Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 14

Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 14
10 HELGAFELL Hinn 13. nóvember kom Jónas til Kaupmannahafnar og var þar um veturinn. En sumarið eftir, 1843, fór hann út til Sóreyjar og dvaldist þar fram á næsta vor hjá Steenstrup, vini sínum, sem þá var orðinn kennari við latínuskólann þar. I öndverðum maímánuði hvarf hann svo til Hafnar og átti þar síðan heima til dauðadags, 26. maí 1845. Þessi fimm misseri vann hann að íslandslýsingunni eða réttara sagt undirbúningi hennar og sóttist seint. Hafa margir virt honum þetta til ódugnaðar, en það er ekki rétt að mínum dómi. íslandslýsingin var svo stórkostlegt viðfangsefni, að ekki var von til, að Jónasi, né öðrum, tækist að ljúka henni á skömmum tíma, og þurfti ótrúlega mikinn undirbúning áður en unnt væri að setj- ast við að semja hana. Á þessum tíma var náttúrufræðiþekking manna all- mjög í molum og handbækur af skornum skammti. Þurfti því víða fanga að leita, einkum til hins almenna hluta ritsins. Þannig skrifaði Jónas hvað eftir annað frá Sórey og kvað sig verða að fá bókina Insecta lapponica (Skordýr Lapplands), því að ekki væri ,,hægt að komast fram úr skor- kvikindunum á íslandi að öðrum kosti.” Þess er og að geta, að um sama leyti var Bókmenntafélagið að gefa út Uppdrátt Islands eftir Björn Gunn- laugsson. Björn sat hér heima, og kom það í hlut Jónasar að fara yfir handritið og lagfæra það. Vann hann að þessu af miklum áhuga, og lét það ganga fyrir öðru, enda gat naumast komið til mála að rita íslandslýs- inguna fyrr en uppdrátturinn væri kominn út. Svipuðu máli gegndi um sóknalýsingarnar. Þær voru nauðsynleg heimildarrit, en komu heldur dræmt, eins og áður segir. Allt þetta tafði fyrir, enda var verkinu skammt komið, er Jónas féll frá. Virðist honum hafa orðið furðulega óslyngt um þessi ritstörf, slíkur yfirburðasnillingur sem hann var. En þess er ekki að dylj- ast, að hann var afkastamaður ekki mikill, og olli því gáfnafar hans og skapferli. III. Jónas Hallgrímsson var maður mjög fjölhæfur og lét til sín taka allt. sem á vegi hans varð, fagurt eða fróðlegt. Hann var í senn húmanisti og realisti, náttúrufræðingur og skáld, enda jafnvígur á allar námsgreinar. Slíkum mönnum er jafnan nokkuð hætt við því að drepa orku sinni á dreif. Hann var viðkvæmur í lund, fáskiptinn nokkuð, en ekki jafnhug- aður og virðist hafa átt erfitt með skapsmuni sína hin síðari ár, enda fó/ lífið um hann hrjúfum höndum, svo að eftir eymdi í huga hans. Fáar sögur fara af æsku Jónasar, en þó virðist hann hafa verið glað- sinna að upplagi og elskur að öllu fögru. Snemma kennir þó í kæti hans einhvers annarlegs trega, líkt og í sólskini hins sumarlanga dags. Níu ára gamall missti hann föður sinn á sviplegan hátt. Síðan var hann sendur að heiman, í aðra sveit til allra ókunnugra, og má nærri geta, að það hafi orkað fast á hinn næma svein, þó að ekki væri í kot vísað þar sem móðursystir hans var. Sú var önnur reynsla Jónasar, að hann gat ekki,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.