Helgafell - 01.05.1945, Side 81

Helgafell - 01.05.1945, Side 81
LETTARA HJAL 75 Stefánsson hafi verið sjálfkjörinn til forseta- tignar á þessu Listamannaþingi. Hann er upp- runninn úr sama byggðarlagi og Jónas Hall- grímsson, og hefur fyrir löngu gerzt vinsælast- ur allra núlifandi Ijóðskálda með þjóð sinni, cins og berlegast kom fram á fimmtugsafmæli hans í vetur, þó að Helgafell ætti minni hlut að þeim afmælisfagnaði en sæmt hefði árvökru bókmenntatímariti. En við þetta tækifæri hyllti öll þjóðin Davíð Stefánsson af slíkri ein- lægni, að öllum, sem sinna svipaðri köllun, hlýtur að finnast hlutskipti sitt í þjóðfélaginu vænlegra fyrir bragðið. Jafnvel fyrir skemmri DAVÍÐ tlma Cn manns:hchr s>ðan STEFÁNSSON hcfði verið óhngsanJ að nokkru arburðaskaldi mætti takast að safna þjóðinni um sig til svip- aðrar hrifningar, og vissulega er þetta eftir- tektarverður vottur þess, hvcrsu henni hefur vaxið skilningur á gildi andlegrar þjónustu. Allir bókmenntasinnaðir Islendingar, sem komnir voru til nokkurs þroska á árunum upp úr heimsstyrjöldinni fyrri, minnast þess ennþá, hvílíkur viðburður það var, er fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út, enda hafa fá ung ljóðskáld farið jafn glæsilega af stað. Ef til vill er það þó mest vegna þess, að ég Ias þessi kvæði svo ungur og lcit auk þess mjög upp til höfundarins, að mér þykir enn í dag vænna um Svartar fjaðrir en nokkra aðra af bókum hans, því að vel er mér ljóst, að mörg af sínum beztu ljóðum hefur hann ort síðan. Frá upphafi vega hefur ljóðhneigð Davíðs ver- ið furðulega rík, ólogin og óstýrilát, og þcss ber allur skáldskapur hans merki. Ég hygg, að honum hafi mörgum stundum verið jafn eðli- legt að leita tilfinningum sínum farvegs í hrynjandi Ijóðsins eins og að draga andann, og einmitt þessvegna er svo mikið af óbundnum fögnuði og söng í kvæðum hans. En einnig af sömu ástæðu tel ég vafasamt, að Davíð sé þannig skapi farinn, að honum láti að jafn- aði eins vel að liggja yfir kvæðum sínum og nostra við þau. I sumum þeirra hefur mér fundizt þess gæta, að Ijóðið hafi trúað tilfinn- ingum skáldsins fyrir sér en ekki gagnstætt. Hitt er þó umtalsverðara, að víða er Davíð jöfnum höndum skáld og listamaður, og ég hygg, að'það mundi koma í ljós, ef slíkrar tilraunar yrði freistað, að fá eða engin íslenzk nútímaskáld stæðu undir stærra úrvali af góðum kveðskap. En raunar verður skáldskapur Davíðs Stef- ánssonar aldrci metinn að fullum verðleikum eftir listgildi hans einu saman. Vegna þess að honum hefur tekizt öðrum betur að ná eyr- um alþjóðar, hefur fjöldi fólks um allt ís- land tamið sér lestur góðra ljóða og lært að meta þau. Að þessu leyti hefur Davíð einnig haft hina mestu þýðingu fyrir skáld vor í nútíð og framtíð. Hann hefur orðið til þcss að stækka lesendahóp þcirra mjög verulega, og fyrir þetta að minnsta kosti ætti þcim öllum að vera ljúft að þakka Davíð Stcfánssyni. T. G
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.