Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 arbyggð ráðgerð og við hlið Hörpu rís glæsilegt Mariott-hótel á næstu árum. „Frá upphafi hefur verið mikil þróun á hafnarsvæðinu og vænt- anlegt er rammaskipulag frá Sjó- minjasafninu að Hörpu,“ segir Gísli og bendir á að með skipulaginu verði hringnum lokað, en áfram verði unn- ið að því að styrkja svæðið með áherslu á menningu og ferðaþjón- ustu. „Við reynum líka að laga okkur að nýju umhverfi.“ Gísli áréttar að höfnin hafi þróast í nær 100 ár og mikilvægt sé að þróunin verði hægt og bítandi þannig að öruggt sé að tekin séu góð skref og þau dugi til langrar framtíðar. „Það er lykilatriði að menn hoppi ekki á einhverjar hugmyndir sem verða ekki taldar mjög góðar eftir nokkur ár.“ Þjónusta fyrir gesti Á árum áður þótti nokkur spotti að ganga frá Ægisgarði út á Granda, en nú er þetta þægileg og vinsæl göngu- leið. Í því sambandi skiptir öllu máli fyrrgreind uppbygging, en í byrjun aldarinnar var gert ráð fyrir að Mýr- argatan færi í stokk og hluti verbúð- anna við Geirsgötu yrði fjarlægður. Gísli segist alltaf hafa verið mótfall- inn niðurrifi og fljótlega hafi þróast hugmyndir um að breyta geymslu- húsnæðinu í verbúðunum í þjónustu- húsnæði fyrir matstaði og listafólk. „Með því að hætta við stokkinn var verbúðunum bjargað,“ segir Gísli. En það eru ekki aðeins menning og matur sem hafa náð fótfestu við höfnina heldur líka margskonar þjónusta. Í suðurbugtinni og við Ægisgarð bjóða nokkur fyrirtæki upp á hvalaskoðun og nýtur sú starf- semi síaukinna vinsælda. Eins er þar hjólaleiga og vespuleiga og boðið er upp á siglingar og sjóstangaveiði. Samhliða allri þessari þjónustu er gamla höfnin ein stærsta fiskihöfn landsins. „Gamla höfnin í Reykjavík er eina höfuðborgarhöfnin í Evrópu sem er með virka fiskútgerð, fisk- móttöku og fiskvinnslu,“ segir Gísli. „Þetta er auðvitað hornsteinn í at- vinnusögu og menningu höfuðborg- arinnar. Það er algjört lykilatriði.“ Heimkoma Halldór Laxness kemur með Gullfossi til Íslands eftir að hafa fengið Nóbelsverðlaunin 1955. Mikill mannfjöldi tók á móti skáldinu. Þjónusta Gestir og gangandi kunna vel að meta þjónustuna við gömlu höfnina og ekki síst hvalaskoðunarferðir. Reykjavíkurhöfn 1947 Á kreppuárunum þróaðist sú list að slæða kol upp af botni Reykjavíkurhafnar þar sem kolakraninn Hegri gnæfði yfir. Löndun Meðferð á afla hefur breyst mikið. Nú er allur fiskur í körum og hreinlæti eins og best verður á kosið, en það var ekki alltaf þannig. Magnús Ingi Magnússon mat- reiðslumeistari hefur staðið vaktina á Grandagarði undanfarin sex ár, opnaði þar fyrst Sjávarbarinn og síðan Texasborgara við hliðina fyrir um þremur vikum. Hann er mjög ánægður með staðsetninguna og segir að stöðugt fleiri geri sér grein fyrir hvað gamla hafnarsvæðið í Reykjavík hafi upp á mikið að bjóða. „Ég hef verið í bransanum í 25 ár og átt marga veitingastaði, en Sjáv- arbarinn er fyrsti veitingastaðurinn sem ég hanna frá grunni, er alveg eins og ég vil hafa hann,“ segir Magnús. „Mig langaði til þess að búa til fiskiveitingastað eins og ég hef kynnst erlendis og það gekk eftir. Þetta hefur gengið mjög vel, sér- staklega á sumrin og heimagerðu hamborgurunum á hamborgara- staðnum hefur verið vel tekið.“ Sjávarbarinn er snyrtilegur stað- ur, en ekki í fínni kantinum, hvorki dúkuð borð né þjónar á hverju strái. Magnús segir að staðurinn eigi ein- mitt að vera eins og hann er, ódýr en með gott hráefni og vínveitingar. „Hann á að vera eins og er í höfnum erlendis, svona „original“ staður. Aðrir staðir eru fínni en aðalatriðið er að fólk hafi val.“ Í því sambandi nefnir hann að yngra fólk komi frek- ar á Texasborgara, en gestirnir á Sjávarbarnum séu af ýmsum toga. „Svo kynni ég einn listamann árlega og nú er það Jón Baldur Hlíðberg,“ segir Magnús og bendir á teikningar af fiskum á veggjum Sjávarbarsins. „Ég er líka með Evrópuboltann í beinni á hamborgarastaðnum.“ Sægreifinn var fyrsta veitinga- húsið sem byrjaði í gömlu verbúð- unum við Geirsgötu, byrjaði reyndar sem fiskbúð 2002 en veitingasalan varð fljótlega ofan á. Magnús segir að við það hafi orðið hugarfarsbreyt- ing og Faxaflóahafnir hafi unnið gott starf við uppbygginguna á svæðinu. „Fyrir nokkrum árum varð stefnu- breyting þegar byrjað var að leigja út húsnæði við Suðurbugtina við Ægisgarð,“ segir hann og bætir við að atvinnurekendur á hafnarsvæð- inu hafi verið kallaðir á fund árlega þar sem komandi áform hafi verið kynnt. „Við fáum þannig að fylgjast með, sem er af hinu góða.“ Ferskur fiskur og heima- lagaðir hamborgarar Morgunblaðið/RAX Menning Magnús I. Magnússon fyrir utan veitingastaði sína. verbúðunum við Geirsgötu þar sem Sægreifinn er núna og geymdu þar veiðarfæri sín. „Verbúðirnar eru best faldi fjársjóður Reykjavík- urborgar,“ segir Sigurður og segist vilja sjá þar safn uppi á lofti. „Það hefur aftur kviknað líf í gömlu ver- búðunum,“ segir Stefán og áréttar að allar breytingar og flutningur fyrirtækisins út á Granda hafi verið gerð í sátt og samlyndi. „Þau hús eru fornminjar og það var ánægjulegt að fá þar líf – það er bara af hinu góða sem þar er. Þetta er nútíminn.“ Hann er líka ánægður með breyt- inguna á gömlu verbúðunum á Granda. „Það verður að nota þetta. Það eru engir bátar eftir, við erum að verða síðustu móhíkanarnir, og túrisminn hérna er af hinu góða. Þetta fer ágætlega saman og það er gaman að hafa líf í kringum sig. Höfnin er í góðu samstarfi við alla á svæðinu og ekkert út á hana að setja. Þar er allt til fyrirmyndar, þrifnaður og annað. En mannlífið er komið í allt aðra átt. Sem er til bóta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.