Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Sýning Leikfélags Kópavogs á Hringnum hefur verið valin athygl- isverðasta áhugaleiksýning leikárs- ins 2011-2012. Þetta er í 19. sinn sem Þjóðleikhúsið velur athyglisverðustu áhugasýningu ársins og býður að- standendum að sýna sýningu sína í Þjóðleikhúsinu í júní nk. Í ár sóttu alls ellefu leikfélög um með jafn- margar sýningar. Öll verkin voru eftir íslenska höfunda og voru sjö þeirra frumsamin fyrir félögin en fjögur voru áður sýnd íslensk verk. Í umsögn dómnefndar Þjóðleik- hússins um sýninguna segir m.a.: „Leikfélag Kópavogs sýnir skemmtilega dirfsku í verkefnavali sínu en Hringurinn eftir Hrefnu Friðriksdóttur er óvenjulegt og frumlegt nýtt íslenskt leikrit. Leik- stjórinn Hörður Sigurðsson og leik- hópur blása svo lífi í þann lítt hvers- dagslega heim sem höfundur dregur upp mynd af í verki sínu. Við hverf- um inn í furðuheim sirkussins þar sem spurningarmerki eru sett við ýmsar viðteknar hugmyndir okkar og leggjum ásamt aðalpersónunni í ferð í leit að leyndarmálum fortíðar. Í meðförum Leikfélags Kópavogs verður þessi ferð full af spennu og ógnum, en jafnframt hugljúf og nostalgísk, m.a. fyrir tilstilli tónlist- ar og myndbandsbrota sem sýna sirkuslífið í fortíðinni. Hinn sjónræni þáttur sýningarinnar er vel unninn og hugvitssamlegur og leikarar standa sig með prýði.“ Líf Sjónræni þáttur sýningarinnar er vel unninn að mati dómnefndar. Hringurinn þótti bestur  Verður sýndur í Þjóðleikhúsinu í júní Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var rosaleg áskorun, en nú er ég klár í slaginn og hlakka bara til,“ segir Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur einleik í fiðlukonsert nr. 1 eft- ir Dmitríj Sjostakovitsj á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld kl. 19:30. „Ég hef alltaf verið mjög hrædd við þennan konsert, því hann er svo stór og frægur. Auk þess stendur flutningur uppáhaldsfiðluleikara míns, Davids Oistrakhs, upp úr þeg- ar kemur að þessum konsert,“ segir Sigrún, en Sjostakovitsj samdi konsertinn fyrir Oistrakh á sínum tíma. „En maður þroskast með hverri áskorun og verður alltaf stærri eftir hverja raun þannig að þetta æfingaferli hefur verið æð- islega gott fyrir mig,“ segir Sigrún. Small loks saman í apríl Aðspurð segist Sigrún hafa byrj- að að æfa verkið í haust sem leið. „Lengi framan af hafði ég miklar efasemdir um að ég gæti þetta. En ég æfði mig reglulega og það er nú þannig að dropinn holar steininn. Svo allt í einu í apríl fór þetta loks- ins að smella saman og taka á sig form,“ segir Sigrún og tekur fram að í þeim mánuði hafi hún farið í tónleikaferð til Grænlands með dönskum vinum sínum og nýtt ferð- ina vel til æfinga. Segist hún ekki í vafa um að umhverfið hafi líka haft góð áhrif á sig. „Auk þess sem með í ferðinni voru tveir fiðluleikarar sem leikið hafa þennan konsert þannig að við ræddum hann mikið og annar þeirra gaf mér t.d. góð ráð um hvernig best væri að æfa einn tiltekinn kafla.“ Krefst mikils úthalds Spurð í hverju helsta áskorunin við flutn- ing verksins felist segir Sigrún að verkið krefjist gríð- arlegs úthalds. „Konsertinn er í fjórum köflum og annar kaflinn strax er alveg brjálaður. Í framhald- inu kemur mjög erfiður þriðji kafli með risastórri kadensu þar sem fiðl- an er alein. Það er svo magnað hvernig Sjostakovitsj byggir verkið upp og lætur það verða dálítið tryllt. Maður má hins vegar ekki eyða öllu púðrinu sínu í öðrum kaflanum því maður verður að eiga nógu mikið eftir fyrir þriðja og fjórða kafla,“ segir Sigrún og tekur fram að sér finnist konsertinn henta sér sérlega vel. „Þessi konsert er svo mikið ég, þótt ég segi sjálf frá. Ég fæ mikla útrás í þessum konsert, en það er alls ekki sjálfgefið í öllum tón- verkum. Markmiðið mitt á tónleik- unum er bara að vera ég sjálf og sleppa fram af mér beislinu. Ég gef sem sagt allt sem ég á í þetta,“ segir Sigrún að lokum. „Gef allt sem ég á í þetta“  Sigrún spilar Sjostakovitsj í Eldborg í kvöld Morgunblaðið/Styrmir Kári Útrás „Ég fæ mikla útrás í þessum konsert, en það er alls ekki sjálfgefið í öllum tónverkum,“ segir Sigrún. Evrópustofa býður til tónleika í Eld- borgarsalnum sunnudaginn 13. maí kl. 20 þar sem stíga á svið hljóm- sveitirnar European Jazz Orchestra og Stórsveit Reykjavíkur. European Jazz Orchestra er stór- sveit ungs hæfileikaríks tónlist- arfólks víðs vegar að úr Evrópu. Sveitin mun leika ný tónverk eftir fremstu tónskáld Evrópu undir stjórn Jeres Laukkanens. Stórsveit Reykjavíkur leikur nýja og nýlega tónlist sem samin hefur verið sérstaklega fyrir hljómsveit- ina. Annars vegar verða flutt verk eftir Agnar Má Magnússon, Hilmar Jensson og Kjartan Valdemarsson af nýjustu plötu sveitarinnar. Hins vegar verður flutt svíta finnska tón- skáldsins Eeros Koivistoinens Tví- söngur, en hún byggist á íslenskum þjóðlagastefjum. Tónleikarnir í Hörpu eru almenn- ingi að kostnaðarlausu en nálgast þarf miða á www.harpa.is. Tónleikar Stórsveit Reykjavíkur. Boðið til tón- leika í Hörpu Auk fiðlukonserts Sjostako- vitsj mun Sinfón- íuhljómsveit Íslands leika aðra sinfóníu Jeans Si- beliusar. Stjórnandi kvöldsins er finnski hljómsveitarstjórinn Piet- ari Inkinen. Samkvæmt upplýsingum frá Sinfóníuhljómsveit Íslands vakti hann gríðarlega hrifningu hljóðfæraleikara og tónleikagesta þegar hann stjórnaði Sin- fóníuhljómsveitinni í febrúar 2010 og var honum því umsvifalaust boðið að koma aftur til Íslands við fyrsta tækifæri. Inkinen var skipaður aðalstjórnandi Sinfón- íuhljómsveitar Nýja Sjálands árið 2008 og hafa hljóðritanir þeirra á sinfóníum Sibeliusar fyrir Naxos- útgáfuna hlotið einróma lof gagn- rýnenda. Túlkun Inkinens á annarri sin- fóníunni hlaut fjórar stjörnur í Financial Times nú í apríl sl. og The Guardian sagði að diskurinn í heild væri „hreinasta gullnáma“. „Hreinasta gullnáma“ FINNINN PIETARI INKINEN ER STJÓRNANDI KVÖLDSINS komdu og kíktu Efst á Skólavörðustígnum, sími 551 1121 ÚTSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.