Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 31
AFP Drekafluga á reyrstilk við tjörn ná- lægt Briesen í Þýskalandi. Dreka- flugur eru stór skordýr, með lang- an bol, stór augu og fagur- mynstraða vængi sem haldið er útréttum á flugi og í hvíldarstöðu. Bláeygð drekafluga FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn breska Íhaldsflokksins hefur hótað að beita neitunarvaldi innan Evrópusambandsins í annað skipti á tæpu ári ef leiðtogar evrulandanna samþykkja pólitískan samruna og breytingar á fjármálakerfinu sem ógni hagsmunum Bretlands á innri markaði sambandsins. Breska blaðið The Telegraph hafði eftir David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, að hann væri staðráðinn í því að vernda „Bretland gegn áformum Þjóðverja um ofur- ríki á evrusvæðinu“ með sameigin- legu bankakerfi og pólitískum samruna. Ýjar að þjóðaratkvæði Þýska stjórnin vill að brugðist verði við skuldavandanum með auknum pólitískum samruna sem myndi auka áhrif Þýskalands á evru- svæðinu, auk þess sem komið yrði á bandalagi í banka- og ríkisfjármál- um sem fæli í sér fullveldisafsal evruríkja. Talið er að slíkur samruni krefjist breytinga á Lissabon-sátt- málanum sem öll 27 aðildarríki ESB myndu þurfa að samþykkja. George Osborne, fjármálaráðherra Bret- lands, sagði að breska stjórnin myndi hafna bankabandalagi sem ógnaði hagsmunum „mikilvægustu atvinnugreinar Bretlands og stærstu fjármálamiðstöðvar Evr- ópu“. Osborne sagði að fyrirhugað bankabandalag myndi líklega krefj- ast breytinga á Lissabon-sáttmálan- um og breska þingið hefði sett lög sem kvæðu á um að allar breytingar sem fælu í sér fullveldisafsal til Brussel þyrfti að bera undir þjóðar- atkvæði í Bretlandi. Breska stjórnin varar við ofurríki  Hótar að beita neitunarvaldi gegn auknum samruna AFP Leiðtogafundur David Cameron og Angela Merkel í Berlín í fyrradag. Bretar í bankabandalag? » Breska stjórnin hafnaði sáttmála um aukið aðhald í ríkisfjármálum á leiðtogafundi ESB í desember. Cameron sagði að Bretland myndi ekki heldur ganga í bankabandalag sem fæli í sér að breskir skatt- borgarar ábyrgðust innstæður í bönkum evrulanda. » Framkvæmdastjórn ESB segir að lagt verði til að öll ESB-ríkin verði í bandalaginu. Elsta kona í Evr- ópu, Marie- Therese Bardet, lést í Frakklandi í gær, nokkrum dögum eftir að hún hélt upp á 114 ára afmæli sitt. Bardet lést á elliheimili í þorpi sínu, Pontchateau. Bardet var sjötta elsta mann- eskjan í heimi samkvæmt gögnum bandaríska rannsóknarfyrirtækis- ins Gerontology Research Group, sem safnar fæðingarvottorðum fólks sem er eldra en 110 ára. 70 eru nú á skrá GRG og elst þeirra er bandaríska konan Besse Cooper, 115 ára gömul. FRAKKLAND Elsta kona Evrópu látin Marie-Therese Bardet Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins birti í gær niðurstöður Eurobarometer-könnunar sem bendir til þess að stuðningur við mannúðaraðstoð hafi aukist í ríkj- um ESB þrátt fyrir efnahagsþreng- ingar. Um 88% þátttakenda í könnuninni sögðust telja mikilvægt að ESB héldi áfram að leggja fram fé til mannúðaraðstoðar. Stuðn- ingurinn við aðstoðina var níu pró- sentustigum meiri en í samskonar könnun sem gerð var fyrir tveimur árum. 84% aðspurðra sögðu að ESB ætti að halda áfram mannúðar- aðstoðinni þrátt fyrir efnahags- vanda og sparnaðaraðgerðir í að- ildarríkjunum. EVRÓPUSAMBANDIÐ Aukinn stuðningur við mannúðaraðstoð DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Eruð þið búin að kíkja á okkur í Smáralindinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.