Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ✝ Guðný Sveins-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 28. júlí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. maí 2012. Guðný var næstyngsta barn Sveins Þorláks- sonar skósmiðs og símstöðvarstjóra í Vík, f. 9. ágúst 1872, d. 22. des. 1963, og Ey- rúnar Guðmundsdóttur hús- freyju, f. 5. mars 1876, d. 25. apríl 1964. Systkinin voru fædd 15, þrjú létust mjög ung að aldri. Eftirtalin systkini komust til fullorðinsára: Þor- lákur, Ólafur Jón, Anna, Guð- mundur, Páll, Sigurður, Ingi- bergur, Kjartan, Sigríður, Helga og Þorbjörg. Þau eru öll látin. Guðný giftist í Vík 23. maí 1953 Felix Tryggvasyni, f. á Ísafirði 23. maí 1920, d. 13. júní 1990. Börnin eru: 1) Sveinn Magnússon, f. 12. júlí 1951, maki Arnþrúður Jóns- dóttir; 2) Margrét Felixdóttir, f. 14. okt. 1953: Börn hennar eru Signý Gunnarsdóttir og Felix Magnússon. Barnabörn hennar eru tvö; 3) Tryggvi Felixson, f. 14. jan 1955, maki Sigrún Kristín Magnúsdóttir. Börn þeirra eru Karl, Guðný Kristín og Magnús Felix. Barnabörn þeirra eru tvö; 4) Helgi Felixson, f. 1. júlí 1956, maki Titti Johnson. Börnin eru Snorri, Isac, Aron, Jakob Felix, Íris Anna og Tara Sól. Barnabörn hans eru fimm; Eyrún Anna Felixdóttir, f. 9. okt 1958, maki Einar K. Hauksson. Börn þeirra eru Arnar Felix, Ásgeir Haukur og Anna Guðný. Barnabörn þeirra eru tvö. Guðný ólst upp í Vík í Mýr- dal, lauk þar unglingaprófi og vann fjölþætt sumarstörf víða um land á yngri árum. Að loknu námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1945 starf- aði Guðný fyrst við sjúkrahús á landsbyggðinni og í Reykja- vík, en einnig nokkur ár við Ullevål-sjúkrahúsið í Osló og Lasarettet í Helsingborg í Sví- þjóð. Síðar á ævinni starfaði hún á Landspítalanum, Kópa- vogshæli, Borgarspítalanum og loks í Sunnuhlíð frá árinu 1984. Guðný og Felix settust að í Kópavogi árið 1955 og bjó hún þar til æviloka. Útför Guðnýjar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 10. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma mín. Þú ert síð- asti hlekkurinn af 15 systkinum sem yfirgefur þennan heim. Í okkar lífi kemur alltaf að tíma- mótum og þinn tími var kominn. Það er erfitt að kveðja þig þar sem þú hefur verið kletturinn minn allt mitt líf. Þegar ég hugsa til þín er gott að finna fyrir þinni ómældu hlýju og blíðu. Brosið þitt var svo fallegt og frá því streymdi svo mikil úgeislun sem lét öllum líða vel í kringum þig. Ég sakna þín. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Þín einlæg dóttir, Margrét Felixdóttir. þá hefur Guðný tengdamóðir mín kvatt þetta jarðlíf með mikl- um sóma eftir tæp 92 ár. Betri tengdamóður er ekki hægt að óska sér. Ég kynntist henni fyrir 32 árum og hefur það verið mér mikil gæfa að hafa fengið að kynn- ast henni og öllu því góða sem hún hefur gefið börnum mínum og minni fjölskyldu. Guðný og Felix voru einstök hjón, sú mikla virð- ing sem þau báru hvort til annars var einstök. Guðný var ótrúleg kona. Það var alveg sama hvað margir komu í mat og alltaf var nóg fyrir alla, hvort sem það voru tveir eða tutt- ugu, og einnig ef þyrfti að bjarga pössum fyrir börnin þá leysti hún úr því. Fengu börnin endalausa ást og hlýju. Það var ekki bara í mat sem Guðný gaf af sér. Gjaf- mildi hennar var óendanleg, það var pláss fyrir alla í hennar lífi, jafnt háa sem lága. Takk fyrir góða samveru og hvíl þú í friði. Einar. Guðný Sveinsdóttir, tengda- móðir mín, er látin. Guðný kvaddi á sólbjörtum vormorgni umvafin fjölskyldunni. Ég hafði tekið um hendur hennar snemma um morguninn en eftir að við sleppt- um takinu kólnuðu þær og hvítn- uðu. Hendur sem af kærleik og hógværð fóru mildilega um allt. Hvort heldur sem þeim var strok- ið um vanga til að sefa, enni til að svala eða á bágtið til að græða. Ég kom fyrst heim í Reynihvamm með Tryggva syni hennar á ung- lingsárum er leiðir okkar fléttuð- ust saman. Fas og bragur heimilis hennar og Felix var á þann veg að ég fann strax að ég væri velkomin. Síðar, þegar við Tryggvi höfðum gift okkur og eignast börn rifjað- ist þetta upp því það sama gilti um barnabörnin. Þau voru alltaf vel- komin, seint og snemma. Börnin okkar Tryggva, Karl, Guðný Kristín og Magnús Felix, gáfu ömmu Guðnýju nýtt gælunafn þau kölluðu hana ömmu sætu. Hún bar það nafn með rentu, brosmild, glaðlynd og hjartahlý. Ótal minningar um Guðnýju tengjast ferðalögum með henni. Við heimsóttum lönd bæði vestan hafs og austan. Hún var heimsvön og örugg á ferðalögum, enda hafði hún búið og starfað erlendis áður en hún giftist og stofnaði fjöl- skyldu. Hún treysti mér til far- arstjórnar jafnt í bíl á hraðbraut- unum í Kanada og í neðanjarðarlestum Parísarborg- ar. Var reiðubúin til heimsókna á barnaleikvelli, í dýragarða, og stórmagasín, jákvæð og upp- byggileg. Þegar fjölskyldan dvaldi í Dan- mörku kom hún árlega ásamt Helgu systur sinni í nokkurra vikna heimsókn. Opnun Prjóna- stofunnar Sólar var fastur liður. Auk framleiðslu vettlinga og sokka fór fram kennsla í prjóni og hekli. Þeir sem ekki höfðu vald eða áhuga á þessu spiluðu veiði- mann og ólsen ólsen. Hluta heim- sóknanna var varið til ferðalaga um Evrópu. Þá var pakkað í Pre- víuna, ömmu, frænku, börnum og böngsum og haldið á vit ævintýr- anna. Á löngum vegalengdum þurfti að hafa ofan af fyrir börn- unum, þá var sungið, spilað, farið í leiki og sagðar sögur í löngum bunum. Aldrei atyrt frekar leið- beint, hlúð að og ungum hugum dreift. Ökumanni og fullorðnum farþegum var haldið vakandi með spurningum um héruð landa og menningu þjóða því Guðný var forvitin og fróðleiksfús. Þegar við fluttum til Íslands aftur stakk hún upp á að við flytt- um inn í hennar íbúð en hún minnkaði við sig og flytti á neðri hæðina. Þar nutum við forrétt- inda, nándarinnar við hana og aðra í fjölskyldunni. Það hefur alltaf verið gestkvæmt í Reyni- hvammi. Gestrisnin virtist henni í blóð borin, öllum veitt af örlæti og höfðingsskap. Guðný var fyrir- mynd jafnt í orðum og verkum, vann störfin hljóðlega og af natni. Hún var feimin að eðlisfari, ég fann það á síðari árum að hún fór oft yfir þægindamörkin þegar hún aðstoðaði okkur við móttöku inn- lendra og erlendra gesta. Ég kveð Guðnýju með söknuði og virðingu. Vona að mér takist að tileinka mér lífsgildi hennar. Ég verð ævinlega þakklát elskulegri tengdamóður fyrir dýrmætar samverustundir og allt sem hún veitti mér og fjölskyldu minni. Bið Guð og alla góða engla að taka vel á móti Guðnýju Sveins. Sigrún Kristín Magnúsdóttir. Hin fullkomna kona, fyrir- myndin mín, elsku amma mín hef- ur nú kvatt okkur. Ég veit að ég á að gleðjast yfir að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá mér en söknuðurinn er svo sár og mikill. Amma mín var svo stór hluti af lífi mínu að ég á enn eftir að sjá fyrir mér hvernig hversdagurinn á eft- ir að ganga upp án hennar. Hún sáði ómældri hlýju og ást í hjörtu barna sinna, barnabarna og barnabarnabarna. Hún kallaði okkur hjartadrottningarnar sínar og hjartakóngana en sjálf var hún aðalhjartadrottning okkar allra. Ég læt hér fylgja með brot úr af- mæliskorti sem ég skrifaði til hennar fyrir nær tveimur árum. Elsku amma. Ég man ekki hversu oft þú spilaðir við mig því skiptin voru óteljandi. Aldrei leiddist þér að gleðja mig með ól- sen ólsen eða löngu vitleysu og þolinmæði þín og elja gagnvart hjartadrottningunum og -kóng- unum þínum er okkur öllum hin- um til fyrirmyndar. Ég man þeg- ar þú settist með mér og Snorra á kollana í eldhúsinu, réttir okkur pottlok, kveiktir á viftunni efst á veggnum og fórst með okkur í flugvélaleik. Mér þótti það skemmtilegt. Ég man eftir sunnu- dagssteikinni. Mér þykir gott að hugsa um þig og Önnu frænku í eldhúsinu að skræla kartöflur á meðan afi mundaði steikarhníf- inn. Ég man eftir brúna sófanum og hvað mér þótti gaman að snúa mér í honum. Þú sagðir að ég gæti fengið garnaflækju svo ég sneri mér bara þegar þú sást ekki til. Ég man eftir að hafa farið með þér út í garð að taka upp kart- öflur. Þér þótti uppskeran heldur rýr og talaðir mikið um að Helgu þætti ekki mikið til hennar koma. Ég man eftir að hafa eldað fyrir þig pastarétt og komið með hann heim í Reynihvamminn. Við borð- uðum saman afar hversdagslega máltíð en hún var sú besta sem þú hafðir smakkað. Ég man þegar þú komst á spítalann daginn sem Gunnar Hrafn greindist og saman deildum við tárum. Mér þótti styrkur í því. Ég man eftir að hafa prjónað nokkrar flíkur og komið með þær nær allar til þín til að þvo þær því að þú hefur töfrahendur. Nánast undantekningalaust er hver einasta flík sú fallegasta sem þú hefur séð. Ég man þegar ég gisti hjá þér, nýþvegin í framan með appelsínugulu blómarúmföt- in í gamla herberginu hennar Ey- rúnar. Ég þóttist vera sofandi þegar þú kíktir inn. Þú settist samt við rúmgaflinn hjá mér og fórst með bænirnar og kysstir mig góða nótt á ennið. Mér þótti vænt um það. Ég man eftir ótal ristaðbrauðs- og testundum í eld- húsinu þínu. Mér þykir vænt um þær. Ég man þegar við Snorri fengum að fara með afa að sækja þig í Sunnuhlíð. Við földum okkur fyrir aftan sætin þar til þú varst sest inn í bílinn. Þú varst alltaf jafnhissa að sjá okkur. Mér þótti það skemmtilegt. Ég man hvað það var gott að læra hjá þér. Þú sást um að ég væri vel nærð og færðir mér að borða með reglu- legu millibili. Mér þótti vænt um það. Þó að þú hafir ekki kennt mér beint að umgangast annað fólk þá lærði ég svo margt af nærveru þinni. Enginn kunni þá list betur að sjá það fallega í öðru fólki en þú. Það átti og á enginn eins góða ömmu og ég. Ég elska þig alltaf. Signý. Ég er svo heppinn að hafa átt hana ömmu mína. Nú er hún dáin og ég sakna hennar mjög mikið. Amma mín kallaði mig alltaf hjartakónginn sinn, mér fannst það gott. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til ömmu í Reyni- hvamminn sagði hún: „Komdu sæll hjartakóngurinn minn. Mikið er gott að sjá þig.“ Amma mín þurfti ekki að segja mér hvað hún elskaði mig mikið, ég fann það. Þegar ég var lítill þá sagði ég við mömmu mína: „Ég elska jóla- sveina og ég elska hana ömmu.“ Ég gisti rosalega oft hjá ömmu minni af því að mamma mín var svo oft að vinna á kvöldin og á nóttunni. Ég vildi alltaf bara vera hjá ömmu. Ég sagði oft við mömmu: „Amma segir að ég megi vera hjá henni hvenær sem ég vil af því að ég er hjartakóngurinn hennar.“ Amma kenndi mér að spila þegar ég var fjögurra ára. Við spiluðum veiðimann, ólsen ól- sen og lönguvitleysu. Stundum spiluðum við í marga klukkutíma og það er mjög stutt síðan við spil- uðum síðasta spilið okkar. Einu sinni sagði ég við ömmu Björgu að ef ég hugsaði vel um ömmu mína yrði hún hundrað og eins árs. Hún varð það ekki og mér finnst það sorglegt. Ég ætla að geyma ömmu í hjartanu mínu. Ég hef svo gott ímyndunarafl og ég get alltaf séð hana og talað við hana í hug- anum. Ég mun aldrei gleyma ömmu minni. Felix Magnússon. Guðný Sveinsdóttir var næst- yngst í hópi 15 systkina þar sem 12 náðu fullorðinsaldri. Sjö bræð- ur hennar ólust flestir upp að hluta hjá ættingjum og vensla- fólki í Landbroti og Mýrdal. Guðný og systur hennar fjórar ól- ust upp hjá foreldrum í Vík í Mýr- dal. Faðir Guðnýjar var skósmið- ur og símstöðvarstjóri, og Eyrún móðir hennar húsmóðir. Börnin tóku fljótlega að sér að sækja Vík- urbúa í símann því lengi var eini sími þorpsins á símstöðinni. Syst- urnar lærðu líka fljótt að hjálpa til við heimilisstörfin, að koma mjólk í mat og ull í fat. Anna, elsta systir Guðnýjar, var annáluð hannyrða- kona og kenndi systrum sínum saumaskap, hekl og prjón sem Guðný tók með sér út í lífið. Guðný launaði Önnu systur sinni greiðann með því að bjóða henni áratugum saman í sunnudags- steik. Felix Tryggvason, eigin- maður Guðnýjar, sótti jafnan mágkonu sína og ók henni til baka að heimsókn lokinni. Að loknu námi frá Hjúkrunar- skóla Íslands í maí 1945 starfaði Guðný á mörgum sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Fyrst vann hún við sjúkrahúsið á Ísafirði í einn vetur. Auk starfa við fleiri deildir Landspítala og Klepps- spítala sótti Guðný sér fróðleik er- lendis og starfaði meðal annars við Ullevål sykehuset í Osló á ár- unum 1947-1948 og Lasarettet í Hälsingborg í Svíþjóð 1948-1949. Eftir störf á lyflæknisdeild og fæðingardeild Landspítalans, gerði Guðný hlé á hjúkrunarstörf- um á meðan hún kom fimm mann- vænlegum börnum á legg. Hún hóf aftur störf á Landspítalanum 1964 en starfaði síðan á Kópa- vogshælinu frá 1966 í átta ár, á Borgarspítalanum 1975-1984 og loks í Sunnuhlíð frá árinu 1984- 1987. Hjúkrun og umönnun sjúkra átti vel við Guðnýju, enda fannst henni betra að gefa en þiggja. Það voru aldrei nein læti eða flumbrugangur í kringum hana. Hún vann áreynslu- og hljóðlaust öll sín störf. Guðný var einstaklega ljúf, kurteis og hlý kona. Hún lét sér jafnan annt um velferð og heilsu- far samferðamanna sinn og ætt- ingja. Hún var ættrækin og sinnti sínu fólki vel. Þegar hún kom í heimsókn hafði hún oft eitthvað smálegt með sér eins og litla súkkulaðiöskju með kattartung- um. Komin á tíræðisaldur var hún enn að fara í heimsóknir og í sjúkravitjanir, síðustu ár í fylgd dætra sinna. Það var jafnan gaman að koma á heimili Guðnýjar og Felix í Reynihvammi í Kópavogi. Fyrst áttu þau heima í Reynihvammi 34 en Felix lét sig ekki muna um að reisa þeim fallegt einbýlishús í sömu götu númer 25, enda var hann húsasmiður. Oft var glatt á hjalla og slegið í spil í Reyni- hvammi eða börn Guðnýjar tóku í hljóðfæri og léku á gítara eða harmóniku. Guðný sá jafnan fyrir því að allir gestir fengju veitingar. Hefði ég ekki vitað betur hefði ég haldið að hún starfrækti ran- dalínuverksmiðju, svo fjölbreytt- ar og óþrjótandi voru þær á boð- stólum hennar. Í húsinu sem þau Felix byggðu í Reynihvammi kaus Guðný að búa til dauðadags. Guðný Sveinsdóttir varð síðust sinna systkina að hverfa á vit for- feðranna, södd lífdaga eftir langa og giftudrjúga starfsævi. Minning um einstaka gæðakonu mun lengi lifa. Magnús Guðmundsson. Guðný Sveinsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Megi minningin um yndislega móðursystur og frænku lifa. Dóra og Edda. Vegna minningargreinar um Sigurð Óskar Pálsson, kenn- ara og skólastjóra á Borgar- firði eystri og Eiðum, sem birtist í Morgunblaðinu 8. maí skal tekið fram að aðrar minningargreinar verða birt- ar síðar, þar sem útför hefur ekki enn farið fram. Sigurður Óskar Pálsson LEIÐRÉTT Nú kveð ég einn af mínum nánustu vinum með sorg í hjarta. Einar Þórhallsson var í blóma lífsins, aðeins 54 ára gamall, og kunni virkilega að njóta alls þess sem lífið hef- ur upp á að bjóða, eins og við öll eigum í raun að gera. Hann hafði unun af öllu sem hann tók sér fyrir hendur og hafði alltaf brennandi áhuga og dreif aðra með sér. Þau Andrea voru alltaf mjög samstillt og voru höfð- ingjar heim að sækja. Ég kynntist Einari í kringum árið 2000 þegar ég var að þjón- usta númerakerfin hans í gegn- um annað fyrirtæki. Árið 2002 fékk hann mig til að koma og vinna hjá sér og ári síðar varð til fyrirtækið Kerfislausnir ehf. Á stuttum tíma óx fyrirtækið mjög hratt og við eyddum mikl- um tíma saman auk þess að ferðast um heiminn vegna þess. Við fórum til Suður-Afríku, Kína og Rio de Janeiro í Bras- ilíu en skemmtilegasta ferðin var með betri helmingunum til Mexíkó. Þar að auki fórum við á ýmsa staði í Evrópu en þar má helst nefna ferðir á Cebit- tæknisýninguna í Þýskalandi, að keyra kappakstursbíla í Sví- þjóð, sjá Liverpool vinna Einar Þór Þórhallsson ✝ Einar Þór Þór-hallsson fæddist í Reykjavík 25. jan- úar 1958. Hann lést á sjúkrahúsi í Ist- anbúl í Tyrklandi 26. apríl 2012. Útför Einars Þórs var gerð frá Hallgrímskirkju 4. maí 2012. Barcelona í Meist- aradeildinni og eftirminnileg var ferð til Riga í Lettlandi þar sem við hittum fyrir Gísla Reynisson athafnamann en hann er nú einnig fallinn frá. Þegar ég rifja upp þenn- an skemmtilegasta tíma lífs míns spil- ar Einar eitt af aðalhlutverk- unum eins og gefur að skilja. Hann var alltaf á þönum og aldrei lognmolla í kringum hann og þurfti ég stundum að spyrja mig hvort hann væri virkilega 18 árum eldri en ég. Okkur varð einstaklega vel til vina og þrátt fyrir aldursmun og einstaka þrætur um við- skipti var sá vinskapur alltaf sterkur og traustur. Einar átti marga góða vini og er ótrúlegt hversu vel honum gekk að rækta samband sitt við hvern og einn en það sýnir kannski hvaða mann hann hafði að geyma og hvað hann náði að gefa mikið af sér. Ég tel það hafa verið forréttindi og mikinn lærdóm að hafa fengið að vinna með honum Einari mínum og fengið að kynnast honum sem þeim góða vini sem hann var. Hafðu það gott elsku vinur, hvar sem þú ert. Ég vil votta fjölskyldu Ein- ars, Andreu konunni hans, Sunnu og Stefáni, ásamt stór- fjölskyldunni sem ég hef mörg- um fengið að kynnast, samúð mína á þessum sorgartímum og óska þeim velfarnaðar. Grétar Þorsteinsson. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.