Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 Þessi útgáfa af Mjallhvíti erein sú skemmtilegasta semég hef séð. Handritið fylgiröllum reglum formúlunnar og brýst ekki svo mikið sem einu sinni úr þeim föstu skorðum sem Hollywood hefur sett handritshöf- undum, þannig að frumleikanum er ekki fyrir að fara í handritsskrifum. En það er einhver skemmtilegur tónn í myndinni. Það er sérstakt að sjá Mjallhvítarævintýrið aðeins myrkvað, því það er nettur Tim Bur- ton í þessari mynd. Með myndinni er óneitanlega ver- ið að færa ævintýrið aðeins nær upp- runa sínum og smáhrolli leyft að fylgja með. Enda flest þessi ævintýri í upprunalegri mynd hálfskelfileg fyrir börn. Einhver krafa í samfélagi okkar gerði það að verkum að farið var að útfæra þau á sykursætan hátt strax á síðustu öld svo litlu krúttlegu börnin okkar í bómull nútímasam- félaga færu nú ekki að verða of hrædd og gætu sleikt sleikjóana sína og hámað í sig sykurflossið án þess að svelgjast á. En ævintýrinu er samt ekki fylgt nákvæmar en það að þótt flest þekkt atriði þess séu í myndinni eru þau sett í allt aðra umgjörð og útfærð með allt öðrum hætti þannig að segja má að þetta sé frekar vísun í ævintýrið og jafnvel oftar vísun í kvikmyndaútgáfuna af Hringadrótt- inssögu og Narníu. Í myndinni er hver milljón dollara senan á fætur annarri og hinu sjón- ræna er þjónað af alkunnri vand- virkni Hollywood-línunnar. Þar í borg eru myndatökumenn oft orðnir ein mikilvægasta ráðning framleið- andans og hafa margir leikstjórar orðið lítið yfir þeim að segja. Leik- stjórinn í þessari mynd hefur samt augljóslega stjórn á sínu liði. Þannig er leikur flestra dempaður og ágæt- lega valið í hlutverkin. Vonda drottningin er ógnvekjandi fögur. Varmennið sem sér um illvirkin í hennar nafni er eins og lýsandi albínói í myrkrinu, sérstakur á með- al illmennanna, en umfram allt grimmur og tryggur drottningunni. Mjallhvít er hverrar fórnar virði, hún er svo falleg að maður skilur vel þá sem láta lífið fyrir hana, þótt leik- ur hennar sé frekar flatur. Þessi út- gáfa Mjallhvítar bíður ekki þögul eftir að prinsinn bjargi henni, heldur kann hún karate og berst glaðlega. Hún stýrir djörfum árásum ridd- aranna á kastalann og sama hvað líkamlega sterkir fylgdarmenn hennar; prinsinn, veiðimaðurinn og riddararnir, berjast og hamast, þá er það máttur hennar og megin sem brýtur hið illa á bak aftur. Allt í sam- ræmi við kröfur samtímans um jafn- rétti og sterkar konur. Enda verður hver samtími að fá að eiga sína Mjallhvíti, hvað svo sem uppruna- lega ævintýrið segir. Veiðimaðurinn er eins og fulltrúi hins venjulega manns; tækifæri okk- ar almúgamanna til að lifa okkur inn í ævintýrið, og það er svo sannarlega hægt að gera og njóta þess. Drottningin Charlize Theron leikur hina ægifögru vondu drottningu. Um ágætis útgáfu á ævintýrinu er að ræða. Laugarásbíói og Sambíóin í Álfabakka og Egilshöll Snow White and the Huntsman bbbnn Leikstjóri: Rupert Sanders. Aðalleik- arar: Charlize Theron, Kristen Stewart, Chris Hemsworth og Sam Claflin. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Mjallhvít í myrkri útgáfu Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is IsNord tónlistarhátíðin fer fram á morgun og laugardaginn, 8. og 9. júní, hátíð þar sem lögð er áhersla á íslenska og norræna tónlist. Einnig verða haldnir tónleikar 21. júní kl. 21, á sumarsólstöðum, en þá syngur karlakórinn Söngbræður í fagurri náttúru Álftaness á Mýrum. Efnis- skrá Söngbræðra er viðeigandi, lög sem vegsama sumar og sól. Hátíðin hefst á tónleikum Giss- urar Páls Gissurarsonar tenórs og Árna Heiðars Karlssonar píanóleik- ara í Reykholtskirkju annað kvöld kl. 20.30 en á þeim verða flutt ís- lensk sönglög úr ýmsum áttum. Á laugardaginn kl. 16 verða haldnir tónleikar í Borgarneskirkju þar sem píanóleikararnir Jónína Erna Arnardóttir og Norðmaðurinn Morten Fagerli leika í fyrsta sinn saman fjórhent, flytja píanóperlur frá Noregi og Íslandi og þá m.a. fjórhenta útgáfu af „Brennið þið vitar“ eftir Pál Ísólfsson. Jónína er jafnframt listrænn stjórnandi hátíð- arinnar og hefur verið frá upphafi en meðstjórnandi hennar er Margrét Guðjónsdóttir. Jónína segist hafa lagt á það áherslu á hátíðunum sem haldnar hafa verið að einhverjir listamann- anna sem fram koma séu úr Borg- arfirði eða tengdir firðinum. Í ár falla í þann flokk Söngbræður og Jónína sjálf. „Síðan hef ég líka allt- af reynt að vera með eina útitón- leika sem ég tengi þá við einhverja náttúruperlu í Borgarfirði,“ segir Jónína. Klassísk tónlist hafi verið mest áberandi á hátíðinni til þessa en popp þó komið við sögu, m.a. hljómsveitin Hjaltalín. Alltaf megi þó finna tengingu við fjörðinn fagra, með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á vef hennar, isnord.is. Lög Gissur Páll tenór og píanóleikarinn Árni Heiðar koma fram á IsNord. Borgfirskir tónar  Áttunda IsNord tónlistarhátíðin verður haldin um helgina í Borgarfirði EGILSHÖLL 16 16 VIP 12 12 12 12 12 12 L 10 10 ÁLFABAKKA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON KEFLAVÍK 16 16PROMETHEUS KL. 8 - 10:40 3D SAFE KL. 8 - 10 2D THEAVENGERS KL. 5:10 3D THE LUCKYONE KL. 8 2D RAVEN KL. 10 2D UNDRALANDIBBA ÍSLTAL KL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10 2D SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D SNOWWHITE VIP KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THERAVEN KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10:10 2D THE LUCKYONE KL. 8 2D SAFE KL. 10:40 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 10 2D THEAVENGERS KL. 8 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D SAFE KL. 10:10 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 2D THEAVENGERS KL. 6 - 9 3D SPRENGHLÆGILEGMYND. Total film Variety PROMETHEUS KL. 5:30 - 8 - 10:30 3D PROMETHEUS KL. 10 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 2D SNOWWHITE KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THEAVENGERS KL. 5:20 3D THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D „Scott ... tekst að skapa rafmagnaða stemningu í Prometheus“ -V.J.V., Svarthofdi.is til vinnu og frístunda Fatnaður og skór 25180 Litir: Svartur/hvítur Kr. 7.990 25170 Litir: Ljósblátt/dökkblátt Kr. 6.990 25130 Litir: Svart/hvítt Kr. 7.690 25220 Litir: Rautt/sand/blátt Kr. 7.990 25090 Litir: Svart/hvítt/blátt Kr. 10.900 00314 Litir: Svart/hvítt/ rautt/blátt Kr. 11.900 Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2878, praxis.is Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lokað á laugard. 25200 Litir: Svart/hvítt Kr. 8.600 Erum á sama stað og Friendtex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.