Helgafell - 01.05.1945, Page 71

Helgafell - 01.05.1945, Page 71
BÓKMENNTIR 65 Griegs. — Þessi útlagaljóÍS hans eru eðlilega nokkuð misjöfn að gæðum frá listrænu sjónar- miði, og bera sum þeirra merki þess, að þau eru ort ,,á ferð og flugi“, og skáldið hefur ekki gefið sér tíma til að liggja yfir þeim og ,,vinna“ úr þeim til hlítar. £n sameiginlegt með þeim öllum, að þau lýsa eldheitri ætt- jarðarást og ólgandi baráttuhug, og hafa ver- ið norsku þjóðinni ómetanleg hvöt og afl- gjafi í baráttu hennar heima og erlendis fyr- ir endurheimt frelsis og mannréttinda. Og það er hyggja mín, að seint muni Norðmönnum gleymast snilldarkvæði eins og „Kaptein Mar- tin Linge“, eða „V.iggo Hansteen", — ort um verklýðsleiðtogann, er var náinn vinur skáldsins, cn nazistar tóku af lífi, — eða hið glæsilega og mikla kvæði til konungs Norðmanna, er hefur, eins og bróðir hans í Danmörku, reynzt þjóð sinni traustur leið- togi og ávann sér aðdáun og virðingu allra góðra manna, er hann leitaði sér hælis í skóg- um Noregs, ásamt stjórn sinni, hundeltur af morðvörgum Hitlers. — Víst cr um það, að þessi yfirlætislausu ljóð Nordahls Griegs cru og munu æ verða mikilvægur þáttur í hetju- sögu Norðmanna og .sameiginleg eign norsku þjóðarinnar, meðan hún er minnug þeirra hörmunga, er hún hefur orðið að þola í hildarleik þeirn, sem nú er að verða til lykta leiddur í Evrópu. Og ckki sízt fyrir þessi Ijóð er Nordahl Gricg nú, — þótt hann hyrfi í hinar brennandi rústir Berlínar, -— aftur kominn heim til ættjarðar sinnar, er hann unni svo heitt, sem glæs.ilegur sigurvegari og hefur öðlazt sess meðal ágætustu sona þjóð- ar sinnar, — innst við hjarta hennar. Nordal Grieg hafði ætlað sér að koma hing- að til lands og sjá um útgáfu þessara ljóða sinna, en féll frá áður en því varð við komið. Það varð því annarra hlutskipti að búa bók- ína undir prentun. Sendiherra Norðmanna hér á landi, Aug. Esmarch, hefur skrifað nokkur formálsorð, en Tómas Guðmundsson fögur minningarorð um skáldið. Má það vissulega teljast til merkari bók- menntaviðburða hér á landi, að frumútgáfa ljóða eftir erlent stórskáld birtist á vegum ís- lenzks bókaforlags. Bókin er prýðilega úr garði gcrð og káp- an skreytt mynd af norsku landslagi eftir Ás- grím Jónsson. SIGURÐUR GRÍMSSON Kvæði Snorra Hjartarsonar, athyglisverðasta ljóðanýung ársins 1944, verða að bíða umsagnar í næsta hefti, og ef til vill verður notað þar sjaldgæft tækifæri til að fitja upp á umræðum um þau við höfundinn sjálf- an, í Bókmenntabréfi. — Þar mun einnig getið Nýrra Ijóða Guðfinnu frá Hömrum. — M. Á. TVÖ SMÁSAGNASÖFN Litlar sögur um líf og dauða. Þórir Bergsson: NÝJAR SÖGUR. Rvík. Isaf. 1944. 246 bls. Kr. 25—, 55—. Þórir Bergsson er af mörgum talinn meðal kunnáttumannanna í þeim hópi, sem um þess- ar mundir fæst við smásagnagerð á íslenzku. Því verður ekki neitað, að sumar sagna hans eru laglegar og bera vott um elju og góðan smekk. Á hinn bóginn er hann einn þeirra höfunda, sem að jafnaði er horinn ómengaðra lofi en verðugt væri. Er raunalcgt til þess að vita, að meinleysi ritdæmenda, misskilin kurteisi og ná- ungakærleiki, ásamt fleiri borgarlegum hálf- dyggðum, skuli taka höndum saman við mis- jafnlega þroskaða dómgreind lesenda og enn HELGAFELL 1945 stopulli sjálfsgagnrýni rithöfundanna. En sú verður einatt raunin á, og er þá heldur ckki ástæða t.il að undrast, þótt lítilla framfara verði vart með hverri nýrri bók. Það er skemmst frá þessari nýju bók Þóris Bergssonar að segja, að hún stendur langt að haki fyrra smásagnasafni hans. Sögurnar eru 20 að tölu, flestar örstuttar. Margar þeirra eru í rauninni alls ekki sögur, heldur augna- bliksmyndir, scm höfundur hefur ekki hirt um eða tekizt að festa í ramnia, sem geri hvers- dagslegt atvik í frásögur færandi. Dæmi þessa eru sögurnar Kveikur, Aldrei og Lítil saga um líf og danða. í öðrum missir hann aftur á móti greinilega marks, svo sem í sögunni Nálar- aitgað. Þar fer hann laglega af stað og virð- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.