Helgafell - 01.05.1945, Page 12

Helgafell - 01.05.1945, Page 12
8 HELGAFELL vorhugur mikill og vilji til umbóta, en forsjáin ekki ætíð að sama skapi, og skal það raunar ekki lastað. Hitt var þeim ljóst, að staðgóð þekking á náttúru landsins og högum þjóðarinnar væri sá grunnur, sem reisa yrði á allar þær umbætur, er þeim voru efst í huga. Sést þetta skýrt á bréfi þeirra til presta og prófasta. Þar segir svo: ,,Það er harla áríðandi hverri þjóð að þekkja til hlítar land það, sem hún býr í, og ástand sjálfrar sín í öllu tilliti; en það getur hún því aðeins, að rétt og greinileg lýsing á landinu og þjóðinni hafi verið samin og sett á bækur, er síðan komi í almennings hendur. Vér Islendingar höfum ekki hingað til eignazt neitt þess konar rit um land vort og sjálfa oss, því það, sem ritað hefur verið í þessari grein, er víða á dreif í bókum og bréfasöfn- um, og myndi ekki heldur hrökkva mikið til nákvæmrar lýsingar á land- inu og þjóðinni, þótt það væri allt komið á einn stað.“ Þetta er sameiginleg skoðun nefndarmannanna, og munu fáir treystast til þess að andmæla henni nú. En skilningur Jónasar stóð þó enn dýpra. Honum var gefin skyggni skáldsins, svo að hann sá, að þjóðin þurfti ekki aðeins að kynnast landinu til þess að hún byggi þar betur, heldur fyrst og rremst sér til sálubóta. í bréfi, er hann ritaði Konráði Gíslasyni nokkrum árum síðar, farast honum orð á þessa leið: ,,Höfum við ekki sagt, að landið er fagurt og frítt, hefur þú ekki sagt það sjálíur ? En hver skilur fegurðina nema hann geti notið náttúrunnar jafnframt með viti og þekkingu; því eintóm mannleg tilfinning, sem lifað hefur í okkar unglingum, deyr út með líkamanum, ef hún er ekki studd við þekkingu og djúpa ást á útborði andans.“ Jónasi er hér allmikið niðri fyrir, enda virðist mér hann segja hug sinn meira en honum er títt, og kenning hans er þessi: Menn þurfa að þekkja landið til þess að skilja fegurð þess og geta notið hennar til fulls. II. Tillaga Jónasar um íslandslýsingu var merkilegt nýmæli á sinni tíð. ekki sízt fyrir þá sök, að hún olli tímahvörfum í ævi hans sjálfs. Hún var teningur, er örlögin urpu og úrslitum réð um framtíð hans. Þegar hér var komið, stóð hann á þrítugu. Undanfarin fjögur eða fimm ár hafði hann stundað náttúrufræðinám við Hafnarháskóla og var orðinn vel að sér í þeim greinum, einkum dýrafræði og jarðfræði, en hafði þó ekki lokið prófi. Nú voru námsstyrkirnir þrotnir, efni engin, og náttúrufræði- þekkingin varð lítt í aska látin. Gat hann því ekki verið öllu lengur í Höfn, nema eitthvað legðist til með atvinnu, en ekki horfði vænlega um það fyrir próflausan, íslenzkan náttúrufræðing og skáld. Hér heima var ekki heldur til mikils að sjá nema nokkurra prestsembætta. Þarna stóð hann því uppi milli námsáranna og óvissrar framtíðar. Sumarið áður, 1837, hafði Jónas ferðazt um ísland og fengizt nokkuð við rannsóknir. Fýsti hann nú mjög að halda þeim áfram, sem von var,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.