Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 43

Helgafell - 01.05.1945, Blaðsíða 43
MYNDIN I SPEGLINUM 39 því móti heiðríkju söngsins, unz hann hafði náð hinzta risi sínu og hneig í einu vetfangi til upphafsins samkvæmt snöggri skipun tónsprotans í hendi Bruno Walters. Það var aftur orðið hljótt í salnum. Hún heyrði jafnvel andardrátt unga mannsins í sætinu hægra megin. Og hún vissi, að augu hans, stór og blikandi, voru stöðugt bundin við hljómsveitina og kórinn. Síðan grynnkaði þögnin og dýpkaði á víxl, unz tónsprotinn lyftist í þriðja sinn og bogarnir léku aftur um streng- ina, en varirnar þrýstust að flautum, hornum og lúðrum. Hún laut fram í sætinu, en axlirnar slöknuðu ósjálfrátt og hjartslátturinn varð þyngri og hraðari. Hún hafði aldrei hlustað á Níundu hljómkviðuna í samhengi, aðeins heyrt brot úr henm tvisvar sinnum í útvarpi á nýárskvöld, tvístruð og deyfð af skvaldri og hávaða gestanna, sem urðu þeirri stundu fegn- astir, þegar maðurinn hennar slökkti á lágstilltu viðtækinu og spurði, hvort hann ætti ekki að ná í eina flösku í tilefni af hátíðinni. Og hún mundi ó- ljóst, að hún hafði dáðst að þessum brotum og jafnvel haft orð á því við gestina, hvað henni fyndist Níunda hljómkviðan yndisleg, hvað Beethoven hefði verið mikill snillingur og hvernig Tungls\inssónatan minnti hana ævin- lega á vötnin fyrir austan, þegar kvöldskuggarnir lengjast og dökkna. En hún hafði sízt búizt við, að henni yrði skyndilega svipað innanbrjósts og manni, sem er stefnt fyrir dóm, án þess hann viti sig sekan. Eftir að fyrstu hljómarnir höfðu sveiflazt í voldugar rastir og tilkynnt komandi baráttu milli samhnitaðra andstæðna, milli hins eilífa og svipula, hins hervædda og nakta, en kvíðinn fyrir úrslitum þessarar baráttu runnið inn í stefið, þá heyrðust aðrir tónar, lágir og gljúpir, sem smugu gegnum hana eins og á- lca.ll vinar í neyð, eins og örvæntingar- full bæn um hjálp frá einhverjum, sem væri tengdari henni en nokkur annar á jörðinni. Það kom ekkert svar við þessari bæn, ekkert fyrirheit um líknandi frelsun, heldur sogaðist hún æ lengra og dýpra inn í voveiflegt, göldrótt og þjótandi myrkur, þar sem endurminningin um dagsljósið birtist í strjálum leiftrum, köldum og óheim- legum, en lauf glataðra skóga hvirflað- ist í skini leiftranna eins og bleikur snjór. Síðan var myrkrið órofið um stund, — það jókst eins og elfur í haustregni og flæddi storkandi yfir lauf hinna glötuðu skóga, lauf mann- legra ástríðna, mannlegra óska og drauma, flæddi án viðnáms og hindr- ana inn í nýjar veraldir og sveigðist smám saman undir lögmáli annarra skynjana, unz svartir fákar með log- andi fax og gula, blóðuga hófa þustu í fylkingu eftir himnum þessara nýju veralda, þustu milli auðra, svífandi hnatta í trylltri leit, þyrstri og óstöðv- andi, en þegar þeir voru horfnir út í geiminn og logi faxanna týndur í ó- mælanlegri fjarlægð, hafði myrkrið skipt um lit og stefnu. Það roðnaði, grisjaðist og sneri aftur til hinna glöt- uðu skóga, þar sem laufið sást ekki framar, en trén lágu slitin og brotin í harmþrunginni kyrrð. Og þó var kyrrð- in ekki ímynd hins sigraða og dána, því að enn heyrðist ákall til ljóssins, bæn um hjálp og miskunn, sem sveif í angist yfir fallna skógana og beið stöðugt eftir svari, unz myrkrið sortn- aði á ný, huldi allt á jörðinni, drottn- aði yfir jörðinni og slökkti jafnvel bjarma eldinganna, áður en þær megn- uðu að fleyga það sundur. Fyrsta þætt- inum var lokið og ekkert virtist fram- undan nema sorgin. Henni kólnaði á enninu og brjóst- inu, en hitinn, sem hríslaðist áðan um líkama hennar, áleitinn og þurr, hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.