Morgunblaðið - 04.06.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.06.2012, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Ég verð bara að vinna í dag og mun svo njóta afgangsins afdeginum með fjölskyldunni, yndislegri konu minni ogtveimur yndislegum börnum,“ segir afmælisbarn dagsins, Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri, sem er 36 ára í dag. Af- mælið er stórafmæli í kínverska dagatalinu: „Nú er ár drekans og ég er fæddur á ári drekans, og við erum að sækja um á Drekasvæð- inu, þannig að þetta tengist allt saman mjög vel og er allt saman mjög viðeigandi“. Gunnlaugur er því fjarska bjartsýnn á að fyrir- tæki hans, Eykon Energy og kolvetni, muni hljóta leitar- og vinnslu- leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þessara góðu teikna. Gunnlaugur gaf einnig nýverið út bókina Ábyrgðarkver, en hún greinir orsakir bankahrunsins 2008 út frá persónulegri ábyrgð manna. Hann hefur farið víða undanfarið og haldið fyrirlestra um efni bókarinnar fyrir félagasamtök og fyrirtæki. Gunnlaugur segir að það hafi verið gaman að spjalla við fólk og skiptast á skoðunum og hugmyndum út frá efni bókarinnar. En hvað finnst Gunnlaugi um viðtökur kversins? „Ég er ánægður með það hversu vel bókinni hefur verið tekið, sérstaklega af fólki sem er hér og þar í stjórn- málum, þar sem ég reyndi að vera málefnalegur og grafa mig ekki í pólitískar skotgrafir. Þessi tími hefur því verið mjög ánægjulegur.“ sgs@mbl.is Gunnlaugur Jónsson 36 ára Með mörg járn í eldinum Gunnlaugur Jónsson hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. „Fæddur á ári drekans“ S igrún fæddist í Garði í Mý- vatnssveit og ólst þar upp. Hún var í Barnaskólanum á Skútustöðum, í gagn- fræðaskóla að Laugum og lauk landsprófi á Húsavík. Fór suður sextán ára Sigrún fór síðan suður að vinna, stundaði nám við MS og lauk þaðan stúdentsprófum 1974. Sigrún starfaði við umönnun, m.a. á Kópavogshælinu í tæp fimm ár, hóf nám í hjúkrunarfræði 1981 og lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1984. Hún hóf síðar MS-nám í öldrunarhjúkrun við HÍ og lauk MS-prófi 2008. Sigrún var hjúkrunarfræðingur við Borgarspítalann 1984-89, í Kaup- mannahöfn 1990-91, aftur við Borg- arspítalann 1991-98, var deildarstjóri á Grund í eitt ár og í Skógarbæ 2000- 2003 en hefur síðan lengst af sinnt öldrunarhjúkrun á Landakotsspítala. Manstu systir bernskuna blíðu Á Landakotsspítala hefur Sigrún Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur 60 ára Í Suðurlandssudda Sigrún Huld með sínu fólki. Frá vinstri: Ingibjörg, Hallgerður, Anna með Iðunni í fanginu, þá Sigrún Huld og Theodór Ísar fyrir framan hana, þá Óskar. Leiðsögumaðurinn um landið og fortíðina Morgunblaðið/Ásdís Í betri stofunni á Landakoti Frá vinstri: þær stöllurnar Sigrún Huld Þor- grímsdóttir, Berglind Indriðadóttir og Borghildur Árnadóttir. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Alexander Þór fæddist 27. maí 2011 kl. 10.58. Hann vó 3.252 g og var 48,5 cm langur. Foreldrar hans eru Þóra Dögg Júlíusdóttir og Daníel Kristinn Kristinsson. Nýir borgarar Garðabær Guðmundur Alex fæddist 30. desember. Hann vó 3.990 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru María Kristjánsdóttir og Jóhannes Bjarni Guðmundsson. Nýir borgarar „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isBíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.