Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 HVERN ÆTLAR ÞÚ AÐ GLEÐJA Í DAG? Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is É g held að staða tungla hafi eitthvað haft með þessi umskipti að gera, það var víst ofurmáni helgina sem ákvarð- anir voru teknar,“ segir Diljá Ámundadóttir sem gerði sér lítið fyr- ir, sagði upp vinnunni, seldi íbúðina sína og mun leggja upp í sex mánaða flakk um heiminn seinna í sumar. „Þessi ofurmánahelgi var mjög skrýt- in hjá mér, tilfinningalífið var eins og þvottavél og mikil hreinsun í formi tára. Það var einhver kúvending í gangi. Góð vinkona mín kom í heim- sókn og eins var ástatt fyrir henni og við grétum saman,“ segir Diljá og hlær að öllu táraflóðinu. „Við fórum yfir stöðuna í lífi okkar og komumst að því að við værum ekki sáttar í hraða og hringiðu okkar daglega lífs. Ég komst að því að mig langaði ekki lengur til að vera níu-til-fimm- manneskja í 101 Reykjavík.“ Klippir á naflastrenginn Diljá var semsagt tilbúin til að sleppa tökunum á örugga lífinu sem felst í því að hafa fasta vinnu, vera með reglulegar tekjur, eiga sitt eigið húsnæði og fleira í þeim dúr. „Ég tók þá ákvörðun að þykja vænt um þessa dýfu sem ég tók og leyfa náttúru- öflum ofurmánans að ýta mér áfram. Ég hef alltaf verið með þykkan nafla- streng við Ísland og litla fiskiþorpið 101 Reykjavík. En ég ákvað að klippa á strenginn og láta þann draum verða að veruleika að fara á flakk út í heim.“ Þremur dögum síðar seldist íbúðin hennar og tveimur dögum eftir söl- una sagði Diljá upp vinnunni. „Ég var í mjög flottri vinnu en það er eitthvað í persónuleika mínum sem gerir það að verkum að ég get ekki setið við sama borðið allan daginn,“ segir Diljá sem verður hinn fyrsta júlí næstkom- andi formlega atvinnulaus og hús- næðislaus. „Það er ekkert sem bindur mig hér heima, ég er barnlaus og á ekki maka. En ég á fullt af draumum um hvað mig langar til að upplifa. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að stökkva af stað. Vinkona mín sem átti með mér grátdaginn góða fer kannski með mér, en ef ekki, þá fer ég ein. Það hef ég aldrei þorað áður.“ Þær vinkonurnar eiga líka sameiginlegan draum um að læra fisflug (e: parag- Seldi íbúð, sagði upp vinnu og fer á flakk Hún fékk nóg af níu-til-fimm-lífinu í 101 Reykjavík, ákvað að sleppa tökunum á örygginu og er á leið í hálfs árs heimsreisu. Hún ætlar meðal annars að stunda köfun og fisflug á flakki sínu um Bandaríkin, Mið-Ameríku og Asíu. Vatnafjör Diljá með höfrungum í Mexíkó fyrir tveimur árum. Fisflug Svona mun Diljá svífa yfir jörðinni í ferðinni. Ein af erfiðustu ákvörðunum hvers- dagsins er hvað skuli hafa í matinn það kvöldið. Í amstri dagsins er auð- velt að freistast til að grípa með sér skyndibita á leið heim úr vinnu en flestir kjósa frekar að elda sjálfir. Þá kemur að því að velja hollan og staðgóðan kvöldmat fyrir fjölskyld- una og stundum getur verið erfitt að fá hugmyndir að hollum og góðum réttum. Þar kemur uppskriftavefur Sigúnar Þorsteinsdóttur að góðu gagni en Sigrún hefur haldið úti bloggsíðu sinni um mat og mat- argerð í mörg ár. Á síðunni má finna allskyns upp- skriftir að hollum mat og einnig er hægt að leita að uppskriftum eftir of- næmis- og óþolsþörfum fjölskyld- unnar. Einnig má finna virkilega góð- ar uppskriftir að næringarríkum ungbarnamat fyrir nýbakaða foreldra að spreyta sig á. Vefsíðan www.cafesigrun.com Morgunblaðið/Heiddi Hollusta Bloggsíða Sigrúnar Þorsteinsdóttur hefur vakið mikla athygli fyrir fjölbreyttar mataruppskriftir sem innihalda ekki sykur, ger og hvítt hveiti. Hollustan í fyrirrúmi Í dag kl. 14:00 ætla hjónin Gréta Gísladóttir myndlistarkona og Karl Hallgrímsson tónlistarmaður að bjóða upp á notalegheit í formi myndlistar og tónlistar á veitinga- staðnum Café Mika á Bjarkarhóli, í Reykholti, Biskupstungum. Gréta sýnir þar málverk sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum, og eru þau fjölbreytt, ólík bæði að stærð og gerð. Kalli ætlar að vera með gítarinn og hann mun meðal annars spila tónlist af eigin diski sem ber nafnið „Héðan í frá“. Allir vel- komnir og um að gera að drífa sig í sveitina og njóta góðrar menningar. Endilega … … lítið inn hjá Grétu og Kalla „Áttu áttu?“ Eitt verka Grétu. Brúðubíllinn er sívinsæll hjá yngstu kynslóðinni og í liðinni viku var for- sýning í Hallargarðinum á fyrra leik- riti sumarsins sem heitir „Allir dansa konga“. Þá kom gestur frá Afríku, hann Mongó, sem heimsótti apann Lilla. Tóku þeir lagið með börnunum sem sungu með af hjartans lyst. Helga Steffensen hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í 31 ár og hún býr til brúðurnar, skrifar handritin og gerir leikmyndina. Brúðubíllinn starf- ar á sumrin, í júní og júlí, og eru tvær frumsýningar hvert sumar og kær- leiksboðskapurinn í heiðri hafður. Brúðubíllinn sýnir á ýmsum útivist- arsvæðum, görðum og við gæsluvelli og skóla. Helga stjórnar brúðunum ástamt Eyrúnu og bílstjórinn heitir Ágúst. Ókeypis og allir velkomnir. Sýning í Hallargarðinum Leikhús Brúðubílsins leggur af stað í ævintýraferð sumarsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Gestur Mongo kom alla leiðina frá Afríku og var kátur með móttökurnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.