Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 VIÐTAL Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það er eftirvænting í loftinu þegar gengið er inn á Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Sumarið er á næsta leiti og undirbúningur að hefjast fyr- ir háannatímann í ferðaþjónustunni. Hálendismiðstöðin er annars opin allan ársins hring fyrir þá sem eiga leið um hálendi Íslands. Friðrik Pálsson hótelhaldari tekur brosandi á móti blaðamanni og ljós- myndara. Auk þess að reka Hálend- ismiðstöðina er hann með annað hót- el þar rétt hjá, hið þriggja stjörnu Hótel Háland. Niðri í byggð rekur hann svo fjögurra stjörnu hótel, Hót- el Rangá. Friðrik er á þönum milli hótelanna þessa dagana, sum- artörnin að byrja og verið að byggja við Hálendismiðstöðina. „Við erum að bæta við tuttugu nýj- um herbergjum og ætlum að opna þennan hluta upp úr miðjum júní. Þá verð ég kominn með fjörutíu her- bergi með baði og fimmtíu og fjögur með sameiginlegu baði. Á Hótel Há- landi eru svo tuttugu herbergi með baði og fjórtán án baðs. Þetta gera 128 herbergi alls hér við Sprengi- sandsleið,“ segir Friðrik og býður upp á kaffi og köku í matsalnum. Þar er kokkur í eldhúsinu að útbúa há- degismat fyrir smiðina og tveir starfsmenn, ungt fólk frá Tékklandi sem talar góða íslensku. Hollywood hertekur hótelin Friðrik segir að alltaf sé vel bókað í gistingu á hálendishótelunum tveimur á sumrin. Færst hefur í vöxt að erlendar kvikmyndir séu teknar upp á hálendinu og hefur Friðrik sannarlega orðið var við það. Verið er að hefja undirbúning fyrir tökur á stórmyndinni Oblivion, með Tom Cruise í aðalhlutverki, við Veiðivötn. Fyrstu gestirnir tengdir því verkefni komu á hótelið á þriðjudaginn. Frið- rik segir kvikmyndaliðið hertaka hót- elin á meðan myndirnar eru teknar og oft mikið púsluspil að koma þeim öllum fyrir. Oblivion er ekki eina myndin sem verður tekin á hálendi Íslands þetta árið og á Friðrik líklega von á fleiri kvikmyndahópum síðar á árinu. Upp til hópa eru það erlendir ferð- armenn sem koma í Hálend- ismiðstöðina. „Svo koma allir við sem eru að fara norður eða suður Sprengisand. Við erum alltaf með op- ið og opnuðum Hótel Háland í vetur fyrir norðurljósahópum og það gekk mjög vel. Á veturna er líka töluverð umferð af jeppafólki. Yfir sumartímann eru það útlend- ingarnir sem gista hér. Þeir koma klárir á því að hér er ákveðinn mið- punktur sem gott er að ferðast út frá. Þeir taka einn dag inn í Land- mannalaugar og Langasjó, annan fara þeir inn í Veiðivötn og Jökul- heima. Svo keyra þeir inn á Búð- arháls og í kringum Heklu, það er mjög skemmtileg leið sem er nú farin í vaxandi mæli.“ Á ekki að vera ódýr staður Rétt fyrir ofan Hálendismiðstöð- ina er Friðrik með Hótel Háland, hús þar sem Landsvirkjun var eitt sinn með skrifstofur en er nú lúxushótel og veitingastaður. Friðrik segir það hótel alltaf bókast fyrst og ganga mjög vel. Það er ljóst að fólk er tilbú- ið að borga fyrir lúxusgistingu á há- lendinu og Friðrik segir það ekki endilega vera neitt lúxus-lið. „Þeir sem koma til mín eru upp til hópa ósköp venjulegt fólk í frí. Auðvitað fáum við inn á milli fólk sem veit ekki aura sinna tal,“ segir Friðrik og bæt- ir við að íslensk ferðaþjónusta megi ekki vera feimin við að verðleggja sig. „Ég þoli ekki þá tilhugsun að Ís- land endi í því að vera ódýr ferða- mannastaður. Þá verða náttúruperl- urnar ofnýttar og við höfum þær ekki lengur til að selja. Við höfum haldið velmegun í þessu landi vegna þess að við höfum verið með góða atvinnu- starfsemi sem hefur skilað góðum tekjum. Ef við ætlum að horfa á ferðaþjónustuna sem einn af horn- steinum atvinnu- og efnahagslífsins getum við ekki leyft okkur að vera með ódýran vinnukraft og fyrirtæki sem ekki hagnast. Ég hef verið að tala fyrir því að koma ferðaþjónustunni upp á næsta stig. Góðir hlutir hafa verið gerðir á undanförnum árum en við erum ennþá með mjög unga grein í hönd- unum. Við þurfum að ná upp metnaði og kjarki til þess að selja okkur háu verði.“ Alltaf í framkvæmdum Um sjö ár eru síðan Friðrik tók við Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Spurður hvort það hafi staðið undir væntingum að reka hótel á hálendinu svarar hann játandi. „Það er vaxandi áhugi á því að ferðast á þessu svæði og ég hef gríðarlega mikla trú á há- lendistúrismanum.“ Friðrik sér fyrir sér meiri upp- byggingu á hótelunum á næstu árum. „Ég er alltaf í framkvæmdum,“ segir hann brosandi og býður gestunum í túr um staðinn. Í nýju viðbygging- unni eru nokkrir smiðir að störfum. Gengið var frá þakjárninu á mánu- daginn og á þriðjudaginn átti að setja glugga og útihurðir í. Þá átti að byrja að innrétta, sautján dögum frá fyrstu skóflustungu. Fyrstu gestirnir sofa svo í nýju álmunni um miðjan júní, líklega vært í hálendisþögninni. Morgunblaðið/RAX Uppbygging Friðrik Pálsson í nýju viðbyggingunni. Síðast var byggð álma við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum árið 2010. Húskarlar frá Hvolsvelli sjá um verkið sem á að vera lokið í júní. Hálendisherrann hugmikli  Friðrik Pálsson rekur tvö hótel á hálendinu og eitt í byggð  Bætir 20 herbergjum við Hálend- ismiðstöðina í Hrauneyjum  Segir ferðaþjónustuna þurfa að ná upp meiri metnaði og kjarki Áfangastaður Hálendismiðstöðin hefur verið rekin í Hrauneyjum í um 20 ár. Friðrik tók við henni fyrir um sjö árum og hefur tekið húsið í gegn. Lúxus Stofan í einu íbúðarherberginu í Hótel Hálandi. Á hótelinu eru fjórar íbúðarsvítur auk venjulegra herbergja. Vinsælt er að dvelja á hótelinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.