Helgafell - 01.05.1945, Síða 52

Helgafell - 01.05.1945, Síða 52
48 HELGAFELL farið milli Islands og Ameríku rúmlega 3900 íslenzkar krónur að vetri til, en liðugar 2900 krónur um sumarmánuð- ina, (áður 2200 krónur). Hver farþegi má hafa meðferðis allt að 30 kg. far- angur án aukagjalds. Ef nauðsyn kref- ur, er annar farangur tekinn, gegn sér- stöku farmgjaldi. Nú eru þessi gjöld að vísu miklu hærri en þau, sem gefið er í skyn að ríkjandi verði eftir stríð, og liggur mis- munurinn aðallega í því, að nú er flogið miklu minni flugvélum en þeim, sem koma skulu, eins og áður er sagt. Bezt er þó að reikna með háum gjöld- um fyrst í stað, því að hvorttveggja er, að staðreyndirnar stangast stundum á við bjarta framtíðardr.auma, og svo hitt, að fargjöld frá millistöð eins og Islandi verða hlutfallslega nokkru hærri en fargjöld milli endastöðva, eins og London og New York. Til sam- anburðar má geta þess, að áður en farþegaflutningar með skipum lögðust niður, vegna skipatjóns, kostaði far- seðillinn frá Reykjavík til New York 1000 krónur, og tók ferðin 3—4 vikur. Fæðispeningar námu svipaðri upphæð. Tímasparnaður og verðmunur á fari ætti því að vega hvort á móti öðru, þegar raunverulegur ferðakostnaður er gerður upp. Hitt fer svo eftir skapferli hvers eins, hvort hann kýs að fara hratt eða hægt yfir. FLUGFERÐIR ÍSLENDING A TIL EVRÓPULANDA Nú víkur sögunni til Evrópu — en þangað má gera ráð fyrir að marga fýsi að fara, undir eins og þangað gefur, eigi síður en vestur um haf. Fyrst um sinn verður að gera ráð fyrir, að enn meiri hugur sé á að fá vitneskju um fargjöldin, og skal nú reynt að leysa úr þeim vanda. Samkvæmt þeim fargjöldum vestur um haf, sem að framan voru talin, kostar flugmílan um kr. 1,40 að sumrinu, en kr. 1,90 að vetrinum (áður kr. 1,10). En sam- kvæmt sérleyfisbeiðni, sem lögð hefur verið fyrir flugmálaráð Bandaríkjanna, er ameríska flugfélagið Transcontin- ental & Western Airways reiðubúið til að hefja þegar í stað flugferðir milli New York og London fyrir liðlega I 700 kr. farið, eða tæpa 55 aura míluna. Og loks er talað um flugferðir innan meg- inlands Ameríku, sem kosta eigi 25 aura fyrir míluna. Mismunurinn á far- gjöldum þessum liggur í ýmsum or- sökum, en mest þó í því, að miðað er við misstórar flugvélar. Því stærri sem flugvélin er, því lægri verður rekstrar- kostnaður á hvern farþega. Fyrst um sinn er varlegast að reikna með því, að fargjöld verði eigi lægri á flugmílu en kr. 1.00, eða 60 aura á km. eftir árstíðum og aðstæðum. Til saman- burðar má geta þess, að Flugfélag Is- lands tekur 200 krónur fyrir farið til Akureyrar, en þangað er 250 km. flug- leið (80 aura kílómetrinn). Eftir því mundi farseðill til Prestwick kosta 850 krónur. Skipsfar til brezkrar hafnar hefur kostað 520 krónur, að fæði með- töldu, á stríðsárunum, en ferðin tekið 7—8 daga. I samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, má reikna fargjöld til meg- inlands Evrópu og Norðurlanda á þessa leið: Reykjavík — London......kr. 1100 Reykjavík — Osló ......... — 1500 Reykjavík — París ........ — 1400 Reykjavík — Berlín.........— 1600 Reykjavík — Moskva ........— 2500 Reykjavík — Khöfn..........— 1500 Reykjavík — Stokkh.........— 1700 Þeir, sem kynnu að vilja skreppa til höfuðborganna á Norðurlöndum í sum- arleyfi sínu, mundu sennilega fljúga á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.