Helgafell - 01.05.1945, Qupperneq 41

Helgafell - 01.05.1945, Qupperneq 41
MYNDIN I SPEGLINUM 37 dimmrauðar línur þvert yfir sviðið, en andlit þeirra fengu á sig hinn djúpa einingarblæ sviðsins og litanna, órof- inn og samrýmdan, þótt tvö væru svört. Hún reyndi að festa þessa sjón í huganum, ljósmynda hana í hugan- um, svo að hún gæti skýrt greinilega frá henni, þegar hún kæmi heim, eða þegar hún skrifaði vinkonu sinni næst. Og áður en hún vissi af, var hún farin að telja kórfólkið, hratt og flausturs- lega, en ruglaðist tvisvar í fremstu og fjölmennustu röðinni og lét sér nægja að gizka á, að það væri eitthvað kring- um tvöhundruð. í sama bili dundi lófa- takið í salnum. Bruno Walter gekk inn á sviðið, umleikinn björtum ljóshring, sem fylgdi hinum hægu og öruggu skrefum hans, unz hann hafði stigið upp á pallinn og hneigt sig fyrir mann- fjöldanum. Hún hafði séð hann nokkr- um sinnum áður, bæði í Carnegie-höll og Metropolitan-óperunni, en samt kom hann henni ókunnuglega fyrir sjónir í dag, þar sem hann stóð uppi á pallinum með tónsprotann í annarri hendinni og beið þess brosandi, að lófatakið hljóðnaði í salnum. Kastljós- ið fyllti stöðugt baugana undir augum hans og lék eins og skin frá hvítu, annarlegu báli um hátt ennið og silfur- grátt hárið, gisið og strítt. Hann var þýzkur. Hún hafði lesið um hann í blöðunum fyrir nokkru og vissi, að hann var útlagi frá föðurlandi sínu og hafði dvalið óralengi fjarri jörðinni og skyggninu, þar sem hann hafði fæðst, en einmittí þessari viku átti hann fimmtíu ára afmæli sem hljómsveitarstjóri, þó að hann væri ennþá tæplega sjötugur að aldri. Fyrir hálfri öld hafði hann í fyrsta skipti gerzt leiðtogi í veröld hinn- ar æðstu fegurðar, hinnar ósýnilegu og óáþreifanlegu fegurðar, sem engin landamæri geta fjötrað- Og hann hélt upp á afmælið með því að flytja þrisvar sinnum í Carnegie-höll Níundu hljómkviðu Beethovens, tónverkið, sem hann unni mest, en auk þess Te de- um laudamus eftir Bruckner. I gær- kvöldi hafði hann staðið í þessari sömu birtu, hlustað á dynjandi lófatak eins og núna, hneigt sig eins og núna. Og klukkan þrjú á sunnudaginn myndi hann enn ganga upp á þennan sama stjórnpall og líta til skiptis á sviðið og áheyrendurna, með baugana undir snörum, djúplægum augunum fyllta af titrandi kastljósinu, en síðan hyrfi þetta sérstæða afmæli hans inn í minn- inguna, inn í mistur hins liðna. Hann sneri baki að mannfjöldanum, eftir að hann hafði hneigt sig hvað eftir annað, sneri sér að hljómsveitinni og kórnum, hóf höfuðið skipandi og strengdist lítið eitt í herðunum, eins og hann hefði skyndilega falið sig á hendur voldugu, framandi afli. I sama vetfangi og kastljósið slokknaði lyfti hann tónsprotanum, — og þjóðsöngur Bandaríkjanna féll í stæltum bylgj- um út í hálfrökkvaðan salinn. Hún reis úr sæti sínu eins og allir aðrir og stóð hreyfingarlaus og þög- ul, meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Hún fann ekki til neinnar eftirvænt- ingar né tilhlökkunar, en hugsaði að- eins í sárri ringlun eins og vonsvikið barn, að þau hefðu heldur átt að fara hingað í gærkvöldi eða á sunnu- daginn, svo að hún hefði ekki þurft að fara á mis við alla gleði sökum þjakandi einmanaleika og bljúgrar, sí- vaxandi smæðarkenndar inni í þessum afmarkaða, lukta heimi, þar sem birt- an virtist laða fram milda eindrægni og tign, andstæða grunnu, kviku og ofurlítið frágeislandi ljósbroti í dýrum spegli. Hún fann, hvernig varirnar þornuðu undir litnum frá Elizabeth Ar- den, en jafnframt hríslaðist óþægileg- ur hiti um líkama hennar, svo að hún ákvað að smeygja sér úr loðkápunni, áður en hún settist aftur. Hvers vegna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.