Helgafell - 01.05.1945, Qupperneq 19

Helgafell - 01.05.1945, Qupperneq 19
JONAS HALLGRIMSSON 15 far Jónasar og skáldskap. Hún tengdi hann við landið. Hann varð að hugsa um það, heyra það og sjá. Hann varð að lifa ferðir sínar aftur, njóta þeirra á ný, með meinbugi skyldu og erfiðis á aðra hönd. En þegar stakk- ur stílsins þrengdi að hugsun hans, klæddist hún öðrum búningi, fágæt- ari og fegurri. Þannig hygg ég, að ýmis hinna dýrlegustu kvæða Jónasar nafi orðið til. Fyrst er óskin til alls. Hinn annarlegi mjöður Oðins seytlar um sál skáldsins, í fyrstu sem óljóst hugboð, er leitar sér Ijóðstafa. Ætla má, að fyrstu kveikjur kvæðanna hafi horfið Jónasi í hug á ferðum hans hér heima, en síðan legið fólgnar í vitund hans. Síðar, þegar hann vann að íslands- lýsingunni og hugsaði löngum heim, lifnuðu þessar glæður og yljuðu út frá sér. Vafalaust hafa margar þeirra skipt um stund og stað, en sumar hlutu lífsloft og gæddust ,,guðsloga“ listarinnar. VII. Sórey liggur út á Sjálandi miðju, lítill bær við vatn og skóg. Þann tíma, sem Jónas dvaldist þar, naut hann þess öryggis og samræmis, sem hugur hans þráði. Steenstrup, vinur hans, var tryggðatröll, traustur eins og bjarg og eljumaður hinn mesti. Lét hann sér annt um Jónas og vildi hafa hann hjá sér sem lengst, enda unnu þeir saman að rannsóknum á náttúru íslands. Þarna hafði Jónas hóflega vinnu, umgekkst ýmsa helztu andans menn með- al Dana, ók um skóginn eða réri á vatninu að vild sinni. Þrátt fyrir allt var hann þó gestur og framandi í hinum skuggsælu skógum. Langt í burtu lá ættjörðin: bláir tindar yfir djúpum dölum og hvít jökulhvel, sem lýstu langt inni í hugskoti hans, líkt og í draumi. Ég hygg, að í Sórey hafi Jónas ort einna mest. Hann skrifaði þar fjölda mörg bréf, sem bera þess vott, að honum leið vel, en eins og áður segir, varð honum örðugt um kveðskapinn, þegar illa lá á honum. I hinu milda skini milli starfs og kvíða, kæti og saknaðar, var harpa hans tiltæk- ust og hljómaði bezt. Og þarna úti, þar sem enginn skildi móðurmál hans, lék það honum ljúfast á vörum. Síðustu árin, sem Jónas lifði, samdi hann nokkur drög til Islandslýsing- arinnar. Heillegustu kaflarnir eru tveir: annar um ár, en hinn um eyjar og sker, enda hlaut hann að lýsa stróndum landsins í fyrra lagi. Um sama leyti, líklega í Sórey, orti hann kvæðaflokkinn Annes og eyjar. Fæ ég ekki varizt þeirri hugsun, að þetta tvennt, lýsingin og ljóðin, séu greinar, runnar af sömu rót. Hin þurru fræði fullnægja ekki skáldlegum skilningi Jónasar á landi og þjóð. Þar verður margt, sem máli skiptir, að lúta í lægra haldi, en stíllinn örðugur viðfangs og lágreistur. Þá flýr hann með hið út- læga efni og gæðir það lífsanda listar sinnar. Hinn 8. ágúst 1841 fór Jónas frá Hólum á Snæfellsnesi inn til Ölafs- víkur. A hallandi degi reið hann fyrir Ólafsvíkurenni, hinn tæpa forvaða iast við bergið. Ef til vill hefur honum þá horfið í hug hætta hins grænbláa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.