Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 ✝ Páll RagnarGuðmundsson fæddist 23. apríl 1917 á Austara-Hóli í Flókadal í Skaga- fjarðarsýslu. Hann lést á Heilbrigð- isstofnunni á Sauð- árkróki 25. maí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Anna Björnsdóttir frá Sigríðarstöðum, f. 29.9. 1895 á Brimnesi í Ólafsfirði, lengi hús- freyja í Neskoti og síðar í Reykjavík, d. 10.3. 1989 í Reykja- vík, og Guðmundur Jónsson frá Austara-Hóli, f. 26.10. 1893, d. 26.7. 1927. Alsystkini Páls Ragn- ars: Eiður, f. 13.4. 1913, d. 16.2. 1922; Hartmann, f. 5.5. 1915, d. 22.12. 1922; Líney, lengi hús- freyja á Reykjarhóli á Bökkum og síðar í Reykjavík, f. 27.2. 1919. Maður Árni Eiríksson, lát- inn; Axel, starfsmaður Reykja- víkurborgar, f. 23.9. 1924. Kona Rannveig Jónsdóttir. Hálfsystir hjóna: 1) Guðmundur Óli, f. 14.5. 1944, kona Guðrún Kristín Krist- ófersdóttir frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi, f. 13.11. 1947. Þeirra börn: a) Eggert, hans sonur er Jón Páll; b) Þor- björn Ingi, hans dóttir er Re- bekka Rut; c) Ragna Björg, sam- býlismaður Róbert Steinar Tómasson, þeirra synir eru Alex- ander Logi og Ólafur Þórir; d) Kristófer Freyr, sambýliskona Unnur Líndal Karlsdóttir; e) Anna Katrín. 2) Jónmundur Val- geir, f. 4.9. 1945, d. 29.10. 2004, ókvæntur og barnlaus. 3) Sigríð- ur, f. 13.7. 1952, ógift og barn- laus. Sem barn og unglingur ólst Páll upp við öll algeng störf til sveita. Hann lauk námi frá barnaskólanum í Haganes- hreppi, sem þá var starfræktur í Þinghúsinu í Haganesvík. Um frekara nám var ekki að ræða. Sem ungur maður stundaði hann ýmis störf. Árið 1945 keyptu þau Björg jörðina Mið-Mó í Flókadal. Þar var heimili þeirra næstu ára- tugina, eða fram til ársloka 2006 að þau fluttu til Sauðárkróks. Páll Ragnar verður jarðsung- inn í dag, 9. júní 2012. Athöfnin hefst í Sauðárkrókskirkju kl. 13, en jarðsett verður á Barði í Fljót- um. að móðurinni: Guð- rún Hafliðadóttir, húsfreyja og bóndi í Dísukoti í Þykkva- bæ, f. 15.12. 1932. Maður Kristinn Markússon, látinn. Seinni maður Ólaf- ar og stjúpfaðir Páls var Hafliði Ei- ríksson frá Reykj- arhóli á Bökkum og síðar bóndi í Ne- skoti í Flókadal, f. 7.7 1895, d. 30.1. 1979. Eftir lát föður síns var Páll tekinn í fóstur til hjónanna á Laugalandi, þeirra Lovísu Grímsdóttur, f. 20.5. 1877, d. 2.12. 1940, og Guðmundar Ás- mundssonar, f. 31. 1871, d. 13.7. 1950. Páll kvæntist 14.5. 1946 Björgu Sigurrós Jóhannsdóttur, f. 9.9. 1923, d. 3.2. 2007, f. í Hóla- koti í Austur-Fljótum, dóttir hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, f. 17.5. 1890, d. 14.10. 1939, og Jó- hanns Benediktssonar, f. 14.6. 1889, d. 9.6. 1964. Börn þeirra Pabbi lifði tímana tvenna, jafnvel þrenna. Um hans daga urðu miklar breytingar í þjóð- félaginu. Tíu ára gamall missti hann föður sinn. Þá átti föður- amma mín erfitt. Hafði áður misst tvo drengi og stóð nú eftir með þrjú ung börn. Aðeins var tvennt í stöðunni: Skyldleika- og/eða nágrannakærleikurinn eða leita til „sveitarinnar“. Pabbi og Líney systir hans nutu skyld- leikans og amma komst af með yngsta barnið. Pabbi var tekinn í fóstur að Laugalandi til Lovísu og Guðmundar. Guðmundur var bróðir Þóreyjar föðurömmu hans. Eiríkur bóndi á Reykjar- hóli, bróðir þeirra, tók Líneyju til fósturs. Þessi systkini ásamt Sólveigu systur þeirra voru stór- brotin og frá þeim er kominn sterkur stofn. Um árabil fór Guðmundur um austanverðan Skagafjörð og keypti sauði og nautpening til afsetningar á Siglufirði. Pabbi sem barn og unglingur fór með fóstra sínum í slíkar „kaupaferðir“, fyrst 11 ára gamall, og fannst mikið til koma. Ef ekki var staðgreitt voru kaupin handsöluð. Á sínum yngri árum var pabbi á vertíð- um. Hann vann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar sem var mikil framkvæmd í byrjun fimmta áratugarins. Einnig lagningu vegar um Siglufjarðar- skarð. Þetta voru stórfram- kvæmdir. Árið 1945 keyptu for- eldrar mínir jörðina Mið-Mó í Flókadal, litla en notadrjúga jörð. Bú þeirra var aldrei stórt en oft gátu þau miðlað öðrum en voru fastheldin á hey. Pabbi sagði fátt, mamma sá um fram- kvæmdina. Mér vitanlega tran- aði pabbi sér ekki fram né setti fótinn fyrir neinn. Hann bjó að sínu. Hann vildi lifa í sátt. Las á árum áður Tímann, Samvinnuna og Frey. Hann fékk skipsrúm hjá nágrönnum sínum á haustin og aflaði fiskjar og lagði rauð- maganet að vori. Á sumrin að loknum fjósverkum fór hann á Fergusinum að vitja um silunga- net er hann lagði kvöldið áður. Hin síðari ár hvíldi búskapurinn á börnum hans, þeim Jonna og Siggu. Foreldrar mínir lifðu miklar breytingar. Þau byrjuðu að búa með tvær hendur tómar og til heyskapar urðu þau að treysta á sjálf sig, hestana tvo; Brúnka gamla og Rauð og góða heyskapartíð. Síðari ár þeirra var afkoman góð, heyvinnutækin stórvirk og heyskapur lítt háður veðurfari. Munurinn var mikill á tveimur dráttarhestum og 100 hestafla dráttarvél. Hin síðari ár bjó pabbi í skjóli dóttur sinnar. Líkamlega var hann þrotinn að kröftum. Hann fylgdist með þjóðmálaumræðunni þó minnið og heyrnin væru tekin að dapr- ast. Fannst forræðishyggja og misskiptingin full mikil og var hugsi yfir. Pabbi var öllum þakklátur er sýndu honum vel- vilja. Sveitungi hans, Sigmundur á Vestara-Hóli, sendi honum bók á sjötugsafmælinu og tvær vís- ur: Ég þess glaður minnast má. Mildum lít það augum. Slaknað hefur aldrei á okkar vinataugum. Þú hefur mörgum greiða gert góðvild sýnt í verki. Mannorð þitt er meira vert en mikið heiðursmerki. Heimahjúkruninni, læknum og hjúkrunarfólki á Heilbrigð- isstofnunni á Sauðárkróki, ná- grönnum, fólkinu bæði í Forsæti og Hásæti, svo og öllum þeim er sýndu pabba hlýju og velvilja eru færðar þakkir. Hann mat allt slíkt að verðleikum. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Óli. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Pál Ragnar, sem daglega var kallaður Palli. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki eft- ir stutta legu þar, saddur líf- daga, enda orðinn 95 ára. Það sem hélt honum gangandi var hvað hann átti létta lund og sá ætíð spaugilegar hliðar á ýmsu, ekki síst þegar við áttum kvöld- stund við eldhúsborðið í Forsæt- inu. Það var fróðlegt að hlusta á hann segja frá því sem hann upplifði í æsku og á yngri árum sínum. Hann sagðist meðal ann- ars hafa hitt huldukonu, blá- klædda, er kvaðst Helga heita, og talaði hún við hann er hún leitaði ásjár móður hans. Einnig þegar hann var farinn að búa á Mið-Mói þá sá hann eitt sinn huldukonu við stóran stein rétt við túnjaðarinn. Sagði hann börnum okkar, er þau voru í sveit hjá afa sínum og ömmu, að þau mættu ekki láta illa né hafa hátt í námunda við steininn. Palli hafði gaman af að ferðast, þótt stutt væri. Hann var alltaf tilbúinn hin síðari ár að fara með í „miðvikudagsrúnt- inn“ á Blönduós eða að Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð um helgar. Eftir að Palli flutti úr sveitinni sinni og Bogga dó tók heilsu hans að hraka allverulega og var hann bundinn súrefnis- tæki nú síðustu árin. Hann greindist einnig með húðkrabba sem reyndist honum erfiður sjúkdómur. Þrátt fyrir þetta kom hann hér í efnalaugina til mín nánast daglega allt fram á síðasta ár og vaskaði þá oftast upp eftir miðdegiskaffið – það stytti daginn hjá honum. Lífsgildi hans voru einföld: Það var hagsýni,varkárni, hóf- semi og heiðarleiki. Palli var ætíð tilbúinn að hjálpa öðrum. Ætíð spurði hann um afa- og langafabörnin, hvernig þau hefðu það, hvort ekki væri allt í lagi með þau. Hann hafði miklar áhyggjur af Önnu Katrínu þegar hún var erlendis og ferðaðist meðal annars um Suður-Amer- íku. Hvort hana vantaði ekki aur til að komast heim aftur. Hann hafði ekki jafnmiklar áhyggjur af henni veturinn sem hún dvaldi í Kanada, en nær daglega spurði hann eftir hvort við hefðum frétt af henni. Hugurinn var ætíð hjá afabörnunum. Undir það síðasta eða um viku áður en hann dó tók hann í hendur lækna og hjúkr- unarfólks og þakkaði þeim fyrir alla hjálpina er þau höfðu veitt honum. Elsku tengdafaðir. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir alla hlýju og hjálpsemi sem þú sýndir mér og börnum mín- um. Hvíl þú í friði. Guðrún Kristín. Elsku afi minn. Nú ertu far- inn frá okkur eftir langa bið hjá þér, en ég veit að nú ertu ánægður og kominn til ömmu og Jonna. Það er margt að rifja upp sem við áttum saman, t.d. þegar við fórum niður á vatn til að vitja um fyrir hádegi og amma beið svo eftir okkur heima með pott- inn tilbúinn til að sjóða silunginn sem við höfðum veitt, aldrei fékk ég nóg af því sumar eftir sumar. Þegar við lögðum okkur eftir há- degismatinn og ég vaknaði ein var ég snögg út til að leita að þér og við alltaf að brasa eitt- hvað utandyra. Eitt af því sem þér fannst rosagaman voru bíltúrarnir og ég man þegar þú sagðir við mig að það besta við þessa bíltúra væri þegar líkaminn hristist til. Þú fórst alltaf með á Blönduós á miðvikudögum þegar var verið að ná í þvottinn og svo má ekki gleyma ferðunum í Fljótin. Þar fórst þú að brasa eitthvað en vissir að líkaminn væri ekki al- veg sáttur við það, en það breytti engu. Þegar amma fór komum við til þín beint frá Akureyri og Anna Kata lagðist við hliðina á þér, þú varst mjög slappur. Pabbi hringdi á lækni og það var náð í þig og farið með þig á sjúkrahúsið, við héldum að þið amma yrðuð jörðuð saman, en þar sem þú ert svo hjartsterkur ákvaðstu að vera með okkur næstu árin. Þegar Alexander var fyrir norðan síðasta sumar fékk hann að kynnast þér vel og þið spjöll- uðuð mikið í efnalauginni, en Ólafur ekki eins vel enda svo ungur enn. Daginn áður en þú varðst 95 ára héldum við upp á afmælið þitt og þú varst keyrður heim í Forsæti í hjólastól. Þú varst svo ánægður með daginn og elskaðir að komast aftur út í ferska loftið og reyndist þetta vera í síðasta sinn sem þú náðir að vera undir berum himni. Þín verður sárt saknað. Þín nafna, Ragna Björg. Mér hefur verið hugsað til þessara orða sem hér á eftir koma í þó nokkurn tíma minn kæri. Fyrir nokkrum mánuðum sat ég við hlið þér á sjúkrahús- inu og þú sagðir mér að þú vær- ir tilbúinn að kveðja þennan heim – ég sat þögul og hlustaði og reyndi að hemja aftur tárin sem voru að brjótast fram. Þeg- ar ég kom heim leið mér öm- urlega á svo marga vegu, sorg- mædd yfir orðum þínum en skildi þig þó, en á sama tíma þá fannst mér ég eigingjörn þar sem ég var ekki tilbúin að missa þig, ekki alveg strax. Núna hafa mánuðir liðið síðan þetta kvöld var og þú braggast og komist heim í millitíðinni þar sem þér leið best. En síðustu vikurnar hafa verið erfiðar fyrir alla í fjöl- skyldunni, og þá sérstaklega fyr- ir þig. Þú gast ekki farið aftur heim og varst meira en tilbúinn til að yfirgefa okkur hina lif- endur og komast til ömmu, Jonna og allra hinna ástvinanna sem kvatt hafa þennan heim. Núna var ég orðin tilbúin að kveðja þig – hætta þessari eig- ingirni minni og leyfa þér að fara. Blikið í augum þínum var farið að dofna og var ég hætt að sjá glettnina í þeim sem ég man svo vel eftir alla mína barnæsku og uppvaxtarár og þangað til mjög nýlega. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo sárt en minningarnar um þig munu lifa í hjarta mínu allt mitt líf. Stundirnar sem við höf- um átt saman eru ómetanlegar; flugnadráp með dagblöðum í eldhúsinu, í fjósinu að gefa kún- um og þú að kenna mér nöfnin þeirra, leitandi uppi nýgotna kettlinga, allar ferðirnar sem þú tókst mig með þér niður að vatni að veiða. Kenndir mér að slægja og þekkja fiskana og hvernig ég sæi hvort þetta væri hrygna eða hængur. Ég get haldið endalaust áfram að telja upp hvað þú hefur kennt mér og gert fyrir mig í gegnum tíðina. Hin síðustu ár þá er það ég sem hef verið að taka þig með í ferðir, en hvorki í ára- bát eða á heykvísl á dráttarvél, heldur rúntuðum við um allan fjörðinn og yfir í næstu sýslu. Þar deildum við saman ferðasög- um og ýmsum ævintýrum, og þú flissandi þegar sögur komu að uppvaxtarárum þínum og um prakkarastrik sem þú hafðir gert. Elsku afi, þú ert eini afinn sem ég hef kynnst og ég gæti ekki hafa hugsað mér betri afa. Ég veit að þú ert ánægður og sáttur núna hvar sem þú ert en þú verður líka ávallt hjá mér, í huga og hjarta – hvar og hvenær sem er. Vaktu, Drottinn, með þeim sem vaka eða gráta á þessari nóttu. Vernda þá sjúku, lát hina þreyttu finna hvíld, blessa deyjandi, hugga þá sem þjást, miskunna sorgmæddum og ver með þeim sem gleðjast. (Ágústínus) Þín Anna Katrín. Páll var fæddur á Austarahóli í Flókadal, sonur Ólafar Björns- Páll Ragnar Guðmundsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Hnappavöllum í Öræfum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 30. maí. Útförin verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði mánudaginn 11. júní kl. 13:00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á FAAS, Félag aðstandenda Alzheimer-sjúklinga. Jónína G. Elíasdóttir Hamré, Bengt Hamré, Gísli Þ. Elíasson, A. Þórey Ólafsdóttir, Ingibjörg H. Elíasdóttir, Árni G. Sigurðsson, Guðni K. Elíasson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, Sigurbjörn Elíasson, Brynja Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ARNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Strandgötu 97, Eskifirði, lést á Hjartadeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudaginn 11. júní kl. 14.00. Sólveig Kristmannsdóttir, Árni Helgason, Atli Börkur Egilsson, Bea Meijer, Kolbrún Brynja Egilsdóttir, Bernhard Nils Bogason, Karl Ingvar Egilsson, Kristín Kristinsdóttir, Guðbjörg María Egilsdóttir, Sayd Mechiat, Haukur Björnsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ættingjar. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir og afi, SIGURJÓN ÁRDAL ANTONSSON frá Ytri-Á, Sléttuvegi 13, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. júní kl. 13.00. Sesselja Friðriksdóttir, Friðrik Örn Egilsson, Helga Björk Bragadóttir, Þráinn Vigfússon, Svava Liv Edgarsdóttir, Hannes Hlífar Stefánsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, ANNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðjudaginn 5. júní. Elín Sigtryggsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Albert Sigtryggsson, Bjarni Sveinsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær frændi okkar og bróðir, SIGURÐUR HANNESSON bóndi, Villingavatni, lést á hjúkrunardeildinni Ljósheimum miðvikudaginn 6. júní. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 15. júní kl. 13.30. Brúney Bjarklind, Baldvin Jónsson, Kjartan Gunnar Jónsson, Sigurður Elías Halldórsson, Ársæll Hannesson, Sigrún Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.