Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Félag íslenskra bif- reiðaeiganda fagnaði um helgina, á 29. lands- þingi sínu, 80 ára af- mæli félagsins en það var stofnað þann 6. maí 1932. Landsþingið var nú haldið í nýjum og glæsilegum húsakynn- um félagsins að Skúla- götu 19. Á þessum tímamótum er tilvalið að horfa tilbaka og ekki síður til framtíðar og meta þau verkefni sem framundan eru. Eins og stendur í lögum félagsins er tilgangur þess að sameina bifreiðaeigendur á Íslandi; efla umferðaröryggi og gæta hags- muna bifreiðaeigenda ásamt því að vera neytendasamtök. Félaginu ber að veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsögn í öllum erindum er varða ökutæki og umferð og stuðla að auknum valkostum og frelsi í sam- göngum. Eins og fram hefur komið á síð- ustu árum telur stjórn FÍB raun- hæft að Íslendingar setji sér það markmið að ná heilu ári án þess að dauðaslys verði í um- ferðinni. Stefna FÍB er í átt til núllsýnar fyrir árið 2015, það er að segja þess að engin manneskja láti lífið í umferðarslysum. Tak- ist þetta verður Ísland fyrsta landið í heim- inum til að ná þessu markmiði sem allir hljóta að stefna að. Á síðustu tíu árum hefur þeim sem látast í um- ferðinni fækkað ár frá ári eða frá þrjátíu manns niður í 15 svo tekið sé meðaltal þriggja ára. En þótt tölur sýni jákvæða þróun er sér- hvert slys engu að síður einu of mik- ið og þegar ljóst að fórnir í umferð- inni eru allt of dýrar og markmið um árlega banaslysalausa umferð er nauðsynlegt og löngu tímabært. Oft vill það því miður gleymast hversu mikinn kostnað og hörm- ungar umferðarslysin kalla yfir gíf- urlegan fjölda fólks. Á fimm ára tímabili hafa u.þ.b. 7000 manns slas- ast eða látist í umferðarslysum. Þeg- ar litið er á banaslys á landinu í heild frá árinu 2002, urðu yfir 60% þeirra í umferðarslysum. Á vegum Félags íslenskra bif- reiðaeiganda er í dag unnið öflugt forvarnastarf m.a. með EuroRAP sem er gæðaúttekt á öryggi vega. Vegir og umhverfi þeirra er skoðað og staðlað mat lagt á öryggi vegarins og líkur á óhöppum. Öruggari um- ferð er mál okkar allra, ekki bara þeirra sem aka bílunum hverju sinni heldur líka yfirvalda, vegahönnuða og veghaldara. Á aðalfundi Euro- RAP sem haldinn var í Portúgal á síðastliðnu ári var FÍB heiðrað sér- staklega fyrir framúrskarandi starf við EuroRAP-vegrýnina og varð Ís- land þar með fyrst Evrópulanda til að ljúka skoðun og yfirferð allra meginleiða í vegakerfi sínu og meta þær hættur sem þar fyrirfinnast sem og hættustig þeirra fyrir veg- farendur. Tekið var sérstaklega fram að athyglisvert væri að minnsta og fámennasta þjóðin innan EuroRAP-samstarfsins hefði verið til fyrirmyndar og rutt öðrum braut- ir í þessum efnum. Átakið Decade of Action á heims- vísu, átak Sameinuðu þjóðanna fyrir umferðaröryggi, er þá kannski eitt mikilvægasta verkefni sem Félag ís- lenskra bifreiðaeiganda hefur tekið þátt í frá upphafi. Þegar í dag er ljóst að okkar litla félag á Íslandi hefur sett sitt mark á átakið og vakið athygli fyrir mikinn metnað og ár- angur á síðustu árum. Í raun má segja að Ísland sé í dag það land sem er næst því að uppfylla markmið átaksins og er það trú okkar í stjórn- inni að við munum líka verða fyrsta landið til að ná þeim árangri. Nið- urstaða mín er því sú að FÍB hafi sinnt þessum þætti félagsins vel síð- ustu ár – en tel líka að mikið verk sé enn fyrir höndum. Eitt af stóru málum félagsins er að fylgjast með þróun eldsneyt- isverðs í þeim tilgangi að upplýst umræða skapi aðhald og haldi þrýst- ingi til lækkunar. Sú vinna hefur vissulega skilað árangri og aukið að- ild að félaginu. Eldsneytisverðið er nú verulega íþyngjandi fyrir marga, bæði einstaklinga, heimili og at- vinnulíf. Þetta má greinilega sjá á umferð á vegum og götum landsins sem er mun minni en á árum áður. Góðar fréttir um lækkun á olíu hafa sem betur fer verið nokkrar síð- ustu daga og margir sérfræðingar spá frekari lækkun á næstu vikum og mánuðum. Um leið og við vonum að svo verði þá legg ég áherslu á frekari þrýsting félagsins við rík- isvaldið um lækkun á sinni álagn- ingu enda álagningin aldrei verið hærri hvort sem við horfum til hlut- falls af heildarverði eða í krónum tal- ið. Umræða um Vaðlaheiðargöng hefur verið áberandi á síðustu miss- erum og hefur FÍB ekki látið sitt eft- ir liggja í þeirri umræðu og orrahríð. Sú umræða hefur af hálfu félagsins verið málefnaleg og til þess eins að upplýsa um raunverulega stöðu. Þetta var m.a. gert í okkar ágæta FÍB-blaði og hver sem niðurstaðan verður hefur okkar þáttur verið til fyrirmyndar og upplýsandi. Árangur af starfi félagsins má skoða út frá mörgum þáttum – einn þeirra er fjölgun félaga en þrátt fyr- ir stöðuna í efnahagsmálum hefur fé- lagafjöldi aukist til muna og var t.d. á síðasta ári nálægt 5%. Hagnaður félagsins er ekki markmið, heldur frekar að góður rekstur tryggi félag- inu jákvæða framtíð og auki mögu- leika á góðum árangri fyrir fé- lagsmenn og landsmenn alla hvort sem við horfum til neytenda- eða umferðaröryggismála. Ég skora hér með á bifreiðaeigendur að kynna sér kosti félagsaðildar og taka síðan þátt í þeim fjölmörgu verkefnum sem fé- lagið vinnur að félagsmönnum til heilla Öflugur stuðningur við bifreiðaeigendur í 80 ár Eftir Steinþór Jónsson » Félaginu ber að veita stjórnvöldum ráð- gjöf og umsögn í öllum erindum er varða öku- tæki og umferð og stuðla að auknum val- kostum og frelsi í sam- göngum. Steinþór Jónsson Höfundur er formaður Félags ís- lenskra bifreiðaeiganda. Þegar rætt er um málefni innflytjenda á Íslandi er mikilvægi ís- lenskunnar jafnan of- arlega á blaði. Tungu- málið er grundvallarverkfæri fyrir samskipti yfirleitt og auk þess er íslensk- an kjarni íslenskrar menningar og hefðar. Það er því skiljanlegt að áhersla sé lögð á mikilvægi þess að innflytjendur læri íslensku fljótt og vel. Það er því afar nauðsynlegt, þegar mörkuð er stefna í málefnum inn- flytjenda á Íslandi, að það ríki skiln- ingur á mikilvægi þess að við inn- flytjendur fáum tækifæri til náms í íslensku og einnig að við notum það tækifæri. Slíkt er eftirsóknarverð stefna. Hins vegar er það líka mikilvægt að horfa á raunverulega stöðu innflytjenda í samfélaginu. Hver sem rökin eru fyrir mik- ilvægi íslensku fyrir innflytjendur, þá snýr þetta alltaf að þeim sjálfum og það eru á endanum alltaf ein- hverjir sem ekki geta lært íslenskuna nógu vel af einhverri ástæðu. Viðkomandi getur verið orðinn mjög fullorðinn og átt erfitt með að læra nýtt tungumál, einstæð móðir með lítil börn, glímt við námserf- iðleika, unnið langan vinnudag o.s.frv. Og hvernig er þá litið á þá ef ekki er tekið tillit til ólíkra ein- staklinga, heldur aðeins horft á mál- efnið út frá þeirri kröfu að allir verði að kunna íslensku? Mér sýnist að það sé enn dulin tilhneiging til staðar í samfélaginu að álíta innflytjanda sem kann ekki íslensku „ekki góðan innflytjanda“ eða jafnvel „sam- félagslegt álag“. Það er ekki gott ef innflytjandi, sem vill ekki læra íslensku, þó að hann hafi til þess alla möguleika, kvartar síðan yfir samskiptaerfið- leikum í landinu. En sú staðreynd að innflytjandi getur ekki talað íslensku þýðir alls ekki sjálfkrafa að hann nenni ekki að læra hana. Auk þess er raunin sú að margir innflytjendur sem ekki kunna íslensku vel, leggja þó mikið af mörkum inn í íslenskt samfélag. Ef ég skoða aðeins í kring- um mig þá starfa margir sem leið- sögumenn og taka á móti hundr- uðum ferðamanna frá heimalandi sínu, aðrir starfa sem tungumála- kennarar í skólum og margir Íslend- ingar njóta þjónustu þeirra. Einnig er oft bent á það, í umræðunni um vinnumarkaðinn almennt, að inn- flytjendur sinna þar störfum sem Ís- lendingar kæra sig ekki um. Þannig er það mikil þröngsýni að telja einhvern vera „samfélagslegt álag“ ef viðmiðið er aðeins kunnátta viðkomandi í íslensku. Þó að það séu meiri líkur á samskiptaerfiðleikum ef maður skilur ekki íslensku, þá get- ur maður samt sem áður auðgað samfélagið með margvíslegum hætti. Ég er ekki að halda því fram að innflytjendur þurfi ekki að læra ís- lensku. Þvert á móti er ég fyllilega sammála því að leggja þurfi mikla áherslu á mikilvægi íslenskunnar fyrir alla innflytjendur. En samt má það ekki verða að viðmiði til að meta mannlegt og samfélagslegt virði manneskjunnar, hvort viðkomandi sé með nægilega þekkingu á íslensku eða ekki. Ég hef sagt þetta mörgum sinnum á undanförnum árum og ætla að halda áfram að endurtaka þetta, svo lengi sem umræðan verð- ur um innflytjendur og íslenska tungu. Innflytjendur og íslensk tunga Eftir Toshiki Toma » Það er mikil þröng- sýni að telja ein- hvern vera „samfélags- legt álag“ ef viðmiðið er aðeins kunnátta við- komandi í íslensku. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands föstudaginn 25. maí. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig og verður aðgengilegt á mbl.is. Því verður einnig dreift á upplýsingamiðstöðvar um land allt. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. maí. SÉ RB LA Ð Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands LÍTIÐ NOTAÐ VIKING 1906 epic 9ft. Árg 2002, mjög hljóðlát gasmiðstöð með thermo, (ísskápur), gashellur sem hægt er að færa út í fortjald, vaskur, stórt fortjald fylgir. Verð 790 þús. Rnr.104584 bifreidar.is Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík S. 577-4777. http://www.bifreidar.is BMW 730 dísil. Árgerð 2006, ekinn 79 Þ.KM, dísel, sjálf- skiptur. Verð 7,9 millj. FLOTTUR BÍLL, MEÐALEYÐSLA 8-9 LÍTRAR. Rnr.102952. bifreidar.is Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík S. 577-4777. http://www.bifreidar.is MASSEY FERGUSON 6180. Árgerð 1995, ekinn 4800 VINNUST., dísel, sjálfskiptur. Verð 3,8 millj. Rnr.104697. RÚLLUSAMSTÆÐAN ER LÍKA TIL SÖLU 3 MILLJ. + VSK búið að rúlla 8 þúsund rúllur. Rnr.104648 bifreidar.is Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík S. 577-4777. http://www.bifreidar.is VW TRANSPORTER KASTEN SYNCRO SWB 4x4. Árgerð 2006, ekinn 165 Þ.KM, mest landkeyrsla, dísel, 6 gírar. Verð 1.890 þús. Rnr.140029. bifreidar.is Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík S. 577-4777. http://www.bifreidar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.