Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Flestir töldu að áætlunarbú- skapur hefði runnið sitt skeið við fall Berlínarmúrsins ef frá voru talin lönd eins og Norður-Kórea og Kúba. Þeir sem aðhylltust hin ýmsu afbrigði af kommúnisma og jafnaðarmennsku áttu það sam- merkt að hafa ekki trú á frjálsum markaði og lögmálið um framboð og eftirspurn þykir enn vera ein- hvers konar Darvinismi sem emb- ættismenn geti farsællega núið agnúa af í nafni félagslegs rétt- lætis. Með forsjárhyggju að leið- arljósi og undir merkjum jafn- aðarmennsku tekur hið opinbera að sér að skipuleggja sífellt fleiri þætti hagkerfisins með millifærslu fjármuna. Nýlega flutti BBC fréttir af fé- lagshyggjubúskap kínverskra stjórnvalda í Mongólíu nánar til- tekið í borginni Ordos þar sem byggðar hafa verið tugþúsundir íbúða í stærstu draugaborg Kína. Þrátt fyrir að ekkert hafi verið til sparað, verslanamiðstöðvar, skólar, listasafn, jafn- réttisáætlun, ráðhús og meira að segja heilt torg með stytt- um til minningar um Gengis Khan, bólar ekkert á íbúum. En það eru fleiri fé- lagshyggjumenn sem taka rangar ákvarð- anir á sviði húsnæðis- mála en þeir kín- versku. Nú þegar augljóst er að Íbúða- lánasjóður er nánast gjaldþrota með vanskil upp á 160 milljarða, hátt í 2.000 íbúðir sem sjóðurinn hefur leyst til sín og 30 milljarða meðgjöf skattgreiðenda, koma stjórnvöld fram með áætlun um að byggja 2.000 leiguíbúðir„á réttum stöðum“ ásamt nýju kerfi vaxta- og húsaleigubóta. Að auki skal efnt til atvinnusköpunar í „skap- andi greinum“ undir formerkjum miðstýrðs áætlunarbúskapar. Hér á landi hefur hið opinbera, sem nú telur meira en helming af lands- framleiðslu, verið í fararbroddi með gjaldskrárhækkanir sem síð- an hafa orðið til þess að hinn op- inberi Seðlabanki hefur séð far- sælast að hækka hér vexti til að halda aftur af atvinnuuppbygg- ingu. Óþarft er hinsvegar að hafa áhyggjur af slíku harðræði því nú berast þær fréttir að hið allt um lykjandi ríkisvald ætlar einfald- lega að taka lán upp á um 30 milljarða ár- lega til að borga landsmönnum vaxta- og leigukostnaðinn til baka! Spurning dags- ins er því hvort slíkar niðurgreiðslur séu líklegri til að hækka eða lækka vaxtastig og leiguverð? Hið opinbera ætlar hins vegar ekki bara að taka lán fyrir nýj- ustu millifærslunum heldur á líka að skattpína ó-skapandi atvinnugrein- ar á borð við útgerð fyrir skap- andi störf á borð við „græna hag- kerfið“ og kvikmyndagerð. Grikkir hafa lengi verið fyrirmynd fé- lagshyggjumanna um allan heim allt frá dögum Midasar konungs sem breytti öllu í gull með snert- ingu einni saman. Flóknar hag- fræðiformúlur eru einmitt oft sett- ar fram með grískum stöfum, sbr. eftirfarandi: Ω(Embættismað- ur)=3 * Ω(einkaaðili)+ε sem sýnir hvernig embættismenn fjárfesta með þrefalt skynsamari hætti í „skapandi greinum“ en einkaaðilar myndu gera ef þeir héldu eftir sínu sjálfsaflafé (ε; þ.e. epsilon stendur fyrir villu/suð sem stund- um sést í raunveruleikanum og reyndar hefur oftast orsakað að hægri hluti jöfnunnar er neikvæð- ur). Þannig verður t.d. hver ein króna sem tekin verður frá út- gerðarmönnum og afhent kvik- myndagerðarmönnum (með skattaafslætti) að þremur krónum. Reyndar hafði áður verið reiknað út af reiknimeistaranum Ágústi Einarssyni að „peningamargfald- arinn“ í kvikmyndagerð væri 5 þannig að óvissan er augljóslega upp á við þegar hið nýja Midas- arlögmál félagshyggjumanna er annars vegar. Einn af fyrrverandi ráðherrum norrænu félagshyggjustjórn- arinnar lýsti því yfir að brátt yrði Ísland „Kúba norðursins“. Sú spá virðist vera að rætast þó á öðrum forsendum sé. Félagshyggjubúskapur Eftir Arnar Sigurðsson Arnar Sigurðsson » Þannig verður t.d. hver ein króna sem tekin verður frá útgerð- armönnum og afhent kvikmyndagerðarmönn- um (með skattaafslætti) að þremur krónum. Höfundur er sjálfstætt starfandi. Gengis Khan torgið í Ordos. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Við tökum á móti netum Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr flottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is TRAUST ÞJÓNUSTA Í 20 ÁR Við gerum þér verðtilboð – þetta er ódýrara en þú heldur, – jafnvel ódýrara en að sjá um sláttinn sjálf/ur Sími: 554 1989 www.gardlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.