunarflæði. Einnig stuðla æfingarnar að aukinni sjálfs- vitund og öryggi. Á heimasíðu þeirra segir að leikræn tjáning henti vel til að efla jákvæð og uppbyggileg sam- skipti. Síðastliðinn þriðjudag fór af stað leiklistarnámskeið fyrir full- orðna en þar er unnið með sköp- unarkraft einstaklingsins og sjálfs- þroska í gegnum leikræna tjáningu. Á fésbókarsíðu skólans kemur fram að nokkrir skráðir hafi dottið út á síðustu stundu og því eru nokkrir að byrja næsta þriðjudag. Ef einhvern langar að koma næst þá er það vel hægt. Næsti tími er 15. maí. Vefsíðan www.leiklist.org Gaman Það er fjör fyrir fullorðið fólk að fara á leiklistarnámskeið. Leiklist fyrir fullorðna Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Framhaldsskólanám og Diplómanám Inntaka nýnema stendur yfir. Nánari upplýsingar www.myndlistaskolinn.is Útskriftarsýning Myndlistaskólans í Reykjavík í Lækningaminjasafninu Seltjarnarnesi stendur til sunnudagsins 13.maí. KÖBEN! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Verð frá: Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum 15.700 kr. 200.000 hótel í 165löndum / 800.000 bílarí 125 löndum HÓTEL OG BÍL BÓKAÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.