Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2012 Margrét Bóasdóttir og Chal- umeaux-tríóið koma fram á Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú stutt verk eftir barokk- tónskáldin Johann Sebastian Bach, Christoph Graupner og Johann David Heinichen í um- ritun fyrir klarínettutríó auk íslenskra sönglaga við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness. Margrét Bóasdóttir söngkona hefur margsinnis áður komið fram með Chalumeaux-tríóinu á tón- leikum víðsvegar um landið en tríóið skipa Ár- mann Helgason, Kjartan Óskarsson og Sigurður Ingvi Snorrason. Tónlist Barokktónverk og íslensk sönglög Margrét Bóasdóttir Hjónin Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir munu leiða gesti um ljósmyndasýn- ingarnar Aðventa á Fjöllum og Ferðalangar á Fjöllum, sem nú standa í Þjóðminjasafni Ís- lands, á morgun kl. 14. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. Sigurjón og Þóra Hrönn eru áhugaljósmyndarar og hafa ljósmyndað vítt og breitt um Ísland, sem og víða um heim, s.s. á Grænlandi, í Alaska, Norður-Ameríku, Kína, víða um Evrópu, Líbanon og Namibíu. Í tengslum við sýningarnar gáfu Þóra Hrönn og Sigurjón út ljósmyndabókina Aðventa á Fjöllum. Ljósmyndir Ferðalangar og Að- venta á Fjöllum Ein af myndum Þóru Hrannar. Kvartett sænska gítarleik- arans Hans Olding og íslenska saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar kemur fram á öðr- um tónleikum djasssumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag kl. 15-17. Auk þeirra skipa hljómsveit- ina íslenski kontrabassaleik- arinn Þorgrímur Jónsson og sænski trommuleikarinn Erik Qvick. Kvartettinn mun flytja valda djassstand- arda, m.a. eftir Benny Golson, Dizzy Gillespie og Bud Powell. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Flosason-Olding- kvartett djassar Hans Olding Nútímatónlistarhátíðin Frum verð- ur haldin í sjöunda skipti sunnudag- inn 10. júní. Megináhersla hátíð- arinnar er að kynna nútímatónlist fyrir tónlistarunnendum en það er kammerhópurinn Adapter sem stendur fyrir hátíðinni í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Á hátíðinni í ár verður boðið upp á fimm einleiksverk fyrir alt- og bassaflautu, klarínett og bassa- klarínett sem flutt verða af þeim Kristjönu Helgadóttur og Ingólfi Vilhjálmssyni. Eins og fyrri ár verða tónleikarnir haldnir á Kjarvals- stöðum og hefjast þeir kl. 20 annað kvöld. „Annars vegar veljum við verk eftir tónskáld sem okkur þykja spennandi og svo verk sem eru eldri og við viljum glíma við,“ segir Krist- jana um dagskrá tónleikanna. Eitt verkanna er eftir þýska tón- skáldið Heather Frasch og verður frumflutt á tónleikunum annað kvöld. Verkið heitir Quietly breath- ing og er samið fyrir bassaklarínett og elektróník. „Við kynntumst Heather í gegnum sameiginlega vini í Berlín en höfum reyndar aldrei spilað eftir hana áður,“ útskýrir Kristjana en þau Ingólfur eru búsett í Berlín. „Ingólfur talaði við hana og athugaði hvort hún væri ekki til í að semja stykki fyrir hann til að spila á hátíðinni og hún tók svona rosalega vel í það,“ segir Kristjana og bætir við að Frasch sé virkilega spennandi og efnilegt tónskáld. Að tónlistarhátíðinni lokinni tekur við spennandi sumar hjá kamm- erhópnum Adapter. Meðal annars hefur Walter Zimmermann, eitt fremsta núlifandi tónskáld Þjóð- verja, skrifað verk fyrir þau sem verður spilað inn á plötu í ágúst. sigyn@mbl.is Einleikur og smá elektróník  Nútímatónlistar- hátíð á Kjarvalsstöðum Frumleg Kristjana og Ingólfur flytja einleiksverk á morgun. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Þetta eru tónlistarmenn úr ýmsum áttum sem allir eiga það sameigin- legt að hafa orðið fyrir áhrifum frá Sri Chimnoy. Því má segja að þetta sé þeirra leið til þess að þakka fyrir sig,“ segir Torfi Leósson, skipu- leggjandi tvennra tónleika sem haldnir verða í Hörpu í dag kl. 17 og 20. Sri Chimnoy samdi hug- leiðslutónlist og hélt 800 tónleika áður en hann féll frá árið 2007. Meðal þeirra voru tvennir tónleikar fyrir troðfullu Háskólabíói, árin 1988 og 2000. Hann leit á tónlist sem máttuga leið til að gera fólki kleift að upplifa innri frið og gleði. „Ég lærði hugleiðslu hjá Sri Chimnoy. Hann taldi tónlist réttu leiðina til hugarróar. Þó hann hafi fallið frá hafa flytjendur tónlistar hans haldið nafninu á lofti og hljómsveitirnar fara um allan heim til að spila tónlist hans,“ segir Torfi. Tónleikarnir nefnast Songs for the soul og samanstanda af níu hljómsveitum. Á þeim kemur sam- an fjölþjóðlegur hópur tónlist- arfólks úr röðum djasstónlistar, klassískrar tónlistar og heimstón- listar til að leika, útsetja og túlka tónlist Sri Chimnoy á sem fjöl- breyttastan hátt. Chimnoy var sjálfur þekktur fyrir fjölbreytni í tónlist sinni og spilaði gjarnan á tugi hljóðfæra á einum og sömu tónleikunum. „Við skipuleggjendur og tónlist- armennirnir leggjum sjálf fram vinnu og peninga til þess að halda þessa tónleika. Það eru svona 20 einstaklingar á Íslandi sem lært hafa hugleiðslu af Chi Chimnoy. Hann kenndi hugleiðsluhefð sem tengd er jóga. Þetta er alveg hand- an trúarbragða,“ segir Torfi. Andrés Ramón er Íslendingur sem fæddur er í Kólumbíu. Hann leikur með einni af hljómsveitunum sem koma fram á tónleikunum. Andrés spilar á charango sem er hljóðfæri sem á uppruna sinn frá indjánum í Andersfjöllum. Char- ango er einungis eitt af þeim fram- andi hljóðfærum sem tónlist- armennirnir leika á. Meðal annarra má nefna armensku flautuna du- duk, kínverska tveggja strengja fiðlu, erhu og tabla-trommu, svo eitthvað sé nefnt. Andrés hefur leikið með hljóm- sveitinni í 6 ár. „Við vorum öll nem- endur Sri Chimnoy og höfum stúd- erað tónlist hans og hugmyndafræði. Við sem erum í hljómsveitinni kynntumst flest í gegnum hans verk úti í New York fyrir sex árum og síðan höfum við verið að spila saman um allan heim,“ segir Andrés. Aðgangur að tónleikunum ókeyp- is. Framandi hljómaheimur Sri Chimnoy  Tónleikar til heiðurs Sri Chimnoy haldn- ir í Hörpu í dag  Leikið á framandi hljóðfæri sem heyrist sjaldan í á Íslandi Framandi Andrés Ramón er meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum. Frekari upplýsingar á harpa.is og srichinmoy.org. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við erum þjóðarhljómsveit og þess vegna verðum við að fara í ólíka bún- inga þannig að allir geti fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Það er bæði krefj- andi en líka mjög gefandi,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, tónleika- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en komandi starfsár Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verður kynnt formlega eftir helgi. Sem endranær verður boðið upp á Gula tónleikaröð fyrir þá sem vilja heyra fjölbreytilega klassíska tónlist, Rauða tónleikaröð þar sem stór verk fyrir hljómsveit eru í forgrunni og Græna tónleikaröð með vinsælli klassík af léttara taginu auk þess sem tónleikaröðin Litli tón- sprotinn er á sínum stað. „Þar kynnir trúðurinn Barbara töfra tónlistar- innar fyrir ungum tónleikagestum,“ segir Arna Kristín og bendir á að meðal þess sem boðið verði upp á þar sé Pétur og úlfurinn eftir Sergei Prokofíev þar sem Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistari miðlar sögunni. Meðal þess sem flutt verður undir merkjum Gulu raðarinnar er Geysir eftir Jón Leifs undir stjórn Rumons Gamba auk þess sem Vladimir Ashkenazy mun m.a. stjórna sinfóníu nr. 6 og fiðlukonsert nr. 2 eftir Dmit- ríj Sjostakovitsj. Undir merkjum Rauðu raðarinnar verður m.a. flutt Ernster Gesang eftir Wolfgang Rihm undir stjórn Hans Grafs. Í Grænu röðinni mun Kristur á Olíufjallinu eftir Ludwig van Beethoven óma undir stjórn Ilans Volkovs, en á sömu tónleikum mun Víkingur Heiðar Ólafsson leika píanókonsert nr. 5, Keisarakonsertinn, eftir Beethoven. Af öðrum tónleikum má nefna að Saleem Abboud Ashkar mun leika einleik í píanókonsert nr. 1 eftir Felix Mendelssohn undir stjórn Pietaris Inkinens. Aðspurð segir Arna Kristín ekkert launungarmál að fingraför Ilans Vol- kovs, aðalhljómsveitarstjóra og list- ræns stjórnanda, séu greinileg á dag- skrá næsta vetrar. „Hann hefur mjög spennandi og ferska sýn á hlutina auk þess sem hann hefur mikla ástríðu fyrir því hvernig Sinfóníuhljómsveitin talar inn í samtím- ann,“ segir Arna Kristín og nefnir Tectonics-tónlistarhá- tíðina sem dæmi þar um en hún verður hald- in í annað sinn á næsta ári. Sinfóníuhljómsveit Íslands bregður sér í ólíka búninga Morgunblaðið/Eggert Leiðandi Ilan Volkov setur sem aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórn- andi SÍ afgerandi fingrafar sitt á tónleikadagskrá komandi starfsárs. „Að vanda tökum við á móti heimsþekktum sólistum. Í þeim hópi eru skoski píanó- leikarinn Steven Osborne,“ segir Arna Kristín, en hann mun leika píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir Maurice Ra- vel undir stjórn Ilans Volkovs. „Það má enginn missa af sænska klarínettuleikaranum Martin Fröst. Hann mun flytja Peacock Tales eftir Anders Hillborg, en verkið býður upp á mikla leikræna tilburði og er Fröst þekktur fyrir að dansa við klarínettið á sviðinu,“ seg- ir Arna Kristín og tekur fram að hún hlakki einnig til að heyra Christian Tetzlaff takast á við fiðlukonserta Karols Szymanowskis undir stjórn Johns Storgårds. Síðast en ekki síst nefnir Arna Kristín stórstjörn- una Deborah Voight sem syngja mun Sjöslæðudansinn úr Salóme eftir Richard Strauss undir stjórn James Gaffigans. Enginn má missa af Fröst DANSAR VIÐ KLARÍNETTIÐ Deborah Voight
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.