Helgafell - 01.05.1945, Síða 78

Helgafell - 01.05.1945, Síða 78
72 HELGAFELL eftir hest og harmar, að hún muni ckki sja hann aftur, þarf safnandi að taka fram, að þarna gæti „sorglegs misskilnings hjá gömlu konunni". Svo er nú það. Af missögnum eða villum, sem ég hefi rek- izt á við fljótan lestur, skal ég ncfna fátt eitt. t athugasemd við greinina Um Einar Gnðnason (bls. 74) segir: Af því að Þór- ólfur Einarsson í Kalmanstungu er hér nefnd- ur o. s. frv. Þessi Þórólfur Einarsson kemur qins og skrattinn úr sauðarleggnum og er alls ekki nefndur í greininni. Sennilega á safnandi við Þórólf Guðnason, bróður Einars. Hann var á Bjargarsteini og fluttizt síðar til Ameríku. En aldrei hef ég heyrt honum eign- aða vísuna: Lyngs við bing á grænni grnnd, og aldrei öðrum en Sigurði Eiríkssyni, er var í Kalmanstungu, og svo telur Kristleifur á Kroppi (Ur byggðum Borgarfjarðar, bls. 294), en birtir hana í ofurlítið annarri gerð en hér er gert. Safnandi segir, að vísan: Það stend- nr á litlu að stœra sig (bls. 116), sé eftir Guðrúnu, dóttur Páls skálda, en hún er eft- ir Pál Vídalín, sem uppi var meira en öld fyrr en Guðrún. Er hún prentuð í Vísnakveri Páls (bls. 133), eftir handritj, er dr. Jón Þor- kelsson telur ritað um 1770, og er þar svo: Stoðar lítt að stæra sig, styttast heimsins náðir: Maðkurinn étur mig og þig, mold erum við báðir. Þá er vísan: Hafs frá hveli heims um fjöll (bls. 84) heldur en ekki rangfeðruð. Hér er hún sögð eftir Baldvin Halldórsson, en er úr prentaðri ljóðabók núlifandi skálds, Gísla frá Eiríksstöðum, (Nokkrar stökur. Reykjavík, 1924, bls. 16). Vísan Straumur reynir sterk- an mátt (bls. 114) hef ég ávallt hcyrt, að væri eftir Baldvin Jónsson skálda (Skagfirð- ingaskáld), cn ekki eftir Baldvin Halldórs- son, cn vísum beirra nafna er oft blandað saman. Vitaskuld geta villur slæðst í beztu rit, feðrun vísna óviss og erfið, og hending ræður nokkru um, hvort maður hafi rekizt á vísu, sem laus er orðin, í prentaðri bók, þótt það- an sé kynjuð. Þótt sumt af þessu séu allmeinlcgar vill- ur, væri það fyrirgefanlegt, ef safnandinn væri ekki jafn hótfyndinn og hann er í garð ann- arra um meðferð og feðrun vísna. En í því efni cr hann hinn stórsnúðugasti og hefur allt á hornum sér. En það er létt að gera miklar kröfur til annarra, en litlar til sjálfs sín. Safnandinn gerir ýmsar leiðréttingar við gerðir vísna og fcðrun þeirra, og má vera að sumt af því sé rétt, hvaðan sem það kemur. Safnandi segir hiklaust, að vísan: Ellin hallar öllum leik, scm stendur í ljóðabók Páls Úlafs- sonar, sé eftir Björgu Sveinsdóttur. Galli er það, að hann nefnir enga heimild fyrir þessu. Eins og ég hef þegar tekið fram, er margt í kverinu læsilegt og góðra gjalda vert. Málið á sögunum er misjafnt, cftir því hver skrifar. Eg get ekki látið hjá líða að benda á eina meinlega hugsunarvillu: „Hagaði þann- ig til, að eiði nokkurt skar í sundur nyrsta hluta nessins" (bls. 164). Eiði sker aldrei nes eða annað í sundur, heldur tengir sam- an. Grcinarmerkjasetning er allmjög á mgl- ingi. Mikill kostur er það við kverið, að nafnaskrá fylgir. Frá ystu nesjum FRÁ YZTU NESJUM. Vestfirzkir sagnaþættir II. Skráð hefur og safnað Gils GuSmundsson. ísaf. Rvík, 1944. 191 bls. Kr. 18—- Áður hefur sami höfundur gefið út fyrsta heftið af vcstfirskum sagnaþáttum með sama heiti. I formálanum boðar höfundur, að ætl- azt sé til, að „Frá yztu nesjum verði tímarit fyrir hvers konar vestfirzkan fróðleik og komi út einu sinni á ári“. Á það að verða um al- menna sögu, persónusögu, atvinnuvegi, þjóð- hætti og alþýðukveðskap. Lengsti kafli bókarinnar er Holt og Holts- prestar. Er það ævisaga Holtspresta frá upp- hafi til vorra daga og nokkuð um jörðina sjálfa. Það er reyndar vafasamt, hve mikið gildi það hefur að segja sögu jarðar eða ábú- enda, er hana hafa setið, en talsvert hefur það verið í tízku nú um stundir, og ekki ber því að neita, að þetta er fróðleikur út af fyrir sig. Sögukaflar þessir um Holtspresta eru að vísu ekki mikil sagnfræði, mestmegnis teknir upp úr prestaævum, en þó er þar ýmis fróð- leikur samankominn í eitt, og almenningur, sem heimildirnar eru ekki aðgengilegar, mun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.