Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ✝ GuðbjarturRafn Ein- arsson, skipstjóri og útgerð- armaður, fæddist í Steinum við Lág- holtsveg í Reykja- vík 28. desember 1946. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 2. maí 2012. Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 2.8. 1906, d. 25.11. 1977, og Ingveldur Dag- bjartsdóttir húsfreyja, f. 23.10. 1913, d. 14.7. 2004. Systkini Guðbjarts eru Guðrún, f. 11.1. 1936, maki Gottskálk Eggerts- son, f. 8.5. 1935, Sigurður Geir, f. 18.5. 1944, maki Krist- ín Jónsdóttir, f. 7.2. 1951, og Stefán Ragnar, f. 13.5. 1948, maki Kristrún Sigurðardóttir, f. 16.2. 1951. Bubbi, eins og hann var kallaður, kvæntist hinn 9. mars 1968 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Önnu Sigur- brandsdóttur lyfjatækni, f. 31.12. 1947. Anna fæddist í ann. Hann útskrifaðist ásamt bræðrum sínum með skip- stjórnarréttindi frá Stýri- mannaskólanum árið 1967. Hann æfði knattspyrnu með KR og þótti efnilegur mark- maður á sínum tíma en skyld- an kallaði. Sjómennsku stund- aði hann frá 14 ára aldri. Árið 1973 festi hann, ásamt Stefáni bróður sínum, kaup á Aðal- björgu RE-5 og hófu þeir bræður eigin atvinnurekstur. Frá árinu 1981 hafa bræðurnir Sigurður, Guðbjartur og Stef- án rekið saman útgerð- arfélagið Aðalbjörgu sf. sem gerir út Aðalbjörgu II RE-236 og rekur saltfiskverkun. Guð- bjartur var varamaður í stjórn Útvegsmannafélags Reykjavík- ur frá árinu 2000 og síðan í stjórn frá árinu 2003. Hann var varamaður í stjórn LÍÚ frá árinu 2006. Guðbjartur hafði ánægju af því að ferðast um landið sitt. Vandfundinn er sá fjörður og flói sem hann ekki hafði heimsótt, á sjó eða landi. Knattspyrna var hans áhugamál þó að í seinni tíð hafi golfið haft yfirhöndina á góðum dögum, en hverja stund sem gafst nýtti hann til samvista með fjölskyldunni og áttu afabörnin hug hans og hjarta. Útför Guðbjarts fer fram í Bústaðakirkju í dag, 10. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 11. Reykjavík og er næstelst fimm barna hjónanna Sigurbrands Kr. Magnússonar póst- fulltrúa, f. 17.7. 1922, d. 26.7. 1972, og Kristínar Dagbjartsdóttur húsfreyju, f. 12.7. 1924. Systkini Önnu eru Dag- bjartur Þór, f. 30.10. 1946, tvíburarnir Alda og Bára, f. 23.4. 1952, og Ásta, f. 28.9. 1966. Dætur Guðbjarts og Önnu eru: 1) Sigrún Lilja Guðbjarts- dóttir, f. 1.8. 1968, maki Ingi Jóhann Guðmundsson, f. 12.1. 1969. Börn þeirra eru a) Anna Ragnhildur Sól, f. 28.3. 2003, b) Guðmundur Rafn, f. 13.8. 2004, og c) Guðbjartur Rafn, f. 24.3. 2009. 2) Ragnhildur Inga, f. 8.4. 1972, maki Steinar Ingi Matthíasson, f. 17.7. 1972, börn þeirra eru a) Erlen Anna, f. 12.6. 1997, b) Guðbjartur Ingi, f. 24.10. 2001, og c) Matt- hildur Stella, f. 7.9. 2006. Guðbjartur ólst upp í Reykjavík og gekk í Melaskól- Elsku Bubbi minn, þín verður svo sárt saknað. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þín alltaf, Anna. Dugnaður, atorka, hugprýði, glettni, gleði og seigla voru per- sónuleg einkenni og eiginleikar sem þú nýttir í leik og starfi alla tíð ásamt ljúfu viðmóti. Engan grunaði að þetta yrðu þeir þætt- ir sem mest reyndi á undir lokin, þegar þú áttir í baráttu við ill- vígan sjúkdóm, sem alltaf var vitað að hefði betur að lokum. Engu að síður var öllum brugðið þegar dómur var upp kveðinn í janúar. Við sammæltumst um að æðruleysið væri það hugar- ástand sem best væri að komast í og með undraverðum hætti tókst þér það. Ég fann hins veg- ar fyrir sterku ölduróti tilfinn- inga þar sem reiði, kvíði og níst- andi sársauki létu finna fyrir sér en umfram allt fann ég þó fyrir þakklæti. Óendanlegu þakklæti fyrir stundir sem við nýttum til ferðalaga hugans til fortíðar. Stundir þar sem við gáfum hug- anum lausan tauminn í framtíð- ina með glettni að leiðarljósi. Stundir þar sem hversdagslegt núið réð ríkjum. Stundir þar sem við dvöldumst í þögninni með tárvot augu. Það var aðdáunarvert að fylgjast með styrk mömmu þar sem hún með sinni einstöku um- hyggju, næmi og nærgætni ann- aðist þig og gerði þér kleift að halda reisn fram á síðasta dag. Einstakt er bræðralag og ein- drægni ykkar systkina og þétt stóðu þau með þér fram á síð- ustu stund. Þakklátur varstu mágkonu þinni sem kom öll kvöld í vetur og nuddaði fætur þína til að lina kvalir. Stórfjöl- skyldan, aðrir ættingjar, vinir og starfsfólk ykkar bræðra, allir lögðu sitt af mörkum til að gera hvern dag eins góðan og hægt var. Læknum og hjúkrunarfólki varstu þakklátur sem og starfs- fólki Hjúkrunar- og ráðgjafar- þjónustu Karitas, en þeirra leið- sögn og umönnun var ómetanleg. Þér, elsku pabbi, þakka ég af heilum hug samfylgdina, lið- sinni, vináttu og skjól sem þú veittir alla tíð. Þú varst einstak- ur faðir og afi. Sigrún Lilja. Elsku pabbi minn. Ég gleymi ekki góðum stundum og yndislegum endurfundum. Komdu og taktu hönd mína láttu hönd þína í mína. Sérðu ekki hvað þær eru líkar? Af ást og væntumþykju ríkar. Alltaf vil ég hafa þig hér, hér nálægt og við hlið mér. En ekkert get ég gert, nema grátið og böndin hert. Vertu glaður og ég vona og bið að þetta verði ekki alltaf svona og við hittumst á ný, ég litla hnáta og þú besti pabbi. (Erna) Þín Ragnhildur Inga. Í dag er kvaddur hinstu kveðju góður vinur minn og tengdafaðir, Guðbjartur Rafn Einarsson. Það er mikil gæfa þegar á lífsleið okkar verður gott fólk. Bubbi, eins og hann var alltaf kallaður, var einstakt ljúfmenni og góðmenni. Hann nálgaðist lífið og tilveruna, sem og viðfangsefni sín og samskipti við annað fólk, af yfirvegun, sanngirni og virðingu. Ákveðni sína fór hann vel með. Viðhorf hans til lífsins og til- verunnar birtist okkur öllum skýrt sem kynntumst Bubba og vorum svo lánsöm að eiga sam- leið með honum. Bubbi var mik- ill afi og því er missir barna- barnanna mikill. Í hjarta mínu mun lifa minning um einstaklega góðan tengdaföður, pabba, afa, fyrirmynd og vin sem gerði líf okkar ríkara. Þakklæti er mér því efst í huga á þessari kveðju- stund. Bubbi var lánsamur. Hann var farsæll skipstjóri og útgerð- armaður, einstaklega vel giftur henni Önnu sinni, sem reyndist honum stoð og stytta í veikind- um hans, á tvær góðar dætur, sex yndisleg barnabörn, sam- henta fjölskyldu, einstaka bræð- ur og systur sem og góða vini. Það var erfitt fyrir tengda- pabba í veikindum sínum, sem hann tókst á við af mikilli reisn, að þurfa að horfast í augu við það að sjá á eftir ríkidæmi sínu, í raun í blóma lífsins. Bubbi var þakklátur fyrir og sáttur við það sem honum hafði áunnist á lífs- leiðinni þótt ósáttur væri hann við að kveðja. Það er sárt að þurfa að sjá á eftir honum Bubba okkar en minningin um góðan og traustan mann mun lifa í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég bið góðan Guð að styðja og styrkja elsku Önnu, Ragnhildi Ingu, Sigrúnu Lilju og fjölskylduna alla á erfiðri stundu. Hvíl í friði elsku vinur. Þinn Steinar Ingi. Hugurinn kallar fram myndir úr fjársjóðum minninganna. Lít- ill drengur fæðist vestast í Vest- urbænum með brimniðinn við gluggann. Hann var þriðja barn foreldra sinna. Tveimur árum áður hafði Sigurður fæðst, 1½ ári síðar Stefán. Honum var gef- ið nafnið Guðbjartur Rafn. Nú var ég orðin stóra systir. 8 ára, og ábyrgðartilfinningin mikil, að halda utan um bræður mína. Barnsskónum sleit Bubbi við leik í Selsvörinni og á fótbolta- vellinum við Framnesveg. Ekki má gleyma gömlu bátabryggj- unni, þangað var farið að taka á móti pabba, og öðrum bátum strax og aldur leyfði að fara svo langt að heiman. Hlekkir þeir er bundnir voru í barnæsku með bræðrum mínum hafa sannar- lega verið sterkir. Hlekkirnir eru Siggi – Bubbi – Stebbi. Sagt var að ef einn birtist, var hægt að vera viss um að hinir tveir kæmu innan 5 mínútna. Hlut- skipti mitt sem elstu systur var að gæta þeirra. Aldrei var það erfitt og hafa þeir verið mitt stolt alla tíð. Bubbi var fallegur maður, með blíða lund, sáttfús og greiðvikinn, svo eftir var tek- ið. Góðverkin hans voru ansi mörg, en aldrei nefnd. Hlut- skipti Bubba var líf sjómannsins og skipstjórans. Við þau störf þurfti oft að tefla á tvær hættur. En ávallt skilaði hann fleyi sínu í höfn. Frá árinu 1981 hafa bræð- urnir rekið útgerðarfélagið Að- albjörgu sf., og gera enn. Bubbi var ekki gamall þegar hjartað fór að slá örar, er hann hitti Önnu sína. Þar valdi Bubbi vel. Hann var stoltur af konu sinni, dætrunum Sigrúnu Lilju, Ragnhildi Ingu og tengdasonun- um. Barnabörnin voru honum mikill gleðigjafi. Í sumarbú- staðnum átti hann sínar bestu stundir með stórfjölskylduna í kringum sig. Þegar bróðir minn fær þann úrskurð að veikindi hans séu mjög alvarleg, tekur hann þeim eins og stór klettur sem bifast ekki þótt brimið skelli á honum. Hans hugsun snerist eingöngu um að gera biðina eins létta og hægt var fyrir fjölskylduna. Anna og dæturnar sáu um að gæta hans dag og nótt, þar til yf- ir lauk með aðdáanlegum hætti. Bræðurnir stóðu vaktina til síð- asta andardráttar. Að leiðarlok- um, elsku bróðir minn. Þú trúðir mér fyrir gleði þinni og sorgum. Ég fékk að gæta þín og leiða þína hlýju hönd frá fæðingu til enda. Allar ferðirnar okkar sam- an endurtökum við er við hitt- umst aftur. Nú ert þú sofnaður, elsku bróðir minn, og eins og blómin eru nú að vakna til lífs- ins, eftir dimman kaldan vetur, munt þú einnig vakna í faðmi, móður, föður og annarra ætt- ingja. Fuglasöngurinn, vorang- anin og sólarylurinn verður meiri og unaðslegri hjá þér en sá sem við vöknum við. Minningin um þig, elsku bróð- ir, lifir í hjarta mínu að eilífu. Guðrún Einarsdóttir (Dúna systir.) Kveðja frá Stebba bróður. Það er svo erfitt að setja eitt- hvað á blað um hann Bubba bróður minn, ekki af því að mig skorti eitthvað til að segja um hann, heldur af því að af svo ótal mörgu er að taka og ég alls ekki tilbúinn til að kveðja hann svo fljótt, bara 65 ára gamlan. Við ætluðum líka að ferðast saman í sumar með nýja ferðavagninn sem Bubbi og Anna keyptu sér síðasta haust, en veikindin tóku hann svo hratt. Berjaferðin bíð- ur líka betri tíma. Við Bubbi höfum eiginlega verið saman alla tíð, það voru bara 17 mánuðir á milli okkar bræðra og við urðum strax mjög samrýndir. 10-12 ára gamlir vor- um við farnir að fara á sjó með pabba gamla og seinna, eða árið 1973, byrjuðum við saman í út- gerð. Árið 1981 stofnum við Að- albjörgu SF ásamt Sigga bróð- ur, Aðalbjörgu II kaupum við 1983 og erum þar með orðnir skipstjórar hvor á sínum bátn- um. Árið 1987 létum við smíða nýja Aðalbjörgu RE-5 og end- urnýjuðum Aðalbjörgu II. Sam- vinna okkar gekk alla tíð mjög vel, ég ætla nú ekki að halda því fram að við höfum ekki stundum keppt hvor við annan en það var þá allt í góðu enda Bubbi KR- ingur í húð og hár og með keppn- isskapið á sínum stað. Bubbi var einstaklega laginn netamaður og hamhleypa til allra verka. Ekki spillti fyrir hvað hann var alltaf léttur í skapi, rólegur og yfirvegaður og leysti verk sín fumlaust. Ófáir voru þeir ungu mennirn- ir er komu til okkar í vinnu bæði á sjó og landi sem Bubbi kenndi fyrstu handtökin, þar á meðal er Stefán Atli nafni minn og afa- strákur og svo margir aðrir. Fjölmargir ungir menn úr okkar stórfjölskyldu og vinahópi hafa gengið sín fyrstu skref á vinnumarkaði í fiskverkun okkar eða bátum. Allir sem fengu hans kennslu búa að því alla ævi bæði í verklagni og þeirri hlýju sem hann miðlaði. Bubba verður sárt saknað í fiskverkun Aðalbjargar en hann mun án efa fylgjast með okkur og tóbaksbaukurinn hans verður hafður við sætið hans, eins og hann hafi bara rétt skroppið frá. Fólk eins og hann Bubbi bróð- ir minn er það sem við munum eftir á lífsleiðinni, fólkið sem sýndi okkur hlýju og virðingu og var með glaða og gefandi sál. Elsku Anna mín, Sigrún, Ragnhildur og fjölskyldur, Guð veri með ykkur. Stefán Einarsson. Árið 1969 hitti ég Bubba fyrst þegar ég varð kærastan hans Stebba bróður hans. Við Stebbi leigðum herbergi hjá Bubba og Önnu í Skipasundinu þar sem þau höfðu byrjað sinn búskap, þá var hún Sigrún Lilja eldri dóttir þeirra eins árs gömul. Ekki leið á löngu þar til mér varð ljóst hve náið samband þeirra bræðra var, þeir voru á sjó með Einari pabba sínum á gömlu Aðalbjörginni RE5, sem var lagt 1986. Feðgarnir voru vaknir og sofnir yfir útgerðinni, töluðu saman á hverjum degi, alltaf þurfti að huga að einhverju í sambandi við veiðarnar. Allir báru þeir mikla virðingu hver fyrir öðrum og það var einhver ósýnileg lína á milli þeirra sem aldrei var farið yfir, seinna skildi ég að hver um sig hafði sitt yf- irráðasvæði og að það var virt. Þannig gekk samstarfið ár eftir ár og áratug eftir áratug. Bubbi og Stebbi ásamt okkur Önnu stofnuðu sína eigin útgerð árið 1973, þeir fylgdu ávallt gömlu og góðu gildunum sem foreldrarnir höfðu kennt þeim, elju, dugnaði og nægjusemi. Við Anna fylgd- um þeim eftir. Árið 1972 eign- uðust Bubbi og Anna hana Raggý sína, við Stebbi eignuð- umst líka tvær dætur. Við Anna vorum eins og sönnum sjó- mannskonum sæmir mikið einar með dæturnar því að mennirnir okkar voru mikið í burtu. Árið 1981 stofna Bubbi og Stebbi ásamt Sigga elsta bróðurnum fiskverkunina Aðalbjörgu SF og árið 1983 bæta þeir við öðrum bát, Aðalbjörgu II RE236. Anna fór að vinna á skrifstofunni og þetta var orðið sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki. Bræðurnir þrír héldu sömu gömlu gildunum á lofti sem faðir þeirra kenndi þeim í barnæsku, dætur bræðr- anna, sem nú voru orðnar fimm til samans, fengu sína eldskírn í fiskverkuninni, þar unnu þær allar sem ein á sumrin og ekki var nú neitt verið að hlífa þeim, bræðurnir ætluðu sko ekki að láta dætur sínar verða að nein- um gungum. Þær tala af og til um þetta enn í dag og finnst nú að feður sínir hafi verið frekar óeftirgefanlegir. En þetta var uppeldið sem þeir fengu og því skiluðu þeir áfram. En nú er skarð fyrir skildi. Hann elsku Bubbi okkar er farinn frá okkur og við stöndum öll eftir svo ósköp hnípin. Við vorum svo mikið að vona að hann næði sumrinu hjá okkur en það gekk ekki eftir. Er dró að lokum sagði hann við Pálma prest, vin sinn: „Pálmi, ég er að gera klárt!“ Sannur sjómaður til síðasta dags. Meira að segja á dánarbeði gaf hann fólkinu sem fylgdi hon- um síðasta spölinn góðar gjafir. Hann kvaddi alla og tjáði vænt- umþykju sína, sofnaði síðan um- vafinn ást og hlýju frá sínum nánustu. Við gleymum honum ekki og munum styðja hvert annað í sorginni. En hún Anna hans Bubba hefur svo sannar- lega verið sterk með sínum manni í veikindabaráttunni, hví- líkt hún er búin að standa með honum og gerði honum kleift að vera heima eins lengi og stætt var, dagarnir á spítalanum urðu bara fimm. Anna mín, við dáumst öll að þér, þú sýndir að þú átt mikinn styrk í fórum þín- um. Ég bið góðan Guð að styrkja hana Önnu, dæturnar og barna- börnin í sorginni, ég veit að Guð mun bera þau yfir erfiðasta hjallann. Kristrún Sigurðardóttir. Elsku besti Bubbi frændi er farinn. Ég á svo bágt með að trúa þessu, þetta er bara algjör- lega með öllu ómögulegt. Tárin hafa flætt undanfarnar vikur og minningar streymt fram. Bubbi frændi var einn af þess- um mönnum sem eru alltaf hressir og til í smágrín, hafði brennandi áhuga á fótbolta og golfi en fyrst og fremst fullur af stolti yfir fjölskyldunni sinni, dætrum sínum og barnabörnun- um, hann hreinlega ljómaði þeg- ar hann talaði um þau. Frá því ég man eftir mér hefur Bubbi frændi alltaf verið hluti af mínu lífi og Anna frænka og Sigrún og Ragnhildur. Ég varð nefnilega þeirrar gæfu aðnjótandi að fæð- ast inn í fjölskyldu sem er jafn náin og hún er stór. Ferðalögin voru ófá í æsku, farið austur á Kirkjubæjar- klaustur, kíkt í Kotið og svo Syðri-Víkin. Það voru engin venjuleg ævintýri sem við frænkurnar lentum í þá. Síðan tóku við árin í verkuninni, það er örugglega til margt skemmti- legra en að ormatína, en okkur frænkunum tókst nú samt að skemmta okkur við þetta, enda finnst okkur alveg óheyrilega gaman að tala. Og alltaf voru þeir bræður þarna, pabbi, Bubbi og Siggi, með okkur, stúlkurnar sínar. Síðan tóku við útskriftarveisl- ur og giftingar og svo komu afa- börnin. Mér er það því með öllu óskiljanlegt að hann Bubbi frændi muni ekki mæta í næstu veislu, muni ekki taka þátt í næsta áfanga í mínu lífi, muni ekki mæta á svæðið með bros á vör og góða sögu í farteskinu. Eftir langa og feikiharða baráttu er hann frændi minn fallinn frá. Hann barðist með kjafti og klóm og neitaði alfarið að gefast upp. En hann barðist ekki einn, Anna og stelpurnar hans stóðu með honum eins og klettur og leystu óheyrilega erfið verkefni af hlýju og virðingu. Síðustu ferð- irnar í sumarbústaðinn fór hann frændi minn á þrjóskunni einni saman og í bænum var það verk- unin og bekkurinn góði inni á skrifstofu sem urðu hans at- hvarf. Þangað komu vinir og ættingjar og systkini hans, pabbi, Siggi og Dúna, og alltaf var Anna við hlið hans. Hún ann- aðist hann af einskærri alúð og saman sýndu þau okkur hinum hvernig á að standa saman. En hvað gerum við nú, hið óhugsandi hefur gerst, enginn Bubbi. Ég held að hann frændi minn hafi enga grein gert sér fyrir því hversu marga góð- mennska hans hefur snert í gegnum tíðina, og hversu stórt skarðið er sem hann skilur eftir. Elsku Önnu, Sigrúnu, Ragn- hildi og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð en frænda minn kveð ég nú með sorg í hjarta og tár á vanga. Ragna Sóley. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna sem verð- ur aldrei fyllt, elsku Bubbi frændi er dáinn, tekinn frá okk- ur alltof snemma. Hann háði erf- iða baráttu við krabbamein af miklum lífsvilja og krafti en sjúkdómurinn náði að lokum yf- irhöndinni. Bubbi var gull af manni og átti góða fjölskyldu sem hann var mjög stoltur af, ekki síst af barnabörnunum. Siggi sonur minn var svo hepp- inn að fá að kynnast Bubba afa sem reyndist honum einstaklega vel. Bubbi tók virkan þátt í að hjálpa pabba að passa Sigga niðri í Verkun og var þar stóra bróður sínum sérstaklega góð fyrirmynd. Það er t.d. eftir- minnilegur einn dagur í haust þegar Siggi kom heim, eftir að hafa varið deginum niðri í Verk- un, og fór að leika „bö – Siggi týndur“. Þá hafði Bubbi verið að leika við litla frænda og kennt honum þennan skemmtilega leik sem enn er leikinn reglulega. Ég trúi ekki enn að það sé komið að kveðjustund, ég var viss um að Bubbi myndi sigrast á veikind- um sínum því það ætlaði hann sér að gera. Ég er þakklát fyrir að Bubbi hafi verið hluti af mínu lífi og fyrir hvað hann reyndist syni mínum vel. Elsku Anna, Sigrún, Raggý, tengdasynir, barnabörn, Dúna, Guðbjartur Rafn Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.