Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Sigyn Jónsdóttir sigyn@mbl.is V innumiðlunarátakið Nýttu kraftinn var sett á laggirnar haustið 2008 af þeim Maríu Björk Óskarsdóttur viðskipta- fræðingi og Sigríði Snævarr sendi- herra. Hugmyndin á bak við átakið er „að hvetja og styðja atvinnuleit- endur“ eins og segir á heimasíðu átaksins. „Mín hugsjón er sú að menn geti horft til baka til þess tíma sem þeir voru án vinnu og hugsað með sér að sá tími hafi að einhverju leyti orðið til góðs,“ segir Sigríður um hugmyndafræðina sem hún og María þróuðu haustið 2008 og hafa starfrækt síðan. Ekki hnakkafundir „Við höfum aldrei kallað þetta námskeið heldur er þetta ferli eða átak. Þetta eru ekki svokallaðir hnakkafundir þar sem fólki er raðað í raðir og það horfir aftan á hnakka næsta manns,“ segir Sigríður um fyrirkomulag ferlisins. „Það fyrsta sem ég geri er að fjalla um hvernig skal verja sig. Þú stendur kannski úti í búð og hittir kunningja sem hrópar yfir alla búðina: „Ertu ennþá atvinnulaus?“ Það er mjög algengt. Við tökum æfingar í þessum að- stæðum, við tökum æfingar í atvinnuviðtölum og ýmsu fleiru,“ útskýrir Sigríður. „Við hvetjum fólk til að vinna með styrkleika sína og koma sér á framfæri. Fólk sem hefur misst vinnuna þarf að markaðssetja sig,“ segir María og bætir við að ekki sé nóg að bíða eftir að atvinnuauglýs- ingum fjölgi. „Gríðarlega stór hópur fólks situr við tölvuna og bíður eftir að næsta auglýsing detti inn en raunin er sú að einungis 30% ráðn- inga fara fram í gegnum auglýs- ingar. Hin 70% verða þegar atvinnu- rekandi og atvinnuleitandi ná saman eftir öðrum leiðum,“ segir hún, en á fundunum er einmitt tekið fyrir hvernig fólk geti nýtt sér þær leiðir sem virka best í atvinnuleit. „Við fjöllum um hvernig fólk getur unnið með tengslanetið sitt og haft frum- kvæði,“ segir María. Áður hefur hver hópur unnið í ferlinu yfir þriggja mánaða tímabil en í næstu viku hefst styttra ferli Verkfærakista fyrir atvinnuleitendur María Björk Óskarsdóttir og Sigríður Snævarr standa fyrir vinnumiðlunarátak- inu Nýttu kraftinn sem fer af stað með nýjan hóp næsta þriðjudag. „Mín hugsjón er sú að menn geti horft til baka til þess tíma sem þeir voru án vinnu og hugsað með sér að sá tími hafi að einhverju leyti orðið til góðs,“ segir Sigríður um hugmyndafræðina sem hún og María hafa þróað. Reuters Starf Það skiptir miklu máli í lífi fólks að hafa atvinnu. Á vefsíðunni Anda.is er Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir með ýmislegt um heilsuráðgjöf og heilsueflingu. Ragn- heiður er jógakennari, sjúkraþjálfari og tölvunarfræðingur og heilsuefl- ingin og ráðgjöfin eru í formi fyrir- lestra og hreyfingar. Reglulega eru haldin námskeið í „skógarjóga“ sem standa öllum opin og einnig eru í boði fyrirlestrar um gildi hreyfingar, streitu og slökun og að komast í form eftir barnsburð, sem og ungbarna- nudd. Ragnheiður sendi frá sér í síð- asta mánuði bókina Útijóga – nátt- úruleg orka með útiveru og æfingum. Ragnheiður verður með kynningar- göngu í kvöld kl 18-18:40 í útijóga/ skógarjóga þar sem megináhersla verður lögð á að kynna æfingarnar sem sýndar eru í bókinni. Lagt verður upp frá Laugardalslaug. Önnur slík ganga verður 14. júní. Þátttaka í þessum gönguferðum er ókeypis. Vefsíðan www.anda.is Morgunblaðið/G.Rúnar Útijóga Að stunda jóga utandyra er sérlega heppilegt á sumrin. Kynningarganga á útijóga Þriggja daga ráðstefna kennd við húðflúr hefst í dag á Bar 11 og næsta víst að þar verður mikið um dýrðir. Húðflúrsnillingar frá öðrum löndum sækja okkur heim og má gera ráð fyr- ir að húðflúrað fólk verði meira áber- andi en venja er í Reykjavík. Sam- hliða hátíðinni verður blásið til tónleikaveislu þar sem mörg góð bönd koma fram. Í kvöld spila Dusty Miller og Texas Muffin. Á morgun, föstudag, spila Sólstafir, Foreign Monkeys og Endless Dark. Á laugar- dag spila Sykur, Samaris og RetRo- Bot. Tónleikar hefjast öll kvöld klukk- an 21 og er aðgangur ókeypis. Endilega… …njótið húð- flúrs og tóna RetRoBot Spila á laugardag. Fjarðarkaup Gildir 7. - 9. júní verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ...... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .............. 1.598 2.198 1.598 kr. kg Nautabuff úr kjötborði ................ 1.798 2.398 1.798 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði .. 420 504 420 kr. pk. KF jurtakryddað lambalæri.......... 1.398 1.498 1.398 kr. kg Hagkaup Gildir 7. - 10. júní verð nú áður mælie. verð SS ítalskar grísahnakkasneiðar ... 1.799 2.398 1.799 kr. kg Holta kjúklingabringur ................ 2.283 2.854 2.283 kr. kg Holta kjúklingur heill .................. 749 998 749 kr. kg Holta kjúklingal. í Texas kryddl..... 699 998 699 kr. kg Lambaprime ferskt..................... 2.924 3.898 2924 kr. kg Kjarval Gildir 7. - 10. júní verð nú áður mælie. verð SS kryddl. lambatvírifjur ............. 2.398 2.998 2.398 kr. kg Italpizza pitsa, 3 teg................... 498 598 498 kr. pk. Heilsubrauð ný bakað ................ 415 519 415 kr. stk. Cheerios, 397 g ........................ 498 519 498 kr. pk. Homeblest, 300 g...................... 229 249 229 kr. stk. Krónan Gildir 7. - 10. júní verð nú áður mælie. verð Ungnauta Entercote erlent .......... 3.219 4.598 3.219 kr. kg Ungnauta mínútusteik erlend...... 2.298 3.849 2.298 kr. kg Ungnauta rumpsteik erlend ........ 2.298 3.998 2.298 kr. kg Heilkorna flatkökur, 4 stk. ........... 135 150 135 kr. pk. Ferskur ananas .......................... 199 297 199 kr. kg Nóatún Gildir 7. - 10. júní verð nú áður mælie. verð Lambalærissn. úr kjötborði ......... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambasirloinsn. úr kjötborði ....... 1.389 1.598 1.389 kr. kg Lamba grillleggir úr kjötborði....... 1.298 1.498 1.298 kr. kg Ungnautahamborgari, 120 g ...... 198 289 198 kr. stk. Laxasteik mangó/chilli úr fiskbb.. 1.998 2.298 1.998 kr. kg Þín Verslun Gildir 7. - 10. júní verð nú áður mælie. verð Lambaprime úr kjötborði ............ 2.998 3.489 2.998 kr. kg Kinda innralæri úr kjötborði ........ 2.898 3.298 2.898 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur ................ 2.199 2.749 2.199 kr. kg Egils appelsín, 2 ltr .................... 249 298 125 kr. ltr Capri Sonne appelsínusafi 10 í pk. ........................................... 599 779 599 kr. pk. H el ga rt ilb oð in Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.