Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 49
vík og átti stærstan þátt í því að við urðum Íslandsmeistarar 1964, 1969, 1971 og 1973. Ógleymanlegar ferðir til þátt- töku í Evrópukeppni gegn stór- liðum á borð við Real Madrid, Tottenham og Everton tók Haf- steinn að sér að skipuleggja og leysti vel af hendi. Lagði hann mikið upp úr því að makar og stuðningsmenn fengju að fljóta með sem gerði ferðirnar enn skemmtilegri fyrir vikið. Utan Keflavíkur lét Hafsteinn líka til sín taka. Hann var mjög virtur í knattspyrnuhreyfingunni og sinnti ýmsum ábyrgðarstöðum svo sem nefndarstörfum, var landsliðseinvaldur auk þess sem hann þekkti lög og reglur KSÍ hvað best og var til hans leitað ef vafamál komu upp. Það var mitt lán að hafa Haf- stein sem læriföður og átti hann stóran þátt í að mitt ævistarf varð á sviði íþróttakennslu og þjálfunar. Hafsteinn var sá sem réð mig í mitt fyrsta starf eftir að ég útskrifaðist sem íþrótta- kennari og var ómetanlegt að starfa við hlið hans og njóta reynslu og leiðsagnar á mínum fyrstu starfsárum. Á kveðjustundinni er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allan þann stuðning og vináttu sem hann veitti mér í gegnum tíðina. Ég og fjölskylda mín votta Jó- hönnu, börnum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Guðni Kjartansson og fjölskylda. Traustur félagi er fallinn frá, foringinn og íþróttafrömuðurinn Hafsteinn Guðmundsson. Haf- steinn var aðalhvatamaður að stofnun íþróttabandalags Kefla- víkur og formaður í rúm 20 ár frá stofnun árið 1956. Hann naut mikillar virðingar allra þeirra sem störfuðu með honum, var greindur, skipulagð- ur, eljusamur og metnaðarfullur keppnismaður en jafnframt góð- ur og traustur félagi. Hann hafði mikla þekkingu á knattspyrnu og vissi hvað þurfti til að skapa góða og sterka liðsheild. Með mikilli elju tókst honum að skapa sterka félagslega heild í kringum knatt- spyrnuna og á ótrúlega stuttum tíma að gera Keflavík að stór- veldi í knattspyrnu. Árið 1964, aðeins 8 árum eftir aðkomu hans að þessum málum, varð Kefavík Íslandsmeistari í meistaraflokki og hampaði þeim titli alls 4 sinnum á 9 árum, síð- ast 1973. Þá var Hafsteinn góð fyrirmynd ungra íþróttamanna, var fyrrverandi landsliðmaður í knattspyrnu og stakur reglu- maður. Það voru ófáar ferðirnar hér- lendis og erlendis sem knatt- spyrnulið Keflavíkur fór ásamt mökum og stuðningsmönnum og öllu þessu var stjórnað af Haf- steini Guðmundssyni. Hann lagði alla tíð mikla áherslu á að eig- inkonur knattspyrnumanna „knattspyrnuekkjurnar“ kæmu með í sem flestar ferðir liðsins en upp frá því var saumaklúbbur stofnaður og starfar enn. Haf- steinn sýndi þannig mikinn skiln- ing á þeim fórnum sem leikmenn og fjölskyldur þeirra þurftu að færa til þess að árangur næðist á knattspyrnuvellinum. Í þá tíð voru flugvélar teknar á leigu og fylltar af stuðningsmönnum þeg- ar spilað var í Evrópukeppni við stórlið eins og Real Madrid, Everton, Tottenham, Hambur- ger, Hadjuk Split og fleiri lið og jafnvel allt til Bermúdaeyja. Sag- an segir að forráðamaður annars félags hafi komið að máli við Hafstein og sagt: Heppnin er alltaf með ykkur, geturðu gefið mér uppskriftina? Hafsteinn var fljótur til svara: Hvað, sendið þið ekki óútfyllta ávísun með þátt- tökutilkynningunum. Hafsteinn fékk fjölda viður- kenninga fyrir sín merku störf fyrir íþróttahreyfinguna og nú síðast á þessu ári sæmdi forseti Íslands Hafstein riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir sín störf og átti hann sannarlega þá viðurkenningu skilda. Um leið og við þökkum Haf- steini samfylgdina og hans óeig- ingjarna starf í þágu knattspyrn- unnar vottum við eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði. Jón Ólafur Jónsson, Karl Hermannsson, Ástráður Gunnarsson, Einar Gunnarsson, Hjörtur Zakaríasson, Ólafur Júlíusson og eiginkonur. Kveðja frá Knattspyrnu- félaginu Val Við Valsmenn kveðjum í dag góðan félaga þegar við sjáum á bak Hafsteini Guðmundssyni. Hafsteinn lék knattspyrnu og handknattleik með Val um nokk- urra ára skeið á sínum yngri ár- um og var fyrsti leikmaður Vals sem lék A-landsleik í báðum greinum, og annar tveggja Ís- lendinga sem náðu þeim merka áfanga árið 1950. Hafsteinn varð margfaldur Íslandsmeistari með meistaraflokkum Vals í knatt- spyrnu og handknattleik enda sannkallaður afreksmaður. Eftir að Hafsteinn flutti til Keflavíkur voru ætíð mikil tengsl og vin- áttubönd á milli hans og Vals, enda var hans sárt saknað á Hlíðarenda. Á kveðjustund þakkar Knatt- spyrnufélagið Valur innilega fyr- ir það framlag sem Hafsteinn lagði til félagsins og ekki síður til knattspyrnunnar og íþrótta í landinu. Sendum eftirlifandi konu Hafsteins, Jóhönnu Guð- jónsdóttur, og fjölskyldu einlæg- ar samúðarkveðjur. F.h. Knattspyrnufélagsins Vals, Hörður Gunnarsson formað- ur. Ég minnist Hafsteins með miklum hlýhug, hann var vanur að kíkja inn á skrifstofu knatt- spyrnudeildar reglulega í spjall og að sjálfsögðu var talað um fót- bolta. Hann hafði miklar og sterkar skoðanir á liðinu sínu og leikmönnum. Þar var rætt um síðasta leik Keflavíkur og hvern- ig liðinu hefði gengið. Hann þekkti flesta leikmennina með nöfnum og það var greinilegt á hans tali að hann var enn fullur af áhuga á knattspyrnu. Hann hafði einnig mikinn áhuga á aðstöðumálum knatt- spyrnunnar og tjáði sig óhikað um það. Hafsteinn var einn af þessum mönnum sem gleymast seint, hann ruddi brautina í íþróttamál- um hér í Keflavík og var mikill leiðtogi eins og hans ferilskrá ber glöggt vitni um. Síðasta skiptið sem ég hitti hann var þegar ég heimsótti hann um síð- ustu jól og færði honum litla gjöf frá knattspyrnudeildinni og ég veit að það gladdi hann mikið. Hafsteini voru veittar margar viðurkenningar í gegnum árin og var hann meðal annars sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðurskrossi ÍSÍ, heiðurskrossi KSÍ, gullmerki ÍBK, heiðursgullmerki Keflavík- ur, gullmerki knattspyrnudeild- ar Keflavíkur og var heiðurs- félagi í UMFK. Hafsteinn lék á sínum tíma með landsliði Ís- lands, meistaraflokki Vals í knattspyrnu og síðar með ÍBK. Hafsteinn var formaður ÍBK frá stofnun 1956 og til 1975, formað- ur UMFK 1978-1981 í stjórn KSÍ 1968-1972, í landsliðsnefnd KSÍ og síðan einvaldur 1969- 1973. Fjölskyldu Hafsteins vil ég senda okkar innilegustu samúð- arkveðjur. F.h. knattspyrnudeildar Keflavíkur. Þorsteinn Magnússon formaður. MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ✝ Kristján ÓskarJónsson fædd- ist í Brandshúsum í Gaulverjabæj- arhreppi 31. mars 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 29. apríl 2012. For- eldrar hans voru Jón Gíslason frá Haugi, f. 16.9. 1899, d. 14.10. 1953, og Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir frá Selfossi, f. 15.2. 1905, d. 6.6. 1991. Systk- ini Kristjáns eru: Guðmundur, f. 1930, Gísli Svavar, f. 1931, d. 2011, Kristín Erla, f. 1935, Kári, f. 1944, og Kristjana, f. 1947. Eftirlifandi eiginkona Krist- jáns er Ásta Benjamínsdóttir, f. 7.1. 1937, foreldrar hennar voru Benjamín Hansson, f. 29.6. 1893, d. 4.5. 1961, og Bríet Ásmundsdóttir, f. 3.4. 1903, d. 1.1. 1976. Ásta og Kristján gengu í hjónaband 10.5. 1958, börn þeirra eru: Hansína, f. 21.11. 1958, gift Jóni Árna Guðmundssyni, f. 1951, börn þeirra eru: Guð- mundur, f. 1975, d. 1993, Benjamín, f. 1979, d. 2007, og Sara, f. 1994. Kristján Jóhann, f. 7.8. 1962, hann var í sambúð með Louise Eileen Harrison, f. 1968, þau slitu sam- vistir, börn þeirra eru: Heimir Þór Óskarsson, f. 1986, Díana Ásta, f. 1988, og Kristján Alex, f. 1992. Bríet, f. 30.5. 1977, gift Bene- dikt Snævari Sigurgeirssyni Lund, f. 1976, synir þeirra eru Óskar, f. 2008, og Ísak f. 2011. Fyrir átti Kristján með Hólm- fríði Jónsdóttur dótturina Öldu Björgu, f. 7.7. 1953, gift Þorvaldi Eiríkssyni, f. 1950, börn þeirra eru: Benjamín Ómar, f. 1970, og Hólmfríður Björg, f. 1977. Kristján ólst upp á Loft- stöðum í Gaulverjabæj- arhreppi. Síðar fluttist hann á Selfoss, þar byggði hann sér og fjölskyldu sinni heimili á Skólavöllum 10. Hann vann lengst af í Landsbankanum á Selfossi. Hann var mikill söng- maður og söng um árabil í Karlakór Selfoss. Útför Kristjáns fer fram frá Selfosskirkju í dag, 10. maí 2012, og hefst kl. 13.30. Það er með virðingu og þakk- læti sem ég kveð fyrrverandi tengdaföður minn Kristján Jóns- son sem ég leit reyndar alltaf á sem tengdaföður minn, þó að leið- ir okkar Kristjáns sonar hans skildi. Þau Ásta reyndust mér líka í raun sem bestu foreldrar, þar sem mínir bjuggu erlendis. Mér og börnum mínum var hann alltaf svo hlýr, góður og þolinmóður og er hans nú sárt saknað. Hann var einstaklega duglegur við að hjálpa afkomendum sínum með allt, hvort sem um var að ræða húsbyggingar, garðvinnu, alls konar útréttingar eða barna- pössun. Spurði jafnvel þá: „Er eitthvað fleira sem ég get hjálpað ykkur með?“ Hann Kristján var glæsilegur og myndarlegur maður, enda hugsaði hann alltaf um að vera vel tilhafður og grínaðist jafnvel með það hvað oft hann færi í klippingu og hve gaman hann hefði af að klæða sig upp á. Hann var líka langt á undan sinni samtíð með það að taka til, vaska upp og elda mat, sem þykir í dag alveg sjálf- sagt að menn geri, en var það sannarlega ekki í þá daga. Gaman fannst öllum að hlusta á sögur hans úr bernskunni, þegar hann bjó í sveitinni og veit ég að börnin mín búa að því alla ævi hvað hann var natinn við þau, og munu örugglega segja sínum börnum þessar sögur í framtíð- inni. Þannig munu þau halda minningunni hans afa síns á lofti. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa átt hann Kristján að, og ég er ekki síður þakklát fyrir hvað hann gaf börnunum mínum mikið og ekki síst fyrir það hvað hann var þeim góður afi. Veit reyndar að í dag er hann enn í afahlutverkinu og nú í sum- arlandinu þar sem hann hefur hitt þá Guðmund og Benna, dóttur- syni sína, sem hann missti svo unga af slysförum og elskaði svo heitt. Þeirra hefur hann alltaf saknað svo sárt, að endurfundirn- ir við þá hafa án efa verið kær- komnir og gleðiríkir. Blessuð sé minnig Kristjáns Jónssonar. Louise Harrison. „Mínir vinir fara fjöld“. Þetta reyna þeir jafnan sem lifa langa ævi. Einum þessara vina okkar auðnaðist ekki að lifa enn eitt jarðneskt vor; en það er líka sælt að sofna burt úr heimi inn í gró- andann. Kristján Jónsson, fyrrverandi bankamaður, var kvæntur frænku okkar, Ástu Benjamínsdóttur; Hanssonar. Benjamín var afa- bróður okkar og bróður Jóhanns Hanssonar, stofnanda Vélsmiðju Seyðisfjarðar 1907. Það voru góðar stundir, þegar Ásta og Kristján stöldruðu við á ferðalögum austur. Geislandi bros Ástu og yndislegur, allt um vefj- andi hlýleiki beggja fylgdi þeim og fylgir út yfir gröf og dauða. – Þeim sem þekkja forna austfirska kvæðið „Um samlíking sólarinn- ar“ svo gjarnan koma Ásta í hug, eiginkona Kristjáns í yfir hálfa öld. Útfarardag hans ber upp á brúðkaupsdag þeirra, hinn 10. maí. Við viljum þakka dýrmætar stundir með þeim og senda öllu þeirra fólki innilegustu samúðar- kveðjur. Enn ber sorgin að dyrum þess, þó með mildari hætti nú en það hefur áður mátt reyna. Kristján átti fagran viðskilnað, sem hæfði; faðmaði að sér fólk sitt og stundin var komin. „Þótt eg talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði eg hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla.“ Þessi og önnur uppbyggjandi orð um kærleika í fallgjörnum heimi er dýrmætt að hafa í huga. Yngsta barn Ástu og Kristjáns, Bríet, kemur ásamt fjölskyldu frá Danmörku til að vera við útför föður síns. Bríeti sáum við fyrst sem smábarn við heimsókn á Djúpavogi; svo skammt síðan í minningunni. Þannig líður manns- ævin hraðfleygt. Í þessu sambandi er dregin fram heimagerð útlegging á ljóði eftir Oehlenschläger. Það hefur reyndar verið snilldarlega þýtt af Grími Thomsen og nefnt Lík- söngs-sálmur. En, eins og Danir segja: „Lidt har også ret“, þá er túlkunin hér tilfærð. Svo vildi til að hún var fest á blað um líkt leyti og burtförin og ekki gefist tími til breytinga. Margur „húslestur- inn“, í nýrri merkingu, fór fram við borðið fyrrum með þeim Ástu og Kristjáni. Tilrauninni hefur verið gefið heitið „Lærdómstími“, því það er ævin vissulega. Í skógarlundi læra vil að lifa glaður dauða til; því víst mun aftur vora; og rísa mun af moldu þar og munu dýpka ræturnar og líf í litum mora. Til hlýrri landa fuglinn fer, á fegri staði bendir mér, þá heldur heim til stranda. Þá allt hér um mun ísi lagt, vér eygjum lönd með dýrð og pragt, sem opin öllum standa. Af fiðrildinu fræðast á, að festast ei í hulstri má, og eigi það má þvinga; sem ormur skríður um á jörð, en eigi bindst við kaldan svörð, því líka lof vil syngja. Minn lærifaðir, Kristur kær, ég kýs þér vera miklu nær, er sorgin þvingar sára. Hver páskamorgunn minni á, að meinin hjaðni, þorni brá, í dali dimmum, tára. Einn lítinn kross á kalda gröf, þar koma vinir með sem gjöf, ef vildu og mættu minnast. Hjá gömlum arni allt mun tómt, hvar undum við í húsi frómt; við fögnuð munum finnast. (K.V.S.) Innilegar samúðarkveðjur okk- ar systranna. Ester og Kristín. Kristján föðurbróðir var elstur í systkinahópnum sínum og var greinilega fyrirliði þar. Sem ungir menn byggðu þeir sér tvíbýlishús á Selfossi saman bræðurnir Krist- ján og pabbi. Í þessu húsi ólumst við upp í nánu sambýli svo stund- um mátti ekki á milli sjá hverjar úr stelpuskaranum áttu heima uppi og hverjar niðri. Kristján var vinamargur, glað- vær og félagslyndur. Hann hafði fallega söngrödd, söng bassa í kirkjukórnum og annan bassa í karlakórnum – árin í kórunum telja í mörgum tugum. Í minning- unni er hann oftast syngjandi, við vinnu sína svo ómar um húsið, á góðri stund í vinahópi eða í kór- starfinu. Og þó hann syngi bassa í kórunum söng hann eins og besti tenór þegar hann söng við vinnu sína heima við. „Ert þú bróðir hans Kristjáns? Hann er alltaf svo huggulegur maður,“ sagði ónefnd kona við pabba okkar í samkvæmi fyrir mörgum árum. „Já, við erum svona bræðurnir,“ varð pabba að orði. Ekki varð víst meira úr þeim samræðum. Kristján föðurbróðir var ein- mitt mjög huggulegur maður, smekkmaður í klæðnaði sem og öðru. Hann var fríður sýnum, rúmlega meðalmaður á hæð, grannvaxinn, með falleg geislandi augu og dökkt liðað hár. Göngu- lagið svolítið vaggandi, líkt ömmu. Hann stakk svolítið í stúf við útlit bræðra sinna, nettur og fínlegur við hliðina á þeim tæplega tveggja metrar löngum. Kristján hafði vöxtinn úr móðurættinni – bar reyndar nafn móðurafa síns, Kristjáns í Bár. Hinir bræðurnir fengu hins vegar vöxt föðurafa síns, Gísla frá Haugi (sem gárung- arnir í sveitinni höfðu einhvern tíma mælt 9 rassa langan eftir að hafa í sameiningu lagt hann niður endilangan og þóttust hafa sest ofan á hann níu hlið við hlið). Kristján hefur alltaf verið einn af föstu punktunum í tilverunni, umhyggjusamur, glaðlegur og barngóður grallari. Þegar við fluttum á Skólavellina í nýja húsið komumst við að því að krakkarnir í götunni höfðu kynnst honum. Þau kölluðu hann Bangsímon, en þannig hafði hann kynnt sig fyrir þeim. Fjölskyldan kallaði hann alltaf Kristján, en vinirnir kölluðu hann gjarnan Stjána. Kristján var iðjusamur. Ef hann var ekki í vinnunni tók hann til hendinni heima við, dundaði í garðinum eða bílskúrnum eða dyttaði að einhverju. Ekki var leiðinlegt þegar þau Ásta komu niður til okkar með nótnabókina með sönglögum Inga T. og báðu Jóhönnu systur að spila fyrir sig. Þá sungu þau bæði með af hjart- ans lyst. Þá var gaman að vera til – og geta tekið þátt í gleði full- orðna fólksins. Já, og þegar Krist- ján sagði „ohoj“ og hoppaði pínu- lítið þá var hann sannarlega kominn í essið sitt. Nú er Kristján farinn yfir í Sumarlandið og á þar örugga fagnaðarfundi við þá sem á undan eru farnir, dóttursyni sína tvo, Gumma og Benn, foreldra sína, Gísla bróður sína og aðra frændur og vini. „Margs er að minnast og margt er hér að þakka.“ Þær eru dýrmætar minningarnar frá ljúf- um og áhyggjulausum æskuárum í sambýli við elskulegan og kæran frænda og fjölskyldu hans og fyrir þær þökkum við systurnar á neðri hæðinni. Minning hans lifir. Jóhanna, Ólafía Margrét, Ingunn, Sigrún og Kristín Guðmundsdætur. Kristján Óskar Jónsson ✝ Okkar ástkæra MARGRÉT V. AÐALSTEINSDÓTTIR, Kleppsvegi 58, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugar- daginn 28. apríl, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00. Sigurður Berg Bergsteinsson, Óskar Sigurðsson, Katarzyna S. Sigurdsson, Sigrún Sigurðardóttir, Hörður Benediktsson, Hafdís Björg Sigurðardóttir, Óskar Ásgeirsson, Þjóðbjörg Heiða Þorsteinsdóttir, Valdís Ingunn Óskarsdóttir, Markus Georg Oskarsson, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Brynjar Valdimarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR S. M. SVEINSSON fv. framkvæmdastjóri, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 11. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingveldur Óskarsdóttir, Ingigerður Einarsdóttir, Óskar Einarsson, Unnur Gunnarsdóttir, Gyða Einarsdóttir, Bjarni Ólafur Bjarnason, Hildur Einarsdóttir, Sveinn Axel Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.