Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.09.1942, Blaðsíða 48
276 HELCAFELL mcgi við því að venjast af lestri fornsagnanna, því þær eru, þrátt fyrir allt, blóð af hennar blóði, og engar framandi bókmenntir, hversu góðar sem þær eru, geta komið nokkurri þjóð að fullu í stað þeirra, scm hún á sjálf beztar. Tæplega verður það dregið í efa, að þjóðin sé fús á að lesa góðar bækur ef hún á þeirra kost, en margir munu þó þeirrar skoðunar, að sá tími sé liðinn, er bókamenn meðal fátækrar alþýðu um land allt biðu nýrrar bókar með eftirvæntingu og lögðu furðanlega hart að sér til að eignast hana. Þrátt fyr- BÆKUR OG ir það hafa bókakaup þjóðar- BÓKAKAUP. innar í heild aukizt stórum, en þó íslenzkar bækur hafi selzt meira hin síðustu ár cn áður eru dæmi til, verður naumast dregin af því sú ályktun, að lestrarhneigð þjóðarinnar almennt hafi vaxið að sama skapi. Bækur eru hvorttveggja í senn, andi og efni, sál og líkami, þó í ýmsum hlut- föllum sé, eins og gerist og gengur, og það þarf ekki út af fyrir sig að bera vott um neitt vanmat á andanum, þó menn kaupi sér bækur til augnayndis eða heimilispfyði. Fáir dauðir hlutir eiga sér persónulegri svip en bækur," þegar þeim tekst upp, og til eru bækur, sem heilla menn við fyrstu sýn, vegna þess að þær búa yfir dularfullum þokka, sem ekki verður skilgreindur frekar en fcgurð ungrar stúlku, — og það er hægt að horfa á þær, jafnvel að handleika þær, sér til sálubótar, án þess að manni langi minnstu vitund til að skera upp úr þeim, hvað þá að lesa þær. — En auk þessa eru bækur verðmæti á veraldlega vísu og einnig þess vegna leggja margir skynsamir menn fé sit í bækur, — trúa þeim fyrir pen- ingum sínum, þó þeir hafi ekki mikla trú á þcim að öðru Ieyti. Það vill líka svo vel til, að ekki þarf að borga skatt af þeim, og er það fallega gert af þeim. Fcr ekki hjá því, að rit- höfundarnir njóti góðs af þessum eiginleikum bókanna, og þá munu þeir ekki síður finna dl þess með nokkru stold, að samtímis því sem bækur þeirra hækka stöðugt { verði, þá hrakar jafnt og þétt í álid og eftirspurn þeirri tegund bókmennta, sem þeir hafa Iagt einna minnst að mörkum til fram að þessu, en það eru spari- sjóðsbœkur. Svo langt SPARISJÓÐSBÆKUR gengur þetta, að LÆKKA í VERÐI. vafasamt er, hvort nokkurntíma hefur verið hafinn jafn hatrammur og skipulags- bundinn áróður gegn einstakri bókmennta- grein. Er þetta því merkilegra sem þessar bækur þóttu áður hinir mestu kjörgripir og ýmsir voru þeir, sem létu sér þann bókakost nægja. Má nærri geta, hvernig ástatt muni vera um samvizku þeirra manna, sem hafa árum saman unnið að því að tæla börn og fáráðlinga ril að leggja fé sitt í sparisjóðsbæk- ur og hvernig munu þá eigendur þessara ömur- legu bókmennta hugsa ril þeirra, sem flekuðu þá til að koma sér þeim upp? En bækur eiga sér örlög, og það eru ekki alltaf beztu bækurnar, sem skila eigendum sínum mestu peningalegu verðmæti. Hinsvegar cr það skylda útgefendanna gagnvart þjóðfé- laginu, sem festir árlega mikið fé í bókum eirra, að velja þær bækur öðrum fremur til útgáfu, sem þjóðina vanhagar um eða ætla má að geti komið henni að gagni. En um þetta hefur að vonum gætt handahófs. Það er t. d. mjög vafasamt hvort fyrirtæki, sem á sama tíma og aðrar þjóðir verða að gæta ýtrasta pappírssparnaðar, tekur sér fyrir hend- ur að láta prenta nýja útgáfu af Kapitólu, hafi bókmenntaþörf þjóðarinnar fyrst og fremst fyr- ir augum. Og í rauninni er sorglegt ril þess að vita, að þjóðin skuli þurfa að sjá af móður- máli sínu til slíkra bóka, samtímis því, að ríkið tímir ekki cinu sinni að sjá af löggiltri staf- setningu á merkustu rit gullaldarbókmennt- anna. í Léttara bjali síðast PÓLITÍK HINNA var vikið nokkuð að A1 - GÓÐU PARTA. þingiskosningum þeim. sem þá voru nýlega afstaðnar, og tel ég mér skylt að leiðrétta það,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.