Helgafell - 01.12.1943, Side 46

Helgafell - 01.12.1943, Side 46
368 HELGAFELL er handbragð snertir, og því, sem þeir sjá. En þaS er samt sem áSur tilgangs- laust aS spyrja um þaS, hver þeirra sé íslenzkastur. Vér gætum eins vel spurt hver þeirra, án samanburSar aS öSru leyti, hafi veriS íslenzkastur, Bjarni Thorarensen, Jónas Hallgrímsson og Grímur Thomsen. ÞaS er yfirleitt erf- itt aS finna nokkurn samnefnara fyrir eSli og einkenni lands eSa þjóSar. Vér vitum þaS eitt, aS sá listamaSur er þjóSlegastur, sem gefur landi sínu varan- legust verSmæti í heiSarlegri og listrænni túlkun persónulegs viSfangsefnis. Og ég býst viS því, aS á sama hátt og Grieg skóp nýjan skáldskap í tónum, sem síSan er orSinn heiminum táknrænn fyrir þaS, er teljast megi þjóSleg norsk tónlist, þá mun einnig á sínum tíma verSa litiS svo á, aS afrek hinna þriggja ágætu listamanna, er ég nefndi, segi mjög eindregiS til um þaS, sem íslenzkast er í fari lands og þjóSar, og þó aS hver þeirra um sig hafi gefiS oss í verkum sínum nýja og aS mörgu ólíka ættjörS, mun oss verSa þaS ljóst, fyrr en varir, aS vér megum af engri þeirra sjá, því hver þeirra um sig er um leiS orSin sameiginleg ættjörS vor allra. III. Ef einhvern kynni aS langa til aS sjá eitt fyrsta listaverk Gunnlaugs Blönd- als, getur hann fariS upp á þjóSmenjasafn og spurt eftir því þar. Listaverk þetta er raunar ekki málverk, heldur er þaS mjög fagurlega útskorinn skápur, prófsmíS í tréskurSi, hin mesta gersemi á sínum tíma og sjálfsagt enn í dag. Listaverk þetta mun um leiS vera eitt hiS síSasta sinnar tegundar, sem hinn ungi og efnilegi nemandi Stefáns Eiríkssonar afrekaSi, og enginn, sem fylgzt hefur síSan meS listferli Gunnlaugs Blöndals og þekkir til þeirrar ástríSu- fullu gleSi, sem hann hefur af því aS leika sér viS hin mjúklátustu form og ævintýralegustu liti, getur furSaS sig á því, aS hann hafi snemma gerzt frá- hverfur hinu óþjála listformi tréskurSarins. Innan viS tvítugsaldur fer hann til Kaupmannahafnar til teiknináms og síSan til Osló, og er þar um tveggja ára skeiS í skóla hjá Christian Krogh, einum stórbrotnasta og gáfaSasta full- trúa norrænnar málaralistar. Fer ekki hjá því, aS hann hafi á þessum árum orSiS fyrir djúpum og varanlegum áhrifum af persónuleik og list jafn fágæts meistara, og þó þaS sé síSur en svo, aS Krogh hafi veriS nokkur afturhalds- maSur gagnvart nýjum sjónarmiSum í list, má þó ætla, aS handleiSsla hans hafi reynst hinum unga nemanda nokkur viSspyrna gegn taumleysi sumra þeirra tízkustefna, er skaut upp á meginlandi Evrópu fyrstu árin eftir heims- styrjöldina fyrri. ÞaS fer heldur ekki tvennum sögum um þaS, aS meistarinn Krogh hafSi aS sínu leyti miklar mætur á þessum unga lærisveini sínum frá Islandi, og ég hef orS danska listdómarans og rithöfundarins Christians Rime- stad fyrir því, aS Krogh hafi eitt sinn í blaSaviStali tekiS hann fram yfir alla aðra nemendur sína. Seinna varS Gunnlaugur Blöndal mjög heillaSur af impressionistunum frönsku, einkum Matisse og Renoir og fór til Parísar..

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.