Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Myndir og texti: Sigurður Ægisson sae@sae.is Hafrannsóknastofnunin hefur allt frá árinu 1994 kannað árstíðabundna út- breiðslu og far skíðishvala við Ísland með aðstoð gervitunglasenda. Verk- efnið er unnið í samstarfi við vís- indamenn frá grænlensku nátt- úrufræðistofnuninni og Dýralæknaháskólanum í Noregi sem framleiða merkin og festibúnaðinn. Notuð er sérútbúin loftbyssa og til þessa hafa merki verið sett á allar þær fimm tegundir sem hér við land eru, þ.e.a.s. hnúfubak, hrefnu, lang- reyði, sandreyði og steypireyði. Hafa rannsóknir nú þegar varpað nýju ljósi á ýmsa þætti er tengjast viðveru og fartíma hvala við landið og m.a. gefið fyrstu vísbendingar um aðsetur hrefnu að vetrarlagi. Sú var merkt í Faxaflóa 27. ágúst 2004 og hafði í des- ember sama ár farið fram hjá Azor- eyjum og Kanaríeyjum og djúpt vest- ur af ströndum Afríku norðvestan við Grænhöfðaeyjar. Einnig hafa skíðishvalir verið merktir í Eyjafirði, í Skjálfandaflóa og í Ísafjarðardjúpi, auk þess sem eitt dýr var merkt í loðnuleiðangri á R/S Árna Friðrikssyni RE 200. Leitað svara Í grein sem Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur ritaði um þetta efni og sem birtist á prenti árið 2010, kemur fram að verið sé að leita svara við eftirfarandi rannsóknaspurn- ingum: Hvenær koma hvalirnir á vor- in og hvenær fara þeir á haustin? Hvar halda þeir til á veturna? Hópast þeir saman á afmörkuðum æxlunar- stöðvum eða eru þeir dreifðir um stærra svæði? Hvaða leið ferðast þeir til og frá íslensku hafsvæði? Hve hratt fara þeir? Fara þeir í hópum? Eru dýrin staðbundin hér á sumrin? Er hægt að tengja ferðir þeirra fæðu- framboði? Og er samgangur við hvali sem teljast til annarra stofna í Norð- ur-Atlantshafi? Nýjasti leiðangurinn Föstudaginn 4. maí síðastliðinn var nýjasti leiðangurinn gerður í því augnamiði að koma merkjum á tvær hrefnur í Faxaflóa, og fékk tíð- indamaður Morgunblaðsins að slást með í þá för. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að ráðast í þetta verk er sú að svo virðist sem hrefna komi oft í talsverðu magni í Faxaflóa í apríl en sé fáliðaðri í maí og fjölgi aftur eftir það, þótt ekki sé þetta einhlítt. Hugmyndin var sumsé að kanna ferðir dýranna þarna yfir sumarið. Undanfarin ár hefur verið minna um hrefnu á land- grunninu en var fyrir talningu árið 2007. Álíta sérfræðingar að þessi fækkun endurspegli breytingar á út- breiðslu sem aftur tengjast minna æti, sérstaklega sandsíli sem hefur verið lítið undanfarin ár með alvarlegum af- leiðingum fyrir sjófugla, a.m.k. sunn- anlands, eins og kunnugt er. Ekki tókst að skýra þessa meintu breytingu á útbreiðslu í umræddri talningu, því ekki náðist að telja á ýmsum líklegum svæðum fyrir norðan Ísland og við strendur Austur- Grænlands. Merkjunum var einnig ætlað að gefa vísbendingar um þetta. Nota átti nýja gerð þeirra sem, auk þess að gefa upplýsingar um staðsetn- ingu hvalsins, skráir þrýsting á hverj- um tíma og sýnir því köfunarhegðun dýrsins. Úr Reykjavíkurhöfn var lagt upp úr klukkan 6 að morgni á Ingólfi ÍS, sem komið hefur að þessari rannsókn áður, bæði syðra og á Ísafjarðardjúpi. Skip- stjóri var Hafsteinn Ingólfsson. Skot- maðurinn, Tryggvi Sveinsson, er skip- stjóri á Einari í Nesi EA 49, báti Hafrannsóknastofnunarinnar á Ak- ureyri. Þeir félagar höfðu dagana á undan reynt að athafna sig á Faxaflóa í þessu skyni en ekki gengið vel enda bræla og erfitt um vik. Umræddan dag var hins vegar rjómablíða lengst af, en þó ekki á vísan að róa þar sem hrefnan er annars vegar, því hún er bæði lipur og hraðskreið. Mistókst að merkja Þrátt fyrir 12 tíma útiveru náðist ekki að koma merkjunum á sinn stað, þótt vítt og breitt væri siglt og í tví- gang væri hleypt af; í fyrra skiptið bil- aði loftþrýstingurinn, svo að nægileg- an kraft vantaði til að koma pílunni á leiðarenda og í hitt skiptið geigaði skotið. Nóg var samt af hval í flóanum, að minnsta kosti 10-15 dýr, en þau voru afar stygg, og það svo að undrun vakti. Til að unnt sé að fýra verður að und- irbúa það vel, reikna út stefnu hvalsins og sigla hárnákvæmt í sömu átt, en nálgast hann líka jafnt og þétt uns réttri fjarlægð er náð, sem helst má ekki vera meiri en 25 metrar. Oft er þá stefnt að því að ná honum í þriðju öndun. En einhverra hluta vegna var hann farinn í köfun eftir óvenjustutta viðveru í yfirborðinu og var lengi niðri. Mikið líf var í flóanum, enda lóðaði víða á sandsíli, og hvalirnir því í góðu æti. Næst er það Eyjafjörðurinn Hafrannsóknastofnunin mun ekki glíma við hrefnur í Faxaflóa í bráð. Næsta skref er að reyna að koma merkjunum tveimur á stöllur þeirra í Eyjafirði í þessum mánuði eða næstu tveimur eða þremur. Takist það verð- ur áhugavert að fylgjast með útkom- unni á http://www.hafro.is, þar sem margvíslegan fróðleik er nú að hafa um þær tegundir sem búið er að merkja. Lokaorðin hér á Gísli A. Víkings- son, sem í áðurnefndri grein frá 2010 ritar: „Segja má að notkun gervitunglasenda til að fylgjast með ferðum hvala sé enn á tilraunastigi. Þrátt fyrir takmarkað umfang, hafa tilraunir þessar nú þegar skilað áhugaverðum og óvæntum nið- urstöðum þótt augljóslega sé hér ein- ungis um að ræða fyrstu hænufetin á þessari braut. Með frekari tækni- framförum á næstu árum er þess vænst að þekking manna á ferðum hvala við Ísland, og samgang þeirra við hvali annars staðar í Norður- Atlantshafi, aukist til mikilla muna með aðstoð þessarar tækni.“ Með byssuna Skotmaðurinn mundar byssuna. Hún er knúin þrýstilofti. Hrefnan er lipur og hraðskreið  Fylgst með tilraunum til að merkja hrefnur með gervihnattasendum Í hvalaskoðun Hvalaskoðunarbátar voru um allan sjó. Líf í sjónum Töluvert af hrefnu var á Faxaflóa 4. maí síðastliðinn. Hér má sjá eina í forgrunni og aðra nokkuð fjær, ef grannt er skoðað. Reykjavík í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.