Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! Útbreiðsla lúpínunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur sett mikinn svip á umhverfið að und- anförnu. Að sögn Þórólfs Jónssonar, garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar, hefur ekki verið tekið á lúpínunni nema á örfáum stöðum. „Við höfum skoðað þetta nokkrum sinnum og látið gera úttekt á þessu fyrir okkur. Við höfum feng- ið starfsmann hjá Náttúrufræðistofnun til að skoða þetta fyrir okkur og þær tillögur sem hafa alltaf legið fyrir eru að það sé í rauninni al- gjörlega óraunhæft fyrir okkur að hefta út- breiðslu hennar nema á ákveðnum stöðum. Við höfum reynt að halda henni í skefjum í Laug- arásnum og við Rauðhóla.“ Þórólfur segir það ekki vera inni í myndinni að útrýma lúpínunni heldur sé frekar verið að reyna að sporna við frekari útbreiðslu. Þórólfur þvertekur fyrir það að eitra skuli fyrir landnemanum. „Eitrun er ekki neitt sem kemur til greina að mínu mati. Það er auðvitað ein leiðin en þá steindrepst nátt- úrlega allt annað í leiðinni.“ Þórólfur segir að samkvæmt athugunum muni lúpínan hörfa með tímanum og við muni taka frjótt graslendi. davidmar@mbl.is Lúpínan dreifir sér á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/RAX Samband íslenskra sam- vinnufélaga er enn starf- andi sem félagslegur vett- vangur kaupfélaganna í landinu en SÍS hefur enga atvinnustarfsemi haft með höndum frá 1994 að sögn Guðsteins Einarssonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borg- firðinga. Guðsteinn er stjórnar- formaður SÍS. Í ár eru 110 ár liðin frá því að SÍS var stofnað en það varð eitt öflugasta viðskiptaveldi landsins á seinustu öld. Boðað hefur verið til aðalfundar SÍS í dag á Hótel Kea á Akureyri. Guðsteinn segir kaupfélagsmenn hittast á vettvangi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og þar ræði þeir málin. Árið 2012 er ár samvinnufélaga og samvinnuhreyfingarinnar í heim- inum af hálfu Sameinuðu þjóðanna, að sögn Guð- steins. ,,Umræður manna eru á þeim grundvelli vegna þess að þó [samvinnurekst- ur] hafi misjafnlega gott orð á sér hér á landi, þá er þetta mjög algengt rekstrarform erlendis,“ segir hann. „Sam- vinnuhreyfingin er í miklum ham víða um Evrópu eftir hrunið vegna þess að hún fór yfirleitt betur út úr hruninu en aðrir,“ bætir hann við. Að sögn Guðsteins eru uppi vanga- veltur um hvort fara eigi út í ein- hvers konar kynningu á hug- myndafræðilegum þætti samvinnuhugsjónarinnar. „Ég tel að hún eigi alveg fullan rétt á sér í dag svo við endum ekki í sömu súpunni aftur,“ segir hann og vísar til fjár- málahrunsins. „Ef bankarnir og önnur stórfyrir- tæki hefðu hegðað sér eins og Sam- bandið þá hefðum við sloppið mjög vel,“ bætir hann við. Gerði upp 98% sinna skulda Guðsteinn minnir á að SÍS varð aldrei gjaldþrota á sínum tíma. Sam- bandið gerði upp sín mál og borgaði 98% af sínum skuldum, að sögn hans. Spurður hvort hugmyndir séu uppi um að endurreisa SÍS í atvinnu- lífinu, segir Guðsteinn svo ekki vera. Kaupfélögin í landinu eigi í dag í miklu samstarfi og séu mörg mjög öflug í sínum byggðarlögum. Milli 40 og 45 manns eiga seturétt á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga í dag og á Guðsteinn von á góðri mætingu kaupfélags- manna á fundinn. omfr@mbl.is SÍS lifir enn og er 110 ára  Ræða hugsjónir samvinnuhreyfingarinnar á aðalfundi SÍS Hreyfing er komin á deilurnar við Rússa vegna úthafskarfaveiða þeirra á Reykjaneshrygg, að sögn Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Á fundi embættismanna þjóðanna í Moskvu nýverið var ákveðið að haldinn yrði annar fundur snemma í júlí í Reykja- vík og yrði þar reynt að ná sam- komulagi. Ríki við N-Atlantshaf hlíta veiði- ráðgjöf um tæplega 30 þúsund tonna afla árlega en Rússar neita að sam- þykkja hana. Segja þeir sínar rann- sóknir sýna að hægt sé að veiða mun meira og veiða sjálfir um 30 þúsund tonn. Skip Rússa hafa fengið að landa aflanum í mun stærri skip í Hafn- arfirði og því ljóst að Íslendingar geta sett þeim stólinn fyrir dyrnar. En Jóhann segir að reynt hafi verið eftir megni að ná frekar „mjúkri“ lendingu. Í maí sl. hefði Rússum hins vegar verið sent bréf þar sem gerðar voru „alvarlegar athugasemdir“ við veiðarnar og þetta bréf virðist hafa borið árangur. Ofveiðin hættuleg „Íslendingar eiga langmestra hags- muna að gæta, þeir fá mest úthlutað,“ sagði Jóhann. „Þetta er gamall stofn og ofveiði á slíkum stofni er mjög hættuleg. Rússum er ætlað að veiða um 6.600 tonn af heildaraflanum en þeir veiða jafn mikið og allir eiga að fá til samans. En þeir taka þessu greini- lega alvarlega og bjóða okkur fund og það er mjög gott, að aðilar hittist og tali saman áður en þetta fer út í hrein vandræði. Það viljum við ekki, sam- bandið við Rússa hefur verið gott og við eigum ekki svo marga vini!“ -Eru ekki nokkur líkindi með af- stöðu Rússa og okkar gagnvart mak- rílnum? „Þessar fiskveiðideilur eru svona. Oft þykir mönnum gott að hafa sam- ræmi í málflutningi sínum um fisk- veiðimál á alþjóðlegum vettvangi. En þú getur á sama tíma verið alveg sitt hvorum megin.“ kjon@mbl.is Halda fund um karfann  Rússar samþykkja viðræður í júlí Morgunblaðið/Árni Sæberg Hal Togari að karfaveiðum. Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Tillögum Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa, um að leynd verði létt af upplýsinum um sameiginleg fjármál Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitunnar hefur ítrekað ver- ið frestað af hálfu stjórnar OR. Nú hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks lagt fram tillögu í borg- arstjórn um að borgarstjórn beini því til stjórnar OR að gera þessar upplýsingar opinberar. Kjartan segir leyndina og tafirnar mjög óeðlilegar. Beiðnin nær til upplýsinga um allar fjárfestingar, fjárframlög og lán OR til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Línu nets hf. Tillögunni var vísað til frekari meðferð- ar í borgarráði. Kjartan gerir athugasemdir við rekstur OR. „Þrátt fyrir mik- inn samdrátt hjá Orkuveitunni eru enn miklar fjárfestingar hjá Gagnaveitunni,“ segir Kjartan. Málið hafi tafist fram úr hófi. „Það er hreint ótrúlegt að hafa flokka í meirihluta sem segjast vilja vinna með gagnsæi og upp- lýsingagjöf til almennings að leið- arljósi og svo gangi ekki betur en þetta þegar gera á upplýsingar af þessu tagi opinberar.“ Að sögn Kjartans skortir á sparnað. „Aðgerðaáætlun fyrir- tækisins skýtur skökku við, hún átti að búa til 50 milljarða meðal annars með frestun allra mögu- legra framkvæmda. Á meðan alls staðar er sparað, meðal annars í veitukerfum og annarri beinni þjónustu við almenning, er eins og að þetta ágæta fyrirtæki sé stikkfrí. Meðal annars halda nýlagnir áfram í fjarskipta- kerfinu en öllum ný- lögnum Orkuveit- unnar hefur verið hætt.“ Liggja enn á upplýsingum  Gagnrýnir óeðlilegar tafir á afhendingu upplýsinga um Gagnaveituna  Sparað hjá OR en Gagnaveitan stikkfrí Kjartan Magnússon „Tafirnar finnast mér ekki óeðli- legar, þetta er flókið mál og það þarf að sætta mörg sjónarmið. Ég er óstressaður yfir þessu, en vil auðvitað koma þessu í gegn,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveit- unnar. Beðið verði nið- urstöðu eigendanefndar áð- ur en hægt verði að opinbera gögnin. Haraldur segir leyndina stafa af sam- keppnis- og viðskiptahags- munum, þó að vilji sé til að opinbera sem mest. Eðlilegar tafir BÍÐUR NIÐURSTÖÐU Haraldur Flosi Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.