Helgafell - 01.05.1945, Síða 58
POUL SÖRENSEN:
UNDRIÐ
. . Og það btóð heima, að þegar hann hafði sett það
í hnappagatið, varð hann allt í einu
ósýmlegur!" ,,0]á, slíkt ber við
í ævintýrum, trú ég . . .“ „Sem ég segi:
Osýnilegur á Austurgötu í Höfn
annó 1940!
Fólk, sem hann þekkti, fólk, sem hafði varpað
kveðju á hann fyrir stuttri stundu, — það
s á ekki m'anninn. Segði hann ,góðan dag‘,
renndi það augum eftir stefnu hljóðsms
og g e g n u m manninn, líkt og væn hann loft,
unz því varð ljóst, að hér var engu að heilsa,
og skundaði áfram (undirfurðulegt,
af því að standa sig að svona grillum).
Ja, ótrúlegt? En satt! “ „Þér segið það!
Sáuð þér manninn sjálfur?“ „Eg? Sá ég hann?
Sagði ég ekki, að e n g i n n hefði séð hann!“
„Þér meimð kannski, að maðurinn gufaði upp?“
„Með húð og hári! I öðru andrúmslofti,
þar sem er önnur skipting ljóss og skugga,
hefði máski einhver grillt hann. En í okkar
augum var þarna enginn". „Flónskuþrugl!
Slík undur brytu í bág við skynsemina!“
„011 undur gera það! En þeim ber saman
við tilfinningar fólksins fyrir því“.
„Við tilfinningar fólksins?“ „Fortakslaust! “
(M. A.)