Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Sigmundsson Uppsveitir Árnessýslu Annríki er mikið hjá bændum um þetta leyti árs. Sauðburður fór víð- ast hvar vel þó lengi þyrfti að fóðra lambær inni með tilheyrandi kostn- aði og ómældri vinnu. Jörðinni þarf að sinna á margan hátt ef uppskera á að vera góð og frjósemi jarðar byggist á hlýrri og góðri veðráttu auk hæfilegrar vætu. Kornbændur sáðu sumir snemma, áður en næt- urfrostin komu í maí. Akrarnir líta vel út. Mest er sáð af byggi en einnig rúgi, hveiti og repju í litlum mæli. Útplöntun forræktaðra plantna dróst nokkuð vegna kulda í vor en hér er ræktað útigrænmeti á um 200 hekturum Jörðin kom vel undan vetri og stutt er í að sláttur geti hafist á bestu túnum.    Ferðaþjónustan er meðal öfl- ugustu vaxtarsprota í atvinnulífinu og lítur betur út með greinina en nokkru sinni fyrr. Sumstaðar er verið að byggja upp aukna þjón- ustu og annars staðar hyggur fólk á framkvæmdir. Í Friðheimum í Reykholtshverfi hafa þau Helena Hermundardóttir og Knútur Ár- mann verið með stuttar hestasýn- ingar síðastliðin fjögur sumur. Nú verða sýningar alla daga kl 10.00 og oft síðdegis. Í gær opnuðu þau 300 fm gestamóttökusal og jafn- framt var opnuð sýningin „Ylrækt á Íslandi – stiklur úr sögu“. Þarna gefst fólki færi á að fræðast um yl- ræktina og nýtingu heita vatnsins til ræktunar.    Þjórsárstofa er gestastofa í Árnesi. Hún er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Markmið Þjórsárstofu er að miðla fróðleik og upplýsingum um landið, náttúruna, mannlífið og þá sögu sem er á Þjórsársvæðinu með Þjórsá sjálfa sem aðalþema. Þjórsárdalur er fagurt landsvæði með mikla sögu og margar náttúruperlur. Þetta er merk sýn- ing sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara. Nýir aðilar hafa tekið við veitingarekstri í Árnesi og bjóða upp á þjóðlega rétti, kaffi- hlaðborð á sunnudögum og í sumar verður starfræktur markaður með handverk, matvæli og sitthvað fleira beint frá býli sem heitir Mat- stofan. Sjá nánar á tjorsarstofa.is.    Bændamarkaður var opnaður á Flúðum á fimmtudag. Það eru mæðgur í Auðsholti, Ásdís Bjarna- dóttir og dætur hennar Bjarney og Harpa, sem standa að markaðnum sem er á efri hæð íþróttahússins eins og í fyrra. Opið verður frá kl. 13 - 17 en rýmri opnunartími um helgar.    Árlegur landnámsdagur er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag og hefst að Áshildarmýri kl. 11.00 með ávarpi um Ólaf Tvenn- umbrúna landnámsmann frá Nor- egi og Árnesingakórinn syngur. Margt verður í boði í fjölbreyttri dagskrá. Meðal annars verður í Skaftholtsréttum sitthvað um að vera á milli kl. 15 og 17. Boðið verður upp á kjötsúpu að hætti landnámsmanna, sýnd forn hand- verk að hætti landnámsmanna, smalahundasýning, harmonikkur og fjöldasöngur svo eitthvað sé nefnt.    Í Reykholtshverfi í Bláskóga- byggð verður mikið um að vera þessa helgi. Garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Kvistar og Birkihlíð verða opnar fyrir gestum með tilheyrandi sölu á blómum og plöntum og kynningu á ræktun þeirra. Í Frið- heimum verður opið hús í gesta- stofu kl. 15 til 17 með sýningunni „Ylrækt á Íslandi“ og þar verður tómatssúpa í pottinum. Veitinga- húsin Café Mika og Kletturinn verða að sjálfsögðu opin. Fjölþætt kynning á ferðaþjónustunni Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sýning Alexandra Hofbauer og Knútur Ármann kynna íslenska hestinn STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Spá Bjarna Júlíussonar, formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um lokatöluna í opnunarhollinu í Norð- urá rættist ekki alveg; 25 löxum var landað en ekki 27 eins og hann hafði spáð. Nýtt holl hóf veiðar eftir há- degi á fimmtudag og veiddust þá þessir tveir laxar sem upp á vantaði, en báðir náðust á svæðinu milli fossa, á Berghylsbroti og í Kýrgróf. Aðstæður hafa verið erfiðar vegna kuldaþræsings af Holtavörðuheiði. „Veiðimenn hafa séð talsvert af fiski, sem er góðs viti,“ sagði Guð- mundur Viðarsson, umsjónarmaður veiðihússins við Norðurá, í gær. „Laxinn virðist vera búinn að dreifa sér talsvert strax og 17 hafa gengið um teljarann við Glanna, auk þess sem fleiri hafa eflaust farið fossinn.“ Þess má geta að áður en veiðin hófst í Norðurá á þriðjudaginn var undirritaður nýr samningur um leigu á ánni, milli SVFR og Veiði- félags Norðurár, en einungis eitt ár var þá eftir af eldri samningi. Veiði hófst á neðsta svæði Blöndu um leið og í Norðurá og var 21 laxi landað fyrir norðan. Allt voru það stórlaxar, allt að 17 punda, og voru veiðimenn afar ánægðir með útkom- una enda kalt og hluti hópsins að veiða þar í fyrsta skipti. Nú verður viku bið í að veiði hefj- ist í næstu laxveiðiám, sem eru Þverá og Kjarrá. Samkvæmt upp- lýsingum frá Veiðimálastofnun eru laxagöngur hafnar í allar árnar í Borgarfirði. Sést hefur til laxa í Rangánum síðustu vikur, en það þykir snemmt. Bjartsýnir veiðimenn réðust í að reyna að ná snemmgengnum hrygn- um í klak í Eystri-Rangá og það tókst á þriðjudaginn, þegar ein væn náðist á Bátsvaðinu. Er ekki vitað til þess að lax hafi veiðst svo snemma í ánni en fyrra „metið“ var 15. júní. Opnunarhollin fengu 25 og 21 lax  Laxinn dreifir sér um Norðurá og meira er af honum en á þessum tíma síðustu ár  Nýr samningur um ána undirritaður  Fyrsti laxinn veiddur í Eystri-Rangá, fyrr en áður hefur gerst Morgunblaðið/Einar Falur Hamingjustund Bjarni Júlíusson og Árni Friðleifsson, formaður og varaformaður SVFR, með fyrsta lax sumarsins. Urriðaveiðin í Laxá í Mývatns- sveit fór mjög vel af stað og veiddust 350 urriðar á fyrstu sjö vöktunum. Þá kólnaði tals- vert fyrir norðan og eitthvað dró úr tökugleðinni, en að sögn Hörpu Hallgrímsdóttur í veiði- húsinu Hofi hafa yfir 800 sil- ungar verið færðir til bókar. „Það hefur verið býsna kalt síðustu daga, jafnvel snjóföl á morgnana og hitinn þá við frostmark, en nú er að hlýna, mælirinn sýnir fimm gráður, og veiðimennirnir eru ánægðir með það,“ sagði hún í gær. Vanir veiðimenn hafa verið í ánni og getað náð fiski við erf- iðar aðstæður, en Harpa segir marga sem hættu að kaupa leyfi í Laxá þegar SVFR tók við henni vera nú að snúa aftur. Yfir 800 skráðir í bók GOTT Í MÝVATNSSVEIT Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.