Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 36
36 MESSURÁ MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp á biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðs- þjónusta kl. 12. Eric Guðmundsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðsþjónusta kl. 12. Jóhann Þorvaldsson prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðs- þjónusta kl. 11. Jeffrey Bogans prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. Samfélag aðventista á Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn og full- orðna. Guðsþjónusta kl. 12. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur pré- dikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Peter Maté, félagar úr kirkjukór Árbæjarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffi á eftir. ÁSKIRKJA í Fellum | Messa kl. 11. Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðinemi prédik- ar. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organisti er Magnús Ragnarsson, forsöngvari Pétur Húni Björnsson. Kaffisopi á eftir. Sjá askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund kl. 11 í umsjá sr. Kjartans Jónssonar. Helga Þórdís Guðmundsdóttir leiðir tónlistina. Hressing á eftir. Skráning fermingarbarna á astjarn- arkirkja.is. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Tónlist í flutningi félaga úr kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar að- stoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Dómkórinn syng- ur, organisti er Kári Þormar. FELLA- og Hólakirkja | Gönguguðsþjónusta á vegum safnaðanna í Breiðholti. Gengið verð- ur frá Seljakirkju kl. 19 og síðan verður guðs- þjónusta þar kl. 20. Prestur er sr. Valgeir Ást- ráðsson. FRÍKIRKJAN Kefas | Samkoma kl. 16.30 þar sem Guðmundur H. Svavarsson hefur um- sjón með vitnisburðum og tónlistarhópurinn leiðir lofgjörð. Kaffi á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Messa kl. 20. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir flytur hugleiðingu. Frí- kirkjukórinn og Anna Sigga leiða sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. GARÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða safnaðarsönginn, organisti er Jóhann Baldvinsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur og org- anisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga og samskot í líknarsjóð kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kaffisopi á eft- ir. Kveðjumessa í Kirkju heyrnarlausra kl. 14. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, kveður söfnuðinn. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í hátíðarsal kl. 14 á vegum Fé- lags fyrrum þjónandi presta. Sr. Frank M. Hall- dórsson, fyrrverandi sóknarprestur, þjónar. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Krist- ínar Waage, organista Grundar. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Pílagrímsganga og fjallamessa á Helgafelli við Hafnarfjörð. Lagt af stað frá bílastæðinu við Kaldárbotna kl. 11 og gengið á Helgafell. Á leiðinni er áð og lesið úr fjallræðu Jesú. Sr. Þórhallur Heim- isson leiðir lestur og bænir. Á tindinum fræðir Baldur Hermannsson göngugarpa um fjallasýn og gossprungur. Nesti í boði Hafnarfjarð- arkirkju. Komið aftur í Kaldárbotna um 13. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyr- ir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Hörður Áskelsson. Sögustund fyrir börnin. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Kári Allansson, prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sumarsamstarf þjóðkirkjusafnaðanna í Kópavogi. Messa í Hjallakirkju kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjón- ar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli í Lindakirkju kl. 11. Sjá www.hjallakirkja.is og www.kopakirkjur.blogs- pot.com. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 17. Trond Schelander talar. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunn- ar Jóhannesson messar. Organisti er Jóhann Bjarnason. Frá 1. júní til 10. september verð- ur kirkjan opin daglega frá kl. 10-18. Kvöld- bænir alla daga nema sunnudaga kl. 18- 18.15. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, prédikar. Kaffi á eftir. Al- þjóðakirkjan, samkoma á ensku kl. 14. Helgi Guðnason prédikar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Ágúst Valgarð Ólafsson prédikar. Kaffi á eftir. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KIRKJA heyrnarlausra | Kveðjumessa kl. 14 í Grensáskirkju. Miyako Þórðarson, prest- ur heyrnarlausra, kveður söfnuðinn. Tákn- málskórinn syngur undir stjórn Eyrúnar Ólafs- dóttur ásamt kórfélögum Grensáskirkju. Organisti er Árni Arinbjarnarson. Raddtúlkur er Margrét Baldursdóttir. Eftir messuna er öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á vegum Félags heyrn- arlausra. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Arnheiður Eiríksdóttir syngur einsöng og leiðir safnaðarsöng. Organisti er Jón H. Geirfinnsson. Kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Messa í Kaffi Flóru í grasagarðinum í Laugardal kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Gerðubergskórnum undir stjórn Kára Friðrikssonar og við undirleik Árna Ísleifssonar. Sumarsálmar og sólarljóð sungin og frú Marentza býður velgjörðir. Sunnudagaskólinn er kominn í sumarleyfi. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Skólakór Varmárskóla, eldri deild, flytur söng. Orgnaisti og kórstjórnandi Arnhildur Valgarðsdóttir. Meðhjálpari er Arndís Linn. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Útileikir ef veður leyfir. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, organisti er Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Veit- ingar á eftir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Gönguguðsþjón- usta kl. 9 í dag, laugardag, í samstarfi við Hornstrandafara FÍ. Sjá á www.ohadisofnud- urinn.is. Lesmessa kl. 11 á sunnudag. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjónar. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safnaðarsöng. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju. Ræðumaður er Haraldur Jó- hannsson. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson þjónar. Félagar úr kirkju- kór leiða söng, Organisti er Glúmur Gylfason. Veitingar á eftir. Sjá selfosskirkja.is. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Göngu- guðsþjónusta safnaðanna í Breiðholti. Gengið frá Seljakirkju kl. 19 um hverfið og aftur til kirkjunnar. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Alberts Þorvarðarsonar, vitavarðar í Gróttu, minnst. Sóknarprestur og organisti þjóna. Halldór Unnar Ómarsson leiðir almenn- an safnaðarsöng. Pálína Magnúsdóttir bæj- arbókarvörður les ritningarlestra. Katrín Páls- dóttir, formaður menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar, flytur ávarp og opnar sýn- ingu á Gróttumyndum í kirkjunni. Kaffiveit- ingar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Helgistund kl. 20. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestur er sr. Bragi J. Ingibergsson. ÞINGVALLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 14. Prestur er Kristján Valur Ingólfsson og organisti Guðmundur Vilhjálmsson. ORÐ DAGSINS: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Patreksfjarðarkirkja. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is SUMARGLEÐI Hefst á mánudag FIMM LITIR VERÐ 93.800.- NÆSTA SENDING 119.600.- OPIÐ: MAN-FÖS 11-18 Sumarverð 75.000.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.