Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár Fræg er sagan um gráðuga fógetann í Nottingham á Eng- landi og afsprengi af þeirri græðgi sem sagan getur um í gervi útlaganna í Skírisskógi. Útlagar þessir urðu til vegna ólöglegrar og siðlausrar fram- komu umrædds fóg- eta. Á næstu öldum þróaðist samfélagið í þá veru að með því að setja lög af skynsemi og fá vitra menn til að skera úr ef ágreiningur varð vegna laga eða siðferðisbrota þróaðist líf fólks frá manndrápum vegna hefnda þeirra sem höfðu orðið fyrir skakkaföll- um af völdum ofbeldisfullra hópa eða einstaklinga yfir í að refsingar fyrir misgjörðir voru færðar til valinna stjórnenda samfélagsins og refsivaldið tekið af ein- staklingum innan þess. Svipuð þróun varð í stórum hluta Evrópu. Með þessum aðgerðum náðu refsingar fyrir misgjörðir einnig til þeirra sem töldu sig vera yfir aðra hafnir og urðu því að láta af sinni óþokkaiðju við kúganir og arðrán. Var hæg þróun í átt til réttlætis innan samfélaga og laga- setningar sem þegnarnir þurftu að fara eftir voru færðar yfir til kjör- inna fulltrúa fólksins. Lagasetning hefur gengið misjafnlega vegna hagsmunaárekstra. Valdastéttin hefur ekki viljað sætta sig við að sleppa taki á sínum ráns- og óknyttaaðferðum og hefur tekist það ótrúlega vel. Við lagasetningu hinna kjörnu fulltrúa hefur í mörgum tilvikum verið unnið af heilindum og allskýrt komið fram hver væri tilgangur með um- ræddri lagasetningu. Við þessu hefur valdaklíkan brugðist með því að ráða hóp af þrösurum sem í sumum tilvikum hafa verið nefndir lögfræðingar til þess að velta sér upp úr fjöl- breytileika hins talaða máls og hafa náð að vekja upp drauga í formi orðhengilsháttar. Kallast það: Af því að þetta er ekki bann- að er það leyfilegt. Þessu hafa þeir náð að koma inn í dómskerfið með því að þröngva þangað inn mönnum sem eru sama sinnis í orð- hengilshætti og er dómskerfið farið að snúast yfir í þá átt sem samskipti þegn- anna voru á fyrri öld- um með refsivaldið í höndum hvers ein- staklings og réðst þá af því hversu öflugur einstaklingurinn var. Þessi orðhengilsháttur er far- inn að einkenna dómsathafnir á Íslandi þar sem ekki er sama hver er meintur lagabrjótur. Ari fátæki er ekki með sama rétt og innheimtustjórinn Ari. Innheimtustjórinn Ari var ákærður fyrir ólöglegar inn- heimtuaðgerðir og fölsun á skjöl- um til framgöngu við sína inn- heimtu. Fékk hann því framgengt að fjárnámskrafa hans var tekin til greina hjá fógetaembætti Reykjavíkur út á skjöl sem ekki stóðust lög sem í gildi voru því skuldin hafði verið búin til án þess að nokkurt tilefni væri fyrir hendi eða lagaheimild. Hið ólöglega fjárnám var kært/ áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sem brást við samkvæmt orðhengilshætti sem troðið hafði verið inn í réttarkerfið. Í stað þess að dæma hina ólöglegu inn- heimtuaðgerð og úrskurð fógeta ólöglegan á grundvelli falsaðra gagna var notuð neyðarútgöngu- leið dómskerfisins þegar bjarga þarf mannorði þess og þeirra sem taldir eru hærra settir í samfélag- inu. Til þess að forðast kjarna máls- ins, hið ólöglega athæfi og brot á refsilögum, var neyðarleiðin farin og innheimtuaðgerðin dæmd ólög- leg á grundvelli opinbers sam- faraleyfis. Þeir sem ekki vita hvað opinbert samfaraleyfi er þá hefur það verið það sem hefur verið skírt hjúskaparleyfi. Á öldum áð- ur var samræði karls og konu fyr- ir hjúskap ólöglegt athæfi. Fulltrúar samfélagsins urðu að samþykkja slíka aðgerð og ganga úr skugga um að ekki væri of ná- inn skyldleiki á milli þeirra sem vildu ganga þá leið. Innheimtustjórinn var tengda- sonur forstjórans. Slíkt var ekki löglegt samkvæmt gildandi lögum um vanhæfi aðila að máli að svo nátengdur aðili sinnti þeim að- gerðum er þarna fóru fram. Við úrskurð dómaranna til að hlífa mannorði innheimtustjórans var þetta mildari leið að reka hann úr innheimtustarfinu fyrir að vera giftur dóttur forstjórans en að taka á þeim ólöglegu þátt- um málsins er lutu að lögbrotum. Hinir virðingarlausu dómarar gættu ekki að sér við úrskurð sinn að eftir stóð að gjörðin við innheimtuna og úrskurð fógeta var lögleg aðgerð, að mati dóm- aranna, þótt innheimtustjórinn hafi verið talinn vanhæfur til að sinna starfinu vegna of náinna tengsla. Dómarar án virðingar eru hér með spurðir: Hver hefði nið- urstaða réttarins orðið ef inn- heimtustjórinn hefði ekki verið tengdasonur forstjórans? Hefði sú niðurstaða orðið allsérstæð í sama anda og niðurstaða réttarins varð. Hefðu dómararnir lagst í leit að einhverju er gerði hann van- hæfan? Hvaða vanhæfi hefði verið fundið upp í orðhengilshætti rétt- arins, Hæstarétti Íslands? Dómarar hins íslenska réttar- kerfis hafa í sumum tilvikum ekki sleppt því að kveða upp dóma yfir mönnum sem hafa búið til skjöl sem ekki hafa staðist skoðun rétt- lætisins. Með þessu dæmi er sýnt fram á að allir þegnar hins ís- lenska samfélags eru ekki jafnir fyrir lögum þrátt fyrir skýr ákvæði í stjórnarskrá landsins þar um. Í ljósi hinnar margfrægu vísu um „stelir þú litlu og standir lágt“ o.s.frv. má geta þess að í fram- haldinu fékk innheimtustjórinn hærra embætti í stjórnsýslu rík- isins fyrir framtakssemi sína við ólöglega innheimtu. Græðgi og ranglæti Eftir Kristján Guðmundsson » Stelir þú litlu og standir lágt. Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. Það er lykilatriði að öll stór mál sem varða þjóðfélagið og gerð þess séu unnin í þokkalegri sátt, það er grundvallarregla lýðræðisins. Ef stóru málin eru rekin í gegn á Alþingi Ís- lendinga með offorsi og nokkurra atkvæða meirihluta þýðir það einfaldlega að jafn- vægi samfélagsins er ruggað og því ruglað til mikils skaða. Það þýðir að ein ríkisstjórn kemur hlutum í gegn án þokkalegrar sátt- ar og næsta ríkisstjórn mun ham- ast við að breyta aftur leikregl- unum. Þetta er vítahringur sem grefur undan samfélagi okkar á Íslandi í lengd og bráð. Þess vegna verða menn að taka tíma í stóru málin og slípa þau til sátta. Góð dæmi eru fiskveiðistjórnunin, rammaáætlun á sviði orku og gerð stjórnarskrár. Öll þessi mál eru um þessar mundir rekin með oln- bogum forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, og horn- um meðreiðarsveins hennar, Stein- gríms J. Sigfússonar. Allt er gert í leiðindum, taugatitringi, ósætti innan raða stjórnarsinna, með valdboðum og geðþóttaákvörð- unum eins og tíðkast hefur hjá einvöldum mannkynssögunnar. Stjórn landsins byggist nú á kat- tasmölun. Ekki er það skemmti- legt afspurnar. Tillögur ríkisstjórnarinnar í fisk- veiðistjórnun og auðlindagjaldi byggjast fyrst og fremst á reynsluleysi nýliða á Alþingi, skorti á verkviti og þekkingu á grundvallaratvinnuvegi okkar Ís- lendinga, sjávarútvegi, sem er gullmolinn sem hefur tryggt okkur dýrmætt samfélag og þjónustu og í rauninni verið fjöregg Íslands og sjálfstæðis lands okkar. Að mörgu leyti hafa sjómenn Íslands og út- vegsmenn verið þjóðnýttir með vinnu og áhættu sem útilokar þá langtímum frá eðlilegu lífi í borg og bæjum landsins. Við Íslendingar þekkjum sorg- leg dæmi í stíl nýríkra landa okk- ar, sem ætluðu að fá allt í einu á heimsmælikvarða, en síðan reynd- ust verðmætin ekki vera til á bak við væntingarnar og menn sátu uppi berrassaðir í nýju fötum keis- arans. Þetta fólk má ekki komast upp með að slátra sjálfri mjólk- urkú landsins. Það er ekki aðeins ráðvilltur vilji flestra þingmanna stjórnarflokka Samfylkingar og Vinstri-grænna að blóðmjólka burðinn í efnahag landsins, heldur slátra honum, og þeir reyna að telja landsmönnum trú um að menn geti lifað ágætu lífi í þessu landi með því að éta beljuna. Á mörg hundruð manna fundi sjómanna og landverkafólks í Vestmannaeyjum 4. júní sl. var samþykkt ályktun þar sem segir m.a.: „Frumvörpin um sjávar- útveginn sem liggja nú fyrir Al- þingi eru klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks. Það er morgunljóst að auðlindagjald í sjávarútvegi kemur til með að rýra kjör sjómanna og landverkafólks. Allir aðilar sem hafa skilað umsögnum um frum- vörpin eru sammála um að svo sé. Fund- urinn tekur heilshug- ar undir þá skoðun að auðlindagjald í sjávar- útvegi sé í raun landsbyggðarskattur.“ Þá segir m.a. í álykt- uninni að frumvörpin séu stórt skref aftur- ábak og til þess eins fallin að skapa glund- roða og óeiningu meðal þjóð- arinnar, kjaraviðræður fari í upp- nám, harka og óöryggi fylli allar stíur samfélagins. Þá hafa sjómenn í Grindavík lát- ið í sér heyra og í ályktun þeirra kveður við sama tón og hjá Eyja- mönnum: „Við sjómenn mótmælum harðlega þeim frumvörpum rík- isstjórnarinnar sem beinast að starfsöryggi okkar. Þessi frum- vörp munu hafa bein og óbein áhrif á allt samfélagið og mun landsbyggðin koma verst út.“ Það er hins vegar alveg klárt að hættan er miklu meiri vegna þess að arður landsmanna allra af fisk- veiðum við Ísland, sköttum og skyldum er kjölfestan í þeim tekjum sem íslenska velferð- arkerfið byggist á, þjóðfélagið allt. Jóhanna og Steingrímur segja að það skipti engu máli að slátra öllu okkar veiði- og markaðskerfi, þetta verði veitt hvort sem er af nýliðum. Hverjir eru nýliðarnir, Portúgalar, Asíubúar, en þræla- bandalögin Þýskaland og Frakk- land sem eiga Evrópusambandið með manni og mús og eru fyrst og fremst í „business“. Eina glóran í stöðunni er að draga þessi vanbúnu og illa ígrunduðu frumvörp til baka og hefja vinnu við gerð þeirra á sátta- leiðinni sem 23 aðilar til sjós og lands skiluðu af sér til þess að sníða augljósa agnúa af kvótakerf- inu, auka veiðiskyldu, auka gjald- heimtu á skynsemisnótum til heilla þjóðarhag og svo framvegis. Sáttaleiðinni stakk ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms Sigfússonar ofan í skúfu og læsti kirfilega. Nýpólitísku stjórn- málamennirnir halda að þeir viti allt og geti allt með einhverjar skólagráður í brjóstvasanum og gáfulegan svip. Einhvern tíma lær- ist þeim að reynslan er ólygnust og besti skólinn í lífsins melódí. Raddir fólksins í landinu eru okk- ar eina raunverulega tónverk, far- vegur inn í framtíð Íslands. Aðgerðin að binda íslensku skip- in um sinn er fullkomlega eðlileg ákvörðun. Það er löngu tímabært að sjómenn og útgerðarmenn og landverkafólk grípi til sinna ráða. Þetta hlýtur að vera aðeins fyrsta skrefið ef ríkisstjórnin lætur ekki segjast. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra sagði um helgina að aðgerðir útvegsmanna, sjómanna og landverkafólks væru rökþrot þeirra sem væru að mót- mæla ríkisstjórninni. Ætli því sé ekki öfugt farið? Ríkisstjórnin hendir fjöreggi og hag þjóð- arinnar fyrir borð Eftir Árna Johnsen » Frumvörpin um sjávarútveginn sem liggja nú fyrir Alþingi eru klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks og allar umsagnir eru sam- hljóma. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.