Helgafell - 01.05.1945, Page 35

Helgafell - 01.05.1945, Page 35
Ólafur Jóh. Sigurðsson: Myndin í speglinum og Níunda hljómkviðan í SVIP HENNAR og augum vottaði hvergi fyrir forboðum hins ókomna og dularfulla, né heldur leynilegum ein- kennum þeirrar sorgar, sem átti eftir að fylla brjóst hennar myrkri og trega innan fárra segulmagnaðra klukku- stunda. Hún var öll eins og lifandi tákn ferskrar heilbrigði og kyrrlátrar hamingju, þar sem hún greiddi hár sitt fyrir framan skrautlegan svefnher- bergisspegil á fimmtu hæð í vönduðu leiguhúsi við Riverside Drive. — Það streymdi vorleg birta inn um hálfop- inn gluggann, samhliða þungum, óslitn- um dyn frá akbrautunum á fljótsbakk- anum og daufu skóhljóði, blístri og mannamáli neðan frá strætinu. Hún hafði farið í nýjan, dökkbláan kjól, sem hún keypti fyrir nokkrum dögum, smeygt tvöfaldri og hvítgljáandi perlu- festi um hálsinn og málað varirnar með dýrum lit frá fyrirtækinu Elizabeth Arden, keimsterkum, dumbrauðum og angandi lit, sem minnti hana ævin- lega á rósir í krönsum. Og rneðan hún greiddi hár sitt inni í björtu svefnher- berginu, lagfærði djúpar, mójarpar bylgjurnar með íbognum lófa og horfði þögul á mynd sína í speglinum, lýsti sérhver hreyfing hennar fclskvalausri og einlægri tilhlökkun. Það var eins og hana langaði til að syngja. I hvert skipti sem hún ætlaði á hljómleika með manni sínum varð hún gagntekin slíkri tilhlökkun og reyndi á engan hátt að leyna henni í viðurvist annarra, jafnvel þótt hún ætti á hættu að vekja tvíræða eftirtekt eða óþægi- legar grunsemdir um uppgerð, van- menntun og misheppnað stærilæti. Hún brosti eins og unglingur, raulaði brot úr frægum lögum og sagði hvað eftir annað við gestina, að maðurinn sinn væri búinn að kaupa aðgöngu- miða að hljómleikunum í Carnegie- höll, það er á morgun, það er hinn dag- inn, það er kannski seinast í næstu viku, Bruno Walter stjórnar. Síðan sætti hún lagi að víkja talinu að Metro- politan-óperunni og þuldi nöfn við- urkenndra söngvara og tónlistarmanna, unz gestirnir fóru ýmist hjá sér eða litu spotzklega hver á annan, földu hæðn- ina bak við grisjóttan tóbaksreykinn og kinkuðu kolli þegjandi. Hún átti tvær íslenzkar vinkonur í New York, sem spurðu hana stundum dálítið efa- blandnar, hvers vegna henni þætti svona gaman að hljómdeikum, sem virtust ofar skilningi venjulegs fólks, en hún gat aðeins svarað þeim á einn veg: að henni fyndist tónlistin fegurst og yndislegust af öllu í heiminum. — 1 rauninni hafði hún frá barnæsku haft áþekk svör á reiðum höndum, en samt sem áður hefði verið auðvelt að telja henni trú um, að Mozart og Rachmani- noff hefðu verið bræður. Hún hafði aldrei lesið neitt um tónlist, aldrei reynt að afla sér aðgengilegrar fræðslu um tónlist eða læra að leika á eitthvert hljóðfæri, leika á píanó eða fiðlu, —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.