Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 27

Morgunblaðið - 07.06.2012, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Minniskort Minnislyklar Kortalesarar Aukahlutir fyrir farsíma, snjallsíma, iPhone og iPad Töskur og símahulstur í miklu úrvali Rafhlöður fyrir alla farsíma Minnislykill 4GB 1.990 kr. Gott úrval af einföldum og ódýrum GSM símum Skype heyrnartól 1.290 kr. 12V bílafjöltengi með USB útgangi 2.990 kr. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Öll GSM bílhleðslutæki á 990 kr. ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar ÞRÍR FRAKKAR Café & Restaurant Pönnusteikt búraflök með humri og humarsósu Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera í forsetaframboði. Hvernig það er að leggja allt sitt undir, ævistarf, menntun, lífsskoðanir, fjölskyldu og einkalíf í margra vikna löngu og harð- neskjulegu atvinnu- viðtali. Fá skít og skömm fyrir að bjóða fram alla sína krafta í þágu þjóðarinnar, þurfa að opna fjöl- miðla og rekast á ósannindi, út- úrsnúninga, niðurlægjandi dylgjur og hreinar lygar um persónu sína, skoðanir, ummæli, fyrirætlanir eða forsendur framboðsins. Stundum hugsa ég, hvernig dettur einhverjum í hug að bjóða sig fram í svona um- hverfi? Sem betur fer er til fólk sem legg- ur þetta á sig. Við erum svo heppin að það er úr mörgum góðum kostum að velja í þessum forsetakosningum. Við getum valið um fólk sem virðist tilbúið að taka við erfiðu starfi sem fæst okkar treysta sér til að sinna en flest okkar hafa skoðun á. Við höfum ekki öll sömu skoðanir, sem bet- ur fer, en við hljótum að geta sammælst um að það er virðingarvert að bjóða sig fram. Við vilj- um búa í lýðræðisþjóð- félagi og lýðræðið virk- ar einfaldlega ekki ef enginn gefur kost á sér. Við hljótum því að geta sammælst um að bera virðingu fyrir framboði ólíkra einstaklinga – að trúa því að fólk fari fram á eigin forsendum og af góðum vilja. Ég vil ekki að börnin mín alist upp við að rifrildi og skítkast séu eðlileg viðmið í opinberri umræðu. Ég vil ekki að tekist sé á úti á skólalóðunum með sama orðbragði og á bloggsíðum og spjallþráðum. Ég vil heyra nýjan tón, skipta um gír, breyta um stefnu … Mig langar að heyra meiri bjartsýni, jákvæðni, samstöðu og sáttatón í opinberri umræðu. Ég vil að til sé embætti sem er hafið yfir dægurþras og pólitík. Ég verð að segja eins og er, mig langar alveg voðalega að öðlast virðingu fyrir for- setaembættinu á ný. Ég er þess vegna búin að ákveða hver fær mitt atkvæði í forsetakosn- ingunum. Ég ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Ég ætla að kjósa hana vegna þess að ég er viss um að hún mun færa forsetaembættinu já- kvæða athygli og virðingu. Ég kýs Þóru vegna þess að hún tekur ekki þátt í þessu leiðinlega, niðurdrep- andi, sálarmeiðandi leikriti sem hér hefur verið á fjölunum í alltof mörg ár. Ég kýs hana vegna þess að ég þekki hana og veit að hún er traust, heiðarleg, vingjarnleg og bjartsýn. Við þurfum á þessum eiginleikum að halda á forsetastóli. Það þarf enginn að gera mér upp pólitískar skoðanir vegna þessa vals. Ég hef hreinlega ekki hugmynd um hvaða flokk ég ætla að kjósa í alþing- iskosningunum næsta vor. Ég hef kosið marga flokka. Ég hef kosið Kvennalista, Samfylkingu, Reykja- víkurlista, Sjálfstæðisflokk og Vinstri-græn. Ég kaus Ólaf Ragnar Grímsson árið 1996 þrátt fyrir að hann hefði gegnt lykilstöðum bæði í Framsóknarflokknum og Alþýðu- bandalaginu. Ég hef aldrei kosið Al- þýðubandalagið og aldrei Framsókn- arflokkinn. (Ég hef reyndar óvart kosið Framsókn vegna flokkaflakks þingmanns en það er önnur saga.) Mér datt aldrei í hug að atkvæði mitt í forsetakosningunum 1996 yrði túlk- að sem stuðningur við æviráðningu Ólafs Ragnars. Það þarf heldur ekki að vera þannig. Við getum alveg sagt, kurteislega en ákveðið: „Þakka þér fyrir, sama og þegið.“ Samfélagið hefur breyst, forsetinn hefur breyst. Í mínum huga er gjá milli forseta og þjóðar. Við höfum þjóðaratkvæða- greiðslu til að bregðast við. Hún kall- ast forsetakosningar og fer fram 30. júní. Þar höfum við kærkomið tæki- færi til að kjósa forseta nýrra tíma. Forseti nýrra tíma Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur Brynhildur Þórarinsdóttir »Ég ætla að kjósa hana vegna þess að ég er viss um að hún mun færa forsetaemb- ættinu jákvæða athygli og virðingu. Höfundur er rithöfundur og háskólakennari. Sú efnahagsstefna sem rekin hefur verið á Íslandi undanfarna áratugi er komin á enda. Í raun var þessi efnahagsstefna komin á enda strax árið 2008. Endalokin voru mörk- uð með gjaldeyris- hruni íslensku krón- unnar, og á sama tíma efnahagshruni á Ís- landi. Sem meðal ann- ars kom fram í gjaldþroti hins ís- lenska bankakerfis og efnahagshruni Íslands. Engu að síður er þetta sú efna- hagsstefna sem andstæðingar Evr- ópusambandsins á Íslandi vilja reka til framtíðar á Íslandi. Jafnvel þó svo að ljóst má vera að umrædd efnahagsstefna gengur ekki upp. Hvorki til lengri eða skemmri tíma. Sagan segir okkur að góð efnahags- stjórnun er ekki nóg þegar það kemur að því að halda jafnvægi á ís- lensku krónunni, verðbólgu og vöxt- um. Tal þess efnis að það þurfi bara betri efnahagsstjórnun á Íslandi til þess að hafa stjórn á vöxtum og verðbólgu með íslensku krónunni halda ekki. Sérstaklega í ljósi þess að undanfarin 30 ár þá hefur ekkert gengið eða rekið í þeim efnum. Þrátt fyrir að íslendingar hafi nú þegar tekið tvö núll af íslensku krónunni árið 1982. Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 var endastöð fyrir íslensku krónuna. Ekki ein- göngu þýddi þetta gífurlega kjara- skerðingu fyrir almenning á Íslandi. Heldur táknaði þetta nýtt tímabil verðbólgu og hárra stýrivaxta á Íslandi. Engar augljósar lausnir á þessu er að finna í málflutningi aðildar Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar á Ís- landi. Lausnirnar verða þó ekki framkvæmdar á einni nóttu, ekkert frekar en Róm sem ekki var byggð á einni nóttu. Það mun taka nokkur ár fyrir Íslend- inga að taka upp evruna sem gjald- miðil. Það mun taka einhver ár að ná þeim stöðugleika í efnahag Ís- lands sem þarf til þess að fá að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi. Það er hinsvegar alveg ljóst að það ferli mun borga sig. Hinn kosturinn er efnahagslegur óstöðugleiki næstu áratugina á Íslandi, með óvissum efnahagsstöðugleika og hagvexti. Ásamt háum vöxtum og verðbólgu sem eru alltaf fylgjandi svona ástandi á Íslandi. Þetta er það sem sagan kennir okkur á Íslandi. Komið að leiðar- lokum íslensku krónunnar Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson » Sú stefna að vera með íslensku krón- una sem gjaldmiðil er komin á leiðarenda. Há- vaxtastefna krónunnar gengur ekki til fram- tíðar. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.