Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 19
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Skín við sólu, Skagafjörður, skrauti búinn fagurgjörður. Þannig hefst samnefndur ljóðabálkur Matthíasar Jochumssonar um Skagafjörð sem Sigurður Helgason gerði síðar lag við. Um er að ræða nokkurs konar þjóð- söng Skagfirðinga sem fluttur er jafnt á hátíðarstundum sem við jarðarfarir. Standa þá viðstaddir yfirleitt upp þegar lagið er sungið, líkt og við þjóð- söng Íslands á tyllidögum. Kannast eflaust margir við þennan sið sem hafa verið á tónleikum Karlakórsins Heimis og þá oft tekið hraustlega undir með kórnum. Með stuðningi Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga var farið af stað með verkefni meðal nemenda 5. bekkjar í öllum grunnskólum Skaga- fjarðar á nýliðnum vetri. Fengu þeir ljóðið til umfjöllunar, fóru í gegnum hvert erindi og gerðu sögustöðunum skil sem skáldið nefnir á nafn. Síðan æfðu nemendur lagið til að syngja það við skólaslit sinna skóla í nýliðnum maímánuði. Ætlunin er að verkefnið verði árlegt í 5. bekk hér eftir þannig að öll skagfirsk ungmenni fái fræðslu um sinn héraðssöng og flytji hann við skólaslit framvegis. Er áhersla lögð á fyrsta og síðasta erindi ljóðsins en alls eru þau 13 að tölu. Varmhlíðingar röppuðu lagið Jón Ormar Ormsson, leikstjóri og sagnamaður á Sauðárkróki, var feng- inn til að halda utan um verkefnið sem nokkurs konar tengiliður milli Menningarsjóðs KS og fræðslu- yfirvalda í Skagafirði. Ásamt Herdísi Sæmundardóttur fræðslustjóra fór hann í alla skóla sl. haust og setti verkefnið af stað. Fylgdi því síðan eftir í vetur og var loks viðstaddur flest skólaslitin í vor, þegar krakkarnir sungu lagið og sýndu afrakstur verkefna því tengdra. Ekki var lagið aðeins æft og sungið heldur gerðu nemendur teikn- ingar og máluðu myndir og vegg- teppi, svo fátt sé nefnt. Grunnskól- arnir eru Árskóli á Sauðárkróki, Varmahlíðarskóli og Grunnskólinn austan Vatna, sem starfræktur er á Hofsósi, Hólum í Hjaltadal og á Sól- görðum í Fljótum. „Skólarnir unnu þetta hver með sínum hætti og fengu algjört frjáls- ræði til þess. Árangurinn er af- skaplega góður og skemmtilegur og gaman að sjá hvernig krakkarnir túlkuðu þetta verk,“ segir Jón Ormar. Nemendur 5. bekkjar í Varmahlíð- arskóla gengu líklega hvað lengst í frumlegri túlkun er þeir röppuðu lag- ið og spurður hvort höfundarnir Matthías og Sigurður hafi ekki líklega snúið sér við í gröfinni segir Jón Orm- ar enga hættu á því. „Ég held að þeir hvíli alveg rólegir. Þeim er meira í mun að fólk muni og virði bæði lag og ljóð.“ Jón Ormar segir það hafa verið ákaflega skemmtilegt að koma í skólana og kynnast því þróttmikla og fjölbreytta starfi sem þar fer fram. „Það var reglulega gefandi að fá tækifæri til að sjá skólastarfið hjá yngstu kynslóðinni í Skagafirði. Þeg- ar ég fór að hugsa um bernsku mína komst ég að þeirri niðurstöðu að skólar þurfa sennilega ekki að vera leiðinlegir,“ segir Jón Ormar að endingu og hlær. Ljósmynd/Rögnvaldur Ólafsson Sauðárkrókur Nemendur 5. bekkjar syngja Skín við sólu við skólaslitin í íþróttahúsinu. Hylla þjóðsöng Skagfirðinga  Skín við sólu Skagafjörður ómaði við skólaslit allra grunnskóla í Skagafirði  Verkefni sem nemendur 5. bekkjar munu framvegis vinna  Styrkt af Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga Ljósmyndir/Feykir Hofsós Nemendur 5. bekkjar grunnskólans á Hofsósi ásamt stoltum kennurum sínum. Varmahlíð Nemendur 5. bekkjar í Varmahlíð við listaverkið sem þeir unnu í tengslum við verkefnið um þjóðsöng Skagfirðinga, Skín við sólu. Fljótin Kennarar og nemendur í 5. bekk Sólgarðaskóla í Fljótum. FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Hugmynd að verkefninu í grunnskólum Skaga- fjarðar fæddist innan Menningarsjóðs Kaup- félags Skagfirðinga en lagahöfundurinn, Sigurður Helgason, fékk á sínum tíma framlag frá kaup- félaginu í þakklætisskyni fyrir að hafa samið lag við ljóð Matthíasar, sem upp- haflega nefndist Skaga- fjörður. Síðar gaf ekkja Sigurðar Héraðsskjalasafni Skagfirðinga höfundarréttinn að lag- inu. Kaupfélagið gaf einmitt út bók árið 1959, í tilefni 70 ára afmæl- is síns, er nefndist Skín við sólu Skagafjörður. Þar er fjallað um tilurð ljóðs og lags og öll erindin birt með myndum og stuttum skýringum. Jónas frá Hriflu ritar formála í bókinni og þar vitnar hann m.a. til lýsingar Gunnars, sonar Matthíasar, á tilurð ljóðsins. Orti hann það að kvöldlagi að vetri til. Síðan ritar Jónas: „Það var mikið frost og úti var kafaldshríð. Börnin sátu hjá móður sinni í dagstofunni en Matthías var í skrifstofu sinni og las eða skrifaði. Frúin bar á borð kvöldverð, en sá að maður hennar mundi ekki óska eftir að hætta verki fyrr en honum þætti sjálfum tími til kominn. Kvöldverði var lokið. Eftir góða stund kemur skáld- ið fram til konu og barna, glaður í bragði, heitur og hýr á svip. Þá las hann „Skín við sólu Skagafjörður“ fyrir vandamönnum sínum.“ Séra Matthías orti kvæðið skömmu eftir að hann kom til Ak- ureyrar frá Odda á Rangárvöllum. Það féll Skagfirðingum strax vel í geð og samþykkt var á sýslunefndarfundi að skora á Alþingi að veita Matthíasi heiðurslaun fyrir skáldskapinn. Var þetta samþykkt á Alþingi árið 1891 og fékk Matthías vegleg heiðurslaun, eða 1.000 krónur, þau fyrstu sem veitt voru listamanni frá íslenska ríkinu. Bók um ljóðið endurútgefin næsta vetur Sigurður Helgason bjó lengst af í Reykjavík en var í sveit eitt sum- ar á Ríp í Hegranesi hjá móðurbróður sínum, sr. Árna Þorsteins- syni. Þar hreifst Sigurður af ljóðrænni fegurð Skaga- fjarðar og „þegar mér svo löngu síðar barst í hendur kvæði Matthíasar, Skagafjörður, þá kom lagið Skín við sólu Skagafjörður eins og ósjálfrátt úr djúpi hugans“, er haft eftir Sig- urði í fyrrnefndri bók, í grein eftir Ólaf Sig- urðsson á Hellulandi, en hann sá um útgáf- una. Að sögn Jóns Ormars stendur til að endur- útgefa bókina næsta vetur og afhenda hana nemendum í 5. bekk í öllum grunn- skólum héraðsins en bókin þykir orðið fá- gætur gripur í dag. MATTHÍAS FÉKK HEIÐURSLAUN ÁRIÐ 1891 FYRIR LJÓÐIÐ Sigurður Helgason Jón Ormar Ormsson Hólar Nemendur og kennarar við grunnskólann á Hólum í Hjaltadal. Lagið hjá Sigurði kom ósjálfrátt „eins og úr djúpi hugans“ Matthías Jochumsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.