Helgafell - 01.05.1945, Síða 24

Helgafell - 01.05.1945, Síða 24
20 HELGAFELL Sú alfræðibók heitir Bonniers Kon- versationslexifyon, önnur útgáfa, mjög aukin og endurbætt, svo að heita má að um frumútgáfu sé að ræða. Utgeí- andi er stærsta bókaforlag Svíþjóoar, Bonniers. Fyrstu útgáfu þessarar al- fræðibókar var lokið rétt fyrir 1930. Upp úr 1930 var farið að undirbúa næstu útgáfu, og mun hafa verið farið að vinna að henni með fullum starfs- kröftum árið 1936. Áætlað er, að nýja útgáfan verði 14 bindi, auk óhjákvæmi- legra viðbótarbinda, vegna breytinga af völdum heimsstyrjaldarinnar. Hvert bindi er rúmar 700 tvídálkasíður í álíka broti og hin þýzk-íslenzka orðabók Jóns Ófeigssonar. Bindin eru mjög auðug að myndum, sumum litprentuðum og frágangur allur vandaður. Verðið er og ekki lágt, á sænskan mælikvarða, um 25 krónur bindið, í mjög vönduðu skinnbandi. Á starfsárum mínum við þessa alfræðibók (ég vann þar sem stað- gengill fyrir ritstjóra, sem kvaddir voru til herþjónustu), unnu að henni yfir 20 fastir starfsmenn, auk yfirrit- stjórnar, sem skipuð var nokkrum þekktum fræðimönnum og hafði eins- konar eftirlit með starfinu, án þess að taka verulegan þátt í því. 1 hinni eig- inlegu ritstjórn unnu venjulega 17 manns: aðalritstjóri, aðstoðarritstjóri og 15 undirritstjórar, sem höfðu hver um sig umsjón með sinni sérgrein eða hluta hennar, (2 landa- og jarðfræð- ingar, I verkfræðingur, 1 eðlisfræð- ingur, 2 bókmenntafræðingar o. s. frv.). Aðalritstjóri, aðstoðarritstjóri og 1 1 undirritstjórar unnu við alfræðibók- ina fullan vinnutíma, þ. e. frá kl. 9 f. h. til kl. 5 e. h. hvern virkan dag, að undanskildu mánaðar sumarleyfi. Hin- ir undirritstjórarnir unnu flestir hálfan vinnutíma. Þar að auki unnu í skrif- stofum alfræðibókarinnar 5—6 stúlk- ur fullan vinnutíma við prófarkalestur, spjaldskrárgerð og ýmislegt annað. — Samanlagt unnu því þarna yfir 20 fastir starfsmenn og flestir fullt dags- verk. Þó var langt frá því, að öll vinn- an við þessa alfræðibók væri unnin af þeim starfskröftum, sem þegar hafa verið nefndir. Um mjög mikinn hluta uppsláttarorðanna var ritað af fræði- mönnum utan ritstjórnarinnar. Innan míns verkahrings t. d. var svo um öll uppsláttarorð í veðurfræði, haffræði, bergtegundafræði, steinafræði og ým- is þýðingarmikil orð í landafræði og jarðfræði. Vinnuskilyrði voru þarna hin ákjós- anlegustu. Tveir undirritstjórar voru um hvert vinnuherbergi, og voru þeir, sem fjölluðu um skyldar fræðigreinar, paraðir saman. 1 hverju þessara vinnu- herbergja voru bókaskápar með öllum nauðsynlegustu handbókum í þeim fræðigreinum, sem þar var unnið að. í mínu herbergi voru þannig tiltækar m. a. hinar beztu og nýjustu handbæk- ur í landafræði og jarðfræði, sem fá- anlegar voru, allir ,,Baedekerar“, sem út hafa verið gefnir, árleg hagtíðindi (,,statistiskar“ árbækur) frá öllum þeim þjóðlöndum, sem miklu máli skipta, hinar fullkomnustu kortabæk- ur (atlasar) sænskar, enskar og þýzk- ar, og loks stórar alfræðibækur. Auk þess var á sömu hæð og vinnuher- bergin allstórt bókasafn til sameigin- legrar notkunar ritstjórunum, og voru þar m. a. síðustu útgáfur flestra alfræðibóka evrópskra og amerískra, fjöldi orðabóka, söfn æviágripa (bío- grafisk lexikon), ýmis tímarit (í landa- fræði t. d. ensk og þýzk auk hinna skandínavísku). Þá má ekki gleyma miklu safni, stafrófsröðuðu, af úrklipp- um úr sænskum dagblöðum og tíma- ritum. Var daglega klippt úr þeim allt, sem talið var, að komið gæti að gagni við samningu alfræðibókarinnar. Auk alls þessa voru sendlar stöðugt viðlátn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.