Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Samfélagsstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagsstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal í mannúðarmálum, menningu og listum, menntun, rannsóknum og vísindum, einnig forvarna- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi. Samfélagsstyrkir verða veittir tvívegis í ár en seinni úthlutunin verður í nóvember. Samtals nema samfélagsstyrkir því 20 milljónum króna á árinu. Á hvoru úthlutunartímabili verða veittir eftirtaldir styrkir:  5 styrkir að upphæð 1.000.000 kr. hver.  5 styrkir að upphæð 500.000 kr. hver  10 styrkir að upphæð 250.000 kr. hver. Verkefni sem einkum koma til greina:  verkefni mannúðarsamtaka og góðgerðarfélaga  verkefni á sviði menningar og lista  menntamál, rannsóknir og vísindi  forvarna- og æskulýðsstarf  sértæk útgáfustarfsemi Umsóknarfrestur til 4. júní Umsóknarfrestur vegna samfélagsstyrkja er til og með 4. júní 2012. Dómnefnd er skipuð fagfólki á hverju sviði. Sótt er um styrkina rafrænt, á landsbankinn.is. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittar fimm tegundir styrkja: Afreksstyrkir, námsstyrkir, nýsköpunarstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is. Landsbankinn veitir 10 milljónum króna í samfélagsstyrki til 20 verkefna í fyrri úthlutun fyrir árið 2012. Það styttist í að framkvæmdum við eina af um- deildari byggingum borgarinnar ljúki en ný framhlið er komin á húsið við Pósthússtræti 9. Löngum hafa menn deilt um fagurfræðilegt gildi byggingarinnar en hönnun hennar þykir í litlu samræmi við glæsileik nærliggjandi stór- hýsa, þ.e. Hótel Borgar til suðurs og hús Nat- hans og Olsens, einnig þekkt sem Reykjavík- urapótek, til norðurs. Margir hafa veitt framkvæmdunum undanfarið athygli enda byggingin vel sýnileg öllum þeim sem leið eiga um Austurvöll. Þegar ljóst var að skipta þyrfti út framhlið hússins athuguðu rekstraraðilar Hótel Borgar hvort heimilt væri að breyta útliti framhlið- arinnar, öðru fremur með því að skipta græna litnum út fyrir spegilgler. Vegna höfundarrétt- arlaga reyndist það hins vegar ekki heimilt. Því var nýja framhliðin gerð að fyrirmynd þeirrar eldri með smávægilegum breytingum. „Höfundarrétturinn er sterkur og við að sjálf- sögðu virðum hann,“ sagði Ólafur Þorgeirsson, hótelstjóri Hótel Borgar, í samtali við Morg- unblaðið. Samfelld lóð var upprunalega við Póst- hússtræti 9-11 sem skipt var upp þegar ráðist var í byggingu Hótel Borgar árið 1928. Gert var að skilyrði að framkvæmdir á númer níu yrðu ávallt gerðar í samræmi við húsin beggja vegna. Ekki virðist hins vegar hafa verið lögð áhersla á þetta ákvæði þegar byggt var á reitnum árið 1958. Hafa ber þó í huga að ríkjandi straumar og stefnur voru að vonum aðrar á þeim tíma og byggingin í takt við tíð- arandann þá en hún var byggð í svokölluðum síðfúnkísstíl. Almennar tryggingar reistu húsið upp- runalega undir skrifstofur sínar. Reykjavík- urborg keypti síðan bygginguna af trygginga- félaginu árið 1981 og ýmist hélt þar úti eigin starfsemi eða leigði út. Á tíunda áratugnum var húsið selt undir hótelrekstur sem staðið hefur alla tíð síðan ef frá er talið á jarðhæðinni. Þar hafa ýmis fyrirtæki verið til húsa, m.a. Gallerý Borg um tíma og kaffihúsið Kaffi- brennslan. Undanfarin ár hefur veitingastað- urinn Íslenski barinn verið þar til húsa. gunnhildur@mbl.is Umdeild bygging fær andlitslyftingu  Framkvæmdum við nýja framhlið hússins við Pósthússtræti 9 að ljúka  Höfundarréttur kemur í veg fyrir að breytingar séu leyfðar  Ýmis fyrirtæki hafa átt athvarf í byggingunni í gegnum tíðina Morgunblaðið/Ómar Andlitslyfting Kannað var hvort draga mætti úr græna litnum sem hefur verið ríkjandi. Sprunga kom í ljós í stýrinu á flutn- ingaskipinu Fernanda sem strand- aði við Sandgerðishöfn síðastliðinn laugardag. Skipið var í bráðabirgða- viðgerð í gær hjá véla- og skipaþjón- ustunni Framtaki í Garðabæ. „Sprungan kom í ljós þegar botninn á skipinu var skoðaður í sambandi við strandið,“ segir Bjarni Thorodd- sen, framkvæmdastjóri Framtaks. „Við erum að laga sprunguna til bráðabirgða. Þetta er smáviðgerð, skipinu var hallað aðeins og við- gerðin fer fram á floti,“ segir Bjarni. Sprungan var ofarlega á stýrinu og segir Bjarni nokkuð víst að hún hafi verið þar í nokkurn tíma. Sprungan var þó það lítil að hún hef- ur ekki átt að hafa áhrif á stýri skipsins að sögn Bjarna. „Sprungan átti alls ekki þátt í strandinu, hún hefði ekki getað haft nein áhrif. En það á auðvitað ekki að vera sprunga á stýrinu og ef hún hefði stækkað hefði skipið geta misst stýrið.“ Eigendur skipsins vildu að gert yrði við sprunguna til bráðabirgða áður en skipið færi héðan. Það fer ekki í frekari viðgerðir hér á landi. Í dag siglir það til Hafnarfjarðar, tek- ur þar farm og siglir svo frá landinu. ingveldur@mbl.is Ljósmynd/Reynir Sveinsson Til bráðabirgða Unnið við viðgerð á stýri Fernanda hjá Framtaki í gær. Skipinu var aðeins hallað og viðgerðin gerð á flotpalli. Sprunga kom í ljós í stýri Fernanda Fé sem flutt var yfir sauðfjár- varnalínur nýverið hefur verið farg- að og fá eigendur þess engar bætur vegna förgunarinnar þar sem með flutningnum var unnið gegn útrým- ingu á riðu. Jafnframt verður málið kært til lögreglu, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Nýlega fannst fé sem flutt hafði verið úr Rangárvallahólfi yfir í Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf ásamt fleira fé sem flutt hafði verið milli bæja innan síðarnefnds hólfs. Alls var um 19 kindur að ræða sem þrír eigendur voru að. Matvælastofnun segir að flutningar á sauðfé séu tak- mörkunum háðir til varnar út- breiðslu á riðu og garnaveiki. Er m.a. bannað að flytja fé yfir varn- arlínur sbr. 25. gr. laga um dýra- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Varnarlínur eru ákveðnar með reglugerð og afmarkaðar með girð- ingum eða náttúrulegum hindr- unum. „Hvort sem um er að ræða stóra fjáreigendur eða smáa, eina kind eða margar, ber að virða reglurnar svo árangur náist í baráttunni gegn riðu og garnaveiki. Tillitsleysi eins bónda eða áhugamanns með nokkrar kind- ur getur eyðilagt fyrir öllum öðrum í sama varnarhólfi,“ segir á vef Mat- vælastofnunar. Sauðfjárflutningur kærður til lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.