Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Líkt og ísjávarút-vegsmál- um lét ríkis- stjórnin eins og hún hygðist við- hafa eðlileg vinnubrögð í orkunýtingarmálum. Í sjáv- arútvegsmálunum var boðað til samráðs við alla hags- munaaðila sem nánast allir komust að sameiginlegri niðurstöðu. Þar með hafði óvænt sátt náðst um mála- flokkinn og ríkisstjórnin hafði í hendi sér að ljúka endurskoðun fiskveiði- stjórnunarkerfisins án veru- legra átaka. Sú leið var ekki valin. Þess í stað kippti rík- isstjórnin málinu út úr sáttafarveginum og stofnaði til gríðarlegra átaka við vel- flesta hagsmunaaðila og byggðirnar í kringum land- ið. Ekki sér enn fyrir end- ann á þeim ósköpum en ljóst er að þessi framganga hefur þegar valdið atvinnugrein- inni og þar með þjóðfélaginu öllu miklum skaða. Vinna við að finna rétt samspil orkunýtingar og náttúruverndar hafði lengi staðið yfir og á endanum lá fyrir tiltekin niðurstaða sem ríkisstjórninni var í lófa lag- ið að gera að sinni og koma málinu átakalítið í gegn. Sú leið var ekki valin frek- ar en í sjávarútveginum. Málið var dregið inn í bak- herbergi Samfylkingar og Vinstri grænna og kom það- an út aftur seint og um síðir og í þeim búningi að aug- ljóst mátti vera að um það gæti aldrei náðst samstaða. Ekki þarf að eyða miklum tíma í að skoða umsagnir sem þingnefndinni hafa bor- ist til að átta sig á von- brigðum þeirra sem að und- irbúningi málsins hafa komið á liðnum árum og sjá nú að lítið er gert með það sem unnið hafði verið. Orkustofnun bendir í um- sögn sinni á að tillaga rík- isstjórnarinnar geri ráð fyr- ir „að hagkvæmustu og best rannsökuðu virkjunarkost- irnir verði fluttir úr orku- nýtingarflokki í biðflokk“ og á þar við virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Hið sama eigi við um tiltekna virkjana- kosti í háhita, „án þess að faglegum forsendum sem lágu til grundvallar mati faghópa sé hnekkt“. Alþýðusam- band Íslands gerir einnig „al- varlegar athuga- semdir“ við um- rædda þings- ályktunartillögu, í megin- atriðum þær sömu og Orkustofnun. ASÍ segir að þau rök sem færð séu fyrir tilflutningi ofangreindra virkjanakosta úr nýting- arflokki í biðflokk séu „ótrú- verðug og ekki byggð á fag- legum vinnubrögðum.“ ASÍ mælist því til þess að Al- þingi breyti tillögu ríkis- stjórnarinnar og færi hana aftur í það horf sem áður hafði verið lagt til. Samtök iðnaðarins setja fram svipaða gagnrýni og telja að með þeim breyt- ingum sem ríkisstjórnin vill gera sé „verið að sóa mikl- um fjármunum“. Samtökin benda á að rammaáætlun sé ætlað að standa um langa framtíð og að mikilvægt sé að breið samstaða sé um niðurstöðuna. „Ef pólitískar áherslur líðandi stundar ná yfirhöndinni er hætta á að niðurstaðan haldi ekki mikið lengur en ríkjandi stjórn- völd.“ Þetta er hárrétt ábending hjá Samtökum iðnaðarins. Með því að hafna sáttaleið- inni hefur ríkisstjórnin um leið hafnað því að þær breytingar sem hún kann að ná fram í krafti tímabund- innar stöðu á Alþingi – hafi hún til þess afl, sem að vísu má efast um – fái að standa til framtíðar. Augljóst er að næsta ríkisstjórn verður að hafa það á meðal sinna fyrstu verka að færa til baka stærstan hluta þeirra breytinga sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir og kann að ná í gegn fram að kosningum. Sérkennilegt má telja, svo ekki sé meira sagt, að stjórnarflokkarnir sjái til- gang í því að efna til átaka við þjóðina í hverju málinu á fætur öðru í þeim eina til- gangi að þeir sem á eftir koma verði að eyða tíma í að vinda ofan af vitleysunni. Ekki er öll vitleysan eins, er stundum haft á orði, en hvers vegna vill ríkisstjórn- in ekki verja tíma sínum í eitthvað uppbyggilegt, eitt- hvað sem mætti standa. Hvers vegna kýs ríkisstjórnin ætíð átök í stað þess að beita sér fyrir sátt og uppbyggingu?} Átakastjórnmál að ástæðulausu M argrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, lýsti því yfir á dögunum að í vinnunni liði henni eins og hún væri í herbergi fullu af bavíönum. Í fyrstu taldi maður að þarna væri þingmaðurinn að lýsa á gamansaman hátt þingflokksfundum Hreyfingarinnar. Þing- menn Hreyfingarinnar eru ekki þekktir fyrir stillingu og í ræðustól Alþingis láta þeir iðu- lega öllum illum látum og varla sýna þeir meiri yfirvegun á sínum fámennu þingflokks- fundum. En svo áttaði maður sig á því að Mar- grét var ekki að lýsa samflokksmönnum sín- um, heldur öllum öðrum þingmönnum en þeim sem eru með henni í flokki. Á Alþingi er fólk, sagði Margrét, sem er sífellt að finna nýjar leiðir til að vera vont, til að skemma og eyði- leggja. Þetta er sláandi lýsing en nokkuð örðugt er að máta einstaka þingmenn við hana. Bjarni Benediktsson virðist stillingarmaður en getur verið að hann missi illilega stjórn á sér þegar kvikmyndavélar eru fjarri og gangi um sali Alþingis froðufellandi af bræði vegna þess að flokkur hans er ekki í ríkisstjórn? Er heldur ekki allt sem sýnist þegar kemur að hinni skynsömu Eygló Harð- ardóttur, leynist þar kannski fláráður skemmdarvargur? Er Ragnheiður Elín Árnadóttir svo í stöðugum ham í þinginu og veður þar um í von um að geta látið sem flest vont af sér leiða? Slær forseti Alþingis í bjöllu og áminnir þingmenn af því að hann er bæði illgjarn og valdasjúkur? Ansi finnst manni það nú ólík- legt. Reyndar er töluverð fyrirferð á Vigdísi Hauksdóttur sem hefur yfirleitt afar hátt, en fulldjarft er að flokka hana sem bavíana. Ljóst er að þingmenn Hreyfingarinnar hafa allir orðið fyrir vonbrigðum með vinnu- stað sinn og vilja breyta þar vinnubrögðum og vinnureglum. Allt væri það svosem gott og blessað ef þeir gætu sýnt gott og eftirsókn- arvert fordæmi. En þeir hafa ekki sýnt áber- andi stillingu í ræðustól, eru stundum ansi orðljótir og telja það svo stórlega aðför að sér ef þingforseti leyfir sér að slá í bjöllu og áminna þá. Þeir hafa ekki sýnt vinnustaðnum kurteisi og virðingu. Einn þeirra tíðkaði það til dæmis á tímabili að standa fyrir utan Al- þingishúsið með mótmælendum beinlínis til þess að mótmæla vinnustað sínum. Þetta er fólk sem kom nýtt inn á þing til að breyta stjórnmálaumræðunni – og því hefur reyndar tekist það en ekki til hins betra. At- hyglisvert er að Hreyfingin hefur ekki mikinn pólitískan stuðning úti í þjóðfélaginu. Af hverju skyldi það nú vera? Er ekki kominn tími til að líta í eigin barm? Margt má betur fara í vinnubrögðum Alþingis. En er ekki ráð fyrir þingmenn að byrja á því að breyta sjálfum sér? Hætta að svívirða vinnufélaga, vera málefnalegir í umræðu án þess að breytast í mélkisur og virða hlutverk forseta Alþingis og láta af því að uppnefna hann og aðra vinnufélaga. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Skemmdarvargar á þingi? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Þegar Norbert Röttgen, semleiðir kristilega demókrataí kosningabaráttunni íNordrhein-Westfalen, lýsti yfir því að kosningarnar þar um næstu helgi snerust um sparnaðar- stefnu flokkssystur hans, Angelu Merkel kanslara, í Evrópu var henni ekki skemmt. Ráðherra úr röðum Frjálsra demókrata sagði að sér væri ráðgáta hvernig Röttgen kæmist að þeirri niðurstöðu að þessar kosningar væru prófsteinn á stefnu stjórn- arinnar og leiðtogi sósíaldemókrata spurði í háði hvort flokkurinn myndi þá breyta stefnu sinni ef hann tapaði í kosningunum. Í gær sagði Röttgen að kosningarnar snerust alls ekki um stefnu Merkel, heldur skuldasöfnun núverandi ráðamanna í Nordrhein- Westfalen. Staða kristilegra demó- krata þar er ekki góð ef marka má skoðanakannanir. Þótt áhöld séu um það um hvað verði kosið í Nordrhein-Westfalen er engin spurning að áhersla Merkel á aðhald og sparnað í skuldum hlöðn- um Evrópuríkjum var kjósendum í Frakklandi og Grikklandi efst í huga um liðna helgi. Þá fékk flokkur henn- ar minnsta fylgi frá upphafi í kosn- ingunum í sambandslandinu Schles- wig-Holstein um helgina. Alexis Tsipras, leiðtogi róttækra vinstrimanna í Grikklandi, sem fékk stjórnarmyndunarumboð þegar hægrimenn skiluðu því af sér, hugðist að því er haft er eftir nánum sam- starfsmönnum hans senda fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu bréf í gær þess efnis að sparnaðaráætlun Grikkja væri úr gildi. Að hans hyggju hefði gríska þjóðin hafnað áætluninni í kosningunum. Francois Hollande, sigurvegari í forsetakosningunum í Frakklandi, hamrar á því að hann sé staðráðinn í að taka upp fjármálasáttmála ESB og semja að nýju með áherslu á hag- vöxt, en ekki aðeins aðhald og sparn- að. Í þýska dagblaðinu Die Welt, sem allajafna fylgir Merkel að málum, sagði á þriðjudag að „þrá fólks eftir grundvallarbreytingum í pólitískum og félagslegum aðstæðum“ væri bein ögrun við valdastöðu hennar. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur aukin harka færst í viðbrögð talsmanna fjármálasáttmálans og að Grikkir haldi sig við skilmálana, sem fylgdu neyðarlánunum til þeirra. „Við erum ekki hér til að fjár- magna þýsk kosningaloforð,“ sagði Volker Kauder, foringi flokks kansl- arans, kristilegra demókrata, á þingi. Wolfgang Schäuble, fjármálaráð- herra Þýskalands, sagði í Brussel í gær að „Grikkland ákvæði sjálft hvort það yrði áfram hluti evrusvæð- isins“, en bætti við að vildu Grikkir halda þar kyrru fyrir yrðu þeir „að mynda stöðuga ríkisstjórn og standa við sínar skuldbindingar“. Guido Westerwelle, utanríkis- ráðherra Þýskalands, var sömuleiðis ómyrkur í máli: „Við stöndum við okkar fyrirheit um hjálp, en það þýðir líka að uppfylla verður sam- komulagið,“ sagði hann og bætti við að annars væri óvíst um frekara fjár- magn. „Milli Grikklands og evrusvæðisins ríkir samkomulag,“ sagði Jose Manu- el Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, og bætti við: „Og Grikkland verður að standa við það.“ Eins og það væri ekki nóg lagði Her- man Van Rompuy, forseti leiðtog- aráðs Evrópusambandsins, einnig sitt af mörkum til að þrýsta á Grikki og sömuleiðis stjórn Seðlabanka Evr- ópu. Átakalínan hefur verið dregin. Átakalínan dregin í kjölfar kosninga AFP Í vörn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, svarar spurningum á blaða- mannafundi í gær. Kanslarinn er í vörn eftir úrslit kosninga um helgina. Þýsku stjórnarflokkarnir, kristi- legir demókratar og frjálsir demókratar, hafa ákveðið að fresta afgreiðslu fjármálasátt- mála ESB um aðhald í ríkisfjár- málum í þýska þinginu. Fyr- irhugað var að afgreiða sáttmálann 25. maí, en nú gæti það frestast um nokkrar vikur. Talið er að ástæðan geti verið sú að þýska stjórnin vilji bíða og sjá hverju fram vindur á sér- stökum leiðtogafundi Evrópu- sambandsins 23. maí þar sem fjármálasáttmálinn verður efst á dagskrá. Afgreiðslu frestað FJÁRMÁLASÁTTMÁLI ESB Fundað Frá þýska þinginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.