Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 I. Það er stutt leið frá Litlu-Grund að mínu gamla heimili Tjarnargötu 36. Geng ég þessa leið nokkrum sinnum í viku. Eitt sinn var ég í hópi Grund- verja, sem Lara, króat- ísk kona stjórnaði, en hún er starfskona á Grund og gift íslensk- um manni. Leiðin lá eftir Brávallagötu, inn á Hringbraut, meðfram Hóllavallakirkjugarði, sem tekinn var í notkun 1838. Nú nálg- umst við gatnamót Suðurgötu og Skothúsvegar. Í bernsku minni voru byggð fjögur hús á hinni gríðarstóru lóð Valhallar (Suðurgata 39): A) Suð- urgata 37, húsbyggjandi Guðjón Sig- urðsson, forstjóri Geysis. B) Tjarn- argata 42, húsbyggjandi Hermann Jónasson, löngum forsætisráðherra. C) Tjarnargata 44, húsbyggjendur Jens Ágúst Jóhannesson háls-, nef- og eyrnalæknir og Jóhann Sæ- mundsson, síðar yfirlæknir Land- spítalans. D) Tjarnargata 46, hús- byggjendur Björn Árnason endurskoðandi og Margrét Ásgeirs- dóttir kona hans. Eigandi Valhallar var Kristján Bergsson, forseti Fiski- félags Íslands (1884-1949). Sam- kvæmt uppdrætti frá 7. september 1922 var lóð Valhallar 3352 fm. 30. janúar 1936 var samþykkt að skipta lóðinni í 5 lóðir. Við Lara gengum niður að Tjörn að heilsa upp á Tómas Guðmundsson skáld, sem þar situr á bekk. Ég ávarpa Tómas: „Þú stendur ekki upp fyrir konu, það er dóna- skapur Tómas.“ Þröngt var um okk- ur þrjú á bekk Tómasar. II. En hvað var á þríhyrningi þeim, sem afmarkast af Skot- húsvegi, Bjarkargötu hinni gömlu (hún tengd- ist áður Tjarnargötunni fyrir neðan Forsætisbú- staðinn í Tjarnargötu 32) og Tjörninni? A) Ís- björninn, gríðarstórt ís- og sláturhús í eigu Ís- bjarnarins hf., sem seldi Reykjavíkurborg húsið árið 1940, sem lét rífa það árið 1956. Ís var höggvinn fyrir framan Ísbjörninn og honum ekið á sleðum, sem hestar drógu í gegnum miðbæinn að Nordalsíshúsi. Við Tjarnargötupollar fengum oft að sitja á sleðunum á bakaleiðinni úr miðbænum. B) Hesthús Stephans Ó. Stephensen stóðu á horni Skot- húsvegar og Bjarkargötu. Stephan bjó sjálfur í Bjarkargötu 4, kenndur við Verðanda, veiðarfæraverslun, sem hann átti með Jóni Þorvarð- arsyni, föður Guðmundar söngvara. Líklega hefur hann haft nokkuð ríf- lega lóð fyrir hesta sína að viðra sig í gerðinu. C) Kassagerð Jóhannesar var meðfram norðurbrún Skot- húsvegar, mestmegnis niðurgrafin. Menn áttu sér einskis ills von, er þeir allt í einu heyrðu sagarhljóð, sem kom frá vélum Jóhannesar. Hann var seigur kaupmaður og skákaði oft keppinautum sínum með hagstæð- asta tilboðinu. III. Það var nýársmorgun 1960. Íbúar Tjarnargötu 34 eru rétt vaknaðir, þegar maður nokkur knýr þar dyra og Páll Sigfússon skipstjóri, hús- bóndi þar á bæ, kemur út. Komumað- ur ávarpar húsráðanda: „Páll Sigfús- son, fáðu mér lærin af hafmeyjunni.“ Páll svarar: „Fyrirgefðu, ég hélt hún væri með sporð.“ Nú víkur sögunni niður í Hafnar- stræti snemma morguns. Þar eru hjón að koma úr nýársfagnaði hjá Jóni Fannberg stórkaupmanni í Garðarstræti 2. Þetta eru Fríða Árnadóttir og Þórólfur Beck Svein- bjarnarson á leið heim til sín að Smiðjustíg 10. Þau mæta þá lög- regluþjónum með eitthvað undarlegt í höndunum, líktist helst selshreifum. „Doji minn (en það var gælunafn Þórólfs), hvaða menn geta verið að skjóta sel á nýársnótt?“ Í ljós kom að þetta voru leifar af hafmeynni, sem sprengd hafði verið um nóttina. IV. Höfundur hafmeyjarinnar var Jónína Sæmundsdóttir, fædd að Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 22. ágúst 1892, en dó í Reykjavík 29. jan- úar 1965. Hún tók sér listamanns- nafn síðar á ævinni og nefndi sig Nínu Sæmundsson. Trúlofaðist Gunnari Thorsteinsson, bróður Muggs. Gunnar fékk spænsku veik- ina 1918 og dó af afleiðingum hennar árið 1921. Varð það mannskaði mikill, því Gunnar var efnismaður hinn mesti, m.a. vel búinn að íþróttum. Miðframvörður í knattspyrnufélag- inu Fram, formaður þess 1914, Ís- landsmeistari með því árin 1915, 1916 og 1917. Í New York stendur hótel eitt, mikið og voldugt, er Waldorf Astoria heitir. Hönnuðir þess efndu til samkeppni um listaverk, er prýða skyldi anddyri hótelsins. Heiti verks- ins er „The Spirit of Achievement“, „Afrekshugur“ á íslensku og vann Nína þessa samkeppni og prýðir listaverkið hótelið enn þann dag í dag. V. Nína tók sér sprengingu hafmeyj- arinnar mjög nærri og jafnaði sig aldrei á þessum glæp, sem er ein- stæður í listasögu Íslands. Ég þekkti tvo bræður Nínu, þá Markús í Vest- mannaeyjum og Guðjón stóreigna- mann, er reisti Tjarnargötuhúsin nr. 10 A, B, C og D. Ég vann í bygging- arvinnu með Markúsi hjá Ársæli frænda í Vestmannaeyjum sumarið 1943 ásamt Ástþóri syni hans. Haf- meyjarsprengjumálið upplýstist aldrei, en það næsta sem rannsókn- arlögreglumenn fundu og tengst gæti þessu máli, var íkveikja á nýárs- nótt hjá Prentmyndagerð Ólafs Hvanndal í bakhúsi við Laugaveg 3. Þar virtist einnig geðveikur maður hafa verið að verki. VI. Við skulum temja okkur að um- gangast listaverk af virðingu. Það er það minnsta sem listamenn geta krafist af almenningi. Við skulum forðast skemmdarverk, en við getum öll haft okkar skoðanir á listaverk- unum, því það er skoðanafrelsi á Ís- landi. Það er enn gaman á Grund Eftir Leifur Sveinsson » Við skulum temja okkur að umgangast listaverk af virðingu. Það er það minnsta sem listamenn geta krafist af almenningi. Leifur Sveinsson Höfundur er lögfræðingur Sú var tíðin að landsmenn gátu slapp- að af á sumrin án af- skipta stjórnmála- manna af þeirra daglega lífi. Venjan hefur yfirleitt verið sú að alþingismenn fari í sumarfrí á vorin og hefji störf að nýju á haustin. Hins vegar hefur keyrt um þver- bak seinustu ár, eða í stjórnartíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna. Alþingismenn voru að störfum mestallt sumarið 2009, meginpart júnímánaðar árin 2010 og 2011 og ekki sér fyrir endann á 140. löggjafarþingi Alþingis 2011- 2012. Þróunin er öll á einn veg. Ríkisvaldið þenst út á sama tíma og alþingismenn taka sér styttra frí. Hver dagur sem Alþingi starfar er dagur nýrra ríkisafskipta. Nú- verandi ríkisstjórn ræðir á hverjum einasta degi tillögur sem skerða frelsi einstaklingsins og auka völd stjórnmálamanna. Afskiptin eru af mörgu tagi, allt frá sköttum og gjöldum til íþyngjandi reglna og fyrirmæla. Henni er ekkert óvið- komandi. Það er einkar lýsandi fyr- ir ríkisstjórnina að nú hefur hún hótað sumarþingi verði ekki hin skað- legu fiskveiðifrumvörp hennar samþykkt. Hið sama gerðist einnig fyrir þremur árum þegar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar kröfðust þess að Ice- save-samningurinn, sem Svavar Gestsson nennti ekki að hafa hangandi yfir sér, yrði samþykktur áður en þingmenn færu í sumarfrí. Það verður að stöðva þessa ugg- vænlegu þróun. Ýmsar leiðir eru færar til þess, svo sem að setja lög, jafnvel ákvæði í stjórnarskrá, um hámarksstærð hins opinbera, banna hallarekstur ríkissjóðs, fækka þing- mönnum og fjölga frídögum þeirra. Landsmenn eiga það skilið að fá frí frá sífelldum afskiptum stjórnmála- manna. Frelsið, sem við Íslend- ingar börðumst svo hatramlega fyr- ir, hlýtur að vera einhvers virði. Af sumarleyfi Alþingis Eftir Kristin Inga Jónsson Kristinn Ingi Jónsson »Hver dagur sem Al- þingi starfar er dag- ur nýrra afskipta rík- isins. Höfundur er menntaskólanemi. Hvernig forseta vill þjóðin? Forseta sem tekur afstöðu með hluta þjóðarinnar eða forseta sem virðir skoðanir allra? Þóra Arnórsdóttir mun verða forseti allrar þjóðarinnar – ekki bara hluta henn- ar. Frambjóðandi sem tekur afstöðu með umdeildum mál- um þar sem þjóðin skipast í fylk- ingar – með eða á móti, getur aldrei verið sameiningartákn þjóð- arinnar. Forseti Íslands þarf að vera óumdeildur leiðtogi þjóð- arinnar í blíðu og stríðu og standa utan við argaþras stjórnmálanna. Ólafur Ragnar Grímsson hefur lýst því yfir að hann ætli sér að hafa áhrif á hápólitísk mál og ber því við að hann sé „öryggisventill“ þegar misvitrir þjóðkjörnir fulltrú- ar á Alþingi taka „rangar“ ákvarð- anir. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að aðeins 10% þjóðarinnar beri traust til Alþingis. Um hin 90% er ekki deilt en við skulum vera minnug þess að líklegt er að ný ríkisstjórn taki við völdum hér á landi að ári liðnu. Mér er til efs að forystumenn þeirrar rík- isstjórnar vilji sitja við völd undir ofurvaldi Ólafs Ragnars Gríms- sonar og muni sætta sig við að beygja sig undir ákvarðanir hans hverju sinni þegar undirrita þarf hvers kyns lög. Þóra Arnórsdóttir er hafin yfir slík vinnubrögð. Hún mun sannarlega vega og meta hvort afger- andi þjóðarvilji krefj- ist þess að hún beiti málskotsréttinum. Hún mun sannarlega ekki verða strengja- brúða eins eða neins – og þaðan af síður skrautdúkka. Allt slíkt tal er óvirðing við Þóru og aðrar konur sem sækjast eftir ábyrgðarstöðum í samfélaginu. Á óvissu- tímum er einmitt þörf á ein- staklingi í forystu sem getur sam- einað þjóðina; einstaklingi sem við getum verið stolt af; forseta allrar þjóðarinnar en ekki bara hluta hennar. Forseta sem allt ungt fólk getur litið upp til; forseta sem skipar sér á spjöld sögunnar. Oft er þörf en nú er nauðsyn að horfa fram á við og upplifa nýja og ferska tíma með glæsilegum full- trúa framtíðarinnar. Ég treysti því að kjósendur láti dómgreind sína ráða í kjörklefanum þar sem eng- inn hefur áhrif og engin eru vitnin. Forseti sem sameinar þjóðina Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Ragnheiður Davíðsdóttir » Forseti Íslands þarf að vera óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar í blíðu og stríðu og standa utan við argaþras stjórnmálanna. Höfundur er blaðamaður og háskólanemi. Buffalo: 19.995.- Bullboxer: 18.995.- Buffalo: 16.995.- Bullboxer: 11.995.- Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 fallegir nýir sumarskór... Vantar allar gerðir eigna á skrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.