Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 32
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is T íu mál hafa verið höfðuð á hendur Reykjavíkurborg hingað til vegna skila á byggingarlóðum. Mál- unum er nú öllum lokið og féllu þau öll borginni í hag. Sjö mál rötuðu fyrir Hæstarétt og í engu þeirra var fallist á kröfu um skil. Þremur málum lauk með dómi hér- aðsdóms og var ekki áfrýjað. Í tveim- ur þeirra var ekki fallist á kröfu um skil en í einu málinu var krafa um skil tekin til greina. Ellefu mál, er varða skil á lóðum sunnan Sléttuvegar í Fossvogi, bíða endurflutnings fyrir héraðsdómi, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Á fimmtudaginn sýknaði hæsti- réttur Reykjavíkurborg af kröfu Brimborgar sem krafðist þess að fá að skila 33.000 m2 lóð sem fyrirtækið fékk úthlutað árið 2006 undir at- vinnuhúsnæði við Esjumela. Í októ- ber 2008 óskaði Brimborg eftir að fá að skila lóðinni og fá endurgreitt um 136 milljónir sem greiddar voru í lóðagjöld. Borgin hafnaði beiðninni. Hæstiréttur féllst ekki á það sjón- armið Brimborgar að samkvæmt skilmálum borgarinnar hefði fyr- irtækið átt einhliða rétt á að skila lóð- inni gegn endurgreiðslu lóðagjalda. Ekki var heldur fallist á að slíkur réttur hefði verið til staðar á grund- velli venjuhelgaðrar framkvæmdar borgarinnar né að bréf frá borginni til Brimborgar hefði leitt af sér rétt- mætar væntingar fyrirtækisins um að það gæti hvenær sem væri og án tillits til aðstæðna tekið einhliða ákvörðun um skil á lóðinni gegn end- urgreiðslu lóðagjalda. Þýðir aðeins lóðabrask „Að okkar mati er þetta grímu- laus sérhagsmunagæsla Hæstaréttar fyrir stjórnvöld. Hæstiréttur hundsar öll gögn og allan rökstuðning hér- aðsdóm. Dómararnir virtust vera búnir að ákveða frá upphafi að úr- skurða borginni í hag,“ segir Egill Jó- hannsson forstjóri Brimborgar. „Ráðuneytið úrskurðaði okkur í hag í upphafi og aftur unnum við málið fyr- ir héraðsdómi. Frá þeim dómi hafa bæst við enn fleiri gögn til að sanna venjuna um lóðaskil. Við erum að fást við stærsta sveitarfélag landsins og öll sönnunarbyrðin er á okkur og öll gögn til að sanna málið þurfum við að sækja til borgarinnar. Þeir hafa allt kerfið með sér.“ Egill segir að niðurstaða dóms- ins þýði einungis að brask með lóðir sé heimilt í dag. Áður fyrr hafi borgin bannað brask og framsal með lóðir og krafist skila en þegar þeim hentaði hafi þeir snúið dæminu við. Spurður hvort Brimborg ætlar að halda áfram með málið svarar Eg- ill að það verði ekki gert dóm- stólalega séð. „Við höfum þrjá mögu- leika í stöðunni: Að bíða eftir bréfinu frá borginni, því sama og við fengum 2007 og var ekki tekið mark á fyrir Hæstarétti, þar sem við erum beðin um að skila lóðinni tafalaust gegn endurgreiðslu lóðagjalda ef við ætl- um ekki að byggja á henni. Ekki ætla þeir að hafa þessa lóð óbyggða um alla framtíð og þeir mega ekki taka hana af okkur nema endurgreiða okkur. Þá gætum við auglýst lóð- ina til sölu og braskað með hana og ef efnahagslífið fer á blúss- andi siglingu gætum við byggt á henni.“ Ljóst var frá upphafi að á hvorn veg sem dómurinn færi í Brimborgarmálinu hefði hann fordæmisgildi. Niðurstaðan féll borginni í hag og verð- ur það líklega til þess að ekki fjölgar mikið í þeim hópi sem hefur höfðað mál á hendur borginni vegna lóðaskila. Öll lóðaskilamálin fallið borginni í hag Morgunblaðið/Kristinn Úlfarsárdalur Í lok maí var dæmt í Hæstarétti í þremur málum þar sem fólk vildi fá að skila lóðum í Úlfarsárdal til borgarinnar. Borgin vann öll málin. 32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Í árslok 2008sagði Björgvin G. Sigurðsson þá- verandi við- skiptaráðherra það jákvæð tíðindi að Ísland gæti fengið hraðferð inn í sambandið. Fyrir ári sagði hann það óg- urlegan misskilning að í gangi væri hraðferð inn í ESB „af því að það var aldrei nokkurn tím- ann rætt um það“. Við sama tækifæri sagði hann að það væri „líka mikil meinloka að við séum að hægja á ferlinu núna“. Á Alþingi í gær kom svo fram enn ein útgáfan af hraða Ís- lands inn í ESB þegar Björgvin sagði sérstaklega mikilvægt að hraða ekki ferlinu. Skoraði hann á þjóð og þing að rasa ekki um ráð fram og klára samninginn þegar umrótinu og breytingunum inn- an ESB væri lokið. En þó að ferlið hafi breyst úr hraðferð í hæga- gang er Björgvin jafn sann- færður og fyrr um kosti aðildar. Enn sannfærðari reyndar. Hann telur að eftir breyting- arnar sem standa nú yfir verði ESB enn öflugra en áður enda verði þar meiri pólitísk eining og meiri samruni efnahags- mála. Þetta felur í sér að ESB taki til sín enn meira af fullveldi að- ildarríkjanna, sem hljómar vel í eyrum þingmanna Samfylking- arinnar, hvort sem ferðin sæk- ist hægt eða hratt. Jákvæð hraðferðin breyttist í áskorun um hægferð} Er aukið fullveldisafsal til bóta? Fundur út-vegs-manna, sjó- manna og annarra sem áhyggjur hafa af atlögum að sjáv- arútvegi á Austur- velli á fimmtudag var myndarlegur. Þarna var fólk sem ekki eru daglegir gestir í hjarta höfuðborg- arinnar á ferð. Þetta var svip- mikið fólk og stolt, enda þekkt fyrir að draga meiri verðmæti að landi en flestir aðrir. Það var óvenjulegt að gerð var tilraun til að spilla fyrir hinum hófstillta mótmælafundi fólks sem ekki gengur oft til slíkra funda. Slíkir tilburðir eru þekktir erlendis þegar harðsnúnar klíkur eins og nas- istabullur reyna að hleypa upp friðsömum mótmælum ann- arra hópa. En hér hefur slíkt ekki tíðkast sem betur fer fram til þessa. Furðulegt var að fylgjast með tilburðum sjálfs Ríkisútvarps landsins til að leggja hinum fámennu upp- hlaupsmönnum lið og ganga svo langt á eftir að leggja hóp- ana tvo að jöfnu í frásögnum sínum. Ríkisútvarpið hefur bersýnilega gjörsamlega tapað áttum í þjónkun sinni við Sam- fylkinguna og ríkisstjórnina. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra með meiru hafði í lítt dulbúnum hótunum við útvegsmenn fyrir að krefjast þess að á sjónarmið þeirra yrði hlustað. Sagði ráð- herrann að hann myndi leitast við að láta framgöngu þeirra ekki hafa áhrif í þá átt að geng- ið yrði enn meira gegn hags- munum þeirra. En hitt væri ljóst að andmæli þeirra yrðu alls ekki til að bæta þeirra stöðu! Slík viðbrögð valdamanna eru einnig einstök hér á landi. Formaður ann- ars þingflokks stjórnarliðsins gerði sig að kjána með því að afhenda fundarmönnum bók eftir Lax- ness, sem fjallar um löngu lið- inn tíma, þegar þeir afhentu formönnunum gögn með sínum sjónarmiðum og undirskriftum þeim til stuðnings. Hinn þing- flokksformaðurinn má eiga það að hann hélt því ekki fram að sjómenn væru fullir við mótmæli sín á Austurvelli. Einn þingmaður Samfylk- ingarinnar til gaspraði um það í fjölmiðlum að hinn glæsilegi fundur á Austurvelli hefði mis- heppnast. Það er rétt að því leyti að ekki var farið með báli að þinghúsinu, ekki hent í það sora eða óþverra og ekki brotnar í því rúður og hinum ágætu íslensku lögreglumönn- um stóð ekki bein ógn af mót- mælendum. Það var ólíkt því sem búast mátti við af fólkinu sem Ríkisútvarpið hvatti til dáða í barsmíðabyltingunni, sem VG geymdi mótmæla- spjöldin fyrir og einn af þing- mönnum þess reyndi að beina á þá staði þar sem varnir lög- reglunnar væru sem veikastar fyrir. Og annað var ólíkt. Hinum prúðu mótmælendum á Aust- urvelli mættu að þessu sinni ónot innan úr húsinu þar sem að jafnaði ætti að mega búast við að gætt væri hagsmuna ís- lensks almennings umfram allt annað. Það er sérkennilegt fólk sem þolir illa að sjávarútvegsfólk komi sjónarmiðum sínum á framfæri} Að loknum fundi S érlega skemmtilegt og uppörvandi hefur verið að fylgjast með vinnu- brögðum á Alþingi upp á síðkastið. Meirihlutinn ræður en þó ekki, málþóf er ekki málþóf heldur ít- arleg, málefnaleg umræða sem er allt annað en málþófið (eða málefnalega, ítarlega um- ræðan) sem fram fór þegar núverandi rík- isstjórnarflokkar voru í minnihluta. Á meðan [...] fer fram innan veggja stein- hússins fallega við Austurvöll blómstrar sam- félagið, smjör drýpur af hverju strái, göng eru boruð í flestum fjörðum, hringvegurinn stytt- ur út um allt og fiskur er borinn að landi þjóð- inni til heilla. Engum dettur heldur líklega í hug að svíkja undan skatti frekar en endra- nær, eða í Grikklandi, enda treystir sér enginn til þess að þiggja alla þá þjónustu sem er í boði nema hafa greitt það sem honum ber til samfélagsins. Landið er sem sagt að rísa á methraða; grasið vex, sól- in skín, lömbin jarma sífellt hærra og börnin leika við hvern sinn fingur í sumarfríinu. Og ef landið er ekki að rísa, sem er þó óhugsandi, reddast þetta einhvern veg- inn. Eins og venjulega. Ef svo ólíklega vill til að einhverjum líði illa hér á landi, leiðist eða þurfi á nýju tómstundagamni að halda væri besta ráðið að fljúga suður, ef viðkomandi býr úti á landi; borgarbúar rölta bara niður í bæ, og setjast á áheyr- endapalla þingsins. Eða að tjalda fyrir framan sjónvarpið og fylgjast með EM í fótbolta. Þeir sem ekki hafa áhuga á því geta í það minnsta sökkt sér í að fylgjast með kosningabaráttunni sem senn nálgast hámark: Baráttunni um Bessastaði, eins og RÚV kallar hana. Kannski er síðasta hug- myndin alls ekki sú versta. Hvað þarf góður forseti að hafa til að bera? Þeim sem fylgst hafa með umræðunni er ljóst að svörin við þeirri spurningu eru afar mis- jöfn og fara eftir því í hvaða liði sá er, sem svarar. Sumir vilja ekki einu sinni forseta. Enda ekki hægt að ætlast til þess að þjóðin sé á einu máli. Margir vilja konu, enn fleiri karl, sumir ungan og ferskan forseta, helst með mörg börn á heimilinu, aðrir reyndan og sterkan sem nær örugglega mun ekki eignast fleiri börn. Eins og það skipti einhverju máli. Ég er búinn að ákveða hvern ég krossa við í forsetakosningunum 30. júní. Þátturinn á RÚV í vikunni gerði líklega útslagið. Viðkomandi er rök- fastur, sanngjarn, virkar heiðarlegur, er vel máli farinn, snyrtilegur og kemur prýðilega fyrir, er vel til hafður, vel greiddur og viðkunnanlegur í alla staði. Miðað við þessa lýsingu geri ég ráð fyrir að stuðnings- mannahópar allra sex telji sig vita við hvern ég á; sinn mann, auðvitað! Hver hinn útvaldi er, er hins vegar leyndarmál og verður aldrei gert opinbert. En ég er sannfærður um að viðkomandi verður prýðilegur forseti. Kannski getur forsetinn minn meira að segja reddað okkur göngum. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærag STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar segir að- spurður að fleiri vilji skila lóð- um en þeir sem hafi höfðað mál gegn borginni en hann eigi ekki von á því að málin verði mikið fleiri. „Borgin hefur alltaf haldið því fram að þetta væru einka- réttarlegir gjörningar og þar af leiðandi ekki skylda borgarinnar að taka við lóðum. Í þessu dómsmáli gátum við sýnt fram á að það hefur ekki verið viðtekin venja að þú getir bara komið og skilað lóðum,“ segir Hrólfur. Hann segir nið- urstöður dómstóla í lóðaskilamálunum vera staðfestingu á því að stjórn- sýsla borg- arinnar sé í lagi og þar sé ekki ver- ið að brjóta á neinum. Ekki von á fleiri málum REYKJAVÍKURBORG Hrólfur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.