Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.06.2012, Qupperneq 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Mér hafði dvalist nokkuð á ferðalagi um fjarlæg lönd. Það lá beint við að taka hús á gömlum mentor mínum, Pálma Ólasyni sem fyrst eftir heimkom- una. Illu heilli varð ég heldur seinn fyrir. Þegar ég kom á sjúkrastofuna sem Pálmi gisti var ljóst að í þetta skipið mynd- um við ekki skiptast á að segja frá frásagnarverðum atburðum. Ég kynntist Pálma haustið 1974 þegar ég réðst til kennslu við Barnaskóla Þórshafnar. Um- hverfið allt var mér framandi þó ég hefði flækst víða um landið. Pálmi Ólason ✝ Pálmi Ólasonfæddist á Þórs- höfn á Langanesi 1. maí 1934. Hann lést á Landspítalanum 25. maí 2012. Útför Pálma fór fram frá Fossvogs- kirkju 5. júní 2012. Staðbundnir siðir eða eftir atvikum ósiðir voru forvitni- legir. Ég kynntist Pálma betur eftir því sem árunum fyrir austan fjölg- aði. Í fyrstu var um kunningsskap ná- inna samstarfs- manna á fámennum vinnustað að ræða sem síðar þróaðist út í ýmiss konar brall, að ógleymdum langtímasetum við umræður um lífsins gagn og nauðsynjar. Pálmi var eðalkrati. Þó það virðist þversagnarkennt þá hafði hann á sósíaldemókratískum for- sendum um árabil á hendi stjórn- artauma í Hraðfrystistöð Þórs- hafnar, ásamt því að vera oddviti sveitarstjórnar – á sama tíma og hann var skólastjóri Barnaskól- ans. Skrifstofa oddvita og fram- kvæmdastjóra Hraðfrystistöðv- arinnar var því lengi á skólastjóraskrifstofunni. Upp- hafsár Hraðfrystistöðvarinnar eru þéttofin sögu þorpsins á Þórshöfn, „á víkursandi varð til þorp af verkamannahöndum reist. Þar tómthúsmenn sér tryggðu skjól þó tæpast gætu vandann leyst sem fylgir kjörum fátæks manns.“ Tómthúsmennirnir, alþýðu- fólkið af Langanesinu og Þistil- firðinum og bátaeigendur lögð- ust semsagt saman á árarnar til að treysta forsendur byggðar með stofnun fiskvinnslu- fyrirtækis í almannaeigu. Það má gera langt mál úr því fjölmarga sem Pálmi tók sér fyr- ir hendur. Hann skrifaði til dæm- is í rúman áratug uppá „sama“ víxilinn fyrir barnmargan verka- mann. Sá keypti húsið sitt með víxli sem Pálmi ábyrgðist en Sparisjóður Þórshafnar og ná- grennis keypti víxilinn. Verð- bólgan gerði það að verkum að eignin í húsinu óx í öfugu hlutfalli við verðrýrnun víxilsins. Þá verð ég að minnast á örlítinn hluta af sérvisku Pálma: hann hafði hætt tóbaksreykingum nokkru áður en fundum okkar bar saman. Í stað þess að reykja tóbak tók hann píputóbak í vörina. Það þótti mér kyndug tóbaksneysla og ekki á hvers manns færi. Fyrir hugskotssjónum mínum líða þó fyrst og fremst myndir af manninum með stríðnisglamp- ann í auga og brosviprurnar í munnvikum við áheyrn eða flutn- ing frásagnar af hverju því sem kann að hafa skemmtanagildi fyrir fólk með ákveðna tegund kímnigáfu. Og einhvers staðar á næstu grösum var Elsa, stoð og stytta, eiginkona og besti vinur. Ævinlega stutt í brosið hjá henni og hárbeitta kímnina. Aldrei vissi ég til að þeim Pálma væri skemmt við ófarir fólks eða hrak- farir þeirra sem minna mega sín, efnalega eða vitsmunalega. En mikið svakalega gat hann hrist og tárast af hlátri við að heyra vel samsetta, sanna eða miður sanna sögu. Þannig minnist ég vinar míns, Pálma Ólasonar fyrst og fremst. Brynjólfur Gíslason. Ég er einstaklega þakklátur og lít á það sem mikil forréttindi að alast upp með, umgangast og njóta vináttu hans afa míns. Ekki eru forréttindi barna minna síðri, en þau fengu að vaxa úr grasi í ná- vist langafa síns. Sveinbjörn afi sagði að hann hefði átt að heita Sveinn eins og afi hans hét, en síðan fannst foreldr- um hans tilkomumeira að gefa honum nafnið Sveinbjörn og því fékk hann það nafn. Hann gekk í skóla í Gaulverjabæ, en í þá daga var skólagangan einungis 4 ár eða frá 10-14 ára aldurs. Í grunnskóla var íslenskan hans uppáhaldsfag, enda leysti hann hratt og rétt allar þær krossgátur sem hann komst yfir, talaði fallegt mál og fór létt með að setja saman rímur og stök- ur. Afi ólst upp á stóru og barn- mörgu heimili og byrjaði ungur að draga björg í bú. Smíðaði m.a. skeifur og spunavélar á verkstæði föður síns á Syðri-Völlum í Flóa og seldi svo innan sveitar. Seinna fullnumaði afi sig sem rennismið- ur og starfaði sem slíkur fram á níræðisaldur. Hann var mikill reglumaður og starfsdagurinn var ekki búinn fyrr en hann hafði fært afrakstur dagsins til bókar og rak- að burtu skeggbroddana áður en hann kyssti ömmu og settist við kvöldverðarborðið. Á stríðsárunum fór afi norður til Djúpavíkur að starfa í síldar- verksmiðjunni. Þar spilaði hann oft á nikku við mannamót og skemmtanir og þarna kynntist hann Borghildi S. Þorláksdóttur, eiginkonu sinni til 67 ára. Í öllu bar afi ömmu á örmum sér, ekki síst síðustu árin í veikindum henn- ar. Allir sem til þeirra þekktu dáð- ust að ást hans og umhyggju fyrir eiginkonu sinni og tel ég kærleiks- ríkara hjónaband vandfundið. Afi var hlýr maður með stóran faðm í bæði eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Heimili hans og ömmu minnar var alltaf fullt af gestum. Ættingjar, nágrannar og vinir komu gjarnan við á leið heim úr vinnu eða kvöldgöngu og alltaf var boðið upp á kaffi með tilheyrandi bakkelsi. Þeim sem kynntust afa þótti vænt um hann og báru mikla virðingu fyrir honum. Oft rifjast upp þeir tímar þegar ég, elsta afabarnið, fór að venja komur mínar til Hafnarfjarðar um helgar og aðstoða afa við ýmsar viðgerðir og verkefni sem hann tók að sér fyrir ættingja, vini og aðra þá sem höfðu heyrt af því hvað hann var handlaginn og bón- góður. Lærði ég margt af þessum tímum okkar saman sem hefur nýst mér í gegnum lífið. Alveg fram undir það síðasta var afi að dytta að hlutum, ekki síst inni á hjúkrunardeildinni á Hrafnistu þar sem amma býr. „Sjómann?“ var eitt það síðasta sem afi sagði við mig. Hann lá á slysadeild Landspítalans eftir blóðtappa og vildi vita hvaða styrk hann hefði þeim megin sem hann lamaðist ekki. Ég tók áskoruninni og ekki vantaði styrkinn í stóra og hlýja hönd afa míns. Fjórum dög- um seinna var hann allur. Í huga mínum er þakklæti til Guðs fyrir þann tíma sem ég átti með honum, fyrir vináttu hans og þá fyrirmynd sem hann var mér. Ömmu og fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að Sveinbjörn Ólafsson ✝ SveinbjörnÓlafsson fædd- ist á Syðra-Velli í Flóa 17. október 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 30. maí 2012. Sveinbjörn var jarðsunginn frá Hafnarfjarð- arkirkju 5. júní 2012. styrkja þau og blessa. Sveinbjörn. Svenni afi var maður sem nennti alltaf að stússast með okkur ung- frændurna sama hvað. Ekki bara gat hann og hafði gaman af að lesa heilu bæk- urnar til að svæfa mann heldur var hann líka alltaf til í leiki og bíl- túra með okkur. Fara í berjamó, grasaferðir, göngutúra og fjall- göngur og uppí það að klífa björg, þar sem við fengum að kynnast náttúrunni frá fyrstu hendi því hann var ekki bara afi okkar held- ur svo mikill vinur okkar líka. Það var svo mikið sem við fengum að læra af honum, t.d. spilaði hann við okkur og lét okkur hafa fyrir því að vinna sem kenndi okkur að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Þegar hann var að gera við og dytta að, sem hann var svo ein- staklega laginn við, þá fengum við að hjálpa til og læra af honum. Hann var svo geðgóður og bón- góður og örugglega besti og traustasti eiginmaður sem má finna. Hann sá um ömmu alveg fram á síðasta dag. Hann var kannski ekki sérlega málglaður en var alltaf tilbúinn til viðræðna og var ávallt stutt í húmorinn. Hann hafði gríðarlega gaman af því að semja vísur handa barnabörnun- um til heilræða og við ýmis tæki- færi. Öllum leið vel og nutu góðs af návist hans, t.d. þegar hann vann á síldarárunum í Djúpuvík sem vélstjóri í síldarbræðslunni þá gerði hann við alls konar hluti á milli vakta. Meðal annars gerði hann við úr og klukkur, hélt úti rakarastofu, spilaði á nikku á böll- unum, smíðaði spunavél, var ein- staklega uppfinningasamur, sá um bókasafnið og alla sína ævi var hann hjálpandi öllum sem þurfa þurftu því hann kunni bókstaflega allt, var sérlega vandvirkur og var vinur allra. Þó að afi væri orðinn 95 ára gamall þá var hann í raun eins og einn af starfsfólkinu á deildinni á hjúkrunarheimilinu, en hann dvaldi í einstaklingsherbergi á vistinni á Hrafnistu en sá um ömmu sem var á hjúkrunardeild á sömu hæð. Auk þess þoldi hann ekki að sjá bilaða hluti í kringum sig og gerði við borð, stóla, skápa og önnur tilfallandi verkefni og að- stoðaði aðra vistmenn ef þurfa þurfti og sá um ofnakerfið svo að fólkinu liði vel. Þegar við horfum yfir lífshlaup Svenna afa líkist þetta hinni full- komnu ævi. Hann var maður sem trúði á mátt sinn og megin og framkvæmdi allt sjálfur og átti góða að. Hann á stóra, ástríka og samheldna fjölskyldu, hefur lent í allskonar ævintýrum og hann var hafsjór af fróðleik. Hann var mað- ur sem lét ekkert stöðva sig því ef hann kunni ekki eitthvað þá lærði hann það bara. Það sem fullkomn- ar þessa mögnuðu ævi er að hann var heilsuhraustur og skýr í hugs- un og ástríkur og hlýr maður til síðasta dags. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með þennan mann sem fyrirmynd, lífskennara og góðan vin og munum við stoltir lifa okkar lífi sem afkomendur hans og gera hans lífsgildi að okk- ar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þínir dætrasynir, Ívar Atli, Arnar og Daníel. ✝ Jóhann ÞórGuðmundsson fæddist í Reykja- vík 11. febrúar 1961. Hann lést á heimili sínu, Fann- arfelli 12 í Reykja- vík, 16. maí 2012. Foreldrar hans eru Sigríður El- ísabet Vigfús- dóttir, f. 24. maí 1924 á Kirkjubóli í Vöðlavík, Helgustaðahreppi, og Guðmundur Jóhannsson, f. 6. nóvember 1929 á Vita- stíg 9 í Reykjavík. Systkini Jóhanns eru: a) Vignir Már Guðmundsson, f. 26. júlí 1959, maki: Gunn-Jane Aase, þau eiga þrjú börn (þau skildu). Vignir er í sambúð með Jadvygu Usvaltiene, b) Ásthildur Inga Guðmunds- dóttir, f. 17. júní 1962, maki: Hafsteinn Benediktsson, þau eiga tvö börn og eitt barna- barn, c) Ingvar Ás- kell Guðmundsson, f. 27. september 1963, maki: Sól- veig Þorsteins- dóttir, þau eiga þrjú börn, d) Helga Sigríður Guðmundsdóttir, f. 7. október 1965. Jóhann fluttist með foreldrum sínum til Keflavík- ur 1962. Hann stundaði barna- skólanám í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Keflavík árið 1981 og innritaðist í Háskóla Ís- lands 1982 og flutti þá til Reykjavíkur. Hann stundaði þar nám í nokkur ár eða þang- að til hann varð að hætta vegna veikinda. Hann stundaði síðan alla almenna vinnu með- an heilsan leyfði. Jarðarför Jóhanns hefur farið fram í kyrrþey. Kveðja frá foreldrum Það er ótrúlega sárt að missa barnið sitt. Það fengum við hjón- in að reyna þegar við misstum Jóa. Þá er gott að leita huggunar í endurminningunum. Jóhann var um margt sérstæður per- sónuleiki. Á yngri árum var hann góður íþróttamaður, bæði í fót- bolta og hlaupum. Það var reisn yfir honum þegar hann setti upp hattinn og brosti sínu bjarta, fal- lega brosi með stríðni og glens í augnaráðinu. Það má heita að aðalsmerki Jóa hafi verið um- hyggja fyrir öðrum. Hann hringdi svo til daglega eða þegar hann kom því við til okkar til að vita hvernig við hefðum það og benda okkur þá um leið á eitt- hvert efni í sjónvarpinu eða út- varpinu sem við gætum haft gaman af að sjá og heyra. Jó- hann undi sér löngum við lestur góðra bóka og þá helst ljóð og bækur um heimspekileg og and- leg málefni enda mjög trúaður. Hann elskaði tónlist, bæði klass- íska og annað. Íslensk tónlist var í uppáhaldi hjá honum. Hann átti mikið og gott plötusafn. Jóhann var mjög listhneigður og sótti mikið listsýningar og hvers kon- ar listatburði og átti marga vini og kunningja meðal listamanna. Hann hafði unun af því að mála, bæði með vatnslitum og olíulit- um. Margir munu efalaust sakna hans. Far þú í friði elsku sonur. Megi góður guð blessa þig og varðveita. Ástarkveðja, mamma og pabbi. Jói bróðir er látinn og sökn- uðurinn er mikill. Hann var stór- brotinn persónuleiki og var annt um aðra, sérstaklega þá sem minna máttu sín. Jói var göfugur og gjafmildur og lætur því mikið eftir sig. Í uppvextinum bar fljótlega á einstæðu innsæi í mannlegum samskiptum og var honum einkar annt um hag fjölskyldu- meðlima. Jóa vegnaði vel í skóla enda afburða námsmaður og vinmarg- ur. Áhugamál Jóa voru marg- vísleg: bækur, íþróttir, tónlist, skák og listir svo sem málning, hönnun og módelsmíði svo eitt- hvað sé nefnt. Jói hafði kímnigáfu af guðs náð og stundum stríðinn þegar sá gállinn var á honum. Réttlæt- iskennd var rík í honum og end- urspeglaðist það í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Jói var leitandi persóna allt sitt líf og heimspekilegar vanga- veltur um andleg málefni voru honum hugleikin. Að Jói er núna horfinn af sjónarsviðinu gerir ekki lífsverk hans minna. Lífið er fullt af stundum sem gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum og minn elskulegi bróðir gæddi lífi vonir um fagran heim sem okkur eftirlifendum kæmi til með að hlotnast. Guð blessi þig og varðveiti Jói minn. Þinn bróðir, Vignir. Það er erfitt að trúa því að Jói bróðir okkar sé látinn. Minningarnar eru margar og góðar. Jói var góður drengur sem vildi öllum vel. Hann lét sér annt um aðra og mátti ekkert aumt sjá. Hann setti gjarnan hagsmuni annarra ofar sínum eigin. Hann var afburða náms- maður, vinmargur og stríðinn svo eitthvað sé nefnt. Jói var mikill matmaður og var mjög gaman að fá hann í mat en við þau tækifæri lék hann á als oddi og hafði frá ýmsu að segja enda víðlesinn og fróður um marga hluti. Honum þótti vænt um systk- inabörnin sín og vildi hag þeirra sem mestan. Hann sýndi þeim mikinn áhuga og hafði gaman af því að spjalla við þau um það sem þau voru að gera hverju sinni. Jólagjafirnar sem hann gaf þeim eru okkur minnisstæðar, hann gaf þeim ávallt bækur enda voru þær honum hugleiknar. Bækurnar voru valdar af kost- gæfni og hittu alltaf í mark. Jói var mjög listhneigður og málaði mikið af myndum sem endurspegluðu oft líðan hans þá stundina. Listin var honum hug- leikin og var hann duglegur að sækja sýningar því tengdar. Jóa leið ekki alltaf vel í seinni tíð vegna veikinda sinna sem erf- itt var að horfa upp á. En hann tók veikindum sínum með æðru- leysi og það var alltaf mikil reisn yfir honum. Hann vildi aldrei vera byrði á neinum, sá um öll sín mál sjálfur og afþakkaði gjarnan það sem að honum var rétt. Elsku Jói okkar, við munum sakna þín mjög mikið, minning þín mun lifa í hjörtum okkar og trúum við því að þér líði betur núna. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh. 11.25) Þín systkini, Ásthildur og Ingvar. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu. Blessuð hans orð sem boðast þér í brjósti og hjarta festu. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Jói okkar er farinn. Við munum eftir honum sem glað- værum, samvinnuþýðum dreng. Hann var orðspakur, fórnfús og lék við hvern sinn fingur. Minn- ingar um eftirminnilega daga með skemmtilegum og fyndnum bróður munu ætíð lifa með okk- ur systkinunum, um langt ævibil. Söknuður eftir góðum dreng sem bar hag okkar fyrir brjósti, velferð og hlýja umlukti hann sem jákvæða persónu. Hann hafði unun af bókum og þær voru aldrei langt undan. Vin- margur var hann strax í skóla. Hann var ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar við þurftum á því að halda. Hvar sem er og hvenær sem er munum við minnast bróður okkar með stolti og virðingu. Guð gefi honum frið, kærleik og umvefji hann ást sinni. Þín systir, Helga. Jóhann Þór Guðmundsson Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.