Helgafell - 01.05.1945, Page 31
VANRÆKT VERKEFNI
27
hefur staðið í garði tímaritanna, síðan
Lögréttu leið. Er það bæði mikið verk-
efni og gott, ef vel er af hendi leyst,
að kynna Islendingum það bezta, sem
út kemur af bókum mánaðarlega á
heimsmarkaðinum.
Til dæmis um erlend ritdómatíma-
rit má nefna enska vikublaðið Times
Literary Supplement, mjög fræðilegt,
en þó við almennings hæfi, og amer-
ísku vikuútgáfuna Neu) Yorl^ Times
Boo\ Revieu) sem er enn alþýðlegra
og útbreiddast slíkra blaða í Ameríku.1
Það orð leikur þó á, að útgefendur hafi
þar stundum hönd í bagga með dómum
um bækur sínar.
ÁRLEGAR EFNISSKRÁR
ÍSLENZKRA BLAÐA
ERU NAUÐSYNLEGAR!
Eg hef einu sinni áður reynt að
koma flugu í munn íslenzkum dag-
blöðum. Lagði ég til, að þau kæmu
sér upp í sameiningu árlegri ejnisskrá
í líkingu við það, sem ensku stórblöð-
in beggja megin hafsins (London Tim-
es og New York Times) gera. Slík
I Hér mætti engu síður nefna bandaríska
vikuritið Saturday Revieu) oj Literature, vandað,
aðgengllegt og cdýrt ritdómatímarit með ágætum
myndakosti. — Ritstj.
efnisskrá væri hið mesta þing fyrir alla
þá, sem þurfa að nota íslenzk blöð,
stjórnmálamenn, sagnaritara, bók-
menntamenn, kaupsýslumenn o. s. frv.
Eg hélt í einfeldni minni, að bjarminn
af stórblöðunum mundi kasta slíkri
gyllingu á fluguna, að dagblöðin heima
mundu gína við henni eins og veiði-
flugu hjá enskum lávarði. En mér varð
ekki að því. Blöðin litu ekki við henni.
Mér datt í hug, að fátækt þeirra kynni
að valda; þetta var á kreppuárunum.
En á sama tíma höfðu þau þó ráð á því
að stækka letrið í fyrirsögnum sínum,
og má af því ráða, að ekki hefur papp-
írsekla verið orsökin.
Með þessa reynslu af blaðaveiðun-
um, hef ég, satt að segja, ekki mikla
trú á því, að þau bíti á agnið hjá mér
að þessu sinni. En um það tjáir ekki að
fást, og vilji nokkurt blað eða tímarit
birta þessa grein,2 hef ég að minnsta
kosti ekki samvizku af því að hafa van-
rækt að benda á það, sem mér virtist
betur mega fara.
2 Greinin er komin til Helgafells frá hr.
Agnari Kl. Jónssyni, skrifstofustj. í utanríkismála-
ráðuneytinu, er höfundurinn hafði falið að koma
henni á framfæri við eitthvert íslenzkt blað eða
tímarit. Helgafell mun innan skamms víkja að
þeim umbótatillögum, sem hér hafa veriÖ rædd-
ar. — Ritstj.
Stefán Einarsson.
MEINLEG VILLA hefur slæðzt inn í frásögnina um bók-
menntaverðlaun Helgafells neðst á bls. 5, í 2. d.: á næsta Lista-
mannaþingi o. s. frv., en á að vera: á öðr« Listamannaþingi.