Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Ormstunga hefur gefið út bókina Ör- lagaborgina, brota- brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar (fyrri hluti) eftir Einar Má Jónsson, sagnfræðing og doktor í mið- aldafræðum. Í kynningu bók- arinnar segir að Einar Már „reki sögu frjálshyggj- unnar, fjallar um upphaf hennar og framgang fram á nítjándu öld með sagnfræði og heimspeki að leið- arljósi í bland við tæra fantasíu, tengda bæði heimsfræði og skáld- skap. Með þessum verkfærum skyggnist hann bak við vígorðin sem dunið hafa á okkur undanfarna ára- tugi, t.d. „molana af borðunum“ og „ósýnilegu höndina“.“ Adam Smith er fyrirferðarmikill í bókinni, sem vonlegt er, en líka Ric- ardo. Malthus, Mandeville, Tocque- ville, Karl Marx, Friedrich Engels, Arnljótur Ólafsson, Voltaire, Eliza- beth Gaskell og Charles Dickens. Einnig koma við sögu skáldsagna- persónur eins og dr. Altunga, Rafael Hythlodeus, Kobbi krumla og Caleb Williams. Einar Már kenndi miðaldafræði og íslensku við Sorbonne-háskóla. Örlagaborg Einars Más Kápa Örlaga- borgarinnar. Í kvöld verða haldnir styrkt- artónleikar í Gamla bíói og rennur ágóðinn til uppbyggingar lista- smiðju Galtarvita. Undanfarin sumur hefur lista- mönnum staðið til boða að koma á Galtarvita til listsköpunar og/eða í leit að innblæstri og í undirbúningi er að bæta húsakost og aðstöðu listamannanna sem nýta sér aðstöð- una. Allir tónlistarmennirnir sem spila á tónleikunum hafa með einum eða öðrum hætti fengið leiðarljós eða innblástur af eða frá Galtarvita og hyggjast launa fyrir með tónlist. Fram koma Hjaltalín, Snorri Helgason, Tilbury, Mr. Silla og Borko. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Styrktartónleikar í Gamla bíói í kvöld Tónleikar Listamenn sækja innblástur til Galtarvita. Ljóðskáldin Þór- arinn Eldjárn og Kristján Hreins- son lesa upp úr verkum sínum á veitingastaðnum Kryddlegnum hjörtum á Skúla- götu 17 annað kvöld kl. 19:30. Gestgjafi kvölds- ins verður leik- stjórinn og leik- skáldið Árni Kristjánsson. Þetta er fjórða og síðasta ljóða- dagskráin að þessu sinni og mun, að sögn skipuleggjenda, marka það að vetri er lokið og yndisleiki sumars fyllir brátt hjörtu mannanna. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Kryddlegin skáld Þórarinn Eldjárn Kristján Hreinsson Sköpunargleði nefnist sýning sem Kolbrún S. Kjarval opnar í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi nk. laugardag. Sýn- ingin er fyrir alla aldurshópa og sýnir marga tjáningar- möguleika leirsins, ólíkar leirteg- undir og vinnuaðferðir. „List getur endurspeglað eða túlkað raunveruleikann jafnt sem óraunveruleikann og skapað nýjar víddir og sagt margar sögur,“ segir Kolbrún. Hún hefur starfað við myndlist í rúm fjörutíu ár og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi sem og erlendis. Þetta er tíunda einkasýning hennar. Sýningin verður opnuð kl. 15. Hún stendur til 27. maí og er opin alla daga, nema mánudaga, frá kl. 14-17. Listasetrið er í Merkigerði 7, við hliðina á Sjúkrahúsi Akraness. Myndlist Sköpun í leir Kolbrún S. Kjarval Elísabet Ein- arsdóttir heldur útskriftartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20, en hún lýkur BMus- gráðu í einsöng frá LHÍ í vor þar sem söngkennari hennar hefur ver- ið Elísabet Er- lingsdóttir en auk þess stundaði hún nám í píanóleik hjá Peter Máté. Á efnisskrá tónleikanna verða sönglög og aríur frá mismunandi tímabilum. Þar er að finna verk eftir Pál Ísólfsson, Johannes Brahms, Henry Bishop, Wilhelm Stenhamm- ar, Luciano Berio, Orrorino Re- spighi, G.F. Händel og Guiseppe Verdi. Auk þess verður flutt Un- derklassens reflektioner eftir Petter Ekman, tónsmíðanema í LHÍ, sem samdi verkið fyrir Elísabetu og kammerhljómsveit. Undirleikari Elísabetar á tónleik- unum er Selma Guðmundsdóttir. Tónlist Söng- tónleikar Elísabet Einarsdóttir Kristín Þor- kelsdóttir, myndlistarkona og grafískur hönnuður, opn- ar í dag sýn- ingu sem hún nefnir Í blóma í Herberginu, sýningarrými verslunarinnar Kirsuberjatrés- ins á Vesturgötu 4. Á veggjum blómstra vatns- litamyndir sem Kristín hefur mál- að í garðinum heima hjá sér sl. sumur, en Kristín er þekkt fyrir vatnslitamyndir sínar og hönnun, m.a. fyrir íslensku peningaseðlana sem nú eru í notkun. Kristín Þorkelsdóttir hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga á ferli sínum. Sýningin stendur til 21. maí og er opin mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og á laugardögum kl. 11- 16. Myndlist Í blóma í Herberginu Kristín Þorkelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.