Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ✝ Birna SvalaPálsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1946. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkra- húsi hinn 28. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Rakel Björnsdóttir, f. 20.6. 1919 í Reykjavík, d. 28.9. 1996, og Páll Þórðarson, f. 9.12. 1913 á Löngumýri á Skeiðum, d. 27.12. 2008. Bróðir hennar er Þórður Kr. Pálsson, f. 22.10. 1943. Hinn 25.4. 1964 giftist Birna Garðari G.S. Andréssyni, f. 28.4. 1934, d. 24.2. 1980, og saman áttu þau börnin Rakel, f. 26.6. 1963, Stefán, f. 4.7. 1964, og Ólöfu, f. 13.12. 1966. Hinn 13.5. 1989 giftist Birna eft- irlifandi eig- inmanni sínum, Sigurmundi Har- aldssyni, f. 2.5. 1946, og saman áttu þau dótturina Guðrúnu Ösp, f. 4.7. 1982. Þau bjuggu saman í Reykjafold 13 mest af sinni hjú- skapartíð. Lengst af vann Birna í Sundlaug Grafarvogs. Birna átti tíu barnabörn og tvö langömmubörn. Útför Birnu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 10. maí 2012, og hefst athöfnin kl. 13.00. Jarðsett verður í Foss- vogskirkjugarði. Elsku besta mamma. Við vor- um svo sannarlega ekki tilbúin til þess að kveðja þig svona skyndi- lega. Í lífi okkar er nú stórt skarð sem þú áður fylltir og erfitt verður að venjast. Þú varst okkur öllum svo góð mamma, alltaf til staðar fyrir okkur og alltaf varstu með góð ráð á reiðum höndum. Fjöl- skylduna settir þú ofar öllu og mikið þótti þér vænt um öll barna- og barnabarnabörnin. Minning- arnar úr fjölskylduboðunum og ferðalögum um landið eru ótelj- andi og þær verða geymdar við hjartastað. Þú kvaddir þennan heim eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm, en sjúkdómurinn fékk svo sannarlega ekki að ráða ferðinni. Lífinu lifðir þú til fullnustu, já- kvætt hugarfar og bjartsýni gæddi líf þitt ljósi og kom þér langt á þessum stutta en krefjandi tíma. Alla leiðina til Tenerife þar sem þú varðir síðustu dögunum í sólinni. Og alltaf voru prjónarnir innan seilingar, þessa miklu hæfi- leika erfðir þú frá mömmu þinni og fengu margir að njóta góðs af. Takk fyrir allar lopapeysurnar og vettlingana. Við minnumst þín brosandi með sólina í andlitinu úti í náttúrunni elsku mamma okkar. Rakel, Stefán, Ólöf og Guðrún Ösp. Til elsku ömmu okkar. En nótt, þú sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi geymir! Ég veit, að augu þín lykja um ljósið sem myrkrið. Því leita ég horfinna geisla í skuggum þínum. Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, er sefi söknuð alls þess, er var og kemur ei framar. (Tómas Guðmundsson) Garðar og Elín. Kæra systir. Nú er komið að kveðjustundinni. Það hefur fækk- að í okkar litlu fjölskyldu, við vor- um bara tvö börnin. En við áttum góða foreldra sem héldu okkur heimili, á nokkrum stöðum í Reykjavík. 1956 fluttum við í hús sem foreldrar okkar byggðu í Hlé- gerði í Kópavogi. Bæði áttum við eftir að lenda í veikindum nánast á sama tíma, ég þakka þér fyrir þennan tíma sem við áttum sam- an. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ég sendi mínar bestu samúðar- kveðjur til Sigurmundar, barna, barnabarna og langömmubarna. Þinn bróðir, Þórður. Kæra frænka. Við kveðjum þig í hinsta sinn og þökkum fyrir öll árin sem við áttum, allar góðu minningarnar sem eiga eftir að hlýja okkur í framtíðinni. Þú varst alltaf baráttukona og það sýndi sig best þegar þessi erfiðu veik- indi bar að, öll þessi jákvæðni og æðruleysi til síðasta dags. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þú ert komin á vit nýrra æv- intýra, amma og afi taka vel á móti þér. Páll, Kristín og Edda Þórðarbörn. Birna Svala Pálsdóttir✝ Þórður Ein-arsson, fæddist í Reykjavík 29.7. 1931. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 1. maí 2012. Foreldrar hans voru Einar Jóns- son, f. 16.11. 1903, d. 11.8. 1977, og Jórunn Þórð- ardóttir, f. 18.11. 1910, d. 5.7. 1995. Systkini Þórðar eru Sigurður Örn, Sess- elja Edda og Sigurveig Jóna. Eiginkona Þórðar var Kristín Linnet, f. 4.6. 1933, dáin 11.9. 2000. Börn þeirra eru 1) Einar, f. 5.8. 1955, dóttir hans er Krist- ín, sambýlismaður hennar er Ei- ríkur Jónsson, dóttir þeirra er Kolbrún Erla. 2) Rósa, f. 8.12. 1956, maki hennar Elfar Helga- son, f. 8.2. 1948, börn þeirra eru Hera, sambýlismaður hennar er Friðfinnur Hreinsson, Þórður, sambýliskona hans er Ásrún Benediktsdóttir og Helgi, sam- býliskona hans er Íris Hrund Sigurðardóttir, dóttir þeirra er Þórdís. Dóttir Elfars af fyrra 55 í Reykjavík fram til 16 ára aldurs er hann flutti með for- eldrum sínum að Bergstaða- stræti 24 í Reykjavík. Þórður kynntist Kristínu veturinn 1952-1953 og þau opinberuðu trúlofun sína annan dag jóla 1953 og giftu sig 23. apríl 1955. Þau hófu búskap árið 1954 á Linnetsstíg 3 hjá foreldrum Kristínar. Fljótlega upp úr því hófu þau byggingu framtíð- arheimilis fjölskyldunnar á Álfaskeiði 32, fluttu inn árið 1961 og bjuggu þar allan sinn búskap. Þórður réðist til starfa hjá Varnarliðinu 27. mars 1952. Hann starfaði sem verkstjóri hjá birgðastofnun flughersins þar til hann um miðjan sjöunda áratug aldarinnar tók hann til starfa hjá Starfsmannahaldi Varnarliðsins, fyrst við kerf- isbundið starfsmat og launamál og síðan til starfsloka sem skrif- stofustjóri starfsmannahalds og aðstoðarframkvæmdastjóri Mannauðssviðs flugflotastöðvar Varnarliðsins. Þórður lét af störfum í ársbyrjun 2002, eftir tæplega fimmtíu ára starf hjá Varnarliðinu. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. hjónabandi er Berglind. 3) Þórð- ur, f. 3.5. 1961, maki hans Anna Sigrún Hreins- dóttir, f. 5.12. 1958, börn þeirra eru Þórður og Kristel. Börn Önnu af fyrra hjónabandi eru Sigrún og Ingvar. 4) Jórunn, f. 23.7. 1970, maki hennar Þórarinn M. Eldjárnsson, f. 6.5. 1956, börn þeirra eru Anton Örn, Kristín Sif, og Hafdís Jóna. Sonur Þórarins af fyrra sam- bandi er Danival. 5) Hafdís f. 29.3. 1972, maki Trausti Magn- ússon, f. 28.9. 1964, börn þeirra eru Þórarinn Leví og Eva Berg- lind. 6) Gunnar 1.7. 1973, maki Dagbjört Margrét Pálsdóttir, f. 21.3. 1979, synir þeirra eru Ró- bert Ingi og Gabríel Páll. Sambýliskona Þórðar frá árinu 2007 er Aðalheiður Árna- dóttir, f. 25.9. 1942. Börn henn- ar frá fyrra hjónabandi eru Ein- ar Stefán, Ragna Árný og Ólafur Sólimann. Þórður ólst upp á Öldugötu Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Þau voru örlagarík skilaboðin sem ég var send með til þín á Kanarí forðum. En það var þá sem við hittumst fyrst. Nú sit ég hér og reyni að koma einhverju á blað. Tárin byrgja mér sýn er ég hugsa um hvað ég var heppin að hitta þig. Þau voru yndisleg árin fimm sem við áttum saman. Þú varst „kærastinn“ minn og við vorum alltaf að gera eitthvað fal- legt og skemmtilegt saman. Við ferðuðumst innanlands og utan, fórum í bústaðinn sem þú naust svo mikið að vera í, þinn drauma- staður, þar sem við plöntuðum út og skipulögðum og fórum út á bátnum að veiða. Veiðiferðir með strákunum þínum voru fastir liðir á hverju ári. Þú þekktir landið þitt eins og lófann á þér. Það var svo gaman að hlusta á þig segja frá ferðalög- um þínum með fjölskyldunni og sjá hvernig þú lifnaðir allur við er þú talaðir um elsku Stínu þína sem fylgdi þér í 50 ár og gaf þér sex yndisleg börn. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Það þarf ekki mörg orð til að lýsa þér Þórður minn, heiðarlegur, traust- ur, skemmtilegur, og aldrei hall- mæltirðu neinum. Þú reyndir allt- af að finna það góða í öllum. Við töluðum oft um dauðann og vissum að hann tilheyrir litrófi lífsins. En þegar að stundinni kemur er maður aldrei viðbúinn eða sáttur. Sorgin liggur þrátt fyrir allt á landamærum þar sem mætast ólíkar tilfinningar, gleði og sorg. Góðar minningar deyfa sorg og eftirsjá. Eftir að hafa barist meira og minna við krabbamein í sex ár varstu orðinn mikið þreyttur og loks baðstu um hvíld. Drottinn, sem þú trúðir svo staðfastlega á, svaraði þér og leyfði þér þreytt- um að hvílast og sjúkum að sofa og sendi þig inn í sumarlandið. Þórður minn hafði fyrir löngu ákveðið að láta jarða sig í kyrr- þey. Hann vildi hafa allt svo ein- falt en fallegt, án óþarfa fyrir- hafnar. Með þessum orðum kveð ég þig elsku besti vinur minn. Vertu Guði falin ástin mín. Þín Aðalheiður Árnadóttir (Heiða). Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Við fjölskyldan viljum þakka þér fyrir allar okkar góðu og skemmtilegu samverustundir, má þá helst nefna þær í sumarbú- staðnum við Apavatn og í ferðum okkar erlendis. Þú hafðir aldrei farið til Kanarí fyrr en þú fórst með okkur þangað í janúar árið 2002. Eftir það fórst þú einn í margar ferðir þangað og í einni þeirra árið 2006 hittir þú Heiðu þína. Það gladdi Kristínu Sif og Hafdísi Jónu og okkur líka að þú skyldir geta mætt í fermingar- veislu þeirra sem var 31. mars síðastliðinn. Það verður okkur erfitt að heimsóknum þínum til okkar sé lokið, að sjá þig ekki í „stólnum þínum“ í Einibergi. Elsku Heiða, við viljum þakka þér fyrir þessi yndislegu ár sem þú varst með Þórði okkar. Við vit- um ekki hvað við hefðum gert án þín, sérstaklega síðastliðið ár. Guð geymi þig elsku pabbi og hvíl í friði í faðmi mömmu, tengdamömmu og ömmu Stínu. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Kær kveðja, Jórunn, Þórarinn, Anton Örn, Kristín Sif og Hafdís Jóna. Kirkjuklukkur Hallgríms- kirkju slá 17.30. Um leið hættir hjarta afa að slá og andardrátt- urinn sem við bíðum eftir að heyra kemur aldrei. Þetta er stund sorgar en jafnframt þakk- lætis. Sorgar yfir að kveðja þenn- an mikla mann en þakklætis yfir því að hafa kynnst honum og not- ið samvista við hann. Afi var alla tíð mjög ákveðinn maður og sú ákveðni fylgdi honum allt fram á seinasta dag. Hann hafði sterkar skoðanir en setti þær ekki fram nema færa fyrir þeim haldgóð rök. Við vissum að ef við ætluðum gegn honum í einhverju máli, þá var það svo til fyrirfram tapað. Þótt afi hafi haft ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum var hann aldrei ósanngjarn. Hann var réttsýnn, góður og gjafmildur. Hann gaf sér m.a. tíma til að kenna okkur systkinunum á flugustöng og fór með okkur í fjöldamargar veiðiferðir. Það var líf hans og yndi að geta miðlað þeirri ástríðu til komandi kyn- slóða. Og talandi um kynslóðir, þá er enginn afi eða amma eftir til að heimsækja eða tala við. Þórður afi var sá seinasti af þeim til að kveðja þetta jarðlíf og við verðum áþreifanlega vör við það að við er- um nú einu skrefi nær því að verða elsta kynslóðin. Eins og segir í ljóðinu fallega „Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng“. Við vitum að þetta er gangur lífsins þótt það sé oft á tíð- um erfitt að sætta sig við það. Við gætum skrifað margar blaðsíður um kynni okkar af afa, þessum harðduglega manni með stóra hjartað, en við virðum óskir hans um að hafa ekki langa lofræðu um sig. Þið sem þekktuð hann vel vit- ið hvernig maður hann var og fyr- ir hvað hann stóð. Daginn áður en afi dó komu öll barnabörnin að rúmi hans og áttu stund með hon- um. Hann talaði við okkur og það gaf okkur mikið að geta kvatt hann og sagt við hann það sem okkur bjó í brjósti. Það var talað um ást og væntumþykju og meira að segja beðið fyrir kveðju til ömmu sem bíður hans hinum megin. Þetta var falleg og innileg stund. Þegar afi dó var hann um- kringdur sínum nánustu ástvin- um. Það var gott að geta tekið þátt í þeirri stund þótt það hafi einnig verið mjög erfitt. Nú sjáum við afa fyrir okkur sitjandi á verönd við sumarbústaðinn sinn. Það er sól og heitt í veðri. Laxá rennur um landareignina hans og afi er að standa upp til að hafa sig til fyrir frímúrarafund. Þetta er sannkallað himnaríki. Elsku Heiða, við vottum þér okkar innilegustu samúð. Þú varst stoð afa og stytta og gæddir líf hans tilgangi að nýju eftir erf- iðan missi. Afi var heppinn að kynnast þér. Þú varst ekki bara sambýliskona hans, heldur líka vinur og sálufélagi. Elsku mamma, Einar, Daddi, Jórunn Hafdís, Gunnar og fjöl- skyldur, missir ykkar er mikill. Megi almáttugur Guð styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Daginn sem þú komst í heiminn gréstu en ástvinir þínir glöddust. Lifðu þannig að daginn sem þú kveður gráti ástvinir þínir en þú sért sjálfur glaður. (Sören K.) Þannig lifði og dó afi. Hera, Þórður, Helgi og fjölskyldur. Elsku pabbi og tengdapabbi. Við viljum rita hér nokkur orð til að heiðra minningu þína, þótt þú hefðir nú ef til vill eitthvað um það að segja ef þú værir ennþá á meðal okkar. Þú varst alltaf með svo ákveðnar skoðanir á flestum hlutum og ekki síst hvernig jarð- arför þín ætti að fara fram. Ein fyrirmælin voru á þá leið að presturinn þinn mætti ekki halda langa lofræðu um þig í athöfninni. Ef þú vildir ekki að þínir allra nánustu fengju að hlusta á ræðu um mannkosti þína, þá efumst við um að þú yrðir hrifinn af lofræðu á prenti frammi fyrir alþjóð. En okkur finnst gott að staldra að- eins við og hugsa um þig og stundirnar okkar saman. Það hjálpar okkur í sorgarferlinu. Allar ferðirnar með þér í bú- staðinn við Apavatn eru okkur of- arlega í huga, enda leið þér hvergi betur en þar, nema ef vera skyldi úti í miðri laxveiðiá. Öll yndislegu árin okkar saman í Þjórsárdal, ut- anlandsferðirnar, fjölskylduferð- irnar sem farnar voru á Djúpa- vatn, þakkargjörðarmáltíðirnar á Vellinum, jólaboðin og svo ótal fleiri góðar minningar er það sem gefur lífinu gildi. Eftir að mamma dó varstu eins og gefur að skilja niðurbrotinn maður. Þú barst harm þinn í hljóði en við vissum það öll hversu mikið áfall þetta var. Þið mamma voruð svo samrýnd og áttuð far- sælt hjónaband allt fram á síðasta dag. Lengi vel héldum við að þú myndir aldrei fara í annað sam- band eftir þennan missi, en mikið gladdi það okkur þegar þú kynnt- ir okkur fyrir henni Heiðu þinni. Þið áttuð svo vel saman og deild- uð sömu áhugamálum. Þið ferð- uðust mikið erlendis og áttuð ykkar tíma saman í sumarbú- staðnum við Apavatn. Það kom svo bersýnilega í ljós hversu mikil kjarnakona Heiða er þegar þú veiktist. Hún var kletturinn þinn og stóð ötullega við bakið á þér í blíðu og stríðu. Þú háðir hetju- lega baráttu allt fram á síðasta dag. Þegar þú fórst varstu sáttur við Guð og menn, og reiðubúinn að hverfa á vit nýrra ævintýra. Vissulega skapast stórt tómarúm við fráfall þitt og söknuðurinn er mikill, en það hjálpar okkur í sorginni að vita að þú varst tilbú- inn að kveðja. Hvíldu í friði elsku pabbi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Rósa og Elfar. Þegar ég heyrði að mamma væri komin með nýjan gæja leist mér ekkert á það. Fyrsta sumarið sem ég kom heim eftir að þú komst til sögurnar fannst mér það voða skrítið. Hvað er þetta gamla fólk að rotta sig saman? En núna, fimm árum seinna, þegar ég kom heim til Íslands, vantaði ansi mikið þegar þú varst ekki á þínum stað í stofunni. Við áttum margar góðar stundir; trúlofun- arveislu, skírn, afmæli, jól og ára- mót, að ekki sé minnst á heim- sóknir upp í bústað þar sem að þú varst alltaf boðinn og búinn að fara með Hörð Atóm út á bátnum að veiða. Þú varst afi barnanna minna og varst bæði skemmtilegur og þolinmóður við þau. Þú varst mjög fróður og greindur, það var endalaust gaman að tala við þig um allt og ekkert. Nema kannski pólitík en það var bara af því að við vorum svolítið ósammála og bæði kannski svolítið ákveðin í ólíkum skoðunum. En við sætt- umst á að segja bara „þetta er nú meiri vitleysan allt saman“. Þú varst almennt svo kúl á því, alla jafna rólegur og yfirvegaður en athugull og oft með blik í auga. Mér fannst gaman hvað við sáumst oft á skype í vetur og spjölluðum mikið saman ef mamma var úti að labba þegar ég hringdi. Ef hún var heima heyrði ég oft í þér í bakgrunninum að bæta aðeins inn í sögurnar henn- ar mömmu. Það var eitthvað svo hlýlegt og heimilislegt við það. Þú varst góður við hana mömmu mína og það var gaman að sjá hvað ykkur þótti vænt hvoru um annað og báruð mikla virðingu hvort fyrir öðru. Það var sömuleiðs fallegt að sjá hvað þið virtuð lífssögu hvort annars og það þótti sjálfsagt að tala um frá- fallna maka í daglegri umræðu ef þannig bar við. Þó svo að það sé sárt að þurfa að kveðja þig er huggun í því að það ríkir fegurð og friður í öllum minningum mínum um þig. Far þú í friði elsku besti Þórð- ur, þú gafst okkur mikið með góðri návist þinni, þín verður sárt saknað. Ragna Árný Lárusdóttir. Þórður Einarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.