Morgunblaðið - 04.06.2012, Page 12

Morgunblaðið - 04.06.2012, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is Hið margreynda björgunartæki, Björgvinsbeltið svokallaða sem upprunalega var hannað fyrir rúmum tveimur áratugum, hefur verið endurhannað með tilliti til nútímakrafna í björgunarmálum. Slysavarnafélagið Landsbjörg hef- ur fengið einkaleyfi á sölu þess á Norðurlöndum og Bretlandseyjum. Björgvin Sigurjónsson, stýri- maður og skipstjóri í Vest- mannaeyjum, bjó til fyrsta beltið fyrir rúmum 20 árum og hefur það margsannað gildi sitt við björgun mannslífa, að því er fram kemur í tilkynningu. Nýja Björg- vinsbeltið er framleitt úr enn sterkara og veðurþolnara efni en fyrirrennari þess auk þess sem á það hefur verið bætt endur- skinsmerkjum, ljósi og flautu, m.a. í þeim tilgangi að auðvelda leit og björgun í myrkri. Sjóvá fjármagnaði endurhönnun beltisins fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Félagið hefur sett sér það markmið að dreifa sem flest- um nýjum Björgvinsbeltum um borð í skip og báta auk fleiri staða, svo sem við brýr og aðra staði, þar sem nauðsyn er að hafa björgunarbúnað við höndina. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Björgunarbelti Bjarni Sighvatsson, útgerðarmaður í Eyjum, tekur við fyrsta endurhannaða Björgvinsbeltinu úr höndum Björgvins Sigurjónssonar. Endurbætt Björg- vinsbelti í umferð Hátíðarhöldin á sjómannadaginn fóru fram í blíðskaparveði í sjáv- arplássum víða um land og í Reykjavík. Aldraðir sjómenn og út- vegsmenn voru heiðraðir fyrir störf sín, látinna sjómanna minnst, siglt var með börnin og farið í koddaslag, svo nokkur hefðbundin atriði séu talin upp. Stjórnmálamenn og útvegsmenn héldu ræður og sögðu meðal annars frá sjónarmiðum sínum í deilunni um sjávarútvegsfrumvörp ríkis- stjórnarinnar. Sums staðar eru haldnar margra daga bæjarhátíðir í kringum sjó- mannadagshelgina, eins og Sjóarinn síkáti í Grindavík og Hátíð hafsins í Reykjavík. Mikil hátíð var á Patreksfirði. Liður í henni var að halda upp á 100 ára afmæli vélbátsins Garðars BA-64. Báturinn þjónar enn eig- anda sínum, Jóni Magnússyni, þótt hann hafi verið á þurru landi í rúm 30 ár. Honum var komið fyrir í fjör- unni í Skápadal í Patreksfirði 1981. Hann fékk andlitslyftingu í tilefni afmælisins og fjöldi gesta kom í af- mælið, meðal annars nokkrir strák- ar úr áhöfninni. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk í gær afhentan nýj- an björgunbát að gjöf frá Sjó- manna- og vélstjórafélaginu, Þor- birni hf., Vísi hf., Einhamri ehf. og Stakkavík ehf. Báturinn er búinn öllum nýjustu tækjum og tólum til björgunarstarfa. Hann hefur fengið nafnið Árni í Tungu og kemur í stað annars báts með sama nafni sem verður seldur. helgi@mbl.is Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í sól og blíðu í sjávarplássum um allt land Fjöldi fólks fagnaði deginum með sjómönnum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Fjöldi smábáta sigldi ásamt trébátnum Húna II frá Sandgerðisbót og dólaði við menningarhúsið Hof. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Kappróður og siglingar eru fastur liður í hátíðahöldunum á sjómannadaginn í Eyjum og víðar um land. Ljósmynd/Þorsteinn Gunnarsson Heiðrun í Grindavík Viðar Geirsson frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur, Bjarnfríður Jónsdóttir, Pétur Vilbergsson, Elín Þorsteins- dóttir, Sverrir Vilbergsson, Bjarný Sigmarsdóttir, Sigmar Björnsson og Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Eyjar Blómsveigur lagður við minn- ismerki sjómanna.  Nýr björgunarbátur gefinn í Grindavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.