Morgunblaðið - 04.06.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 04.06.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 ÞorvaldurSkúlason ÞorvaldurSkúlason Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistaman- na svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 4. júní, kl. 18, í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17 Í tilkynningu LÍÚ er enn einu sinni óskað eftir samstarfi við stjórn- völd til að ná farsælli lausn. Adolf segir að ráðamenn hafi ekki svarað þessu, að minnsta kosti hafi útvegs- menn ekki verið boðaðir til fundar. Í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun hvatti Björn Valur Gíslason, nefndarmaður í atvinnuveganefnd og formaður þingflokks VG, útgerð- armenn til að senda skip sín til veiða og þá myndi hann sjá til þess að efnt yrði til fundar með þeim. Adolf gefur ekki mikið fyrir þetta boð Björns Vals, segir að boða verði til fundarins áður en útgerðarmenn fari að senda skipin út. „Okkur hefur oft verið boð- ið til funda áður og óskað eftir sam- starfi, meðal annars þegar núverandi sjávarútvegsráðherra tók til starfa, en það er ekki gert. Það er eins og þeir vilji ekki ræða við okkur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Adolf og bendir á að samstarfið hafi til þessa falist í því að kynna fyrir út- vegsmönnum hluti sem ákveðnir hafi verið, án þess að gefa þeim kost á að koma að málum. Sýna samstöðu Adolf telur að mjög góð samstaða sé innan LÍÚ, nánast alger. Sjálfur segist hann hafa heyrt í einum út- gerðarmanni sem ekki er sáttur við aðgerðirnar en býst þó ekki við að hann fari á sjó. Ekki var leitað sam- starfs við Landssamband smábáta- eigenda en vitað er um einstaka út- vegsmenn smærri báta sem munu ekki halda til veiða næstu daga. Í Grindavík munu smábátaeigendur hafa bundist samtökum um að taka þátt í aðgerðunum. „Ég reikna með að stoppa. Þetta hefur sömu þýðingu fyrir okkur og aðra,“ segir Hermann Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur í Grindavík, sem gerir út smábáta. „Ég get ekki séð að menn geti rekið fyrirtækin undir þessum kringum- stæðum,“ segir hann. Rætt við viðskiptavini erlendis Ljóst virðist þó að margir smábát- ar verða á sjó, ef veður leyfir. Þannig er búist við að fjöldi strandveiðibáta haldi til veiða í dag. Þeir landa mikið á fiskmörkuðum. Fiskvinnsla fyrirtækja innan LÍÚ verður stöðvuð á meðan skipin liggja bundin við bryggju. Fiskvinnslurnar eru með viðskipasambönd og samn- inga sem þarf að uppfylla, meðal annars um útflutning á ferskum fiski. Adolf segir að stjórnendur fyr- irtækjanna muni hafa samband við sína viðskiptavini erlendis til að skýra út stöðuna hér á landi og ástæður aðgerðanna. „Það eru allir með samninga sem þeir verða að standa við. Þetta mun örugglega hafa einhver áhrif en ég veit ekki hver,“ segir Birgir Krist- insson, framkvæmdastjóri Ný-Fisks í Sandgerði, sem vinnur ferskan fisk til útflutnings með flugi. Ný-Fiskur kaupir mikið hráefni á fiskmörkuð- um. Birgir bendir á að strandveið- arnar hefjist í dag og því sé von á töluverðu hráefni á fiskmarkaði. Óvissan sé hins vegar um það hvort eftirspurnin muni aukast vegna að- gerða LÍÚ. Línur muni skýrast á markaðnum í dag. Vinnsla skreppur saman  Samstaða er um vikulanga stöðvun skipa útgerðarfyrirtækja innan LÍÚ  Aðgerðirnar hafa víða áhrif  Dæmi eru um samúðaraðgerðir eigenda smábáta Skip og fólk » Skráð eru 1655 fiskiskip hér á landi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru 58 togarar, 764 vélskip og 833 opnir fiskibátar. » Fá íslensk skip voru á sjó í gær vegna sjómannadagsins, aðallega hvalveiðiskip og skemmtibátar. Á sumrin koma dagar þar sem vel yfir 1000 skip eru á sjó sama daginn. » Starfandi voru 4.600 sjó- menn á árinu 2011, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Þar af eru einungis um 300 konur. » 4.300 störfuðu við fisk- vinnslu, samkæmt sömu heimild. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bundnir Togararnir eru við bryggju í Reykjavík í tilefni af sjómannadeginum og ekki útlit fyrir að landfestar verði leystar fyrr en eftir viku. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Frystihús útgerða innan Landssam- bands íslenskra útvegsmanna verða lokuð þá viku sem aðgerðir útvegs- manna standa yfir að þessu sinni. Áfram verður unninn afli á vegum fyrirtækja utan samtakanna og smá- bátar sækja sjóinn áfram. Þó eru dæmi um að eigendur smábáta sýni aðgerðum LÍÚ stuðning. Til dæmis verður ekkert róið frá Grindavík. „Við ætlum að fá sjávarútvegs- ráðherra og atvinnuveganefnd Al- þingis til samtals við okkur. Eftir það samtal verður staðan vegin og met- in,“ segir Adolf Guðmundsson, for- maður LÍÚ, um aðgerðir sambands- ins og tekur fram að áframhaldið ráðist af viðbrögðum stjórnvalda. LÍÚ og aðildarfélög þess, sem eru tólf félög útgerðarmanna um allt land, beindu þeim tilmælum til fé- lagsmanna að halda skipum sínum ekki til veiða eftir sjómannadag „vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem blasir við íslenskum sjávarútvegi verði frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld sem nú eru til meðferðar á Alþingi að lögum.“ Tek- ið er fram að útvegsmenn líta á að- gerðirnar sem neyðarúrræði, þó um tímabundna aðgerð sé að ræða í þetta sinn. Útvegsmenn munu nota vik- una til að funda með starfsfólki sínu, bæði sjó- mönnum og land- verkafólki, sveit- arstjórnarfólki og öðrum aðilum sem byggja af- komu sína á sjáv- arútvegi. Til- gangurinn er að ræða áhrif þess ef frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórn fisk- veiða og veiðigjöld verða að lögum. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir að fundirnir verði á veg- um útgerðarfélaganna sjálfra, með starfsfólki og einstökum sveitar- félögum. Bendir Adolf á að mörg sveit- arfélög, sérfræðingar og hags- munaaðilar hafi skilað inn grein- argerðum til atvinnuveganefndar Alþingis og í langflestum þeirra hafi áform stjórnvalda verið gagn- rýnd. „Mér finnst ríkisstjórnin hafa gert lítið úr þeim athugasemdum sem fram hafa komið,“ segir Adolf. Fundað með starfsfólki og hags- munaaðilum Adolf Guðmundsson Landssamband smábátaeigenda hefur ekki ákveðið neinar aðgerðir, eins og útgerðarmenn í LÍÚ, að sögn Arnar Pálssonar framkvæmda- stjóra. Hann tek- ur fram að LÍÚ hafi ekki leitað eftir viðbrögðum smábátaeigenda vegna aðgerða sinna. Hagsmunir félaga í Lands- sambandi smábáteigenda og að- stæður eru mismunandi. Örn kann- ast vel við að einstaka félagsmenn séu að íhuga að fara ekki á sjó í dag en kveðst ekki vita hversu margir séu á þeim buxunum. Aðgerðir LÍÚ hafa áhrif á fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Gísli Gíslason, formaður Hafna- sambands Íslands, segir of snemmt að segja hvaða áhrif aðgerðirnar hafi á hafnir landsins. „Hafnirnar vilja að hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig því aflinn sem fer yfir hafnarkantinn skiptir máli fyrir svo marga,“ segir Gísli. LS ekki með í aðgerðum Örn Pálsson Steingrímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, kvaðst í ávarpi við hátíðahöld sjó- mannadagsins í Reykjavík ekki vilja varpa frekari skugga á hátíðisdag sjómanna en orðið er, með því að draga inn á þann vettvang umfjöllun um átök stórútgerðarmanna við stjórnvöld og aðferðir þeirra í því sambandi. Sagðist hann hafa önnur tækifæri til þess ef þörf krefði. Sagðist ráðherra vilja fullvissa sjómenn um „að engu af þessum málum er stefnt gegn hagsmunum sjómannastéttarinnar sem slíkrar. Þessi mál snúast ekki um að veiða minna af fiski eða skerða kjör eða skiptahlutföll sjómanna. Þvert á móti stendur til að reyna eftir því sem slíkt er hægt í gegnum lög um stjórn fiskveiða að treysta betur um- gjörð um kjaramál sjómanna […]“ sagði Steingrímur m.a. Ekki gegn hags- munum sjómanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Ræða Steingrímur kom lítið inn á kvótafrumvörpin í ræðu sinni.  Ráðherra ræddi frumvörpin lítið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.