Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 BILLUND! Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is F ÍT O N / S ÍA Verð frá: Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum 14.900 kr.FÍTON 200.000 hótel í 165löndum / 800.000 bílarí 125 löndum HÓTEL OG BÍL BÓKAÐU Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Hlutverk miðstöðvarinnar er fyrst og fremst að efla tengsl atvinnulífs og skóla, að mínu mati hefur verið góður skriður á starfseminni á síðustu ár- um. Okkur er meðal annars ætlað að afla upplýsinga og miðla þeim til fyr- irtækja og samstarfsaðila, stunda rannsóknir, stuðla að nýsköpun og styðja við frumkvöðlastefsemi í sjáv- arútvegi, svo ég nefni sem dæmi. Sjávarútvegurinn er einn af mátt- arstólpum atvinnulífsins og því er nauðsynlegt að samstarfið við grein- ina sé sem öflugast. Við reynum eftir bestu getu að safna saman upplýs- ingum um sjávarútveginn, sem nýt- ast í margvíslegum rannsóknum,“ segir Hreiðar Þór Valtýsson, for- stöðumaður Sjávarútvegsmiðstöðv- arinnar við Háskólann á Akureyri. Stofnunin var sett á laggirnar 2009 þegar samningur var undirritaður á milli skólans og ríkisins. „Samskiptin milli skóla og atvinnu- lífsins voru orðin lítil og því var talin þörf á slíkri miðstöð. Hérna við skól- ann er starfrækt sjávarútvegsbraut, þannig að margt mælti með því að staðsetja miðstöðina hérna fyrir norðan. Samstarf við sjávarútvegs- brautina er afar náið, sérfræðingar miðstöðvarinnar annast til dæmis kennslu samhliða öðrum verkefnum.“ Hreiðar segir að á tímabili hafi nemendur í sjávarútvegsfræðum ver- ið fáir en þeim hafi fjölgað jafnt og þétt eftir að Sjávarútvegsmiðstöðin tók til starfa. Þá hafi og skipt sköpum að Landssamband íslenskra útvegs- manna hafi ákveðið að styrkja starf- semina dyggilega. Margir sækja um „Í vetur var við nám í sjáv- arútvegsfræðum einn stærsti ár- gangurinn frá upphafi, sem er auðvit- að gleðilegt og mér sýnist að umsóknir um nám á næsta vetri verði margar. Þetta er fjölbreytt nám, enda sýna kannanir að þeir sem út- skrifast starfa á mörgum sviðum og eru eftirsóttir. Sjávarútvegurinn er sannarlega spennandi grein, störfin snúast ekki bara um að veiða fiskinn í sjónum. Fyrirtækin þurfa að fá vel menntað starfólk til að sinna fjöl- þættum störfum, til dæmis við að markaðssetja afurðirnar og sjá til þess að allur rekstur sé sem hag- kvæmastur.“ Hreiðar segir að mikil nýsköpun eigi sér stað í sjávarútvegi, enda séu íslensk fyrirtæki almennt talin fram- sækin. „Sömu sögu er að segja um einstaklinga sem vilji búa til verð- mæti úr sjávarfangi.“ „Einn nemandi okkar mun í sumar kanna möguleika á að gera meira verðmæti úr þorsklifur sem til fellur. Annar undirbýr að búa til snakk úr roði og einnig hefur hann hug á að vinna laxahrogn frekar en nú er al- mennt gert. Sá þriðji er að vinna með Samherja að því að þurrka sundmaga fyrir Asíumarkað og fjórði nemand- inn er núna í Vestmannaeyjum þar sem kannaðir eru möguleikar á að vinna skötuselslifur fyrir Frakk- landsmarkað. Mun fleiri áhugaverð verkefni eru í gangi. Okkar hlutverk er að styðja við bakið á þessu unga fólki og leita eftir samstarfi við fyr- irtæki og stofnanir. Það hefur tekist bærilega og nú er bara að vona að einhver þessara verkefna skili arði í framtíðinni.“ „Skeldýrarækt hefur verið að ryðja sér til rúms hér við land á und- anförnum árum og við höfum verið að vinna talsvert með bláskeljabændum. Að mínu mati eru möguleikar í þess- ari grein miklir, enda aðstæður víða góðar. Í Kanada er skeldýrarækt orðin stór atvinnugrein og aðstæður hérna eru svipaðar, jafnvel betri ef eitthvað er. Við þurfum hins vegar að halda rétt á spilunum í þessum efn- um, skelræktin hefur átt erfitt upp- dráttar á undanförnum árum. Við megum hins vegar ekki leggja árar í bát, kerfið hérna er til dæmis allt of þungt í vöfum og því verður að breyta. Veiðar á ígulkerum ættu líka að geta orðið arðbærar í framtíðinni. Þar er staðan svipuð, reglurnar eru óljósar og fæla jafnvel frá. Svipað á við um krabbaveiðar.“ Fisheries.is „Fisheries.is er allsherjar upplýs- ingaveita um íslenskan sjávarútveg, sem við settum upp á sínum tíma og rekum fyrir hið opinbera. Þessari veitu er ætlað að koma á framfæri helstu upplýsingum um greinina til útlanda, enda er vefurinn á ensku. Það er erfitt að leggja mælistiklu á ár- angurinn, en samkvæmt teljara síð- unnar er notkunin talsverð. Sjávar- útvegur er alþjóðleg atvinnugrein og því er nauðsynlegt að halda úti öfl- ugri kynningu, þessi upplýsingavefur jákvæð viðleiti í þá átt. Upplýsing- arnar á vefnum nýtast líka vel við kennslu í sjávarútvegsfræðum, en frekar lítið er til af kennsluefni um hafið og sjávarútveg, svo skrýtið sem það nú er.“ Takmörkuð vitneskja um sjávarútveg „Okkar rannsóknir sýna svart á hvítu að unga kynslóðin virðist ekki hafa mikinn áhuga á sjávarútvegi. Ég álít að ástæðan sé almennur skortur á þekkingu á því hversu mikilvægt hafið er fyrir okkur og hversu spenn- andi vettvangur sjávarútvegurinn er í raun og veru. Háskólar og fram- haldsskólar sem hafa með sjáv- arútvegstengda menntun að gera vinna nú saman. Þetta samstarf er undir hatti Sjávarklasans, markmið hans er að efla vitund, áhuga og sam- starf í íslenskum sjávarútvegi. Ég vona sannarlega að þessi vinna beri árangur. Sjávarútvegur er og verður ein helsta atvinnugrein landsins og þess vegna verðum við að sjá til þess að mennta hæft fólk til starfa,“ segir Hreiðar Þór Valtýsson, for- stöðumaður Sjávarútvegmiðstöðv- arinnar við Háskólann á Akureyri. Verðum að mennta hæft fólk til starfa í sjávarútvegi  Nemendum í sjávarútvegsfræðum að fjölga  Ungt fólk áhugalítið um sjávarútveg  Kennsluefni um sjávarútveg takmarkað  Fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýsköpun Störf í sjávarútvegi snúast ekki bara um að veiða fiskinn í sjónum, segir Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Ómar Nýjung Möguleiki er á að vinna úr skötuselslifur fyrir Frakklandsmarkað. Bláskel Miklir möguleikar eru tald- ir vera í bláskeljaræktun. EDDA – öndvegissetur við Há- skóla Íslands, stendur í samstarfi við Raymond Aron Center for Sociological and Political Studies (CESPRA) við Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í París(EHESS), að al- þjóðlegri ráðstefnu sem ber heitið In/Equalities, Democracy, and the Politics of Transition. Ráðstefnan er haldin við Há- skóla Íslands 10.-12. maí 2012 í Öskju, stofu 132, fer fram á ensku og er öllum opin án endurgjalds. Hér má nálgast dagskrá ráðstefn- unnar: www.transition.hi.is. Meg- inviðfangsefni ráðstefnunnar er lýðræði og íslenska stjórnlagaráð- ið/þingið; ó/jafnrétti og velferð; og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á Íslandi og al- þjóðlegu samhengi. Markmiðið er að leiða saman fræðimenn á sviðum stjórnmála, heimspeki, sagnfræði, bókmennta- fræði og lögfræði til að ræða fé- lagslegt umbreytingar- og end- urreisnarskeið í þverþjóðlegu samhengi. Sjónum verður sér- staklega beint að lýðræðis- tilraunum, stjórnmálaþátttöku og endurreisnarorðræðum, og verða kynntar niðurstöður sameiginlegs rannsóknarverkefnis EDDU og EHESS á því sviði. Í fréttatilkynningu kemur fram að ráðstefnunni er ekki einungis ætlað að vera alþjóðlegur fræða- vettvangur heldur sé hún skipu- lögð í því augnamiði að hvetja til samræðu milli fræðasamfélagsins og almennings um samfélagslegt og hugarfarslegt endurmat og uppbyggingu innan lands og utan. Lýðræði, samfélagsáföll og pólitísk umbreytingaskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.